Fréttablaðið - 23.02.2007, Side 77

Fréttablaðið - 23.02.2007, Side 77
Lögin í kvöld Óhætt er að spá fyrir um raf- magnað andrúmsloft í Vetrar- garðinum þegar síðustu átta keppendur X-Factor Stöðvar 2 stíga á svið. Og þá er vægt til orða tekið. Það skarst í brýnu með dómnefndinni í síðustu viku og hélt stríðið áfram í fjölmiðlum nokkra daga á eftir þar sem Einar Bárðarson sendi þeim Páli Óskari og Ellý tóninn fyrir að senda Sig- urð Ingimarsson heim. Páll Óskar rekur sem fyrr lest- ina með tvö atriði en þær Gís- stúlkur voru í verulegri hættu síðast og hefðu vel getað setið uppi á áhorfendapöllum í kvöld. Ellý hefur verndað ungviðið sitt með kjafti og klóm og átti engan keppanda í neðstu sætunum í síð- ustu viku en Einar Bárðarson hyggst láta sverfa til stáls og halda sínum þrem- ur inni, sama hvað. Inga Sæland varð þó fyrir því óláni að missa framan af löngutöng á laugar- daginn eins og greint var frá í Fréttablaðinu en ætlar að harka af sér. Aðrir kepp- endur eru heilir heilsu eftir því sem Fréttablaðið kemst næst. En það eru ekki bara keppendur og dómarar sem hafa verið í sviðsljósinu því á mánudag sagði Fréttablaðið frá stefnumóti kynnisins Höllu Vilhjálms- dóttur og Jude Law. Kynni þeirra vöktu mikla athygli og rataði fréttin út fyrir land- steinana þegar götublaðið The Sun komst í málið. Jude verður hins vegar víðs fjarri í kvöld en Halla á vafalítið eftir að standa fyrir sínu. Allt á suðupunkti í X-Factor

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.