Tíminn - 24.10.1980, Blaðsíða 1

Tíminn - 24.10.1980, Blaðsíða 1
Síðumúla 15 • Pósthólf 370 • Reykjavík • Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 Afgreiðsla og áskrift 86300 • Kvöldsimar 86387 & 86392 „Sú töf sem orðið hefur merkir að Steingrímur liermannsson, sjávarútvegsráðherra, fjallaði i umræðunum um stefnuræðu forsætisráðherra i gærkvöldi, fyrst og fremst um hvort þokast hefði i átt að þeim markmiðum i efnahagsm álum sem rikis- stjórnin setti sér þegar hún sett- ist að völdum fyrir tiu mánuð- um. Hann sagði m.a.: ,,Nú spyrja menn eðlilega, hvað liður þessari niðurtainingu (verð- bólgunnar). Svarið er einfalt. Kaunhæf niðurtalning er ekki hafin. Að visu hefur verið leitast við, eftir mætti, að beita ströngu aðhaldi á flestum sviðum, t.d. i verðlagsmálum, þar sem há- markshækkanir hafa verið á- kveðnar, en slikt ber aldrei til- ætlaðan árangur, nema gert sé á öllum sviðum”. Ráðherra sagði siðan, að nauðsynlegar forsendur fyrir niðurtalningu væru þær, að frið- ur rikti á vinnumarkaðinum, og að atvinnuvegirnir stæðu á traustum fótum. Hvorugt hefði veriðfyrir hendi á undanförnum mánuðum. Hann rakti þá erfið- leika, sem frystiiðnaðurinn hefur átt i' og þær aðgerðir, sem beitt hefur verið til hjálpar. Hvað varðaði horfurnar í dag VINNA ÞARF BETUR Á NÆSTA ÁRl” — sagöi Steingrimur Hermannsson i útvarpsumræöunum i gærkvöldi sagði Steingrimur Hermanns- son’ „Ýmislegt bendir til þess, að framundan kunni að vera frem- ur hagstæðir timar fyrir sjávar- útveg og fiskvinnslu. Banda- rikjamarkaður hefur lagast og birgðir hafa stórminnkað. Að visu geta menn ekki gert sér vonir um umtalsverða verð- hækkun, alveg á næstunni, en ó- trúlegt virðist, að fiskur hækki ekki i verði þar á sama tima og aðrar nauðsynjar halda áfram að hækka. Onnur fiskvinnsla stendur yfirleitt vel, t.d. skreið og saltfiskur. Tekist hefur betur en ýmsir þorðu að vona með sölusamninga á. saltaðri sild. Nýjustu spár Hafrannsókna- stofnunar benda til þess, aö þorskstofninn sé töluvert sterk- ari en áður var talið. Það eru gleðitiðindi, sem ýmsir munu að visu ekki telja koma á óvart”. Steingrimur rakti siðan já- kvæða þróun sem orðið hefur i öðrum útílutningsgreinum, i landbúnaði og i rikisbúskapn- um. Hann taldi að styrkari staða rikissjóðs gæfi möguleika til skattabreytinga, og þar með niðurfellingar skatta, á næst- unni. Þá sagði ráðherra: ,,Ég sagði áður, að grundvöll- ur atvinnuveganna er, að mati Þjóðhagsstoínunar, jákvæður nú. Það er hins vegar skamm- góður vermir, ef miklar launa- hækkanir eru á næsta ieiti. I frystingunni a.m.k. er ekkert svigrúm til umtalsverðra hækk- ana. Ég leyfi mér að fullyrða, að þessar greinar munu stöðvast fljótlega, ef þær fá ekki kostnað- arhækkanir bættar. Sáralitlar likur eru til þess, að það gerðist með verðhækkun á erlendum mörkuðum, alveg á næstunni. Þá er ekkert eftir annað en gamla ihaldsúrræðið, gengis- felling. Er mönnum ekki að verða ljóst, hve gagnslaus þessi visi- töluleikur er og reyndar skað- legur? Hver er bættari eftir? Ef svo fer um næstu áramót, sem ég hef nú rakið, verður að sjálfsögðu að skapa að nýju traustan grundvöll fyrir at- vinnuvegina áður en niðurtaln- ing verðbólgunnar getur hafist af nokkurri alvöru. Þessu verða menn að gera sér grein lyrir. Það getur orðið erfiður biti að kyngja. Þvi er nauðsynlegt og skynsamlegt að gripa til að- gerða fyrir 1. desember, sem draga úr þeirri hækkun, sem þá verður að öðrum kosti, þannig að leiðrétting sú á stöðu at- Framhald á bls. 19 Mjög víöáttumikió verkfall segir ASI: Tæp 94% ASÍ 1 verkfall HEl — „Ljóst er að verkfallið sem boðað hefur verið til 29. október verður mjög viðáttumikið og þátttaka I þvi almenn” segir I tilkynn- ingu frá ASl i gær. Við talningu i gærmorgun er sagt hafa komið I Ijós að tæp 94% þeirra félagsmanna Alþýðusambandsins, sem til stóð að legðu niöur vinnu, muni taka þátt i verkfallinu næsta miö- vikudag. Vegna skrár frá Vinnuveitendasambandinu yfir 82 verkalýðs- félög, sem sagt var að ekki myndu taka þátt i verkfallinu, tekur ASl fram, að i fyrsta lagi séu 2 þeirra ekki i Alþýöusambandinu (Múrarafélagið og Veggfóðrarafélagið), 11 hafi þegar boðað verk- fall og 12 félög séu i Sjómannasambandinu, sem aldrei hafi staðið til aö tækju þátt i verkfalli þessu.Eftir standi þvi 57 félög og félags- deildir. með innan við 7% félagsmanna Alþýðusambands Islands. 1 skreiða verkun BÚR hefur verið tekin í notkun ný skreiöarpressa. Pressan er alsjálfvirk og skilar skrciðinni út i sekkjum. Pressa þessi er mikil framför frá gömlu pressunum, sem enn cru viðast i notkun, þar sem ekki tekur nema 45 sek. að vinna hvcrt hlass, sem í hana er látið. Pressan er islensk smíð og er höfundur hennar Trausti Eiriksson verkfræðingur. Hefur hann sótt um einkaleyfi á henni. Traust hf. framleiðir pressurnar. Timamvnd Róbert. Samningur um tæknimál prentara 1 sjónmáli ..Miklar líkur að þetta takist núna” - sagöi einn stjórnarmanna HÍP i gærkvöldi HEI — „Ég tel allavega likur til að þetta takist núna, þótt smá hnútar séu ennþá óleystir”, sagöi einn stjórnarmanna Prentarafélagsins sem þá var staddur hjá sáttasemjara um áttaleytiðf gærkvöldi. En spurt var um hvort samningar væru að nást varðandí tæknimálin i prentaradeilunni. Vegna ummæla formanns Grafiska sveinafélagsins i Tim- anum nýlega, var spurt hvort þeir gætu fellt þetta atriði. Tals- maðurHIP sagðiað þessi atriði, sem verið væri aö semja um, vöröuðu eingöngu 4. kafla samnings HIP og féllu ekki und- ir samning Grafiskra. Að vísu væri til samstarfssamningur á milli félaganna, en samkvæmt honum gætu þeir ekki fellt sam- komulag um þessi atriöi, þvl þaö væri enginn vafi á um 100% rétt þeirra, þar sem þeir komi nærri þeim greinum sem um er fjallað. Grafiskir gætu þvi ekki talið sig neitt snuðaöa í sam- bandi við þau atriði sem verið væri að semja um. A.m.k. þyrftu þeir þá mjög góöan vilja til að reyna að finna út atriði sem þeir gætu fellt þetta á. Telja má, að talsverðum áfanga sé náð i' sambandi við framhald samningaviðræöna, náist samkomulag um þessi tækniatriði sem einmitt hefur verið taliö að væri erfiðasti Framhald á bls. 19 Þjóðhagsáætlun fyrir 1981: Verðbólgan 40% JSG — í Þjóðhagsáætl- un fyrir árið 1981, sem iögð var fram á Alþingi i gærkvöldi, er þvi spáð að verðbólga frá upp- hafi til loka árs 1981 geti orðið innan við 40%, Til samanburðar er nýjasta spá fyrir árið i ár 52-54%. Meðalverð- hækkanir frá árinu 1980 til 1981 eru hins vegar taldar verða nálægt 42%. Forsendur fyrir þessari spá eru þær að fyigt veröi þeirri stefnu i efnahagsmálum sem ennfremur er lýst f Þjóöhagsáætluninni. Þá er byggt á spá um breytingu viö- skiptakjara, sein talin cru munu vcrsna minna á næsta ári en i ár og í fyrra, eða um 1-2% miöað við 5% árið 1980, og 9% árið 1979. Vcrð á innflutningsvörum er þvi enn á næsta ári talið munu hækka nokkuö meira en útflutningsverö, sem á samkvæmt spánni að hækka um «%. Ctflutningsframleiöslan á næsta ári er i Þjóðhagsáætluninni talin munu aukast um 4% frá ár- inu I ár, en til samanburöar munu ársaukning þessarar framleiösla á árinu 1980 verða um 5-6%. Aukning útflutnings á næsta ári verður einnig nálægt fjórum prósentum, að þvi tiiskildu að birgðabreytingar verði ekki mikl- ar. „Allir þurfa að taka á sig skyldur og byrðar” — sjá stefnuræðu forsætisráðherra I opnu i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.