Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.02.2007, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 23.02.2007, Qupperneq 12
 Yfir tuttugu Hafn- firðingar hafa greitt atkvæði utan kjörfundar í íbúakosningunum 31. mars um nýtt deiliskipulag í Straumsvík. Steinunn Þorsteins- dóttir, upplýsingafulltrúi í Hafn- arfirði, segir að gríðarlegur áhugi sé á kosningunum og straumur í atkvæðagreiðslu utan kjörfundar hafi aukist síðustu daga. „Við höfum fengið yfir 20 þús- und heimsóknir á heimasíðuna okkar á viku sem er nokkrum þús- undum fleiri en áður. Við tengjum það við kosningarnar. Við höfum líka fengið margar fyrirspurnir í tölvupósti og töluvert er hringt frá útlöndum,“ segir hún. Steinunn segir að Hafnfirðing- ar, sem búa erlendis en hafa lög- heimili í Hafnarfirði, séu greini- lega að velta fyrir sér hvort þeir geti greitt atkvæði. „Okkur ber ekki skylda til þess þar sem ekki er um lögbundnar kosningar að ræða en við erum að skoða með hvaða hætti yrði staðið að þessu ef sá möguleiki kæmi upp,“ segir hún. Tuttugu hafa þegar kosið Reykjavíkurborg bíður nú eftir svari frá Háspennu við tilboði sem borgin gerði fyrirtækinu vegna fyrirhugaðs spilasalar í Mjódd. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að svar muni sennilega berast um eða eftir helgi. Borgaryfirvöld vilja ekki gefa upp hvað felst í tilboðinu en borgarstjóri hefur áður sagt að vel komi til greina að Reykjavíkurborg greiði Háspennu skaða- bætur gegn því að hætt verði við að setja upp spilasalinn, sem Háspenna hefur þó fengið öll tilskilin leyfi fyrir. Ekki náðist í forsvarsmenn Háspennu vegna málsins. Háspenna hefur undanfarið fundað reglulega með fulltrúum frá borginni vegna fyrirhugaðs spilasalar, sem olli miklum deilum í kringum áramótin. Barátta borgarstjóra, Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, gegn spilasalnum hófst eftir að íbúasamtök í Breið- holti stóðu fyrir undirskriftasöfnun gegn salnum. Fyrst beindi borgarstjóri spjótum sínum að Happ- drætti Háskóla Íslands og sakaði Háskólann um yfirgang. Brynjólfur Sigurðsson, forstjóri HHÍ, og Páll Hreinsson, stjórnarformaður HHÍ, hafa báðir vísað gagnrýni borgarstjóra á bug, og bent á það að HHÍ reki ekki spilasali, heldur leigi einungis út spilakassa, og það sé einkafyrirtækið Háspenna sem muni reka fyrirhugaðan sal í Mjódd. Rauða ljónið á Eiðistorgi fær ekki starfsleyfi áfram að því er fram kemur á vef Seltjarnarnesbæjar. Á vefnum segir að á grundvelli upplýsinga lögreglu um ítrekuð brot á áfengislögum og skilyrðum fyrri leyfisveitinga hafi bæjaryfirvöld ekki getað fallist á framlengingu veitingaleyfis fyrir staðinn. Þá segir enn fremur á vefnum að einu spilakassarnir á Seltjarn- arnesi hafi verið starfræktir á Rauða ljóninu og með lokun staðarins hafi spilakassar verið gerðir útlægir af Nesinu. Tæplega þúsund spilakassar eru á landinu öllu. Rauða ljónið fær ekki leyfi Með því að fella deiliskipulagstillöguna og fresta þar með stækkun álvers í Straumsvík úr 180 í 460 þúsund tonn í íbúakosningunum 31. mars gefa Hafnfirðingar Íslendingum tækifæri og ráðrúm til að móta stefnu til frambúðar í stóriðju- og orkumálum landsins. Þetta er mat Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi formanns Alþýðu- flokksins. Einstaklingar innan Samfylk- ingarinnar í Hafnarfirði stóðu fyrir umræðufundi um deiliskipu- lagstillöguna sem heimilar stækkun álvers í Hafnarfirði í Bæjarbíói í Hafnarfirði í gær. Frummælendur voru, auk Jóns Baldvins, Tryggvi Harðarson og Þórunn Sveinbjarnardóttir. Hátt í 200 manns mættu á fundinn. Getur gefið ráð- rúm til stefnu Framboðs- listar Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir þingkosningarn- ar í vor voru kynntir í fyrra- kvöld. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir leiðir listann í Reykjavík suður. Í öðru sæti er Ágúst Ólafur Ágústsson, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir skipar þriðja sætið, Mörður Árnason það fjórða, Kristrún Heimisdóttir það fimmta og Reynir Harðar- son, stofnandi CCP, það sjötta. Össur Skarphéðinsson leiðir listann í Reykjavík norður. Annað sætið skipar Jóhanna Sigurðardóttir, Helgi Hjörvar það þriðja, Steinunn Valdís Óskarsdóttir það fjórða, Ellert B. Schram það fimmta og Valgerður Bjarnadóttir það sjötta. Framboðslistar ákveðnir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.