Fréttablaðið - 23.09.2007, Side 1

Fréttablaðið - 23.09.2007, Side 1
Stubbahúsin vinsælu fyrir utanhúss reykingarnar. Frábær hönnun, fást nú í 3 stærðum. Pöntunarsími: 564 1783 / 896 1783 Stubbahus.is Hrund Þórsdóttir hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin í vikunni sem leið fyrir sína fyrstu bók, Loforðið. „Íslendingar virðast mun opnari fyrir fyrirbærum eins og berdreymni, hugboðum, draugum og álfum en aðrar þjóðir. Það er þó erfitt að nota orðið trú í þessu sam- hengi,“ segir Terry Gunnell, dós- ent í þjóðfræði við Háskóla Íslands, um niðurstöður kannana sem gerð- ar voru í félagsvísindadeild á þessu og síðasta ári um trú Íslendinga á yfirnáttúruleg fyrirbæri. Rann- sóknin var studd af Rannsóknar- sjóði háskóla og svöruðu um þús- und manns spurningalistum. Samkvæmt niðurstöðunum telja aðeins þrettán prósent landsmanna óhugsandi að til séu álfar og huldu- fólk, sautján prósent þora að full- yrða að ekki séu til blómálfar og einungis sjö prósent hafna alfarið hugmyndinni um drauga. Til sam- anburðar telur um þriðjungur landsmanna líklegt eða öruggt að til séu draugar og fjórðungur er sömu skoðunar þegar kemur að álfum og huldufólki. Á ári hverju kemur fjöldi ferða- manna til Íslands til að kanna hvað sé til í frásögnum af þjóðtrú lands- manna, ekki síst álfatrú. Upplýs- ingar ferðamannanna byggjast yfirleitt á rannsókn sem prófessor Erlendur Haraldsson gerði hér á landi árið 1974. Sú rannsókn leiddi í ljós að mun fleiri Íslendingar trúðu á yfirnáttúruleg fyrirbæri en gengur og gerist hjá öðrum þjóð- um. Frá þeim tíma hefur sam- félagið breyst mjög og þótti því líklegt að niður- stöður nýrrar könnunar yrðu ólíkar þeim sem fram komu fyrir rúmum þrjátíu árum. Svo var ekki. „Það getur þó margt spilað inn í þessar tölur. Það er líklegt að vax- andi trú á reimleika megi rekja til Hollywood-kvikmynda, auk þess sem borgin og húsin eru að eldast og sveitin að verða dularfyllri,“ segir Terry. Hann segir að enn eigi eftir að vinna töluvert úr þeim gögnum sem safnað hafi verið og taka viðtöl við nokkra af þeim sem könnuninni svöruðu. Málið verði frekar kynnt í vikunni og svo í desember. Trú á álfa og drauga lifir Fjöldi Íslendinga trúir enn á huldufólk, drauga og blómálfa. Þetta er niðurstaða kannana Félagsvís- indastofnunar um trúarviðhorf. Fátt hefur breyst síðan sams konar könnun var gerð fyrir 30 árum. KR varð í gær bikar- meistari í kvennaflokki þegar liðið vann öruggan sigur á Kefla- vík, 3-0, í úrslitaleik á Laugar- dalsvelli. KR var sterkara liðið allan leikinn og átti sigurinn fyllilega skilinn. Hrefna Huld Jóhannesdóttir skoraði tvö marka KR og markadrottningin Olga Færseth skoraði eitt mark. Bikartitillinn er nokkur sárabót fyrir KR-konur, sem máttu horfa á eftir Íslandsmeistaratitlinum til Vals á dögunum, en þessi tvö lið voru í algjörum sérflokki í sumar. Það er líklegt að vaxandi trú á reimleika megi rekja til Hollywood-kvikmynda, auk þess sem borgin og húsin eru að eldast og sveitin að verða dularfyllri. Forskot Hillary Clinton í kapphlaupi demókrata um að verða forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins hefur valdið því að keppinautar hennar eru óvægnari í gagnrýni á hana. For- setakosningar í Bandaríkjunum fara fram haustið 2008. John Edwards, sem skoðana- kannanir sýna að sé í þriðja sæti yfir þá sem sækjast eftir útnefn- ingu, hefur gagnrýnt tengsl Clin- ton við þrýstihópa og hagsmuna- aðila. Einn helsti ráðgjafi hans hefur kallað Clinton „táknmynd alls sem er að í Washington“. Gagnrýnin er til marks um að keppinautum stafi mikil ógn af Clinton og forskot hennar í kosn- ingabaráttunni vaxi þeim í augum. Þeir geti ekki lengur treyst á að Clinton misstígi sig. Barack Obama, sem hefur næst- mest fylgi samkvæmt könnunum, ýjar að því í nýlegri sjónvarpsaug- lýsingu að Clinton sé orðin samdauna „sérhagsmunastjórn- málum síðari ára“. Clinton hefur að mestu látið gagnrýnina sem vind um eyru þjóta og hefur heldur beint spjót- um sínum að keppinautunum í Repúblikanaflokknum. Keppinautarnir deila á Clinton
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.