Tíminn - 13.04.1980, Qupperneq 19

Tíminn - 13.04.1980, Qupperneq 19
Sunnudagur 13. aprfl 1980 27 FRÍMERKJASAFNARINN Arangur að koma í ljós Ég hefi hreint ekki verið svo litið stoltur fyrir íslands hönd aö undanförnu, miðað við þær fréttir, sem hér hafa birst. Þar er fyrst aö nefna árang- urinn á INDIA-80 i Nýju Dehli. Um þátttöku íslands segir I einni frétt: „Aftur á móti var þátttaka i bókmenntadeild góð og i raun yfirgnæfði Islenska þátttakan”. Ekki slæmt það, en þarna var verið að lýsa nor- rænni þátttöku I sýningunni. Og norrænn árangur var svo sem hér segir: Stórt gull með heiðursverð- launum: Christian Andersen frá Danmörku. Gyllt silfur: Hasse Brocken- hausvon Löwenhjelm fyrir Ind- versk rfki, en hann er sænskur. Christian Andersen, fyrir Færeyjar. Agnar Presterud fyrir Rúss- land. Silfur: K.V. Fullow (D) fyrir Finnland, Börje Walberg (S) fyrir Kambodia-Laos, Eivind Evensen (N) Noregur + heiðursverðl., Frímerkjaklúbb- ur Kaupmannahafnar, bók- menntadeild. Silfraö brons: Torben Brink (D) Æskulýðsdeild, Henrik Ælkjer Rassmussen, Æskul.d., Sigurður H. Þorsteinsson, bók- menntadeild, Landssamband Danskra Frimerkjasafnara, bókm.d. Brons: Peter Olsen (D) æsku- lýðsdeild, Sigurður H. Þor- steinsson, bókmenntadeild, Landssamband Islenskra fri- merkjasafnara, bóm.d. Þá er næst aö taka fyrir hina ágætu þátttöku íslendinga á Nordia-80, sem er haldin i Mlamö, 22-30. mars. Þetta er með afbrigðum góð þátttaka og eiga íslendingar þarna 12. sýn- ingarefni en sýnendur eru 9. Þetta er stórkostlegur árangur hjá Sigurði R. Péturssyni um- boðsmanni sýningarinnar. Ég mun hér telja upp sýnendur og i hvaða deildum þeir sýna. Jón Aöalsteinn Jónsson: Hann sýnir i Danmerkur-deild, safn frá 1851-1870, en auk þess I ramma 86 eitthvert efni, sem ekki er getið um i sýningarskrá. Þetta kemur I ljós þegar ég hefi skoðað sýninguna og mun ég þá flytja nánari fréttir af þvi. Frank C. Mooney: sýnir I ís- lands-deild númerastimplasafn sitt, sem að minu mati er orðið þaö heilasta, sem nú er þekkt. SiguröurH. Þorsteinsson: sýnir I Islands-deild, Forfrimerkja- bréf og skildinga og i bók- menntadeild, „tslensk frimerki 1980”. Jóhaiin F. Guðmundsson: sýnir I íslands-deild rikisstjómaraf- mæli Chr. X. frá 14. og 15. mai 1937. Helgi Gunnlaugsson: sýnir i ís- lands-deild hluta af Lýöveldis- safni. ólafur Ellasson: sýnir hvers- konar ógildingar á 20 aurar Gullfoss. Frlmerkjaklúbburinn ASKJA: sýnir stimpla og merki úr Þing- eyjarsýslu. Hálfdan Helgason: sýnir notuð póstbréfsefni I íslands-deild. Jón Halldórsson: sýnir ónotuö póstbréfsefni I Islands-deild. Landssamband Islenskra frf- merkjasafnara: sýnir Grúsk I bókmenntadeild. Þetta var ekki svo lítiö af ts- lendingum að vera. 1 tslands- deildinni eru 9 tslendingar af 12 þátttakendum eöa 66,6%. Eitthvert slys virðist hafa oröið I sambandi viö INDIA-80, en þar hafði Jón Aðalsteinn Jónsson, tilkynnt þátttöku með bóksinni,sem þóhvergiergetiö Ifréttum frá sýningunni. Mér er hins vegar kunnugt um að bókin var send, sbr. þætti Jóns, en viröisthafaglatast ipósti. Hér á Norwex er bókin þegar komin, og hafa henni verið dæmd sln verölaun, en dómnefnd I bók- menntadeild lauk störfum um helgina 6-9. mars. Þá eru auk þessarar bókar hér á sýning- unni, „Grúsk” frá Landssam- bandinu og tslensk frlmerki frá undirrituðum ásamt póstsögu- bæklingunum, sem eru gefnir lít i Kaupmannahöfn, er þriðja heftið að koma út um þessar mundir. tdómnefndinni sátu að þessu sinni 4 menn. Það voru: Charles Peterson (USA) for- maður bókmenntanefndar FIP. Emil M. Mewes (BFD). Ib Eichner-Larsen (D) og Tryggve Sommerfeldt (N). Þurftu þeir að dæma á þriðja hundraö bæk- ur, timarit og verðlista. Hinar endanlegu niðurstöður dóma þeirra verða þó ekki kunngjörð- ar, fyrr en á lokahófi sýningar- innar, Palmarés á Hotel Skandinavia, hinn 20. júnl 1 sumar. Það er glæsilegt að sjá alla þessa islensku þátttöku. Það er jafnsorglegt að sjá, að við för- um á mis við verðlaun vegna mistaka, hjá pósti, sýningar- nefnd eða hver þaö nú er Þar vil ég nefna 3. dæmi. Áður er nefnt aðbók Jóns Aöalsteins Jónsson- ar hefir ekki komið fram á India. Þá hefir Isafoldarprents- miðja ekki sent eintök af verð- lista minum, þrátt fyrir Itrekað- ar beiðnir, til aö senda á sýning- arnar. Varö ég að kaupa I Dan- mörku eintök frá 1979 til að geta sent inn nógu tímanlega á Nor- wex. Frimerkjamiöstöðin sendi mér svo nokkur eintök til aö senda á INDIA og LONDON. Nú i gær barst mér svo bréf um aö listinnværi ekki kominn fram i London. Til allrar hamingju átti ég kvittun fyrir sendingunni, sem var I ábyrgöarbréfi, ásamt uppgjöri fyrir þátttöku íslend- inga 1 sýningunni, svo að póstur- inn, eða sýningarnefnd standa ábyrg fyrir innihaldi bréfsins þótt verðlaun séu glötuö. Þá stend ég uppi eins og þvara frammi frir Nordia 1980, með engan verðlista til að senda, þvl enn kemur ekkert frá tsafold. Viö skulum vona að úr rætist. Að Noediu lokinni mun ég svo senda heim þátt um hana og árangurinn þar, ennúerþessað gæta, að hér ætti aö vera um að ræöa ótvlræða dóma, sem skera alveg úr um hvort efni sýnt þarna er tækt á alþjóðlegar sýn- ingar. Þeir sem fá silfur eöa meira, komast áfram. Sá sem fær silfur á svona sýningu, á rétt á 5 römmum á alþjóölegri sýn- mgu en hvað sem er meira geft- ur rétt til 10 ramma. Við sjáum hvað setur. Asker 14.3 1980. Sigurður H. Þorsteinsson. Vísna- gátur Enn koma nýjar vlsnagátur handa fólki til að spreyta sig á. Þær eru að þessu sinni: t þeim sátu svannar tltt — sundur Egill hjó. Enn I sumum eyjum nýtt, einnig hrannajó. Hana er slæmt aö hljóta á egg. Hún er til að festa. Fyrir taugar, nám og negg nauðsyn allra mesta. Lausnarorö tveggja siðustu gátna var: Fall — Lán. Morgunhani með LM, MB og FM. Gengur alveg hljóðlaust. Verð kr. 37.780,- heimilistæki HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTÚN 8 — 1 5655 Útvarpstæki LB MB og FM. Bæði fyrir rafhlöður og rafmagn. Verð kr. 36.336.- Hárburstasett með 4 fylgihlutum. 800 W. Verð kr. 33.596.- Rakvél meö 2, 12 blaða hnífum. Verö kr. 48.231.- Segulband fyrir bæði rafhlöður og rafmagn. Innbyggður hljóðnemi. kr. 62.240.- Plötuspilari með innbyggðum magnara. Hátalarar fylgja. Verð kr. 120.215- Segulband fyrir rafhlöður. Innbyggður hljóðnemi. Verð kr. 54.560.- Sambyggt útvarp og segulband, fyrir rafhlöðu og rafmagn. LB, MB og FM. Innbyggður hljóðnemi. Verö kr. 134.704,- Utvarpstæki LB og MB. Aðeins fyrir rafhlöður. Verð kr. 14.217,-

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.