Fréttablaðið - 23.09.2007, Page 18

Fréttablaðið - 23.09.2007, Page 18
H erferð Landsbanka Íslands fyrir fyrrver- andi fyrstu deild íslenska fótboltans, Við elskum fótbolta, eða Landsbankadeildina, vakti athygli á síðasta hausti, ekki aðeins fyrir snjalla hugmynd- avinnu í sjónvarpshluta verkefn- isins og úrlausn, heldur ekki síður fyrir notkun á úðuðum myndum í blaðaauglýsingum sem minna óneitanlega á verk hins kunna veggmálara Banksy. Það er Íslenska auglýsingastofan sem stóð fyrir herferðinni og segir Hörður Kristjánsson hugmynd- ahönnuður að þeir félagar sem unnu hugmyndina hafi viljað „fá boltann af grasinu á götuna, koma honum á steypuna“. Hann segir okkur tengja stensilmyndir göt- unni og þeir hafi jafnvel gert sér vonir um að myndin kæmist á veggi. „Auk mín voru í þessum kjarna Daníel Freyr og Þormar Melsted.“ Stenslarnir fyrir herferðina voru unnir af Harra og eru í fullri líkamsstærð: „Hann er bestur í þessu. Það er með stensl- aðar myndir eins og aðrar að sumar eru góðar en aðrar lakari. Auglýsingabransinn fylgist vel með hvað gerist í veggjakrotinu.“ Notkun á stenslum í veggmál- verkum á byggingum í opinberri eigu og einkaeign hefur verið nokkur hér á landi, jafnvel verk- um með pólitísku ívafi eins og verk Banksy eru nær alltaf. Hann hefur haft gífurleg áhrif um allan hinn vestræna heim á síðasta ára- tug en ferill hans hófst í Bristol fyrir nær tíu árum þar sem hann heldur til. Þar hóf hann feril sinn sem hluti af þríeyki sem vann verk sín á veggi, DBZ. Hann náði athygli árið 1998 þegar haldin var hátíð graffití-listamanna alls stað- ar að úr Evrópu í Bristol. Hann tók að starfa víðar og verk hans byggðust á einföldum myndum, andúð á yfirvaldi og gráum húmor. Hann varð fljótt eftirlýstur fyrir skemmdarverk og frægðin var studd nafnleysi, enginn vissi fyrir víst hver hann var. Þegar hann hélt sýningu í vöruskemmu í London þar sem lifandi dýr voru notuð sem efni til að mála á kom lögreglan og lokaði sýningunni vegna slæmrar meðferðar á dýrum. En athyglinni og nafnleysinu fylgdi frægð: verk hans tóku að seljast dýrum dómum á netinu og þegar hann hélt sýningu í Los Angeles fyrir rúmu ári var hann orðinn frægur í heimi myndlistar- innar. Verkin seldust hratt og brátt fór verðið að stíga: stóru uppboðshúsin seldu verk hans á tuga og hundruð sterlingspunda. Nú stendur yfir sýning á verkum hans í listahúsi Dave Stewart Eurythmics-forkólfs í Covent Garden í London. Hann er tekinn að selja verk sín í virðulegum galleríum, er kominn með eigin vefsíðu, www.banksy.co.uk, þar sem nálgast má verk hans sem öll eru til frjálsra nota. Þar er líka að finna stefnuskrá hans sem er sótt í lýsingu hermanns sem var einn þeirra sem komu í Bergen-Belsen fangabúðirnar 1945. Hann lýsir að þangað hafi borist með birgðum kassi af sterkrauðum varalit og hafi varalitum verið dreift meðal fanganna. Þeir hafi sett á sig vara- lit. Honum hafi ofboðið þar til hann skildi að farðinn var merki um lífsvon og mannlega reisn. Ber að skilja það svo að listamað- urinn líti á verk sín sem lit á ann- ars gráan heim? Verk Banksy má nú finna í virðulegum galleríum og þau eru ekki ódýr. Hefur hann selt sig? Ekki segir hann sjálfur. Sér standi nokk á sama um sölu og viðtökur, hann haldi sínu striki og láti verkin tala. Enda eru þau pólitísk í andúð á neyslu, hernaði og yfir- valdi. Hann segir áhrif graffití-lista fara dvínandi í Evrópu líkt og gerðist í New York á áttunda ára- tugnum þar sem málarar eins og Basquiat áttu upphaf sitt í veggja- kroti. Nú orðið hafi auglýsing- agerðarmenn einir not fyrir graffití: „Sem tíska í listum er graffití liðið fyrirbæri. Það lifir í auglýsingum þegar gefa þarf vörum yfirbragð götunnar til að ná til ungra neytenda margmillj- arða fyrirtækja.“ Veggjakrot heldur áfram að vera vandamál í borgum og bæjum um alla vesturálfu og miklum fjármunum er eytt í að afmá verk nafnlausra listamanna, þótt veggir með myndum Banksy hafi fengið vernd og öðlast verð- mæti eftir leik hans með brúsa og stensil. Hann stingur sér víða niður: í dýragarðinn í London komst hann inn óséður og úðaði á vegg í búri mörgæsanna: Hér er of kalt. Verk hans og stíll vekja snögg viðbrögð. Þess vegna sjáum við áhrif hans í auglýsingum á borð við þær sem Landsbankinn hefur kostað til að vekja athygli á fyrstu deildinni sem svo hét í eina tíð. Veggjakrotarinn frá Bristol hefur víða áhrif. Landsbanka- deildar- auglýsingin (hluti) Stensilverk eftir Harra er grunnur herferðarinnar „til að koma boltanum á götuna“. Verk eftir Banksy, „Stúlka gælir við sprengju“. BIRT ÁN LEYFIS LISTAMANNSINS. Hinn kunni breski kvikmyndaleikstjóri Sally Potter undirbýr nú sína fyrstu sviðsetningu á óperunni Carmen eftir Bizet, fyrir ENO, ensku þjóðaróper- una. Sally, sem er gamall Íslandsvinur frá þeim dögum er hún kom hingað til að taka sínu fyrstu mynd í fullri lengd, Golddiggers sumarið 1981, hefur aldrei farið troðnar slóðir. Við sviðsetning- una á Carmen sem verður frumsýnd 29. september notar hún sér flamenco- dansinn sem meginefni sýningarinnar og nýtur við það aðstoðar dansarans Pablos Veron. Sjálf er Sally dansfíkill og hefur nýtt dans áður sem uppistöðu í kvikmynd, the Tango Lesson. Það er breski sópraninn Alice Coote sem fer með titilhlutverkið en óperan verður á fjölunum í Covent Garden á fimmtán sýningarkvöldum fram til 17. nóvember. Áhugasamir geta kynnt sér ýmis gögn varðandi sviðsetninguna á vef Sallýjar: www.sallypotter.com. Sally og Carmen Þ eir finnast sem líta á menningu í samfélag- inu sem aukreitis, eitthvert dútl utan við daglega önn almennings í landinu. Þeir finnast líka og sjást vel sem telja menningarstarf af öllu tagi vera fyrir tyllidaga. Þar fara fremstir stjórnmálamenn sem eru kosnir til að stýra almannahag og hafa jafnan heldur yfirborðskennda hentistefnu uppi þegar að menningu og listum kemur eins og sjá má í stefnuskrám stjórnmálaflokkanna, bæði í sveitar- stjórnum og landstjórninni. Í þeirra huga er hefðarrétturinn ríkastur, vaninn. Menningarstarf er í þeirra augum skrautfáni sem gott er að draga upp þegar á þeim þarf að bera. Gríðarlegt starf er í menningargeiranum, raunar er ofvöxtur hlaupinn í framkvæmdasemi á því sviði. Það er nánast sama hvert er litið: tónlist, myndlist, leikhús, bókmenntir, jafnvel kvikmyndaframleiðslu, og sprotagreinar eins og listdansinn og óperulistina sem eru báðar í öng sökum stærðar samfélagsins og virðast dæmdar til að verða kræklur. Vextinum fylgja aðrir kvillar: nálægð lítils samfélags og tengsl af ýmsu tagi gera mönnum erfitt fyrir. Gagnrýnisleysið verður viðvarandi ástand. Tillitssemi sem á endanum dregur úr skynjun manna um hvað er nýtt, hvað er gamalt, hvað er vandað og hvað er hratt umlykur allt og gerir listastarfið í landinu að magnlausu miðjumoði. Umræðuskorturinn verður líka til þess að mönnum reynist auðvelt að þyrla upp moldviðri um athygli á sér í útlöndum: Mín frægð kemur að utan. Sem styrkir stöðu þeirra á innanlandsmarkaði, því þeir Íslendingar verða taldir á tíu fingrum sem hafa náð máli í fremstu sveit lista vesturálfu, þótt tugir starfi á erlendum vettvangi. Stjórnvöldum er vandi búinn: þeim er skylt að fara skynsamlega með almannafé og stýra styrkjum til aðila sem eiga sýnilega brýnna erindi en aðrir. Þar fer fram fagurfræðilegt mat. Rétt eins er fjölmiðlum sá vandi fyrir höndum að skilja milli þess sem talið er tíðindameira en annað. Þessir kostir eru erfiðir. Hver af tíu myndlistarsýningum helgarinnar á að hljóta umfjöllun, hvaða tónleikar af fimm skulu nefndir? Þar verður líka að fara fram fagurfræðilegt mat. Og með því öllum fjölmiðlum er skorinn stakkur í efnislegum aðstæðum leiðir offramboð í listum til þess að mestöll umfjöllun fjölmiðla um menningu og listir verður látlaus kynning. Efnisleg umfjöllun lýtur í lægra haldi. Þessi kálfur Fréttablaðsins er tilraun til að bæta úr þessu ástandi. Honum er ætlað að gefa rúm til að greina ástand og afurðir menningarmarkaðar í landinu sem er þrátt fyrir hástemmd orð ríkur og mikilvægur þáttur í atvinnulífi þjóðarinnar, vitundarlífi hennar í svefni og vöku, sem er þegar litið er aftur í tímann eitt samofið ferli og þegar upp er staðið það eina sem eftir stendur í sögunni þegar borgir eru hrundar og þjóðbálkar horfnir í haf tímans. Páll Baldvin Baldvinsson Leiklist Sally Potter leikstjóri Sigur Rós Stensilmyndin sem lengi hefur fylgt hljómsveitinni er þekktasta íslenska graffiti- myndin.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.