Tíminn - 10.01.1980, Blaðsíða 16

Tíminn - 10.01.1980, Blaðsíða 16
Gagnkvæmt tryggingafélag Auglýsingadeild Tímans. 118300 FIDELITY HLJÓMFLUTNINGSTÆKI Pantiö myndalista. Sendum í póstkröfu. Q.IHNUAI Vesturgötu II vUVllVML sími 22600 Fimmtudagur 10. janúar 1980 . ’t: ■ Hörpudisksveiðar hafnar að nýju: Oánægja vegna aukins fjölda veiði- leyfa í Stykkishólmi AM — Skelfiskveiöar htífust i fyrradag á Grundarfiröi eftir um þaö bil mánaöarhlé og ræddum viö I gær viö Kristinn B. Gfslason I Stykkishólmi um horfurnar. Kristinn sagöi aö 12 bátar heföu nú fengiö leyfi til veiö- anna sem er tveimur bátum fleira en var I haust og er mikil óánægja meöal sjdmanna og Ut geröarmanna meö þetta, enda þýöir þaö minna aflamagn á hvern bát af heildarveiöikvót- anum, veröi hann ekkki aukinn, sem fáir búast viö. Telja Ut- geröarmennaö aflamagniö hafi ekki mátt minnka, ef Utgerö sem þessi á aö standa undir sér. Heitar umræöur hafa veriö vestra um hörpudisksveiöarnar oghafa aö vonum blandast inn i þær hinar miklu og tiöu fréttir fjölmiöla um Grundarfjörö. Sagöi Kristinn þaö mál manna aö Utvarp og sjónvarp heföu ekki haldiöhlutleysi sinu i þeim fréttaflutningi, td. heföi i ár- amótayfirliti veriö sagt aö Grundfiröingar væru aö vonum óánægöir aö mega ekki stunda hörpudisksveiöarnar, þar sem þeir ættu ekki nema 20 mlnUtna siglingu á miöin, en Hólmarar 2ja tima siglingu. „Allir sem til þekkja vita aö hér er rangt meö fariö,” sagöi Kristinn, „þvi nesiö sem Stykkishólmur stendur á gengur alveg fram i hörpudisksmiöin, svo þeir gætu byrjaö aö fiska strax og komiö er Ut Ur höfninni og þyrftu ekki einu sinni 20 minútnasiglingu. Þeir hafa hins vegar þá stjórn á veiöisvæöun- um aö þeir skipta þeim niöur i hólf og flytja sig á milli. Hlýtur slikur fréttaflutningur aö verka sem áróöur fyrir Grundfiröinga gegn Stykkishólmi.” Landsvirkjun og Laxárvirkjun: Sameiningarvi ðræður hefiast á næstu dögum JSS — Viöræöur um samein- ingu Landsvirkjunar og Laxár- virkjunar hefjast væntanlega á næstunni. Viöræöunefndir af hálfu Akureyrar, Reykjavikur- borgar og rikisins hafa nU veriö tilnefndar og hefur Jóhannesi Nordal formanni stjórnar Landsvirkjunar veriö faliö aö kalla umræöuaöila saman. Mun þaö aö öllum likindum veröa ein- hvern næstu daga. Aö sögn Braga Sigurjónssonar iönaöarráöherra tekur borgarráö þátt i viöræöunum af hálfu Reykjavikurborgar, fjórir full- trUar frá Akureyri og þriggja manna nefnd frá rikinu, sldpuö af iönaöarráöherra. „Mlnpersónulega skoöunersú, aö æskilegast væri aö I viöræöun- um yröi farin sú slóö, sem búiö var aö marka af fyrrverandi aöil- um og þeim aöilum sem um þetta fjölluöu á sinum tima. Ég tel aö æskilegast sé, aö Landsvirkjun, Laxárvirkjun og stofnlinurnar séu á einni hendi. En engu er hægt aö spá um hver niöurstöan verö- ur”, sagöi iönaöarráöherra. Sandgerðismálið: Gæsluvarðhalds- úrskurður í dag? FRl — 1 dag veröur tekiö fyrir I sakadómi Gullbringusýslu hvort Urskuröa á ungan pilt i gæslu- varöhald i Sandgeröismálinu svo- nefnda. Veröa væntanlega lögö fram gögn þvi til stuönings. Aö sögn Hallvarös Einvarössonar hjá RLR þá mun þetta vera viss þáttur i málinu en ekki er hægt aö greina meira frá því aö svo stöddu. Yfirheyrsiur i málinu voru i gær en unniö hefur veriö ötullega aö rannsókn málsins frá því aö stöövarstjóri Pósts og sima i Sandgerði var slegin niöur og pósthúsiö rænt. Ritstjóraskipti Jólin eru liðin og tiféð sem fyrir fáum dögum var miðdepill gleði og fagpaðar i stássstofunni hefur lokið sinu hlutverki. (Ljósm. Róbert) II Sjórétti á Akur- eyri lauk í gaa* Málið nú sent tíl ríkissaksóknara á Degi JH —ErlingurDaviösson hefur látiöaf ritstjórn Dags á Akureyri, er hann hefur gegnt viö góöan oröstir ðslitiö i nálega fjóröung aldar. Hefur Dgur um langt skeiö veriö Utbreiddasta blaðið, sem gefiö er Ut utan Reykjavikur. Viö ritstjórn blaðsins tekur Hermann Sveinbjörnsson, sem hóf blaðamennskuferil sinn hjá Hermann Sveinbjörnsson. Orator.félag laganema viö Há- skóla Islands efnir I kvöld, fimmtudaginn 10. janúar, til al- menns fundar um efnið „Endur- bætur og opnun dómskerfisins.” Hefst fundurinn kl. 20.30 og verö- ur f Lögbergi, húsi Lagadeildar H.l. Frummælendur á fundinum veröa Vilmundur Gylfason, Timanum fyrir allmörgum árum og sinnti þar öllum venjulegum störfum viö fréttaöflun meö þaö, sem varöaöi sjómennsku, fisk- veiðar og útgerö að sérsviöi. Hanner ættaöur úr Neskaupstaö. NU siöustu misseri var hann fréttamaöur hjá Rikisútvarpinu. Samstarfsmaöur Hermanns viö Dag er Askell Þórisson, sem einn- ig hóf blaðamennsku hjá Timan- um, en hefur unnið viö Dag nú um skeið. Erlingur Daviösson. dómsmálaráöherra, Már Péturs- son, formaöur Dómarafélags Reykjavikur og Erikur Tómas- son, héraösdómslögmaöur. Aö loknum framsöguræöum veröa al- mennar umræöur og frummæl- endur svarafyrirspurnum. Fund- urinn er öllum opinn meöan hús- rúm leyfir. JSS —Vitnaleiðslur hófust aftur i Sjó-og verslunardómi Akureyrar kl. 10 i gærmorgun og lauk þeim um þrjúleytiö i gærdag. Höföu þá allir skipverjar á varöskipinu Tý boriö vitni og veröur máliö nú sent til rikissaksóknara, þegar gengiö hefur verið frá skýrslum. Akveöur hann siöan hvort þörf sé á frekari rannsókn. Timinnhaföiigærtalaf Asgeiri Pétri Asgeirssyni, aöalfulltrUa bæjarfógeta og sagöi hann aö full- komiö samræmi heföi veriö i framburöi skipverja. Ekkert lægi fyrir um, hver hin raunverulega ástæöa til hinna hörmulegu at- buröa væri. Fyrirhugaö var, aö varöskipiö Týr léti úr höfn siödegis i gær, en kl. 16 hélt hr. Pétur Sigurgeirsson vigslubiskup heigistund um borö I skipinu aö beiöni skipherra. Var búist við þvi aö skipið léti fljót- lega Ur höfn, aö henni lokinni, eöa um kl. 1T. Svipist umeftir Baldri FRI — Leitin aö Baldri Baldurssyni hefur enn ekki boriö árangur. Lögreglan i Reykjavik hefur beöiö al- menning vinsamlegast aö svipast um i görðum, á opn- um svæöum og viö sumarbú- staöi eftir Baldri, þar sem nú hefur snjóa tekiö upp og meiri likur eru til aö finna hann. Hákon Guðmundsson látinn Þann 6. janúar sl. lést Há- kon Guömundsson, fyrrver- andi yfirborgardómari i Reykjavik. Hann var fæddur 18. október 1904 aö Hvoli i Mýrdal, lauk stúdentsprófi 1925 og lögfræöiprófi frá HI 1930. Hákon Guðmundsson var skipaöur hæstaréttarritari árið 1936 og skipaöur yfir- borgardómari 1964, en hann hafði stundaö framhaldsnám i Sviþjóö og Englandi. Gegndi hann starfi yfir- borgardómara til ársins 1973. Hann var forseti Félagsdóms frá stofnun hans til 1974 og gegndi fjölmörg- um setu- og rannsóknar- dómarastörfum. Þá voru honum falin ýmis trúnaöar- störf, var m .a. forseti Flug- málafélags íslands, átti sæti á kirkjuþingi, sat i stjórn Skógræktarfélags Islands og NáttUruverndarráös. Eftirlifandi kona hans er Ólöf Dagmar Arnadóttir og eignuöust þau þrjár dætur. Vilmundur á fundi með laganemum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.