Fréttablaðið - 23.02.2007, Page 34

Fréttablaðið - 23.02.2007, Page 34
BLS. 4 | sirkus | 23. FEBRÚAR 2007 J ú, það er rétt. Ég get staðfest það að ég keypti tvö ljón á ferð minni um Búlgaríu um daginn,“ segir kvikmyndaframleiðandinn Ingvar Þórðarson. Hann festi kaup á tveimur 18 mánaða ljónum á meðan hann dvaldi ásamt meðframleiðanda sínum, Júlíusi Kemp, í Búlgaríu við að leggja lokahönd á vinnslu myndar- innar Astropiu. Myndin skartar meðal annars Kastljóssdrottningunni Ragnhildi Steinunni Jóns- dóttur í einu af aðalhlutverkunum, en hún verður frumsýnd hér á Íslandi í sumar. Heimildir Sirkus herma að Ingvar hafi fyrst haft hug á því að kaupa tígrisdýr en ekki fengið og því keypt ljónin í Dýragarðinum í Sofíu, höfuðborg Búlgaríu. Aðspurður segir Ingvar ekkert óeðlilegt við það að hann hafi keypt ljón í Búlgaríu. „Það eru dýragarðar þarna og ekki alltaf pláss fyrir öll dýrin,“ segir Ingvar. Ljónin eru enn í dýragarðinum í Búlgaríu og sér Ingvar um að borga fæðið fyrir þau. Ingvar vildi hvorki gefa kaupverðið á ljónunum né hvaða áætlanir þeir félagar hefðu uppi um dýrin. „Ég get ekkert sagt. Þessi mál eru á viðkvæmu stigi og ekki tímabært að tjá sig um þau. Það gæti spillt fyrir öllu,“ segir Ingvar. Eitt er þó ljóst og það er að þau eru ekki á leiðinni í Fjölskyldu- og húsdýragarð- inn. Forstöðumaðurinn Tómas Guðjónsson segir í samtali við Sirkus að það hafi ekki komið til tals að taka ljón inn í garðinn enda samræmist það varla nafninu. „Það er ekki á stefnuskránni að taka inn suðræn dýr heldur frekar kuldaaðlöguð dýr frá Skandinavíu,“ segir Tómas en bendir þó að tvö ljón hafi verið á gamla Sædýrasafninu sem var lokað fyrir fjölmörgum árum. Tómas sagðist ekki halda að þessi ljónakaup væru gerð með það fyrir augum að græða á þeim. „Ég myndi frekar líta til hlutabréfa í þeim efnum. Kaupin gætu hins vegar verið hluti af verndarstefnu hjá honum,“ segir Tómas. Björn Steinbjörns- son hjá Landbúnaðar- stofnun segist ekki fá umsóknir um innflutning á ljónum til landsins á hverjum degi og í raun hafi hann aldrei fengið slíka umsókn. „Þetta er flókið ferli en alls ekki óyfirstíganlegt. Fyrst þarf að sækja um leyfi til innflutnings hjá landbún- aðarráðuneytinu. Síðan kemur umsögn frá Landbúnaðarstofnun þar sem athugað er með aðstæður og hvort einhver fagkunnátta sé fyrir hendi á landinu til að annast dýrin. Þetta er ekki einfalt mál en ef það er hægt að finna aðstöðu og einhvern sem getur hugsað um dýrin þá sé ég ekki neitt því til fyrirstöðu að ljón séu flutt hingað til lands. En ég ítreka að ég hef aldrei fengið slíka fyrirspurn,“ segir Björn. oskar@frettabladid.is STÓR OG GRIMM Ljónin hans Ingvars munu stækka og verða eins og þetta ljón. EKKI Á LEIÐ Í HÚSDÝRA- GARÐINN Tómas Guðjónsson, forstöðu- maður Fjölskyldu- og húsdýragarðsins í Laugardal, segir það ekki á stefnuskránni að bæta ljónum við í fjölbreytta dýraflóru garðsins. Fjör á Apótekinu Þótt hátíðarkvöldverður Food & Fun- hátíðarinnar fari ekki fram fyrr en á morgun telja margir að besta veisla hátíðarinnar hafi farið fram á Apótekinu í gærkvöld. Þar safnaðist saman flest af fínasta fólki bæjarins og skemmti sér fram á rauða nótt. Mikil og góð stemning var í veislunni sem olli ekki vonbrigðum frekar en fyrri daginn. Í fyrra lék Buff fyrir dansi en nú stóð sjálfur eigandinn Guffi vaktina sem plötusnúður og þótti standa sig afar vel. Forsetadóttir að byrja að byggja Forsetadóttirin Dalla Ólafsdótt- ir og eigin-maður hennar Matthías Sigurðsson hafa sótt um leyfi hjá byggingafull- trúa Kópavogs- bæjar til að byggja einbýlishús í Fróðaþingi 16 en þau fengu úthlutað lóðinni í útdrætti um mitt ár 2005. Fyrir eiga þau hjónin tæplega 90 fermetra íbúð á Bergþórugötunni. Ekki er líklegt að langan tíma taki að fá leyfið og má búast við því að framkvæmdir hefjist þegar nær dregur vori. Jógvan með flest atkvæði Færeyski hjartaknúsarinn Jógvan fékk flest atkvæði í síðasta þætti X-faktors jafnvel þótt einn dómaranna, Páll Óskar Hjálmtýs- son, hefði gagnrýnt hann harkalega fyrir lagaval. Jógvan þykir nú vera einna líklegastur til að komast í úrslit þáttarins enda bæði myndarlegur og með silkimjúka rödd. Það voru því ólík örlög keppenda Einars Bárðarsonar því á sama tíma var Siggi sendur heim. KVIKMYNDAFRAMLEIÐANDINN INGVAR ÞÓRÐARSON FÓR Í DÝRAGARÐINN Í SOFÍU KEYPTI SÉR TVÖ LJÓN Í BÚLGARÍU VANTAR LJÓNATEMJARA Ef Ingvar Þórðarson ætlar sér að flytja ljónin tvö til landsins þá þarf að verða sér úti um almennilega aðstöðu og eitt stykki ljónatemjara. Hér sést hann lengst til hægri ásamt Júlíusi Kemp og Valgerði Sverrisdóttur utanríkisráðherra í Cannes á síðasta ári. Útsala 20-50% afsláttur Langholtsvegi 111, 104 Rvk. Sími 568 7900 Opið virka daga 11-18, laugardaga 11-16 30% afsláttur af rúmum Baðsloppar 20% afsláttur Handklæði 30% afsláttur Rúmteppasett 20-40% afsláttur Sængurfatnaður 20% afsláttur rafstillanleg og hefðbundin. Nýtt kortatímabil Heyrst hefur

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.