Tíminn - 10.01.1980, Blaðsíða 13

Tíminn - 10.01.1980, Blaðsíða 13
Fimmtudaguri'nn 10. janúar 1980 13 Hilmar Jónsson: Námskeið „Luther College” i Decorah i Iowafylki Bandarikjanna hefur ákveðiö að efna til 2. norræna iþróttanámskeiðsins dagana 30. júní — 26. júli 1980. Sumarið 1979 hélt skólinn 1. námskeiðið þess eðlis og sóttu það 11 íslendingar. 1 hópnum voru 9 iþróttakennarar. Létu islensku þátttakendurnir mjög vel af dvölinni, náminu og námsferðunum. Skólinn er i litlum sléttubæ i mjög vinalegu landbúnaðarhér- aði við ána Efri-íowa. Skólinn býr við mjög góðar aðstæður til fræðslu um fþróttir og iðkunar allra nútima iþrótta, hvort sem þær skal iðka innanhúss eða undir berum himni. Skólinn á á- gætt bókasafn. Heimavistir eru ágætar og vistleg mötuneyti. I- búar héraðsins eru flestir af norskum uppruna. Kennarar stofnunarinnar eru lærdómsmenn sem búa yfir hagnýtri reynslu i iþróttafræð- um og starfrækslu námskeiða. Forstöðumaður iþróttadeild- arinnar er Kenton Finanger, sem er þekktur hér i röðum körfuknattleiksmanna en að- stoðarmaður hans er Paul Sol- berg fjölhæfur kennari og þjálf- ari. Námskeiðið verður starfrækt næsta sumar með sama hætti og hið fyrsta sl. sumar. Námskeiðsgjald verður 550 bandarikjadollarar. Umsóknarfrestur er til 10. júni n.k. en þar sem búast má við mikilli þátttöku eru þeir sem hug hafa á námskeiðinu hvattir til þess að sækja sem fyrst. Umsóknir skal senda: dr. Ken- ton Finanger, Luther College, Decorah. Iowa 52101, USA eða Þorsteini Einarssyni, iþrótta- og æskulýðsmáladeild mennta- málaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavfk. I iþrótta- og æskulýðsmála- deildinni fást afhent umsóknar- eyðublöð og þar er hægt að fá upplýsingarit um námskeiðið. Skák Skákþing Reykjavikur 1980 hefst nk. sunnudag, 13. janúar kl. 14. Teflt verður f félags- heimili Taflfélaags Reykjavik- ur að Grensásvegi 46. Sú breyting veröur nú gerð á aðalkeppninni, að allir flokkar munu tefla sameiginlega i ein- um riðli 11 umferðir eftir Mon- rad-kerfi. Skráning þátttakenda i aöal- keppnina er hafin og lýkur laugardag, 12. janúar kl. 14-18. Keppni i unglingaflokki (14 ára og yngri) hefst laugardag, 19. jan. kl. 14. Að venju er skákþing Reykja- vikur með meiri háttar skák- mótum, sem haldin eru á höfuð- borgarsvæðingu. Búist er viö góðri þátttöku i mótinu nú, og hafa allmargir landsliösmenn þegar skráð sig til þátttöku. Iþróttir Simsvari— Bláfjöll Starfræktur er sjálfvirkur simsvari, þar sem gefnar eru upplýsingar um færð á Blá- fjallasvæðingu og starfrækslu á skiðalyftum. Simanúmerið er 25582. Minningarkort Minningarkort Styrktarfélags vangefinna fást á eftirtöldum stöðum: Bókaverslun Snæ- bjarnar, Hafnarstræti 4, Bókabúð Braga, Lækjargötu, Blómabúðinni Lilju, Laugar- ásvegi 1 og á skrifstofu félags- ins, Laugavegi 11. Einnig er tekið á móti minningarkortum isima 15941 og siðan innheimt hjá sendanda meö gíróseðli. Styrktarfélag vangefinna. Minningarkort Styrktar- og minningarsjóðs Samtaka astma- og ofnæmissjúklinga fást á eftirtöldum stöðum: Skrifstofu samtakanna Suður- götu 10 s. 22153, og skrifstofu SIBS, s. 22150, hjá Ingjaldi simi 40633, hjá Magnúsi s. Hvers vegna þarf að þegja um það sem vel er gert? Heiðraði ritstjóri. Mig langar til að koma á framfæri i blaði yðar smáat- hugasemd við fréttamennsku yfirleitt. I öllum blöðum höfuðstaðarinshefiég lesið svo- kallaða annála ársins: Það er yfirlit um helstu atburði ársins 1979. Það sem vekur sérstaka athygli mína er að hvergi — ég endurtek hvergi — er minnst á Viku gegn vimuefnum dagana 21.-27. okt. s.l., sem 22 félaga- samtök stóðu að og var að flestra dómi einhver best heppnaða og alvarlegasta til- raun, sem gerð hefur verið til að vekjaathygli á mesta ogversta vandamáli Islendinga í dag, áfengisvandamálinu og hvernig unnt væri að snúa þeirri öfug þróun við. Hins vegar sá ég i einu eða tveimur blöðum var getið lof- samlega um reglugerðarbreyt- ingu Steingrims Hermannsson- ar fyrrverandi dómsmála- ráðherra um opnunartima veit- ingarhúsa, þar sem áfengisbölið er aukið. Þessi reglugerðar- breyting var gerð endaþótt vitað væriað hún nyti ekki meiri hluta á Alþingi. Engum ráðherra ber að fara eftir naumum meiri hluta borgar- fulltrúa i Reykjavik eins og gert var i þetta sinn. Það má raunar koma fram i þessari athuga- semd að Reykjavikurborg og Garðabær voru einu bæjarfélög- in sem neituðu samstarfenefnd- inni, sem stjórnaði Viku gegn vimugjöfum um fjárframlög og undirstrikar sú staðreynd enn betur hvaða hagsmunum borgarfulltrúar Reykjavikur kjósa að þjóna. I aðeins einu Hilmar Jónsson dagblaöi sé ég að getið er um baráttu Krabbameinsfélagsins og reyklausa daginn 23. janúar s.l. Hvað veldur þessu brenglaða gildismati hjá fjölmiðlum? Get- ur verið að áfengisauðmagnið séhér að verki? Þiggur t.d. rit- stjóri laun fyrir að leika trúð i áfengisauglýsingu eins og nær- tækt dæmi er um? Hér er verk- efni fyrir rannsóknarblaða- menn. Ekkert auðvald er eins óprúttið og sviviröilegt í bar- áttuaöferðum og áfengisauð- magniö. Um það hefur meðal annarra hinn frægi rithöfundur Alex Haley vitnað. Arið 1979 var ár barnsins. Ekkert er uppeldi barna á vesturhveli jarðar eins skaölegt og ofneysla áfengis hjá hinum fullorðnu. í viku gegn vimugjöfum var haldið uppi samfelldum árdðri i skólum og fjölmiölum gegn vimugjöfum. 1 þeirri herferð tóku þátt fjölmargir þekktustu og bestu þegnar þjóðarinnar. Ekkert viðtal á þessu ári var einsáhrifamikið og þarfteins og sjónvarpsviðtal barna I tilefni af Viku gegn vimugjöfum. Hvers vegna þarf alltaf að þegja um það sem vel er gert en hampa þvi sem leiðir til ills og veldur þjáningum og kvöl? Þetta skyldu blaðamení og forráðamenn fjölmiðla hugleiöa á nýbyrjuðu ári. Hilmar Jónsson. FLYJum OKKUt' fíbue **> HtnfréMtJÍe.- [fiJÍB. vfít'fjfí oér éLinbiooue.! VI 't HSFUP! FéfiJCttb FfíéfíeTte-i. pfít> én. ffífí'i. rnfíruyft " ' fíí) i//'£> vfíT/V ÍÞ sé 'Okteer stéfírun fí'ue&iuL oér'ECr fFTLfím'te />t> _ fíé&Tfí HfíAlAJfí fí ' CbMU WÍr Skéric fíb fífíi) SéU éAHkinj AJY áSlxAI fífíe. | um. PéTTfí éK fívl Ftémuc GSrnttL HófíTZÚ éU Hvom.Séfín pfíÞ Afí. fífí’ \1 atJ'éCr Íicioi Hfí/vrufí'O l| ÞfíÐ /HélsylcCUfí fí HKLU/vVi t>Ú éfír átMJVrUdrifífíJÚ, st/las . vfo ctéTum &ic*ú sHnfífí e ^ K/trofí.m bÍM. - ----■— .jjj/ 'e& utkfí£> | öenum fíuc,um

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.