Tíminn - 10.01.1980, Blaðsíða 3

Tíminn - 10.01.1980, Blaðsíða 3
Fimmtudagurinn 10. janúar 1980 3 Lárósastöðin: Endurheimtingarhlutf all á haf beitarlaxi um 10-15% — Stöðin hefur starfað með góðum árangri s.l. 14 ár FRI — Allmiklar umræöur hafa verið undanfarið um möguleika íslendinga til laxaræktar i stórum stil með hafbeit og sjóeldi. Sumir vilja halda þvi fram að erlendir aöilar þurfi að koma hér til en aðrir halda þvi fram að Is- lendingar sjálfir gætu komið þessuá leggánaðstoðarannarra. Skinandi dæmi um hið siðar- nefnda er hafbeitarstöðin Lárós aðLátravikáSnæfellsnesi, en þar hefurlax verið ræktaðurmeð haf- beit undanfarin 14 ár með góðum árangri. „Möguleikar Islendinga á þessu sviði eru mjög miklir” sagði Jón Sveinsson i samtali viö Timann en hann er einn af for- vigismönnum Lárósa. Viö höfum starfrækt stöðina siðan 1966 og endurheimtuhlutfallið hefurverið um 10-15% hjá okkur. Þaö eru eingöngu Islendingar sem hafa staöiö og standa að stöðinni og allir hafa unnið að þessu i fri- stundum sinum”. Hvernig er rekstri stöövarinnar háttaö? „I aðalatriöum er þetta þannig að þegarfyrstulaxarnir koma frá afrétti hafsins i júnlmánuði þá byrjum við strax á þvi að velja stofnlaxinn en hinum er slátrað og þeir seldir ýmist til innan- landsneyslu eða útflutnings. Megnið af laxinum gengur siðan i stöðina i júlimánuði og fyrrihluta ágústmánaðar. Hrognataka hefst siðan I októ- ber og stendur fram að 20. des. Flutningur á klaklaxi til sjávar hefst siðan venjulega i marsmán- uöi og oftast er laxinn merktur um leið.” Hver er stærð endurheimta lax- ins? „Samkvæmt rannsóknum sem veiðimálastjórnin gerði á 37 endurheimtum löxum hjá okkur kom fram að 54% af þessum löx- um höfðu veriö 1 ár i sjó, voru 70 sm og 3,8 kg, 41% höföu verið 2 ár i sjó og voru 88 sm og 7,0 kg, og 5% höfðu veriö 3 ár i sjó og voru 104 sm og 13 kg. Alls hafa um 13.600laxar endurheimst hjá okk- ur eöa aö meðaltali 1133 laxar á ári. Mest varö endurheimtin tæp- lega 3000 laxar á einu ári en það var árangur 167 þús, sumaralinna seiða og 75 þús kviöpokaseiöa. Verðmæti þeirrar endurheimtu miðað við verð á s.l. ári var kr. 27,6 millj. kr, en verð seiðanna var kr. 13.1 millj.” Er mögulegt að auka laxa- gengd i Lárósastööina? „Þvi get égsvaraö hiklaust ját- andi. Sú reynsla sem fengist hef- ur af stöðinni veröur ekki metin til fjár og hún hefur verið jákvæð og hvetjandi fyrir okkur alla. Hinsvegar hefur fiskræktin verið olnbogabarn framkvæmda- og fjárveitingavaldsins þar til nií en i blgerð hjá okkur eru viðamiklar tilraunir á þessu sviöi með væntanlegri aðstoð Fram- kvæmdastofnunar og Byggða- sjóðs.” Telurþú aðlslendingar þurfi að leita eftir erlendri aðstoð i þess- um efnum? „Það yrði þá ekki nema á grundvelli lánsfjármagns. Ég tel að við höfum bæði reynsluna og þekkinguna til þess að gera þetta sjálfir auk þess sem aðstaða okk- ar I þessum efnum er einstæð. Þá á ég við heita og kalda vatnið hér svo og það aö á fáum ef nokkrum stöðum annars staðar I heiminum sem lax er, er laxinn verndaöur innan landhelgieins og hérlendis. Auk þess höfum við tilbúna um 200 millj. kr. stöð i tilraunir og rannsóknir en aðrir sem ætla sér að styðjast viö erlenda aðila verða að leggja tugi milljóna i þessar tilraunir og rannsóknir. Hérlendis eru hundruð staða, að minu áliti,” sagði Jón, „þar sem hagbeit lax og annarra ferskvatnsfiska er möguleg og ég tel að við ættum fyrr en seinna að dri'fa i þvi að notfæra okkur þá. Mótmælastaða við sovéska sendiráðið Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, hefur sent blaöinu eftir- farandi tilkynningu: Mótmælastaða verður viö sovéska sendiráðið i Garðastræti kl. 14.00 fimmtudaginn 10. janúar vegna innrásar Sovétrikjanna inn I Afganistan og vegna landvinn- ingastefnu þeirra siðustu árin. Að henni standa Vaka, félag lýð- ræðissinnaðra stúdenta, og félög lýðræðissinnaðra framhalds- skólanema á höfuðborgarsvæð- inu. Heimsfriðnum er ógnað með þvi grímulausa ofbeldi, sem ráðamenn i Sovétrikjunum beita. Enginn getur lengur efast um það, aö hætta stafi af þessum stærstu alræðisrikjum heims. Það er skylda lýöræöissinna að þegja ekki við þessu freklega broti á sjálfsákvöröunarrétti smáþjóöar, heldur mótmæla þvi harölega. Sovétrikin lögöu undir sig alla Austur-Evrópu eftir seinni heimsstyrjöldina, og sið- ustu tvo áratugi hafa þau lagt undir sig Kúbu, Laos, Vietnam, Kampútseu, Eþiópiu, Angóla og Mósambik, stofnaö þar alræöis- riki og komið á sósialisma. Þau réðust inn i Ungverjaland 1956, Tékkóslóvakiu 1968 og nú inn i Afganistan. Þetta sýnir, að lýð- ræðissinnar verða að standa á verði gegn óvinum lýöræöisins og verjast þeirri hættu af fullri ein- beitni, sem af þeim stafar. Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta. Arnesingamótið 19. janúar Arnesingamótið 1980 verður hald- ið i Félagsheimili Fóstbræðra, laugardaginn 19. janúar n.k. og hefst með boröhaldi kl. 19. Heiðursgestur mótsins verður Karólina Arnadóttir, fyrrum hús- freyja á Böðmóðsstöðum I Laugardal. Ræðu kvöldsins flytur Ingólfur Þorsteinsson, fyrrverandi for- maður Arnesingafélagsins. Soffia Guömundsdóttir sýngur einsöng og fluttur veröur leikþáttur. Að lokum verður dansað. Arnesingafélagiö hélt aðalfund 22. nóvember. Helstu verkefni félagsins á siðasta starfsári voru auk hefðbundins skemmtana- halds, stuðningur við útgáfu Sýslu- og sóknalýsinga Arnessýlu og söfnun áskrifenda aö bókinni og auk þess var unnið að þvi að reisa minnisvaröa um Ásgrim Jónsson listmálara á fæðingar- staðhansaö Rútsstaðasuðurkoti i Flóa. Félagiö á land á Ashildarmýri á Skeiðum og er árlega farið þang- að i' gróöursetningaferð. Formað- Framhald á bls. 15 Lárós á Snæfellsnesi. Látravatnið er 165 ha. að stærð. Ósinn er fremst tii vinstri, þá lónið, stiflugarður og vatnið. Jón Sveinsson er á innfelldu myndinni. OTELJANDI MÖGULEIKAR ELDHUSA Vantar þig eldhúsinnréttingu? Hefur þú athugað að nú er hagkvæmasti timinn til að panta eldhúsinnréttingu. Veröið lægst og kjörin best. Komið/ sjáið sýnishorn á staðnum. Látið teikna og gera föst verðtilboð ykkur að kostnaðarlausu. Athugið— Þegar pöntun er staðfest. stendur verðið. Raunhæf verðtrygging i verð- bólgunni. D JjJA Húsgagnavinnustofa.Smiöjuvegi 44 Kópavogi Sími 71100

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.