Fréttablaðið - 23.09.2007, Síða 84

Fréttablaðið - 23.09.2007, Síða 84
Stuttmyndin Misty Mountain fjallar um Warren, bandarískan hermann á sjöunda áratugnum sem þjónar við Natóstöð á Íslandi. Öðru hverju ferðast hann inn í framtíðina, þar sem hann kynnist og verður ástfanginn af íslenskri stúlku árið 2006. Hann neyðist til að snúa aftur til fortíðar en þegar hið raunverulega 2006 er runnið upp hverfur hann aftur til Íslands til að bjarga stúlkunni frá örlögum ástar- sorgarinnar. Leikstjórinn gerir skemmtilegar tilraunir meðal annars þar sem hann notar myndbandsdagbók stúlkunnar sem hluta af frásögn- inni. Myndatakan er ágæt og klippingin styður vel við frásögn- ina og vekur stemningu. Einnig er gaman að sjá meðvitaða notkun lita, sem lyftir heildarútliti mynd- arinnar. Misty Mountain er lokaverkefni leikstjórans frá kvikmyndadeild New York-háskóla og ber keim af skólaverkefni. Eflaust er verið að daðra við takta hjá kvikmyndaleikstjórum á borð við David Lynch, Christopher Nolan og jafnvel Terry Gilliam. Samanber hið óræða, misjafnar víddir í atburðarás og tímaflakk. Því miður er sagan of flókin og ekki nógu vel unnið með handrit fyrir stuttmyndasniðið og tíma- flakkið örlítið tilgerðarlegt. Leik- urinn ber vott af leikstjórn sem stígur sín fyrstu skref, en þó ber að nefna góða spretti hjá íslensk- um aukaleikurum og töfrandi Ing- unni Erlu Eiríksdóttur í hlutverki ástmeyjarinnar. Misty Mountain er ágætis tilraun og lofandi byrjun. Rut Hermannsdóttir Ágætis byrjun og góðir sprettir MISTY MOUNTAIN Leikstjóri og handritshöfundur: Óskar Þór Axelsson. Aðalhlutverk: Warren J. Willard, Ingunn Erla Eiríksdóttir, Steven Zilliax, Guðjón Gamalíelsson, Herdís Þorvaldsdóttir, Ragnar Már Sigfússon og Margrét Vilhjálmsdóttir. Jón er þreyttur á lífinu og í sjálfs- morðshugleiðingum þegar hann hittir Gunnu á fáfarinni heiði. Hún er í banastuði, ef frá er talið bens- ínleysi. Jón nær að rífa sig upp úr þunglyndinu til að redda bensíni en örlögin verða ekki flúin. Líf Jóns og Gunnu verður aldrei samt á ný. Stuttmyndin Takk fyrir hjálpið er frumraun Benedikts Erlings- sonar leikara sem kvikmyndaleik- stjóra. Þetta er vandmeðfarið form og margir leikstjórar falla í þá gryfju að segja of stóra og flókna sögu í fyrsta sinn. Það á ekki við um Takk fyrir hjálpið því hún er bæði hnitmiðuð og skondin og smellpassar í stuttmyndaform- ið. Styrkur Benedikts sem leikari kemur skýrt fram því frammi- staða leikaranna Hilmars Jóns- sonar og Charlotte Bøving er alveg frábær. Benedikt hefur fengið með sér einvala lið fagmanna en það er Bergsteinn Björgúlfsson sem tekur og Elísabet Ronaldsdóttir sem klippir. Hún er að skipa sér á sess meðal bestu klippara á Norð- urlöndum og klippti meðal annars Mýrina, Blóðbönd og stuttmyndina Bræðrabylta sem er komin í forval til Óskarsverðlauna. Í heildina er Takk fyrir hjálpið skemmtileg lítil mynd og það er full ástæða til þess að fylgjast vel með Benedikt Erlingssyni koma sér betur fyrir í leikstjórastólnum í framtíðinni. Rut Hermannsdóttir Örlögin mætast á heiðinni TAKK FYRIR HJÁLPIÐ Leikstjóri og handritshöfundur: Benedikt Erlingsson. Aðalhlutverk: Charlotte Bøving og Hilmar Jónsson. GERÐUBERG HAUST 2007 www.gerduberg.is S E P TE M B E R O K TÓ B E R N Ó V E M B E R D E S E M B E R Sýningar eru opnar virka daga frá kl. 11-17 og um helgar frá kl. 13-16 Dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar 22. september – 11. nóvember Handverkshefð í hönnun Hönnuðir, lista- og handverksfólk sýna verk sín Boðið er upp á leiðsögn um sýninguna fyrir hópa í samstarfi við Heimilisiðnaðarfélag Íslands og Handverk og hönnun 22. september – 11. nóvember Í Boganum: Úr ríki náttúrunnar Guðmunda S. Gunnarsdóttir, alþýðulistakona, sýnir málverk og myndverk úr rekaviði og steinum Október – desember Komdu að kveða í Gerðubergi! Kvæðamannafélagið Iðunn Kvæðalagaæfingar og skemmtifundir í hverjum mánuði Sjá www.rimur.is Október – nóvember Ertu með eitthvað NÝTT á prjónunum? Grunn- og framhaldsnámskeið í samstarfi við Heimilis- iðnaðarfélag Íslands. Kennarar: Ásta Kristín Siggadóttir og Halldóra Ingólfsdóttir. Sjá www.heimilisidnadur.is 17. október kl. 21 Tónleikar - Tríó Vadims Fedorovs Tríóið skipa Vadim Fedorov sem leikur á harmoniku, Gunnar Hilmarsson á gítar og Leifur Gunnarsson á kontrabassa. Frönsk musett- og valssveifla í bland við heims- og jazztónlist 17. nóvember – 13. janúar Í Boganum: Málverkasýning Togga Sýning á landslagsmálverkum Þorgríms Kristmundssonar, alþýðulistamanns 24. nóvember – 13. janúar Þetta vilja börnin sjá! Myndskreytingar úr barnabókum ársins Boðið er upp á leiðsögn fyrir 8 ára skólabörn í samstarfi við Borgarbókasafn Reykjavíkur 24. nóvember Allt í plati! Sigrún Eldjárn: Ritþing og sýning Stjórnandi þings: Sigþrúður Gunnarsdóttir Spyrlar: Aðalsteinn Ásberg og Margrét Tryggvadóttir 25. nóvember Dagur hljóðfærisins: Fiðlan ræður ríkjum! Landslið fiðluleikara býður upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna! Í samstarfi við Félag íslenskra tónlistarmanna 6. desember kl. 20 Dimmalimm - Íslensku myndskreytiverðlaunin 2007 í samstarfi við Félag íslenskra bókaútgefenda, Myndstef og Pennann Hljómsveitin Tepokarnir leikur fyrir gesti 6. desember kl. 21 Í Kaffi Bergi: Einn og átta Sunna Emanúelsdóttir sýnir handgerða jólasveina og skötuhjúin Grýlu og Leppalúða
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.