Fréttablaðið - 23.09.2007, Page 94

Fréttablaðið - 23.09.2007, Page 94
35.900 kr. Fer›askrifstofa í eigu Iceland Express www.expressferdir.is ENSKI BOLTINN Arsenal–Newcastle Utd. 25.–26. september Deildarbikarinn Kynntu þér ótrúlegt úrval fótboltaferða á www.expressferdir.is eða í síma 5 900 100 37.900 kr. Chelsea–Fulham 28.–30. september TILBOÐ! Flug og miði á leik TILBOÐ! Flug og miði á leik . Árangur KR í sumar er alveg frábær KR vann góðan 3-0 sigur á Keflavík í úrslitaleik VISA-bikar kvenna á Laugardalsvelli í gær- dag. Þetta var í þriðja skipti sem KR-stelpur hampa bikarnum, en þetta var fyrsti úrslitaleikur sem Keflavíkurstelpur spila. Leikurinn var fjörugur og 757 aðdáendur liðanna náðu að skapa fína stemmningu og létu ekki kulda og vind hafa áhrif á sig. Jafnræði var með liðunum á fyrsta stundarfjórðungi leiksins eða þangað til KR skoraði fyrsta mark leiksins. Þar var að verki framherjinn skæði Olga Færseth, sem lagði boltann af yfirvegun framhjá Jelenu Petrovic, ágætum markverði Keflavíkur, eftir góða sendingu frá Ólínu Guðbjörgu Viðarsdóttur. Markið varð til þess að slá Keflavíkurliðið aðeins út af laginu og KR nýtti sér það og skoraði annað mark stuttu síðar. Markið skoraði Hrefna Huld Jóhannes- dóttir eftir góðan undirbúning Fjólu Drafnar Friðriksdóttur. Keflavíkurliðið varð fyrir öðru áfalli þegar Guðný Petrína Þórðardóttir, helsti markaskorari liðsins, varð að yfirgefa völlinn en hún var tæp fyrir leikinn vegna meiðsla. KR-liðið hélt áfram að sækja en vörn Keflavíkur náði að halda út hálfleikinn. Það var ekki langt liðið á seinni hálfleik þegar KR-liðið skoraði þriðja mark sitt og var það Hrefna Huld á ný sem skallaði boltann í markið eftir sendingu frá Hólm- fríði Magnúsdóttur. Róðurinn var því orðinn frekar strembinn fyrir Keflavíkurliðið, en þær gáfust ekki upp og í vel heppnaðri skyndisókn þeirra átti Una Matilda Harkin gott skot í stöng. KR-liðið réði þó ferðinni og ógnaði marki Keflavíkur trekk í trekk í seinni hálfleik en náði ekki að finna leið framhjá Jelenu í markinu. Hún þurfti að hafa sig alla við þegar hún varði fyrst lúmskt skot frá Olgu Færseth og svo stuttu síðar aukaspyrnu Eddu Garðars- dóttur. Í lok leiksins skall hurð nærri hælum þegar sending Olgu Færseth frá hægri kantinum fór í gegnum hóp leikmanna á teignum og endaði í stönginni. Stuttu síðar var flautað til leiksloka og 3-0 verðskuldaður sigur KR liðsins staðreynd. KR-stelpur unnu góðan sigur á Keflavík, 3-0, í úrslitaleik VISA-bikars kvenna í gær. KR, sem var fyrir leikinn talið sigurstranglegra liðið, gerði sig ekki sekt um vanmat og kláraði leikinn með stæl. Salih Heimir Porca, þjálfari Keflavíkur, var sáttur með lið sitt þrátt fyrir tapið. „Ég er mjög ánægður með mínar stelpur og ég óska KR til ham- ingju. Þær eru með frábært lið og með góðan þjálfara,“ sagði Porca, sem var aftur á móti ósáttur með dómgæsluna. „Það hallaði fannst mér mikið á okkur og ég er mjög ósáttur með alla þrjá dómara leiksins. KR-liðið þurfti ekkert á þessari hjálp að halda og getur sigrað Keflavík án þess að hafa dómgæsluna svona mikið sér í vil.“ Porca ætlar að gefa sér góðan tíma til að hugsa um framtíð sína í boltanum. „Ég er með samning við Keflavík og félagið vill halda mér. Það væri ögrun að koma Keflavík framar og setja meiri pressu á Val, KR og Breiðablik,“ sagði Porca. - Ósáttur með dómgæsluna Helena Ólafsdóttir, þjálfari KR, var sátt með sigur síns liðs í bikarnumúrslitaleikn- um. „Við skoruðum þrjú góð mörk og gátum hæglega bætt við fleirum,“ sagði Helena en viðurkenndi samt að hafa verið stressuð fyrir leikinn. „Ég var smá smeyk út af umræðunni fyrir leikinn um að við værum stóra liðið og að leikurinn væri í raun bara formsatriði fyrir okkur. Mér fannst við vera dálítið stressaðar í byrjun en um leið og við hristum það af okkur, þá stjórnuðum við leiknum frá a til ö,“ sagði Helena og var sátt með afrakstur sumarsins. „Ég er mjög sátt með að ná í titil, við settum okkur það markmið fyrir tímabilið og ég tel að það sé sanngjarnt að þessi tvö góðu lið, við og Valur, deili þessum tveim stóru titlum.“ - Stjórnuðum leiknum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.