Tíminn - 10.01.1980, Blaðsíða 11

Tíminn - 10.01.1980, Blaðsíða 11
Fimmtudagurinn 10. janúar 1980 ÍÞRÚTTIR n Ragnar Margeirsson til IFK Gautaborg 5 Keflvíkingar til Svíþjóöar? Ragnar Margeirsson, hinn j etnilegi miðherji Keflavik- i urliðsins í knattspyrnu, er á förum til Svíþjóðar, þar sem hann mun ræða við forráðamenn sænska 1. deildarliðsins IFK Gauta- borg. Ragnar heldur til Gautaborgar ; á laugardaginn. til að kynna sé aðstæður hjá félaginu, en eins og kunnugt er hefur Þorsteinn Ölafs- son, landsliðsmarkvörður frá Keflavik, gerst leikmaður með IFK Gautaborg. Allt bendir til að Keflvikingar missi 5 leikmenn til Sviþjóðar — SIGURÐUR BJÖRGVINSSON, miðherji, hélt til Sviþjóðar i morgun, en hann hefur skrifað undir samning við 2. deildarliðið örgrvte i Gautaborg. EINAR ASBJÖRN ÖLAFSSON — miðvallarspilari og RÚNAR GEORGSSON — sóknarleikmað- ur, halda til Sviþjóðar á laugar- daginn, þar sem þeir munu kynna sér aðstæður hjá örebro og ræða við forráöamenn félagsins, sem leikur i 2. deildarkeppninni. —SOS Gylfi Þ. þjálfar Fylki — og Kjartan fer til ísafjarðar Selfvssingurinn Gylfi Þ. (iisla- son hefur verið raðinn þjalfari .. deildarliðs Fylki i knattspvrnu. KJARTAN SIGTR YGGSSON.. sem náði frábærum árangri með Keflavikurliðið sl keppnistima- bil, hefur verið ráðinn þjálfari ls- firðinga. HAUKAR... hafa ráðið til sin þjálfara — það er Þorsteinn Frið- þjófsson, sem hefur þjálfað Þrótt tvö sl. ár. Flest 2. deildarliðin eru nú að leita eftir þjálfurum, en sú leit gengur illa. —SOS • RAGNAR MARGEIRSSON.. hinn efnilegi sóknarleikmaður Keflvikur. Islenska landsliöiö í Baltic Cup í V-Þýskalandi Þegar V-Þjóðverjar settu á fulla ferð — brotnaði íslenska liðið niður og mátti þola tap 12:18 í Bremerhaven í gærkvöldi — Þetta var geysilega erfiður leikur — V-Þjóðverjarnir léku mjög fast og voru grófir. Það kom nú greinilega fram, að það þarf að gera stórátak til að við getum verið í hópi þeirra bestu — okkur vantar alla reynslu til að standa sterkustu handknattleiksþjóðum heims snúning. Það kostar mikla vinnu — æfingar og aftur æfingar fyrir hina ungu leikmenn landsliðsins, sagði Viggó Sigurðsson, vinstrihandarskyttan í landsliðinu, eftir að Island hafði tapað 12:18 fyrir V-Þjóðverjum í Stadthalle í Bremer- haven. — Við veittum V-Þjóðverjum harða keppni i fyrri hálfleiknum, ivoru þeir ekki nema íeinu marki yfir —8:7. Byrjunin i seinni hálf- leiknum lofaði góðu — við jöfnuð- um 8:8 og fengum tækifæri til að Þorbergur fékk slæmt högg á nefið Þorbergur Aðalsteinsson varð fyrir þvi óhappii - landsleiknum gegn V-Þjóðverjum i gærkvöldi, að hann fékk slæmt högg á nefið, þannig aö það stokkbólgnaði. Hann var fiuttur á sjúkrahus, þar sem kom fram i röntgen mvnda- töku, að nefið væri ekki brotið. Þorbergur mun þvi leika með landsliöinu gegn Norðmönnum i Werden i kvöld. ÞORBERGUR komast yfir. Þegar staðan var 10:9 fyrir V-Þjóðverjum, datt allt jafnvægi úr leik okkar og V-Þjóð- verjar settu á fulla ferð og náöu 7 marka forskoti 16:9 — og sigruðu siðan örugglega 18:12, sagði Viggó. — Hvað var það sem brást hjá ykkur? — Það var fyrst og fremst sóknarleikurinn. Það var of mikil keyrsla hjá okkur, sem við réðum ekkert við. Við hefðum átt að „hanga” á knettinum, eins og V- Þjóðverjar gerðu. Sóknarleikur okkar er of einhæfur og eru mót- herjar okkar fljótir að læra á hann. Það vantaralla samæfingu, sagði Viggó. V-Þjóðverjar settu á fullt V-Þjóðverjar léku oft mjög skemmtilega i gærkvöldi og þeir settu á fulla ferð þegar staðan var 10:9 — skoruöu 6 mörk i röð, án þess að tslendingar gætu svarað fyrir sig. Leikmenn Islands skor- uðu ekki mark i heilar 12 minútur á sama tima, enda varði Manfred Hofman glæsilega i markinu. Það var rétt undir lokin, að ts- lendingar náöu að rétta úr kútn- um — þá varði Kristján Sig- mundsson mjög vel. Eftir góðan Axel Axelsson • VIGGÓ SIGURDSSON fyrri hálfleik, datt botninn úr buxunum hjá hinu unga islenska liði — V-Þjóðverjar voru einfald- lega of sterkir fyrir þá. Sóknar- nýtingin var ekki góð hjá islenska liðinu i seinni hálfleiknum — 5 mörk voru skoruð úr 21 sóknartil- raun, sem er aöeins 23.8% nýting. Viggó Sigurösson var besti leik- maður islenska liðsins —hann skoraði 5 af 7 mörkum liðsins i seinni hálfleiknum, en alls skor- aði hann 6 mörk. Aðrir sem skor- uðu voru Bjarni 2, Stefán Hall- dórsson l.Steindór 1, Þorbergur 1 og Ólafur Jónsson 1. — SOS Man. United úr leik — tapaöi 0:1 fyrir Tottenham l.eikmenn Tottenham komu. sáu og sigruðu á Old Tr.ilford i gærkvöldi, þar sem þen lögðu Manchester United að velli 1:0 eftir framlengdan leik. Geysileg spenna var i fram- lengingunni — leikmenn Totten- ham voru ákveðnir og Bailev. markvörður United bjargaði tvisvar meistaralega og Villa átti skot i stöng á marki United. Gordon McQueen skallaði I slána á marki Tottenham. 3 min. fyrir leikslok kom maik Tottenham — Villa lék meö knöttinn inn i vitateig United, sendi snilldarsendingu til Ardi- les, sem skaut viöstöðulausu skoti — knötturinn hafnaði efst upp i markhorninu, óverjandi fyrir Bailey. Onnur úrslit i gærkvöldi I bikarkeppninni urðu þessi: Orient-Altrincham....2:1 Portsmouth-Middlesb..1:1 TIM DWYER IDwyer ekki með i Val gegn KR? 1 hann er ekki kominn tíl landsins úr jólafrfi í Bandaríkjunum Sá orðrómur hefur veriðuppi að Tim Dwy- er, þjálfari Valsmanna i körfuknattleik, sem hefur verið i jólafrii i Bandarikjunum, komi ekki aftur til íslands — en hann átti að vera kominn hingað fyrir nokkrum dögum. Vals- menn mæta KR-ingum i „tJrvalsdeildinni” á sunnudaginn i Hafnar- firði. — ,,Ég hef alla trú á þvi, að Dwyer komi aftur til Islands”, sagði Halldór Einarsson, for- maður körfuknattleiksdeildar Vals, þegar Timinn hafði sam- band við hann. — „Þegar Dwyer kom ekki til landsins á þeim degi, sem talað var um, höfðum viö samband við hann (i gær- morgun). Dwyer sagðist ekki getað verið kominn, vegna veik- inda móöur hans — en hann kæmi aftur”, sagði Halldór. Nú er spurningin — kemur Dwyer til landsins fyrir leikinn gegn KR-ingum? —SOS í Minden Það gleymdist að geta þess i gær á iþróttasiðunni, að það var Axel Axelsson sem skrifaði frá Minden — um landsleik islendinga gegn A-Þjóðverjum. STAÐAN Úrslit leikja i gærkvöldi I Baitic Cup og staðan eftir þa, er nú þessi: A-RIÐILL: V-Þ\ skaland-tsland.....18:12 A-Þýskaland-Noregur ....18:16 A-Þýskaland ...2 2 0 0 43:31 4 V-Þýskaland ...2 2 0 0 37:28 4 Noregur........2 0 0 2 32:37 0 tsland.........2 0 0 2 27:43 0 B-RIÐILL: Danmörk-Pólland ..........22:18 Rússland-V-Þýskal.(b) ...23:13 Rússland......2 2 0 0 42:28 4 Danmörk.......2 1 0 1 35:34 2 V-Þýskal.(b) ...2 1 0 1 29:36 2 Pðlland.......2002 33:41 0

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.