Tíminn - 13.04.1980, Síða 7

Tíminn - 13.04.1980, Síða 7
Sunnudagur 13. aprfl 1980 7 Jón Sigurðsson: „Lögmál Hendrys” og önnur verðbólgumál I orði kveðnu hefur baráttan viö veröbtílguna verið megin- verkefni islenskra stjtírnmála- manna á siðustu árum. Fram- tiðin mun þó væntanlega kom- ast að þeirri niðurstöðu, aö þessi barátta hafi aöeins verið eitt af helstu verkefnum stjórnmála á þessu árabili, en ýmis önnur verkefni einnig komið mjög til skjalanna, verkefni sem flest eru mikilvæg og jafnvel brýn, en sum andstæð þvi markmiði að skjótur árangur náist i átök- unum við verðbólguna. 1 orði kveðnu eru menn nefni- lega sammála um það að bar- áttan gegn veröbólgunni eigi aö hafa forgang, en f verki eru menn einnig sammála um það að margvisleg önnur verkefni þarfnist tafarlausrar lausnar og er þá iöulega ekki um það sinnt að lausn þeirra að sinni og án tafar muni draga úr árangri á sviöi verðbólgubaráttunnar. Með þessu er ekki sagt, að þessi verkefni önnur séu ekki mikilsverð, en hitt er sagt að ekki er fullt samræmi i orðum og athöfnum manna, og gildir einu hvort talað er þá um stjtímmálaflokka, hagsmuna- samtök, atvinnuvegi eöa lands- hluta. Það er ef til vill eitthvert mesta vandamálið i þessu sam- bandi að menn virðast ekki vera reiðubúnir til þess að gera það upp við sig hvort baráttan við veröbólguna á að hafa forgang fram yfir önnur verkefni, eða á aöeins að vera eitt af mörgum verkefnum sem fengist er viö f senn. Þaö er mikiö um það rætt og ritaðá Vesturlöndumum þessar mundir að unnt sé að sigrast á óöaverðbólgunni i skyndi. Satt að segja er fæst sem bendir til að svo geti orðið, og þar sem horfur eru á slikum hröðum ár- angrihefurþað alls staöar verið keypt þvi veröi sem almenning- ur er ekki fús að gjalda, — með almennri og harkalegri skerö- ingu lifskjara, með almennu og langvarandi atvinnuleysi, með stórkipp verðhækkana um stund sem ekki eru bættar I launum, eöa jafnvel með rosalegri skeröingu almennra mannrétt- inda. Óðaverðbólga fremur en verð- bólga Þetta gjald eru Islendingar ekki fúsir að greiöa, og þess vegna er skynsamlegt að menn geri sér fulla grein fyrir þvi, að skyndilegur árangur mun ekki nást, heldur verður aö sækja á brattann i áföngum á nokkru árabili. í öðru lagi kennir reynsla okk- ar og annarra þaö, aö áraúgur næst ekki I baráttunni við verð- bólguna meö yfirlýsingum rikisstjórna, samþykktum þjóð- þinga, reglugeröum eða stjórn- valdsákvörðunum. Arangur næst aðeins með þvi og I þvi að efnahagsástandið sjáift breyt- ist, — hvort sem um það eru höfö fleiri eöa færri orö. A sama hátt veröa aðgeröir algeriega að miðast við að breyta hinum efnahagslegu forsendum en ekki við eitthvaö annað. Iþriöjalagi verða tslendingar að sætta sig viö það að komast aldrei neðar meö verðbólguna en hún er á hverjum tfma i ná- grannalöndum og hjá helstu viðskiptaþjóðum. Þetta er auð- vitað augljós staðreynd sem enginn reynir að deila um. En af þessari ástæðu er réttara aö tala um baráttu við óðaverð- bólgu, fremur en við verðbólgu almennt. 1 nágranna- og við- skiptalöndum okkar er verö- bólga i vexti og sums staöar hrööum skrefum, og það gæti oröiö til þess að ala á röngum hugmyndum — og siöan von- brigöum ófyrirsynju — aö rugla þessu saman. Enginn getur firrt sig ábyrgð Viö þessa upptalningu má bæta þvi aö þar sem viö lifum I frjálsu lýðræöisþjóðfélagi mun- um viðaldreiná árangri án þess aö almenn samstaða hafi náðst fyrir fram um aðferðir og leiðir aö markmiöinu. Ef islenskt stjórnvald reynir aögeröir sem samtök launþega eöa atvinnu- vega sætta sig ekki við munu þær aðgerðir mistakast, — ef ekki þegar I staö, þá áður en langtum liður. Sannleikurinn er sáaðhér getur enginn áhrifaað- ili I efnahags-, stjórnmála- eða atvinnulffi firrt sig ábyrgð, og það sýnir aöeins óskammfeilni ef slikt er reynt.— En þótt ein- hver sé einhvern tima óskamm- feilinn, þá dregur þaö ekki úr ábyrgö t.d. stjórnmálaaflanna eða úr skyldu þeirra aö taka frumkvæöiö. Ekki töfraorð Þau atriði eru afar mörg sem máli skipta I slagnum viö óða- verðbólguna, og verður senni- lega ekki svo lengi talið að allir, sem vit hafa á, telji allt komið fram. Vissulega er það rétt aö eitt meginskilyröi árangurs er aðhaldssöm peningamála- stefna, sem miöar að þvi að koma I veg fyrir of mikla aukn- ingu peningamagns og of mikil umsvif bankakerfisins. En flest bendir til þess, að sú skoöun sé röng að peningamálastefnan, — eða sá „mónetarismi” sem viða er boðaður — sé eitthvert ein- stakt töfraorð sem allan vanda leysi. Fregnir frá Bretlandi um þessar mundir benda t.d. til þess að æ fleiri fylgismenn ihaldsstjórnarinnar þar séu nú farnir aö efast um réttmæti þeirrar harkalegu áherslu sem stjórnin hefur lagt á þennan eina þátt málsins. Sú einhliða á- hersla felur nefnilega i sér ýmsa félagslega og stjórnmálalega öröugleika sem ekki er vist að fólkið og samtök _þess láti sér lynda, einkanlega ekki til lengd- ar. I annan stað fer því fjarri aö allir sérfræöingar og hagspek- ingar séu á einu máli um tengsl- in sem augljóslega eru á milli peningamagns, umsvifa banka- kerfis og rlkisfjármála annars vegar og efnahags- og atvinnu- llfsins hins vegar. Einkanlega virðast menn eiga erfitt meö að átta sig á þvl hvar tiltekin at- burðarás á upptök sin, hvort t.d. peningamagn veröur taliö upp- spretta verðbólguþróunar eða afleiðing hennar — nema hvort tveggja sé og þá hvernig. Arleg úrkoma — eða hvað? Það skiptir augljóslega miklu máli að slikum spurningum hafi verið svarað til fullnustu áður en sveigt er inn á þá braut aö miöa aðgerðir einvöröungu eða þvl sem næst við peningamála- stefnuna. Með þessum oröum er ekki gert litið úr þætti peninga- málastefnunnar, en látiö I ljós það álit aö hún sé fremur hluti stærri heildar en sjálft algera úrslitaatriðið sem fylgismenn hinssvonefnda „mónetarisma” eða peningamálastefnu álita. Sem dæmi til gamans má nefna, að Hendry nokkur há- skólakennari við Hagfræðiskól- ann i Lundúnum flutti um það opinberan fyrirlestur I vetur aö ekki sé allt sem sýnist I þessum fræðum. Hann sýndi sem sé fram á það með tölum, töflum, dæmum og miklum visdómi, að það er miklu nánara samband milli árlegrar úrkomu á Bret- landseyjum og verðbólguþróun- arinnar!!! Að gamni slnu kast- aði hann fram þvl .Jögmáli Hendys” að rlkisstjórn landsins ætti að reyna að „leysa” verð- bólgumálin með úrkomuna I huga fremur en að leggja ein- hliöa áherslu á peningamála- þáttinn. menn og málefni

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.