Fréttablaðið - 23.02.2007, Síða 86

Fréttablaðið - 23.02.2007, Síða 86
Sigurlaginu í undankeppni Euro- vision, Ég les í lófa þínum, verður mikið breytt fyrir lokakeppnina í Helsinki í maí. Jafnframt verða tvær nýjar línur settar inn í íslenska textann. „Ég var alltaf með hugmyndir varðandi endanlegan frágang lagsins og því verður breytt mjög mikið,“ segir Sveinn Rúnar Sig- urðsson, lagahöfundur. „Það er hægt að gera enn betur.“ Hann segir að viðtökurnar við laginu hafi verið vonum framar. „Þetta virðast vera bestu við- brögðin við lagi sem ég hef átt hér heima,“ segir Sveinn, sem hefur áður samið lög sem hafa m.a. komið út í Finnlandi, Argentínu og Ástralíu. „Það er frábært að heyra það og lesa að 70% þjóðarinnar sé sátt við framlagið. Vegna þessa mikla meirihluta þá hljóta menn að vera afskaplega þakklátir og það eflir menn í þeirri viðleitni að gera enn betur.“ Upptökur á nýrri útgáfu lags- ins, bæði á íslensku og ensku, hóf- ust í gærkvöldi. Jafnframt hefst á næstunni gerð tónlistarmynd- bands við lagið. Þurfa Sveinn, Eiríkur Hauksson og félagar að skila af sér bæði lögunum og myndbandinu fyrir 10. mars og verður því mikið að gera hjá þeim á næstunni. „Þetta verður flott- asta myndband Íslandssögunnar. Eiki er „original“ og töff og við virðum hann það mikið að við ætlum ekki að troða honum í hefð- bundið videó þar sem konur eru í fyrirrúmi,“ segir Sveinn. „Við ætlum að koma samlöndum okkar í hæstu hæðir.“ 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 „Ég vona að við séum ekki orðnir of gamlir en þegar mig og Sveppa dreymdi um frægð og frama var þetta akkúrat þátturinn sem okkur langaði að komast í,“ segir Auðunn Blöndal úr ærslabelgjatríóinu Strákunum en þeir hyggja á end- urkomu í sjónvarp á vormánuðum með raunveruleikaþáttinn Leitin. Auðunn og Sveppi ætla þó ekki að taka upp gamla ósiði á borð við að míga í buxurnar eða drekka ógeðs- drykki heldur láta aðra um það. Um er að ræða hæfileikaleit þar sem reynt verður að finna arf- taka Strákanna sem notið hafa mikilla vinsælda undanfarin ár. Auðunn var reyndar staddur í leigubíl í miðborg Barcelona með leigubílstjóra sem skildi enga ensku þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Mátti heyra hróp og köll Sverris Þórs leigubílstjóranum til leiðbeiningar en eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær sáu þeir félagar Barcelona tapa fyrir Liver- pool í Meistaradeild Evrópu þar sem góðvinur þeirra Eiður Smári Guðjóhnsen var í eldlínunni.„Það eru allir komnir með nóg af söng í sjónvarpi. Þessi þáttur á að gefa því fólki tækifæri sem vill ekki eða getur ekki sungið,“ segir Auð- unn. Kristófer Dignus, guðfaðir Strákanna, upplýsir að sigurveg- ararnir fái sinn eigin sjónvarps- þátt á sjónvarpsstöðinni Sirkus og því sé til mikils að vinna. „Við verðum með inntökupróf 8. og 11. mars á Akureyri og í Reykjavík. Við veljum síðan tíu til tólf kepp- endur sem keppa um hylli Strák- anna,“ segir Kristófer. Auðunn og Sverrir verða aðaldómarar en Pétur Jóhann einhvers konar heið- ursforseti dómnefndar. Kristófer viðurkennir að með þessu sé verið að gera hálfgert grín að öðrum hæfileika-og raunveruleikasjón- varpsþáttum. „Þarna verður útsláttarfyrirkomulag og þetta verður okkar eigin útgáfa af þessu formati,“ segir Kristófer en áætl- að er að fyrsti þátturinn fari í loft- ið á Stöð 2 20. apríl nk., um leið og fyrsti sigurvegari X-Factor verð- ur krýndur Líkt og í öðrum raunveruleika- þáttum mun fjöldi gestadómara leggja drengjunum lið og nægir þar að nefna Tvíhöfða, Radíus- bræður og einhverja úr Fóst- bræðragenginu. „Þetta er ótrúlega góður gluggi fyrir þá sem hafa engan áhuga á að láta rödd sína heyrast heldur hafa hæfileika á öðrum sviðum.“ „Allir þessir karlmenn sem eru að syngja um ástina eru hálf- gerðir vælukjóar.“ Sigurlagi Eurovision mikið breytt Kvikmyndagerðarfólk frá fram- leiðslufyrirtækinu ITN Factual er statt hér á landi til að gera klukkustundarlangan þátt um Magnús Scheving sem sýndur verður á Discovery Channel. Um er að ræða heimildarmyndaseríu sem ber heitið World‘s Most Succ- essful People og verður kvik- myndagerðarfólkið á ferð og flugi næsta hálfa árið. Tökuliðið dvelst hér á landi í þrjá daga og fylgdi meðal annars Magnúsi í Borgar- nes í gær þar sem hann hélt fyrir- lestur fyrir nemendur Háskólans á Bifröst. Samkvæmt upplýsingum frá framleiðslufyrirtækinu verður fylgst með Magnúsi í leik og starfi og ítarlegt viðtal tekið á heimili hans en reiknað er með að um fimmtíu milljónir manns sjái þessa þætti í hverri viku. Sama fyrirtæki gerði Europe‘s Richest þar sem fjallað var um þá Evr- ópubúa sem náðu hvað lengst í fyrra og vakti sú þáttaröð mikla athygli á sömu stöð. Í yfirlýsingu sem ITN sendi Latabæ í Bretlandi kemur fram að árangur sjónvarpsþáttanna og þessa verkefnis hafi ekki farið framhjá neinum. „Við trúum því að þessi ótrú- lega saga á bak við Lata- bæ eigi erindi við heimsbyggðina,“ skrif- ar aðstoðarframleið- andinn Katja Eldek. Discovery sýnir Magnúsi áhuga FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR www.visir.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.