Fréttablaðið - 23.02.2007, Síða 41

Fréttablaðið - 23.02.2007, Síða 41
www.icelandexpress.is/afangastadir Ráfandi páfuglar, Una Paloma Blanca, kjötbollur og kóngafólk, skíðastökkpallur í miðri borg, Carnaby Street, sólstólar og vindsængur, Móna Lísa, jiddískt kabarett- pönk, legókonur... Evrópa hefur upp á margt skrítið og skemmtilegt að bjóða og Iceland Express færir þig í fjörið. Næsta sumar verða áfangastaðirnir orðnir þrettán og því um að gera að skipuleggja draumafríið til Evrópu sem fyrst. Nánari upplýsingar um áfangastaðina á www.icelandexpress.is/afangastadir ALICANTE Sól, hlýr sjór og strendur, mekka sóldýrkenda. Mikið úrval sumarhúsa til leigu fyrir fjölskyldur. Klúbbar sem virðast alltaf vera opnir fyrir seinþreytta. Aðeins 20 mínútna ferð til Benidorm. Skemmtilegar verslunargötur þegar þú hefur fengið nóg af bakstrinum. Costa Blanca ströndin er 200 km löng. 90 mínútna akstur til Valencia og u.þ.b. 5 klst. til Barcelona. Afþreying fyrir alla fjölskylduna, sundlaugar, skemmti- og dýragarðar og golfvellir. Una Paloma Blanca... Vertu frjáls eins og fuglinn og skipuleggðu sólarferðina sjálfur. Tilvalið að fá sér bílaleigubíl og skoða sig um, enda nóg að sjá. S p á n n ÓSLÓ Karl Johan, er aðalgatan, skrepptu þangað, þá veistu líka að þú ert í miðbænum. Akershus höllina og virkið verða allir að skoða. Akersbryggja er með allar flottu búðirnar. Holmenkollen, 62 m upp í loftið, skjálfandi á beinunum. Norðmenn eru íþróttamenn. Skíðastökkpallur inni í miðri borg! Það er gott að borða í Ósló, bragðaðu á síld úr norsk-íslenska stofninum eða glænýrri rækju. Og söfnin: Munch-safnið, spurning hvað sé inni hjá þeim? Víkingatíminn, nútímalist, Ibsen-safnið, þetta er allt að finna í Ósló. Grieg eða leifar af Aha!, djass eða þjóðdansar, allur pakkinn. Nóbelinn ... norskur! Árleg athöfn í ráðhúsinu. N o r e g u r FRIEDRICHSHAFEN OG FRANKFURT HAHN Þ ý s k a l a n d Frankfurt Hahn Fegurð svæðisins í grennd fær mann til að bresta í söng. Tilvalið að leigja bíl og láta ímyndunaraflið ráða för. Hinir fögru dalir Mósel, Rínar og Nahe skammt undan. Vínrækt, kastalar, Eifel-park, fornar minjar og heilsulindir. Ekki langt til Lúxemborgar, Belgíu, Frakklands og Hollands. Friedrichshafen Lítil og hugguleg borg í Suður-Þýskalandi. Stendur við Bodensee, stærsta stöðuvatn meginlandsins. Stutt til Sviss, Austurríkis og Ítalíu. Blómaeyjan Mainau er undursamleg og þar finnurðu páfugla ráfandi um í blómabreiðunum. Friedrichshafen hefur slegið í gegn sem áfangastaður fyrir skíðafólk. EINDHOVEN Falleg og fjölskylduvæn borg í hjarta Evrópu. Evoluon ráðstefnumiðstöðin fær fólk til að tjá sig og hina til að hlusta. Nýlistasafnið Van Abbemuseum og menningarsafn borgarinnar, Museum Kempenland. Stationplein og Wilhelminaplein-torgin og Dommelstraat iða af mannlífi. Stutt til annarra spennandi borga, aðeins 107 km til Amsterdam. Genneper Parks: Sundlaugar, inni- og útivellir til íþróttaiðkunar, spa, o.fl. Hið sögufræga De Bergen-listamannahverfi. Aðgengileg borg og flest í göngufjarlægð. Paradís hjólreiðamannsins, hellingur af reiðhjólabrautum. Golfvellir og skemmtigarðar fyrir alla fjölskylduna. H o l l a n d PARÍS F R A K K L A N D Sumir segja að París sé skemmtilegasta, áhugaverðasta og fallegasta borg Evrópu. Aðrir segja að París sé skemmtilegasta, áhugaverðasta og fallegasta borg heims. Hefurðu komið upp í Eiffel-turninn? Skoðað Mónu Lísu á Louvre? Eða siglt niður Signu? Ef svarið er nei, drífðu þig. Ef svarið er já, drífðu þig aftur. Iss. Þú þarft ekkert að kunna frönsku. Þú bjargar þér bara með höndunum – og brosinu. Allir verða listamenn í París. Taktu með þér trönurnar og stílabókina. Ljósin, fólkið, umferðin, gosbrunnarnir, sagan, andrúmsloftið. Þú veist hvenær þú ert í París. Brauðið. Ostarnir. Vínið. Þú bara verður að prófa. Ahhh, París... BERLÍN Ein af mest spennandi borgum heims. Ku'damm, Friedrichstrasse og KaDeWe fyrir þá sem vilja versla. Jiddískt kabarett-pönk, kjarnorkuknúin danstónlist og bæheimskur polki fyrir dansfíflin. Þýska sögusafnið, Pergamon-safnið, Checkpoint Charlie, Altes Museum, Gemäldegalerie og 165 önnur söfn. Arkitektúr sem fær þig til að horfa upp, niður, til hægri og vinstri. Eða öfugt. Plasmaskjár og nudd? Eða bara þægilegt rúm í hreinu herbergi? Hótel við allra hæfi. Mikil gróska í nýsköpun í myndlist, bókmenntum og tónlist. Borg þar sem gamlir tímar og nýir mætast. Og auðvitað austrið og vestrið. Þ ý s k a l a n d NÝR ÁFAN GASTA ÐUR! NÝR ÁFAN GASTA ÐUR! NÝR ÁFANGAS TAÐUR! STOKKHÓLMUR OG GAUTABORG S v í þ j ó ð Stokkhólmur Borg áhyggjuleysis og lífsnautna – ekki of heit, ekki of köld. Passleg. Ef þér þykir full stutt að fara til Óslóar og nennir ekki alla leið til Helsinki, þá er Stokkhólmur rétti staðurinn fyrir þig. Ljósir lokkar, blá augu, kjötbollur og kóngafólk. Hvað gæti hugsanlega farið úrskeiðis? Grúsk í Gamla Stan, miðnætti í miðbænum eða kannski bara rólegheit í Rinkeby? Gautaborg Vinalegasta stórborg heims, eða svo segja þeir. Taktu sporvagninn, skoðaðu styttuna af Póseidoni og skelltu þér svo á safn. Verslaðu eins og þú lifandi getur. Nordstan, Arkaden, Kompassen hafa að geyma allt sem hugurinn girnist. BASEL Hefurðu komið til Sviss? Það verða nefnilega allir að fara einhvern tímann til Sviss. Og þeir sem fara til Sviss geta ekki sleppt því að fara til Basel, svo mikið er víst. Basel, Basel, Basel. Grossbasel, Kleinbasel - og allt þar á milli. Svissneskir ostar, svissneskar klukkur, svissneskir hnífar. Í Basel er allt mjög svissneskt. Verslaðu, slakaðu á, keyrðu um, borðaðu, horfðu á talsetta mynd í sjónvarpinu. Svo verður þú að sjá Münster dómkirkjuna. Það er ekki á allra vörum, en stærsti dýragarður Sviss er einmitt í Basel. Svo er maður ekki nema örskotsstund að skreppa yfir í einn kaldan í Þýskalandi, nú eða eitt rautt í Frakklandi. Láttu ekki ljúga að þér. Sviss er allt annað en hlutlaust. S v i s s ÞEIR FYRSTU FÁBESTA VERÐIÐ!BÓKAÐU NÚNA Áwww.icelandexpress.is NÝR ÁFAN GASTA ÐUR! Kaupmannahöfn og Billund D a n m ö r k Kaupmannahöfn Endalaust úrval í verslunum á Strikinu. Veitingahús, barir og kaffihús á hverju götuhorni, svona næstum því. Tívolí, tívolí, tívolí-hí-hí. Nútímalistasafnið Louisiana, Glyptoteket og fleiri góð söfn fyrir listhneigða. Nýja óperan, djassbúllur, tónleikastaðurinn Vega o.fl. Besta bruggið í bransanum. Billund Fríríkið Lególand er í Billund. Vinalegt fólk, sk. legókallar og -konur. Taj Mahal og Frelsisstyttan o.fl., í smækkaðri mynd. Fjölskylduvænn bær, allt fyrir krakkana. Stutt í safarí- og dýragarðinn Løveparken. Ekta dýr, engir legókubbar. Tilvalinn staður til að leigja sumarhús. LONDON Leikhús, leikhús, leikhús...og náttúrulega söngleikir. London Eye – Besta útsýni á Bretlandseyjum. Pöbbar og vínbarir út um alla borg – og svo klúbbar fyrir þá sem finnst svefn vera tímaeyðsla. British Museum, Tate söfnin, Imperial War Museum, The Natural History and Science Museums o.fl. Þú ferð ekki til London til að borða enskan mat. Fáðu þér frekar kínverskt, franskt, indverskt, argentískt eða... nígerískt? Og hér eru freistingarnar margar: Oxford Street, Regent Street, Bond Street, Tottenham Court Road, Carnaby Street, Piccadilly og Covent Garden. Endalausir möguleikar á tengiflugum út í heim. Það vex eitt blóm fyrir West Ham... London er Akranes þeirra Englendinga. Mikill fótboltabær. Ópera, pönk, rokk, djass, þjóðlagatónlist, drengja-sveitir, strengjasveitir og allt þar á milli. E n g l a n d BEINT F LUG FR Á AKURE YRI OG EGILSS TÖÐUM TIL KÖB EN: 1. JÚNÍ –31. ÁG ÚST NÝRÁFANGASTAÐUR!
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.