Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.09.2007, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 23.09.2007, Qupperneq 2
Skútan sem ferjaði rúmlega 60 kílógrömm af fíkni- efnum frá Noregi til Fáskrúðs- fjarðar var flutt í flugskýli á Kefla- víkurflugvelli til nákvæmrar rannsóknar á fimmtudagskvöld. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, sagði rann- sóknina enn sem komið er ekki hafa leitt neitt nýtt í ljós. Kafarar á vegum sérsveitar lögreglunnar skoðuðu skipið að utan og hafsbotninn í kring strax á fimmtudag, en fundu ekkert markvert. Átta manns eru í haldi lögreglu í þremur löndum vegna málsins, en engar nýjar handtökur hafa átt sér stað. Enginn hefur verið leystur úr haldi, en yfirheyrslur eru stutt á veg komnar. Formleg skýrslutaka er ekki hafin að fullu sakir þess að einn verjenda í málinu er erlendis. Stefán segir ekki tímabært að segja til um hvort framsals verði krafist á þeim þremur sem handteknir voru erlendis. Tveir voru handteknir í Færeyjum, annar þeirra Íslendingur, en hinn Dani. Einn Íslendingur, Logi Freyr Einarsson, var handtekinn í Noregi, en hann er talinn vera einn skipuleggjenda smygltilraunar- innar. Hinir eru bróðir hans Einar Jökull Einarsson og Bjarni Hrafn- kelsson, sem báðir voru handteknir á heimilum sínum á höfuðborgar- svæðinu. Báðir hafa komið áður við sögu lögreglu. Einar Jökull hefur dvalið í Tékklandi og var eftirlýstur af tékknesku lögreglunni eins og kom fram á vefsíðu hennar. Menning, nýtt blað um menningu og listir, fylgir Fréttablaðinu í dag og kemur út mánaðarlega hér eftir. Páll Baldvin Baldvinsson, ritstjóri blaðsins, segir það vera tilraun til að auka ítarlegri umfjöllun um menningar- líf, ekki síst íslenskt. „Umræða um þennan mikilvæga þátt þjóðlífsins vill oft vera flaustursleg og við viljum reyna að bæta úr því með umfjöllun og skrifum á mannamáli.“ Fyrir var eitt mánaðarlegt fylgirit gefið út með Fréttablaðinu, íþróttablaðið Sport, sem er í ritstjórn Vignis Guðjónssonar. Sýningin er opin alla daga frá 10–17 Aðalstræti 16 101 Reykjavík www.reykjavik871.is Lífið á landnámsöld Ákvörðun næturklúbbs í Bretlandi um að meina tvítugri fatlaðri stúlku inngöngu hefur vakið reiði hagsmunasamtaka í landinu. Dyraverðir skemmtistað- arins sögðu að hækjur stúlkunnar mætti nota sem árásarvopn. Stúlkan hafði tvisvar áður farið á skemmtistaðinn án vandkvæða. „Það má nota hvað sem er sem vopn, háhælaða skó, gleraugu, stóla og fleira,“ sagði hún. „Ég varð mjög reið og niðurlægð. Þetta fór alveg með sjálfstraustið.“ Sögðu hækjur vera árásarvopn Ölvaður karlmaður var handtekinn í fyrrinótt eftir að hafa reynt að komast undan lögreglu á bíl. Lögregla veitti manninum eftirför eftir að hann fór yfir á rauðu ljósi á mótum Sæbrautar og Skeiðarvogs. Fór svo að maðurinn keyrði út af við Skeiðarvog. Hann reyndi að hlaupa undan lögreglu og reyndist viðskotaillur þegar lögreglumenn handtóku hann skömmu síðar. Átta manns voru teknir fyrir ölvunarakstur í fyrrinótt. Þá voru fjórtán handteknir fyrir brot á lögreglusamþykkt. Þeir voru allir sektaðir og sváfu sumir úr sér í fangageymslum lögreglunnar. Tveir keyrðu út af í Reykjavík Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í gær tvo menn í gæsluvarðhald fram á miðvikudag fyrir meint smygl á um 1.800 millilítrum af fljótandi kókaíni, sem barst til landsins í hraðsendingu frá Bandaríkjun- um. Annar mannanna er á fer- tugsaldri, en hinn er um fertugt. Mennirnir tveir hafa ekki komið við sögu lögreglu áður svo vitað sé. Kona á fertugsaldri var einnig handtekin en sleppt fljót- lega. Hún er ekki talin tengjast málinu.Efnið fannst við húsleit lögreglunnar í húsi í Laugarnes- hverfi í Reykjavík á föstudags- kvöld og er talið að fíkniefnin hafi komið frá Suður-Ameríku í gegnum Bandaríkin. Lögreglan hefur rannsakað málið í sam- vinnu við bandarísku fíkniefna- lögregluna. Tollayfirvöld í Reykj- avík og á Suðurnesjum tóku einnig þátt í því auk lögregluyf- irvalda á Suðurnesjum. Að sögn Þórarins Tyrfingsson- ar, yfirlæknis á Vogi, er fljótandi kókaín einfaldlega kókaín sem leyst hefur verið upp í vatni. Úr því má vinna kókaín í hefð- bundnu formi en ekki er ljóst hversu mikið þar sem styrkleiki vökvans liggur ekki fyrir. Einnig segir Þórarinn mögu- legt að sprauta vökvanum í æð, taka í nef eins og nefdropa eða jafnvel drekka. Menning fylgir Fréttablaðinu Skútan rannsökuð á Keflavíkurflugvelli Fíkniefnaskútan úr Pólstjörnumálinu er til rannsóknar í flugskýli á Keflavíkur- flugvelli, en ekkert nýtt hefur enn komið fram. Skýrslutökur eru stutt á veg komnar og ekki hefur verið rætt um framsal þeirra sem handteknir voru erlendis. Fyrrverandi forseti Perú, Alberto Fujimori, hefur verið framseldur til heimalands síns eftir tveggja ára dvöl í Chile. Fujimori er sakaður um ýmis mannréttindabrot, morð og spillingu. Hann var fluttur með lögreglu- flugvél frá Santiago í Chile til Lima, höfuðborgar Perú, rétt eftir hádegi í gær. Fujimori flúði Perú árið 2000 og fór til Japan. Þar var hann undir verndarvæng japanskra stjórnvalda í fimm ár. Allt frá því hann flúði heimalandið hafa stjórnvöld þar reynt að fá hann framseldan. Fujimori heldur þó fram sakleysi sínu. Framseldur til heimalandsins Í tvígang punkteraði á reiðfáki Elvars Arnar Reynissonar í sérstakri samgönguviku. Elvar hjólar flesta daga að heiman í vinnuna; úr Grafarvogi í Nauthólsvík. Reykjavíkurborg stóð að samgönguvikunni og voru borgarbúar hvattir til að hjóla í vinnu og skóla. „Á sumrin eru stígarnir sópaðir einu sinni til þrisvar og leiðin sem ég hjóla í vinnuna hefur aldrei verið laus við glerbrot,“ segir Elvar Örn. Hann segir ástandið á leið sinni verst í Grafarvogi, þar sem stígurinn liggi við sjoppur og bensínstöðv- ar. Fossvogsdalur sé skárri enda helst notaður til útivistar. „Það er ekki nóg að gera hjólastíga, það verður líka að hirða um þá,“ segir Elvar Örn og bendir á að sjálfsagt myndu allir leggja bílum sínum í byrjun vetrar ef göturnar væru hvorki saltaðar né ruddar. Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi, segir ríkan vilja hjá borgaryfirvöldum að bæta ástand hjólreiðastíganna. Hann segir vinnuhóp munu taka út hjólastígana og jafnframt muni borgaryfirvöld gæta þess að hjólastígar verði ruddir í vetur svo fólk komist hjólandi til og frá vinnu. Tvísprakk í samgönguviku Fidel Castro, forseti Kúbu, birtist óvænt í löngu sjónvarpsviðtali á föstudag. Er það í fyrsta skipti sem hann hefur sést opinberlega í meira en þrjá mánuði. Sögusagnir um að Castro, sem er 81 árs gamall, sé látinn hafa verið þrálátar lengi. Hann talaði lágt og hægt en virtist þó hress og vel með á nótunum. Sögusögnunum svaraði hann með orðunum „hér er ég“. Castro ræddi meðal annars um að Bandaríkjastjórn gæti farið í stríð við Írani. Þá talaði hann um afleiðingar Íraksstríðsins, hátt olíuverð og stöðu evru gagnvart Bandaríkjadal. Hress í sjón- varpsviðtali Albert, eru olíufélögin of litlaus?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.