Fréttablaðið - 23.02.2007, Síða 26

Fréttablaðið - 23.02.2007, Síða 26
Öfugt við óstaðfestar fregnir í Séðu og heyrðu fara leikarar í Þjóðleikhúsinu ekki út að borða á Hótel Holt í hvert mál. Þeir borða þess í stað í Málarasalnum. Þegar litið var inn á æfingu á verkinu Legi í Þjóðleikhúsinu var verið að taka upp fagnaðarlæti og hvatningaróp sem nota á í sýning- unni. Ekki svo að skilja að búist sé við svo slæmum móttökum að spila þurfi klapp af bandi til að forðast vandræðalega þögn í upp- klappi. Þarna er á ferð bútur sem notaður verður í miðju leikriti þegar aðalpersónurnar, mæðgurn- ar Ingunn og Vala, berjast um hylli hins íslenska bachelors í beinni. „Þetta er nett klikkað verk enda er það Hugleikur Dagsson sem er höfundurinn,“ segir Valur Freyr Einarsson, einn af leikurum sýn- ingarinnar. „Þetta er söngleikur og maður veit að þegar Hugleikur og tríóið Flís koma saman getur útkoman ekki verið neitt annað en einstök.“ Þegar fagnaðarlátunum var lokið var farið í mat þar sem kokk- arnir hafa eldað kjötbollur ofan í leikaraliðið. „Þeir voru hérna tveir handónýtir togarasjómenn sem elduðu ofan í okkur en þegar núverandi snillingar tóku við batn- aði maturinn til muna,“ segir Jóhannes Haukur Jóhannesson leikari. Ekki hafðist upp á togara- sjómönnunum til að leyfa þeim að svara fyrir sig en kjötbollurnar voru ljúffengar. Matsalurinn kallast Málara- salurinn vegna þess að áður fyrr voru þar máluð leiktjöld og þau látin síga niður á stóra sviðið gegn- um gat í gólfinu. Gatið er nú horf- ið og matarborð komin í staðinn. „Matarlist og leiklist eiga vel saman og saddur leikari er sæll leikari,“ segir Friðrik Friðriksson, en hann leikur meðal annars hinn 18 ára Kalla sem er innsiglaður í plast vegna þess að hann er með fuglaflensu. „Ég hef verið svolítið fastur í þessum ungu hlutverkum en nú er ég búinn að setja met. Auk Kalla leik ég líka fóstrið í sýn- ingunni. Ég kemst eiginlega ekki lengra aftur í árum talið nema ég leiki sáðfrumu.“ Vissulega er saddur leikari sæll leikari, en er hann góður leikari? Gúffa þeir sig út af kvöldmat og velta svo inn á svið og leika Shake- speare? „Það fer náttúrlega allt eftir sýningu,“ segir Halldóra Geirharðsdóttir leikkona. „Maður hámar ekki í sig fyrir hádramat- íska sýningu þar sem maður legg- ur allt í tilfinningarnar. Það er hins vegar allt í lagi að fá sér að borða ef hlutverkið kallar ekki á mikið drama eða aksjón.“ Þegar matnum var lokið héldu leikarar aftur á svið, en síðustu augnablikin áður en Stefán Jóns- son leikstjóri hóf æfinguna aftur voru heimsmálin rædd. Það væri ekki í frásögur færandi ef sam- ræðurnar hefðu ekki farið fram undir risastórum móðurkviði sem haldið er uppi af þykkum stálarmi. Kjötbollur í Legi Hugleiks SÓMABAKKAR Nánari uppl‡singar á somi.is *Gildir a›eins ef panta› er fyrir meira en 3.000 kr. PANTA‹U Í SÍMA 565 6000 / FRÍ HEIMSENDING* Við Fjöruborðið Eyrarbraut 3 • 825 Stokkseyri • S. 483 1550 www.fjorubordid.is • ifno@fjorubordid.is Sérfræðingar í saltfiski Þjónustum verslanir, veitingahús o.fl. Fyrir verslanir: Til suðu: saltfiskbitar blandaðir gellur gollaraþunnildi Til steikingar: saltfiskbitar blandaðir saltfiskkurl saltfiskhnakkar tvær stærðir (lomos) gellur Fyrir veitingahús – hótel – mötuneyti: saltfiskhnakkar tvær stærðir (lomos) saltfiskbitar blandaðir til suðu og steikingar saltfiskkurl Fyrir utan saltfiskinn þjónustum við sitthvað fleira, svo sem: ýsuhnakka rækjur þorskhnakka steinbítskinnar og bita Sími: 466 1016 ektafiskur@emax.is F í t o n / S Í A
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.