Tíminn - 13.04.1980, Blaðsíða 2

Tíminn - 13.04.1980, Blaðsíða 2
2 Sunnudagur 13. aprll 1980 Fáeinar laglegar vísur úr ýmsum áttum: „Ég hef verið að gefa gœtur að gáfnafari þínu, Jón ” Þaö hefur lengi verið siöur I þessu landi aö yrkja visur, fer- skeytlur, um sitthvaö þaö, sem viö ber, og enn veröa þeir frægir af, er þaö gera vel. Ferskeyttar visur eru auölæröar, meöal ann- ars vegna reglubundins rlms og stuöla, og hafa löngum flogiö milli manna, án tilverknaöar prentvéla eöa nokkurs þess, sem til fjölmiðlunar er kennt. Þaö er órækur vitnisburöur um, hversu vel þetta form var viö hæfi alþýðu manna. Til skamms tlma hefur veriö uppi fólk, sem kunni alveg ótrú- legan sæg visna, sem þvf hafa borizt til eyrna Ur ýmsum áttum, jafnvel fólk, sem lftt eöa ekki haföi bækur um hönd, og enn má vafalaust allvíöa finna þá, sem geyma sér mikla visnasjóöi í minni, þótt liklegt sé, aö þeim hafi talsvert fækkaö. Þaö er af- leiöing þess, hve þjóöfélagiö er oröiö margbreytilegra en áöur. Athygli og áhugi beinist nti f miklu fleiri áttir en áöur var. Engum getur dulizt, aö þaö er ekki svo litiö tengt héruöum, hvar mest er ort af þessu tagi. I seinni tiö má ætla, aö Þingeyingar, Skagfiröingar og Húnvetningar hafi veriö þar fremstir i flokki. Þaö á sér vafalaust þau rök, aö þar hefur lengst og bezt veriö ræktur vfsnaarfurinn. Þar sem fólk elst upp viö þaö, aö visur eru haföar yfir og visnagerö stunduö, þar koma til ný vísnaskáld, vita- skuld misjafnlega oröhög og list- feng, og má þó alltaf vænta þess, aö úr sliku umhverfi vaxi ein- hverjir upp, er mikiö hafa til brunns aö bera. Alþekkt dæmi er æskuheimili Sveinbjarnar Bein- teinssonar, þar sem upp ólust mörg systkini, sem nær öll uröu kunn fyrir skáldskap sinn og visnagerö. An þess aö litiö sé gert úr upplagi og hæfileikum, þá fer tæpast milli mála, aö þar hefur ekki siöur komiö til, aö þau ólust frá blautu barnsbeini upp viö vis- ur og hafa vafalaust byrjaö korn- ung aö spreyta sig sjálf á vísna- gerö. Þetta er rökrétt og eölilegt. Ekki þarf til dæmis aö rýna svo mjög i bókmenntasöguna til þess aö sjá, hversu mörg höfuöskálda þjóöarinnar, er uxu á legg um svipaö leyti, eiga uppruna sinn I sama héraöi. Ég hygg, aö ótrú- lega mörg af skáldum Islendinga á sextándu öld, þeirra sem enn er minnzt, hafi átt æskuár sin viö Eyjaf jörö og þar i grennd. Seinna komu austfirzku skáldin til. Al- kunna er skáldabylgjan mikla i Þingeyjarsýslu fyrir og eftir siö- ustu aldamót. Viö Breiöafjörö viröist hafa veriö önnur aflstöö svipaörar tegundar, og úr upp- sveitum Borgarfjaröar voru eft- irtakanlega margir rithöfundar og skáld á fyrri hluta þessarar aldar. Tildæmis fæddust Magnús Asgeirsson á sömu misserum á grannbæjum inni í dalbotni, og Guömundur Böövarsson og Stefán Jónsson um likt leyti á bæjum i Hvitársiöu. Aftur á móti eru önnur héruö i landinu afar snauö aö þessu leyti, ogdæmi um, aö varla finnist nýti- leg visa I héraöabókum, þótt út hafi veriögefnar,þarsem þvivar þó tjaldaö, er frambærilegast Séra Helgi Sveinsson. þótti eftir fólk, er þá var á lifi. Óhugsandi er, aö þetta stafi af þvi, aö hæfileikum sé svona mis- skipt milli héraöa og alda, heldur veröur aö álykta, aö annaö komi til. Og þá viröist helzt til aö dreifa misbrestiá þvi,aö rækt hafi veriö lögö viö skáldskap, vísnagerö og aöra orölist. Lausavisur Islendinga fjalla um allt milli himins og jaröar — hiö innra llf þeirra, sem þær yrkja, lifsbaráttu þeirra, yndi þeirra og sorgir, atvik hvers kon- ar, kosti og lesti náungans, áföll hans og höpp og ótal margt ann- aö. t þeim er niö og klám og mannlast, og 1 þeim eru fyrirbæn- ir og heilagt ákall og allt þar á milli. Iöulega voru fyrr á tlö háö- ar haröar viöureignir, þar sem hagmæltir menn sendu hver öör- um eins eitruö skeyti og þeir höföu getu til, eöa fengu aöra I liö meö sér til þess, þvl aö þá varö ekki hlaupiö i blöö til þess aö fá þar birtar skammagreinar. Og af þvi aö tslendingar voru orösjúkir, ekki sizt þeir, sem betur máttu sin I samfélaginu, uröu niövlsur tilefni málaferla og dóma. En þá kom stundum sá krókur á móti bragöi, aö vísnahöfundur haföi tiltæka aöra útgáfu til þess aö bjargasér á, þar sem illyröum og mannlasti var snúiö i hrós og veg- sömun og látiö svo heita, aö ein- hverjir aörir menn, óþekktir, heföu spillt skáldskapnum og snúiö öllu á verri veginn. Nú á dögum fær andúö manna á náunganum og hneigö til þess aö niöra honum Utrás meö öörum hætti. Aftur á móti hefur sums staöar tiökazt, aö menn sendust á kersknivisur, án þess aö óbeit eöa neins konar hneigö til vanviröu fylgdi þar meö. Þetta hefur veriö leikur, sem menn hafa iökaö, sér og öörum til gamans, og þaö eru einmitt þess konar visur, sem nú berast greiöast manna á milli. Af þess konar vísum uröu þeir nafn- kunnastir á seinni áratugum — Egill Jónasson og Karl Sigtryggs- son á Húsavlk, Steingrlmur I Nesi og Baldur á ófeigsstööum. Glettur af því tagi voru visur, sem fóru hér á árunum á milli tveggja manna, annars þing- eyskrar ættar, en hins eyfirzkrar. Eyfirbingurinn átti upptökin og skeyti hans var þetta: Séra Gunnar Arnason. Oft meö pyngju fer hann flott, fljóöin syngur kring um, er meö hringað, uppbrett skott, arf frá Þingeyingum. Handhafi hins þingeyska arfs svaraöi: Þingeysk snilli og þeliö gott þarf ei tylliböta né láta illalagaö skott lafa milli fóta. Svipaöa sögu er aö segja um visur tveggja klerka, sem sóttu um sama prestsembættiö, þeirra séra Helga Sveinssonar og séra Gunnars Arnasonar. 1 einhverju blaöi var þess getiö, er séra Gunnar var kynntur, aö hann væri eöa heföi veriö i stjórn Slát- urfélags Húnvetninga. Þetta greip séra Helgi á lofti: Presta gerist mikil makt, margir riöa nú til þinga, hvorki er framlag siappt né slakt Sláturfélags Húnvetninga. Nú haföi séra Helgi látibprenta predikun i ljóöum, ásamt stól- ræöu, er hann haföi flutt I útvarp, og hét kveriö „Ljósiö kemur aö ofan”. Þessa minnist séra Gunn- ar og kvaö: Aöur vissu ýmsir þaö innst i huga sfnum, aö ljósið kemur ofan aö, en ei frá Helga minum. Þegar hér var komið lagöi einn úr söfnuðinum, sennilega vel kunnugur þeim prestunum báö- um og ef til vill vísnavinur þeirra, orö I belg. Hans tillag var þetta: Illa reynast okkur ráö ailra stjörnarráða og þinga. Þó er fremur nauö en náö aö nota rétt til prestskosninga. Glettin var einnig visa, sem fannst I móhrauki tsleifs Glsla- sonar á Sauðárkróki og undir nafnÞuruIGaröi IMývatnssveit: Ef ég kemst i ellinni eftir glöp og skyssur undir sæng hjá tsleifi, aftur fæöist Gissur. tsleifur Glslason orti aö sinu leyti um símaskák, sem Saub- krækingarog Hvammstangabúar háöu siná milli meö sklrskotun til frægs atburöar úr húnvetnskum læknavlsindum: Hrókur fast aö frúar hupp fór meö blíöuoröum. Skyldu þeir hafa yngt upp eins og karlinn foröum? Þekkt kvæði eftir Stein Steinar hefst á þessum orðum: Þaö vex eitt blóm fyrir vestan, sem veit ekki að ég er til. Þegar þaö birtist I fyrsta skipti, kvaö Siguröur Helgason rithöfundur: Vesalings blóm fyrir vestan, sem veit ekki neitt um Stein, —hvernig þaö getur gróiö er guöi ráögáta hrein. Atvik á stjórnmálasviöinu verða enn mörgum hvöt til þess að kasta fram vísu, og svo var til dæmis um stjórnarskiptin I vet ur, þegar margt var ort um þá Gunnar og Geir. Meðal þeirra, sem lögðu I það púkk, voru þeir Þormóður Pálsson I Kópavogi og Björn Jónsson frá Haukagili. Þeir kváöu báöir um Geir, og var visa Þormóös á þessa leið: Eftir trylitan darraöardans drúpir Geir I sárum. Alvarlegu augun hans eru fuli af tárum. Birni fórust aftur á móti þannig orö eftir sjónvarpsþátt, þar sem Geir var talinn hafa veriö fremur óskörulegur: Hörmung var aö horfa á Geir, hans er búin saga. Innir hrafninn „aldrei meir” eins og foröum daga. Þó er það svo, að ekki endist öllum lipur ræöa og fimi i orða- skiptum til viðurkenningar. Um það ber vitni næsta vísa, sem ort var norðan lands fyrr á árum: Þessum landa er mjúkt um mærö, málabland og gjálfur. Hans er andi óþekkt stærö eins og fjandinn sjáifur. Annar fékk þessa kveöju á svip- uöum slóöum aö loknum fyrir- lestri: Agæt ræöa aö ööru en þvi, að ekki er vert aö fllka: Hana vantaöi alveg I efni og kraftinn lfka. Kristján ólason á Húsavík ánafnaði manni nokkrum þessa vlsu: Heldur uröu hey þln smá hér I þessu llfi eins og þú barst lipurt ljá i lyga og bragöa þýfi. A þeim tlmamótum i sögu Is- lendinga, er þingmennirnir uröu I fyrsta skipti fimmtlu og tveir, jafnmargir spilunum, orti Sigurð- ur Sigurðsson, sýslumaöur á Sauöárkróki: Þú hefur spilaö, þjóöin min, þaö er kunnugt oröið. Ekki sparaö spilin þin, spilin öll á borðiö. En spyrjir þú um spilin þin, sem spilaö er innan stundar, þér aö segja, þjóöin mln, þar eru of margir hundar. Af nöturlegu tagi er þessi vlsa Karls Sigtryggssonar á Húsavlk: Ég hef veriö aö gefa gætur aö gáfnafari þinu, Jón. Aö þú ei hefur fjóra fætur finnst mér drottins yfirsjón. Fyrir hér um bil tvö hundruð árum kvað Sigurður Pétursson sýslumaður um samtiöarmenn sina, þá sem hafnir voru yfir al- þýðuna og lögöu stund á að aka seglum eftir vindi: Nú er ég hólpinn, nú hef ég friö, nú er ég garpur mesti. Aöaiinn dingla ég aftan viö eins og tagl á hesti. Aðallinn er að visu fyrir bí, en þaö er'u bara nýjar stéttir, sem komið hafa i staö hans. Þess vegna er visan enn i fullu gildi. En þrátt fyrir allt eru til karlar, sem ekki láta aöalinn eöa neitt af heimsins fánýti og prjáli gera sér neinar glennur, og fulltrúi þeirra getur Hjörleifur á Gilsbakka ver- ið. Hann orti um sjálfan sig: Andlitiö á aumum mér enginn þrifiö hefur. Fyrir kjaftinn kominn er köngulóarvefur. Og þennan hressilega, skag- firzka karl I dölum frammi, þar sem gljúfur gina og hamrar gnapa, látum viö hafa siöasta oröiö. —JH.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.