Fréttablaðið - 23.09.2007, Síða 6

Fréttablaðið - 23.09.2007, Síða 6
 Vonir um að fyrirhug- að forsetakjör í Líbanon geti höggvið á tíu mánaða pólitískan hnút milli ríkisstjórnarinnar, sem er hliðholl Vesturlöndum, og stjórnarandstöðunnar, sem er hliðholl Sýrlandi og Hisbollah- samtökin leiða, dvínuðu með morðinu á líbanska þingmannin- um Antoine Ghanem í vikunni. Ghanem var fjórði í röð þing- manna sem eru andstæðingar sýrlenskra stjórnvalda sem hafa verið myrtir frá því að núverandi þing var kosið um mitt ár 2005, eftir að Sýrland dró herlið sitt frá Líbanon. Að auki hafa fjórir aðrir andstæðingar sýrlenskra stjórn- valda verið myrtir á þessu tíma- bili. Þjóðarsorg ríkti í Líbanon á föstudag og hundruð manna fylgdu Ghanem, bílstjóra hans og lífverði til grafar. Alls létust sjö manns þegar sprengja sprakk í bíl Ghanem í kristnu hverfi í Beirút. Morðið á Ghanem hefur á ný beint kastljósi alþjóðasamfélags- ins að stjórnmálaástandinu í Líb- anon. Bæði Bandaríkin og Frakk- land fordæmdu morðið harðlega og öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna krafðist þess að tafarlaust yrði látið af skipulögðum morð- um á líbönskum leiðtogum. Óttast er að morðið hafi áhrif á viðræður milli andstæðra stjórn- málaflokka sem miða að því að komast að samkomulagi um næsta forseta. Tveggja mánaða tímabil forseta- kjörsins hefst næstkomandi þriðjudag þegar þing kemur saman á ný. Leiðtogar allra flokka hafa heitið því að stefna áfram að því að halda forsetakosningarnar þrátt fyrir morðið í vikunni. Fyrrverandi forseti Líbanon og leiðtogi Falangistaflokksins, Amin Gemayel, hefur varað við að takist ekki að kjósa forseta geti það skapað valdatóm og að lokum leitt til þess að Líbanon klofni í tvennt. Sagði hann dauða Ghanem „skilaboð til Araba- bandalagsins, Sameinuðu þjóð- anna og öryggisráðsins að halda verndarhendi yfir forsetakosn- ingunum svo að bjarga megi lýð- veldinu Líbanon“. Margir Líbanar óttast að klofn- ingur fylkinga yfir forsetakjör- inu geti leitt af sér tvær mismun- andi ríkisstjórnir í Líbanon. Órói í Líbanon í að- draganda kosninga Nýjasta morðið á líbönskum þingmanni er talið geta spillt fyrir viðræðum flokka um næsta forseta Líbanon. Margir Líbanar óttast að komist stjórnmála- flokkar ekki að samkomulagi geti það leitt af sér tvær ríkisstjórnir í landinu. Heimild © GRAPHIC NEWSMyndir: Associated Press, Getty Images Einar Hermannsson segist ekki hafa átt annarra kosta völ en að taka afsökunarbeiðni sam- gönguráðherra fyrir að hafa nefnt hann sérstaklega þegar spurt var um ábyrgð í Grímseyjarferjumálinu. Hann segist þó ekki sáttur. „Það var ansi súrt að þurfa að sitja undir þessu í fimm vikur og engin spurning um að ég var gerður að blóraböggli í þessu máli,“ segir Einar. Kristján Möller samgöngu- ráðherra segir þá hafa hist á tveggja og hálfs tíma löngum fundi. „Það er ljóst að Einar ber ekki einn ábyrgð á málinu. Ábyrgðin er hjá Vega- gerðinni og samgönguráðuneytinu.“ Einar, sem er sjálfstætt starfandi skipaverkfræðingur, segir málið ekki hafa komið niður á öðrum verk- efnum, en það sé deginum ljósara að mannorð hans hafi verið svert. „Ég vil sem minnst af þessu máli heyra og ég vona að því sé lokið.“ Er þó ekki sáttur Mótmælafánar í Kárs- nesi hafa verið fjarlægðir og sýndu meðlimir íbúasamtakanna Betri byggðar með því samtakamátt sinn undir yfirskriftinni „Geymt en ekki gleymt“. „Fánarnir voru umtalsverð fjár- festing fyrir íbúa svæðisins og við viljum ekki að þeir skemmist. Við sýnum með þessu samtakamátt okkar. Ef við getum tekið alla fánana niður á einum degi, þá getum við sett þá jafn fljótt upp aftur. Við munum halda áfram mótmælum ef loforð verða svikin,“ segir Þórarinn Ævarsson, varaformaður íbúasam- takanna Betri byggð. Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, kynnti í síðustu viku hug- myndir sem koma eiga til móts við kröfur bæjarbúa. Fólu þær í sér að hætt yrði við stækkun hafnarinnar og sagði hann að farið yrði yfir hug- myndirnar með íbúasamtökunum. „Okkur var lofað samráði eftir að við afhentum bæjarstjórninni tæp- lega 2.000 undirskriftir. Það hefur ekki enn verið gert. Tillaga bæjar- stjórans er hins vegar skref í rétta átt.“„Ég hef ekki kynnt bæjarstjórn eða íbúasamtökunum tillögurnar og mun bíða með það þar til þær eru til- búnar. En fólk tekur greinilega vel í þetta. Við getum núna vonandi lifað saman í sátt og samlyndi,“ segir Gunnar I. Birgisson. Jalal Talabani, forseti Íraks, hefur krafist þess að banda- rísk stjórnvöld sleppi Írana sem var handtekinn á fimmtudag. Talabani segir það móðgun við heimastjórn Kúrda að Bandaríkin virði ekki lög Kúrda og hafi ekki haft samráð við heimastjórnina um málið. Áður hafði Massoud Barzani, forseti heimastjórnarinnar, einnig krafist þess að manninum yrði sleppt. Þá sagði hann handtökuna ólöglega. Að sögn Talabani hafa Íranar hótað því að loka landamærum sem liggja að Kúrdahéraði ef manninum verður ekki sleppt. Bandaríkjamenn halda því fram að Íraninn sé háttsettur í íranska byltingarvarðliðinu og hafi staðið fyrir smygli sprengiefna til Íraks. Mikil móðgun við Kúrda Hlutverk gæsluleikvalla verður endurskoðað svo koma megi betur til móts við þarfir barnafjölskyldna. Svo hljóðar tillaga meirihlutans í Leikskóla- ráði Reykjavíkurborgar sem var samþykkt samhljóða. Tillagan felur í sér að stofnaður verði starfshópur sem kannar eftirspurn, nýtingu og kostnað við rekstur gæsluleikvalla. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, formaður leikskólaráðs, segir tímabært að greina þarfir foreldra og leggja í kjölfarið fram hugmyndir að nýrri kynslóð gæsluleikvalla. Gæsluleikvellir fá nýtt líf Þykir þér rétt að bólusetja íslensk börn? Fylgist þú af áhuga með Póls- tjörnumálinu svokallaða? Samgönguviku í Reykjavík lauk í gær með hóphjólreiðum og hjólreiða- keppni. Um sextíu manns hjóluðu frá Nauthólsvík að Ráðhúsi Reykjavíkur og tuttugu hjól- reiðamenn tóku þátt í Tjarnar- sprettinum svokallaða. Sigur- vegarinn í þeirri keppni var Hafsteinn Ægir Geirsson. Samgönguvikan var sú fimmta sem haldin er í Reykjavík og markmið hennar er að vekja almenning til umhugsunar um ferðavenjur sínar og nauðsyn þess að draga úr mengun. Góð þátttaka á lokadeginum Rannsókn er hafin á því hvort breytingar á vatns- rennsli í Soginu hafi verið orsök slyssins sem þar átti sér stað á miðvikudag. Þá var einum manni bjargað úr ánni en annar lést. Sagt var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að lögreglan á Selfossi rannsakaði málið. Meira vatni var hleypt í gegnum Írafossvirkjun á þeim tíma sem slysið varð svo vatnsborð hækkaði um sex sentimetra. Fram kom í fréttinni að Landsvirkjun hefði athugað málið og að farið hefði verið eftir settum reglum í einu og öllu. Vatnsrennslið til rannsóknar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.