Fréttablaðið - 23.09.2007, Síða 80

Fréttablaðið - 23.09.2007, Síða 80
Tón- skáldið Richard Strauss. E invalalið hönnuða og listamanna koma að upp- setningu Íslensku óper- unnar. Þar má nefna þær Dýrleifi Ýr Örlygsdóttur og Margréti Einarsdóttur fata- hönnuði sem sjá um hönnun bún- inga. Axel Hallkell Jóhannesson sér um hönnun á leikmynd, en hann er áhorfendum að góðu kunn- ur sem hönnuður leikmyndarinn- ar úr Flagari í framsókn sem Íslenska óperan setti upp síðast- liðið vor. Stuðst er við ártalið 1912, frumsýningarár óperunnar, í hönnun leikmyndar og búninga. Óperan inniheldur eitt talað hlutverk sem er í höndum Ingvars E. Sigurðssonar. Leikstjóri verks- ins að þessu sinni er Andreas Franz, en hann hefur ekki leik- stýrt hérlendis áður. Hanna Dóra Sturludóttir sópran syngur hlutverk hinnar harmi slegnu Ariadne. Persónan er langt leidd af ástarsorg og hefur gefið upp á bátinn alla von um ham- ingju. „Ariadne er stödd á eyði- eyju til þess að deyja. Hún er orðin svo bitur að hún vill ekki láta bjarga sér og hún tekur dauðanum fagnandi.“ Ariadne fær þó ekki að vera ein með sorg sinni heldur birtast á eyjunni trúðar sem reyna að kæta hana. „Alvarlega óperan er reglulega trufluð með gaman- atriðum, þannig að úr verður hálfgerð flækja,“ segir Hanna. Að loknu námi við Söngskólann í Reykjavík hélt Hanna til Berlínar þar sem hún lagði stund á framhaldsnám í söng. Hún hefur mikið sungið erlendis, sérlega í Þýskalandi, og var meðal annars fastráðin við óperuna í Neustrelitz árin 1998-2001. Hún er þó ánægð með tækifærið til þess að syngja á Íslandi: „Það er náttúrlega alltaf jafn gaman að fá að koma heim og syngja fyrir Íslendinga. Að geta verið á Íslandi og sameinað vinnu og ánægju með fjölskyldunni er ómetanlegt. Einnig er afar gott að fá tækifæri til þess að syngja með íslenskum söngvurum. Margir ungir og upprennandi söngvarar taka þátt í sýningunni og sumum hafði ég ekki heyrt í áður, þannig að það er ánægjulegt að uppgötva þá. Leikhús er alltaf leikhús sama hvort maður er á Íslandi eða annars staðar þó svo að stemningin hér sé einhvern veginn séríslensk og skemmtileg eftir því.“ Þegar sýningum á Ariadne lýkur tekur við tónleikahald hjá Hönnu, en þar sem hún á von á barni seg- ist hún þó ætla að taka sér frí frá söngstörfum til þess að sinna fjöl- skyldunni. „Það verður aðalverk- efnið fram á næsta ár,“ segir hún. Hlutverk hinnar léttlyndu Zerbin- ettu er í höndum Arndísar Höllu Ásgeirsdóttur sópransöngkonu. „Zerbinetta er mikil skvetta og gríðarlega upp á karlhöndina. Hún er sannkölluð díva en er jafnframt alltaf í gríninu.“ Arndís stundaði framhaldsnám í söng í Berlín og hefur að mestu starfað erlendis. „Síðustu árin er ég búin að vera að syngja í stórum sýningum þar sem eru hið minnsta 5.000 áhorfendur. Við slíkar aðstæður getur skapast mikil fjarlægð milli listamanna og áheyrenda. Þegar ég syng hér við Íslensku óperuna líður mér stund- um eins og ég sé alveg ofan í áheyrendum. Þessi nálægð gerir það að verkum að framkoma söngvaranna breytist og við þurf- um t.d. að leggja meiri áherslu á fínhreyfingar.“ Uppfærslan leggst afar vel í Arndísi. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég tek að mér hlutverk í óperu hér á landi, en hingað til hef ég aðallega sungið á tónleikum. Það er nauðsynlegt fyrir íslenska söngvara að hafa sungið í það minnsta einu sinni við Íslensku óperuna. Söngvararnir sem taka þátt í uppfærslunni eru mjög góðir og þykir mér sérlega skemmtilegt að syngja eitt burðarhlutverkið á móti Hönnu Dóru. Við höfum marg- oft á okkar ferli sungið saman á tónleikum og því þykir mér mjög gaman að syngja á móti henni í fyrstu uppfærslunni sem ég tek þátt í hér við óperuna.“ Síðasta sýning á Ariadne er 19. október og að henni lokinni þarf Arndís að hraða sér til Þýskalands þar sem hennar bíður frumsýning 20. október. Það er því meira en nóg að gera hjá henni í augnablik- inu. „Það er bara um að gera að flýta sér hægt og hafa gaman af þessu,“ segir hún að lokum. Ágúst Ólafsson barítónsöngvari fer með hlutverk Harlequin, en hann er einn af trúðahópnum sem veldur usla í harmrænu óperunni um Ariadne. Ágúst telur persónu Harlequin vera fremur einfalda. „Trúðarnir eru með lítið leikrit í gangi sem að mestu gengur út á fíflalæti. Svo viljum við ná í döm- una, Zerbinettu, allir fjórir. Þetta er ekki flókinn karakter sem ég túlka.“ Ágúst lauk meistaragráðu í söng frá Síbelíusar akademíunni í Hels- inki og upplifir talsverðan mun á óperumenningunni erlendis og hér. „Stærsti munurinn er kannski sá að það er ekki jafn sterk hefð hjá íslenskum áhorfendum að sækja óperur. Ég held að Íslend- ingum þyki ekki jafn sjálfsagt að fara í óperuna hérlendis og tíðkast víða í Evrópu þar sem fólk hefur alist upp við að sækja óperuna reglulega með vinum og kunn- ingjum. Þessa hefð vantar á Íslandi.“ Hann segir þó að á móti komi að Íslendingar séu frjálsari í nálgun sinni á óperulistina, hér skapist gríðarleg stemning í kring- um hverja einustu uppfærslu og að það sé alltaf eitthvað spennandi að gerast. Ágúst er með mörg járn í eldin- um utan hlutverks síns í Ariadne. Til að mynda söng hann nýverið með Sinfóníuhljómsveit Íslands verkið Völuspá fyrir barítón og kór eftir Jón Þórarinsson. Eftir að sýningum á Ariadne auf Naxos lýkur kemur Ágúst meðal annars til með að syngja á ljóðatónleikum í Vídalínskirkju í Garðabæ og hann syngur finnsk tangólög með tangósveit í Iðnó í vetur. Þorsteinn Helgi Árbjörnsson tenór syngur hlutverk trúðsins Brig- hella. „Þetta er karakter sem kemur úr commedia dell‘arte og er einn af þessum fimm trúðum sem brjótast inn í óperuna og trufla allt með tilraunum sínum til að hressa Ariadne við.“ Hann segir hlutverk sitt þannig vera fyrst og fremst kómískt, þó svo að það feli í sér samskipti við hina tragísku Ariadne. Undanfarin ár hefur Þorsteinn verið við nám í Bandaríkjunum. Hann lauk bachelor of music gráðu frá Oberlin Conservatory Ohio árið 2006 og er því að taka þátt í uppfærslu hjá Íslensku óperunni í fyrsta sinn. Þrátt fyrir að erlendis bjóðist söngvurum oft og tíðum stærri tækifæri og hlutverk en hérlendis segir Þorsteinn það engu að síður eftirsóknarvert að koma heim og syngja við Íslensku óperuna. „Það er náttúrlega frábært að fá tæki- færi til þess að koma heim og syngja; það eru eflaust margir sem vilja komast að þannig að manni finnst þetta ákveðinn heiður að fá að taka þátt í þessu og þá sérstak- lega með svona góðum hópi.“ Þegar sýningum á Ariadne auf Naxos lýkur bíða Þorsteins spenn- andi verkefni. Hann kemur til með að syngja á tónleikaröð í Banda- ríkjunum á næstunni auk þess sem hann bíður þess að komast á samn- ing hjá óperunni í Nordhausen í Þýskalandi. Hann hefur því ríkan grundvöll til þess að líta framtíð- ina björtum augum. „Þetta er allt eins og það á að vera, spennandi verkefni fram undan og ekki ama- legt að fá að byrja á verkefni sem þessu.“ Hinn 9. október næstkomandi frumsýnir Íslenska óperan Ariadne auf Naxos eftir Richard Strauss. Óperan var fyrst frumsýnd árið 1912 en hefur ekki verið sett upp áður hérlendis. Sextán íslenskir einsöngvarar taka þátt í uppfærslunni og tók Fréttablaðið fjóra þeirra tali á dögunum til þess að fræðast um hlutverkin og stöðu sönglistarinnar hér á landi. ÓPERA VIGDÍS ÞORMÓÐSDÓTTIR Það er nauðsynlegt fyrir íslenska söngvara að hafa sungið í það minnsta einu sinni við Íslensku óperuna. – Arndís Halla Ásgeirsdóttir Hanna Dóra, Ágúst, Arndís og Þorsteinn eru í hópi þeirra ungu söngvara sem koma fram í Ariadne frá Naxos eftir Strauss sem verður frumsýnd í byrjun október. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.