Fréttablaðið - 23.02.2007, Side 27

Fréttablaðið - 23.02.2007, Side 27
Nemendur í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands hafa í vetur fræðst um matarhönnun. Afrakstur náms þeirra verður til sýnis í Matarsetrinu á laugardag. Matarhönnun er margslungið hug- tak og í vetur hafa þær Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir og Brynhildur Pálsdóttir útskýrt hugtakið fyrir nemendum í vöruhönnun við Lista- háskóla Íslands. Nú er komið að því að nemendur sýni verkefni sín en sýningin er partur af Food and Fun-hátíðinni. Verkefnin voru unnin í sam- vinnu við átakið „Beint frá býli“, þar sem heimaframleiðsla bænda er kynnt með öllum sínum sér- kennum. Afraksturinn er marg- slunginn en nemendur fundu sér bændur að vinna með og er útkom- an bæði þjóðleg og einstök, enda um úrvals hráefni að ræða. Sýningin fer fram í Matarsetr- inu, Grandagarði 8, á laugardag kl. 14-18, og er hún öllum opin. Matarhönnun í Listaháskólanum Eftirlætisbaka heimilishag- fræðingsins. Til þess að drýgja útgjöld í matar- innkaupum er gott að nýta afganga vel en til þess eru margar leiðir og ein þeirra er að gera böku. Mörg- um vex það í augum að matreiða slíkt gómsæti en í raun er það lítið mál. Bökudeig má til að mynda fá tilbúið í pakka (til dæmis frá Maiz- ena) og þá þarf ekki annað en að bæta örlitlu vatni í þurrdeigið og fletja svo út með kökukefli. Fyllingin í bökuna samanstend- ur af kotasælu og tveimur til þremur eggjum ásamt kryddi og því sem eftir stendur af máltíð gærdagsins í ísskápnum. Þetta gæti til dæmis verið kaldur kjúkl- ingur, grænmeti, fetaostur, tómat- púrra eða annað sem fer vel saman. Tilvalið er að blanda öllu nema kotasælunni og eggjunum saman á pönnu og krydda áður en það er sett í skál og hrært saman við kot- asælu og egg. Þannig er auðveld- ara að krydda matinn og finna fram rétta bragðið. Svo er böku- deigið flatt út í eldfast mót (lítil göt stungin í botninn með gaffli til að hleypa út umframvökva), blöndunni skellt ofan í og yfir þetta er stráð rifnum osti. Bakan er höfð í ofninum í um það bil 45 mínútur á 180 en látin standa í hálftíma áður en hún er borin fram því annars verður hún of blaut. Með þessu er tilvalið að bera fram salat og brauð. Eldað úr afgöngum Ávaxta og grænmetishristingar hafa náð miklum vinsældum. Þetta er góð vítamínbomba sem er bæði bragðgóð og holl. Það má nota allt grænmeti og ávexti og aðeins ímyndunar- aflið ræður veigunum. Hristingar geta verið góð milli- máltíð fyrir börn og fullorðna, hollur eftirréttur eða hressandi leið til að byrja daginn. Það er ágætt að prófa sig áfram með grænmeti og ávöxtum og bæta meira grænu við ef hann er of sætur og öfugt. Með góðum blandara er gífurlega fljótlegt að búa til þessa hristinga og þeir eru líka bragðgóðir. Til að gera hristinginn enn hollari er síðan hægt að bæta við sölum, spírulínu, alfalfa-spírum, hörfræjaolíu, kókosolíu eða vít- amíni. Krakkarnir koma oft með grænmeti og ávexti úr skólanum sem þau hafa ekki náð að klára og þá er oft tilvalið að skella þessu í hollan hristing. Síðan er hægt að búa til stóra skál af salati með kvöldmatnum og nota restina í hristing seinna um kvöldið eða í morgunmat með góðum ávöxt- um. Hressandi hristingar 21.-27.FEBRÚAR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.