Fréttablaðið - 23.09.2007, Page 82

Fréttablaðið - 23.09.2007, Page 82
Gagnrýni á tilfinningarök hefur verið nokkur í umræðum um stór- iðju- og virkjanamál hér á landi. Stuðningsmenn virkjana segja þá gjarnan að það séu ekki góð rök hjá andstæðingum virkjana að nota tilfinningarök til að rök- styðja mál sitt, til dæmis með því að segja: Þetta landsvæði er fallegt; þess vegna má ekki skemma það. Gegn slíkum tilfinn- ingarökum tefla þeir sem eru hlynntir stóriðju og virkjunum gjarnan nytjarökum. Þeir segja: Ef við gerum þetta verða til ákveð- ið mörg störf og tekjur ríkisins verða ákveðið háar og svo fram- vegis. Guðmundi Páli Ólafssyni náttúru- fræðingi er umhugað um að eyða þessum greinarmun á tilfinninga- og skynsemisrökum í nýlegri bók um gróðurvinina Þjórsárver. Verin eru í hvilft við rætur Hofs- jökuls og eru meðal annars sér- stæð vegna þess hversu fjölbreytt gróður- og dýralíf er í þeim. Landsvirkjun hefur verið með það á stefnuskrá sinni í áratugi að reisa virkjanir og miðlunarlón í eða við Þjórsárver, meðal annars hina tvö hundruð ferkílómetra Eyjavatnsmiðlun á sjöunda og átt- unda áratugnum; miðlun sem átti að vera „hornsteinn í heildarnýt- ingu Þjórsár“. Í bókinni gagnrýn- ir Guðmundur slíkar hugmyndir harðlega. Umfjöllun bókarinnar er þríþætt: hún hefst og endar á almennri umfjöllun um Þjórsár- ver og náttúruvernd; Guðmundur ræðir einnig um jarðfræði, gróð- urfar og dýralíf í verunum og á aðliggjandi svæðum en lengsti hlutinn er umræða um deilurnar um hvort virkja eigi í og við Þjórs- árver eða ekki. Hlutar Þjórsár- vera voru friðaðir árið 1981 og er ein helsta niðurstaða Guðmundur í bókinni að það eigi að stækka friðlandið. Hann er hins vegar ekki bjartsýnn að svo verði; síðast í ársbyrjun 2006 greiddi meiri- hluti borgarstjórnar Reykjavíkur atkvæði gegn byggingu Norð- lingaölduveitu við Þjórsárver. Guðmundur er smeykur um að Landsvirkjun muni halda áfram að reyna að virkja á svæðinu. „Enn þá er setið um Þjórsárver,“ segir Guðmundur en hann telur að Landsvirkjun hafi aldrei aflagt hugmyndina um að gernýta Þjórs- árver í raforkuframleiðslu. Guðmundur birtir fjölda fal- legra ljósmynda úr Þjórsárverum í bókinni. „Fegurð er auðlind,“ segir Guðmundur. Ég held að sama hvaða skoðanir menn hafa á virkjunum og stóriðju þá geti þeir notið myndanna því þær sýna hversu falleg og sérstæð Þjórsár- ver eru og jafnframt hvað það er galið að halda því fram að þau séu ekkert nema urð og grjót, líkt og Guðmundur hefur eftir einum stjórnmálamanni í bókinni. Mynd- ir af gullbrám, eyrarrósum, burni- rót, blágresi og vel grónu landi undirstrika fegurð Þjórsárvera. Það er ekki auðvelt að komast í verin, sérstaklega ekki þau sem eru vestan megin við Þjórsá, og því getur það komið sér vel fyrir það fólk sem vill kynna sér þau að lesa þessa bók. Bókin hefur því gildi sem fallegt listaverk um verin og sem upplýsingarit um náttúrufræði þeirra. En rök Guðmundar fyrir verndun Þjórsárvera eru ekki aðeins fag- urfræðileg, því umfjöllun hans um náttúru- og gróðurfar er ætlað að undirstrika visfræðilegt mikil- vægi veranna. Á einum stað segir Guðmundur að vistfræðirann- sóknir í Þjórsárverum séu lykill að skilningi á íslenskri náttúru auk þess sem fimmtán til tuttugu prósent heiðagæsastofnsins í heiminum verpir í þeim. Önnur rök Guðmundar gegn byggingu frekari virkjana í Þjórsá eru þau að það geti haft slæm áhrif á þorskstofninn við landið vegna þess að ákjósanlegustu aðstæður hans til að hrygna eru við ósa jök- uláa. „Virkjanir jökulvatna með stíflum og uppistöðulónum skaða lífríki strandsjávar alvarlega,“ segir Guðmundur. Guðmundur deilir á íslensk yfir- völd í bókinni fyrir hugsunarleysi í umhverfismálum í gegnum tíð- ina. Hann segir meðal annars að Íslendingar hafi verið langsíðastir þjóða á Norðurlöndunum til að taka upp náttúruverndarlöggjöf. Umhverfisráðuneytið kallar hann „bastarð“ sem alla tíð hafi verið í nánu samkrulli við iðnaðarráðu- neytið og útvegi því framkvæmda- leyfi á tilteknum svæðum gagn- rýnislaust í staðinn fyrir að standa vörð um náttúruna. Hann segir meðal annars að Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra hafi í kringum aldamótin lagt niður allar stofnan- ir ríkisins sem báru nafnið náttúr- uvernd, meðal annars Náttúr- uverndarráð árið 2001 en í staðinn fyrir það kom Umhverfisstofnun sem hafi verið handbendi Landsvirkjunar í Þjórsárveradeil- unni: „Á sínu fyrsta ári hafði Umhverfisstofnun sniðgengið lög um friðlandið í Þjórsárverum og margar greinar laga um náttúru- vernd,“ segir Guðmundur. Verstu útreiðina fær Lands- virkjun. Í bókinni birtir Guð- mundur tölvupóst frá Ragnhildi Sigurðardóttur líffræðingi sem var fengin til að skrifa hluta af matsskýrslu um Norðlingaöldu- veitu árið 2000. Ragnhildur segir frá því í bókinni að skýrslu henn- ar hafi verið breytt og send til Skipulagsstofnunar að henni for- spurðri því Landsvirkjun hafi talið að umhverfisáhrifin sem hún taldi verða af Norðlingaölduveitu væru of mikil, meðal annars að hún gæti valdið uppblæstri í Þjórsárverum. Saga Ragnhildar er fróðleg en sorgleg. Ef hún er sönn þá er ótrúlegt að Landsvirkj- un hundsi niðurstöður vísinda- manna sem henta fyrirtækinu ekki. Um samskipti Ragnhildar og Landsvirkjunar segir Guðmundur að ekki séu þekkt dæmi um það í orkugeiranum í Vestur-Evrópu að hálfopinber stofnun hafi gengið svo hart gegn vísindamönnum sem hafi mótmælt vinnubrögðum þeirra. Niðurstaða Guðmundar er að bæði stjórnvöld og Landsvirkjun hafi brugðist skyldu sinni í Þjórs- árveradeilunni með því að fjalla ekki um fyrirhugaðar virkjana- framkvæmdir, meðal annars Norðlingaölduveitu, á réttan og hlutlausan hátt. Eins og sést af umfjölluninni hér að framan þá er bók Guðmundar gagnrýnin og hápólitísk. Ég fékk það á tilfinninguna við lesturinn að hann væri stundum ekki sann- gjarn í umfjöllun sinni: reyndi ekki að skilja og segja frá skoðun- um andstæðinga sinna eins vel og hann gæti. Af þessum sökum tel ég bókina á köflum vera áróðurs- kennda. Guðmundur tekur oft sterkt til orða og á gildishlaðinn hátt, talar til dæmis ekki um álver heldur „orkufrekar málmbræðsl- ur“ og að sökkva eða farga land- svæðum eða náttúruarfleifð undir miðlunarlón. Auk þess beitir hann gjarnan því bragði að spyrja áhrifamikilla spurninga sem hann svarar ekki: „Er framtíð íslenskra öræfa best varðveitt í áli?“, og „Verður næsta framlag okkar til heimsbyggðar- innar að spilla öðru djásni öræfanna, Þjórsárverum, sem eru á heimsminjaskrá yfir mikilvæg- ustu votlendi jarðar?“ Þetta er stílbragð sem einkennir áróður. Vegna þess hversu afdráttar- laus og harkalegur Guðmundur Páll er í orðalagi og framsetningu glatar hann trúverðugleika sínum meira en ella. Hann hefði hæglega getað sleppt þessu því hann er með góð rök í höndunum fyrir máli sínu: betra hefði verið að láta rökin ein tala frekar en að beita mælskubrögðum. Annar galli á bókinni er tengdur þessum. Texti Guðmundar, eink- um í byrjun og lok bókarinnar, ber merki þess sem Þórbergur Þórð- arson kallaði uppskafningu í þekktri ritgerð: þegar mál verður það skáldlegt og upphafið að það verður tilgerðarlegt. „Fuglar fara um stakir eða í hópum og kveða stef í annríki daganna á meðan landið hlustar en [um] dældirnar smýgur lágfóta í skjóli grósku og eigin felulita.“ (bls. 14) Ég held að orsökin fyrir þessum galla á bók- inni sé hin sama og áður: Guð- mundi Páli er svo annt um það sem hann fjallar um í þessari bók að stundum gleymir hann sér þegar hann talar um Þjórsárver og nátt- úru Íslands. Kannski hefði gagn- rýninn ritstjóri getað aðstoðað Guðmund Pál við að lagfæra þetta. Aðrir gallar bókarinnar eru af sama meiði. Bókin virðist vera skrifuð í nokkrum flýti því setn- ingarnar eru á köflum hroðvirkn- islegar, auk þess sem margar inn- sláttarvillur hafa slæðst inn í hana. Guðmundur birtir mikið af löngum beinum tilvitnunum í stjórnmálamenn, fundargerðir og viðtöl í bókinni; slíkt er merki um að hratt hafi verið unnið. Bókin verður fyrir vikið sundurlaus á köflum. Betra hefði verið að vinna betur úr upplýsingunum til þess að halda rauða þræðinum; það er óþægilegt að lesa texta sem er brotinn svo mikið upp með bein- um tilvitnunum. En tilfinningasemin og reiðin sem kraumar í Guðmundi Páli út af umhyggju hans fyrir náttúru Íslands er jafnframt einn helsti styrkur bókarinnar, þótt hún beri hann stundum ofurliði, enda segir Guðmundur bókina vera skrifaða fyrir vanrækt land vegna þjóðar í upplausn. Orð sem ríma ágætlega við hræddu þjóðina sem Andri Snær Magnason skrifaði Drauma- landið sitt fyrir í fyrra. Bókin á því, að ég held, fyrst og fremst að vera hugvekja fyrir Íslendinga því hún er skrifuð af ástríðu sem lesandinn á auðveldara með að skilja þegar hann sér myndirnar úr Þjórsárverum. Með bókinni vill Guðmundur líklega sýna lesandanum hvað er í húfi í Þjórsárverum og hann hamr- ar á því að hugsað verði um nátt- úruna á annan hátt en gert hefur verið á Íslandi „svo hvorki ríkis- stjórn né Alþingi sé heimilt að eyðileggja fjársjóði náttúrunnar“. Þessu markmiði vill hann meðal annars ná með því að binda frið- lýst land eins og Þjórsárver í stjórnarskrá svo „tækisfærissinn- að stjórnvald“ geti ekki „fargað“ því. Guðmundur spyr tengdrar spurningar í bókinni, sem hann svarar að vísu ekki eins og svo mörgum öðrum: „Hafa lífverur, aðrar en maðurinn, einhvern rétt, einhvern frumburðarrétt?“ Guð- mundur veltir því fyrir sér sams konar spurningum um réttindi dýra og náttúrunnar og forvígis- menn mannréttindahugtaksins fyrir 250 árum. Og rétt eins og í tilfelli mannréttinda má ætla að helstu rök Guðmundar fyrir nátt- úru- og dýraréttindunum sem hann ýjar að séu byggð á tilfinn- ingum. Bókin snýst því líka um annað og meira en verndun Þjórsárvera því í henni er vísir að hugsun um náttúruna sem getur breiðst út með aukinni meðvitund um umhverfisvernd og vitneskju um orsakirnar fyrir hlýnun jarðar. Bók Guðmundar er merkileg að mörgu leyti og er undarlegt að ekki hafi verið fjallað meira um hana í fjölmiðlum því slíkar gagn- rýnar og ögrandi bækur um mál- efni líðandi stundar eru sjald- gæfar hér á landi, auk þess sem hún er einnig fallegt listaverk um svæði sem fáir landsmenn þekkja. Ingi Freyr Vilhjálmsson Áróðurskennd hugvekja fyrir „þjóð í upplausn“ Oddkelsver Í bók Guðmundar Páls er fjöldi fallegra ljósmynda úr Þjórsárverum. FRÉTTABLAÐIÐ/GPÓ Guðmundur Páll Ólafsson Bók hans er hápólitísk ádeila á virkjanahugmyndir í og við Þjórsárver. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI ÞJÓRSÁRVER Guðmundur Páll Ólafsson
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.