Fréttablaðið - 23.09.2007, Page 99

Fréttablaðið - 23.09.2007, Page 99
Flott ur Rúmgóður Örugg ur Hagstæður Traust bílaumboð Góð þjónusta Flensburg gerði sér lítið fyrir í gær og skellti Þýskalands- og Evrópumeisturum Kiel á heimavelli, 37-32. Flens- burg skaust með sigrinum á topp þýsku úrvalsdeildarinnar. Alexander Petersson átti fínan leik í liði Flensburg og skoraði 3 mörk en Einar Hólmgeirsson sat á bekknum allan tímann. Flensburg lagði Kiel að velli Það er ekkert lát á góðu gengi Arsenal í ensku úrvalsdeild- inni. Skytturnar skutu Derby auð- veldlega niður á Emirates- vellinum í gær en lokatölur urðu 5-0 þar sem Arsenal bauð upp á stórkostlegan fótbolta. Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir sitt lið hafa sent skýr skilaboð til keppinautanna í gær. „Þetta lið er alvöru og ætlar sér stóra hluti. Við erum ekki hér til þess að monta okkur eða leika okkar. Við erum hér í alvöru bar- áttu og liðið ætlar sér að fara langt. Það var hrein unun að sjá liðið spila í dag,“ sagði Wenger kampakátur og mátti vel vera sáttur. Adebayor átti aftur stórleik og skoraði þrennu að þessu sinni. „Adebayor lítur út fyrir að vera sterkari en áður og það leynir sér ekki í návigjum. Hann er orðinn gríðarleg ógn við hvaða vörn sem er. Hann var sterkur en það munar mikið um að hann er orðinn mun rólegri í færunum,“ sagði Wenger. Hinn tvítugi miðjumaður Cesc Fabregas skoraði í sínum sjötta leik í röð og er búinn að skora sjö mörk á tímabilinu. Stuðningsmenn Arsenal virðast vera búnir að finna nýtt átrúnaðargoð í Fabregas og Thierry Henry gleymist fljótt spili Spánverjinn ungi svona áfram. „Cesc gerir miklar kröfur til sjálfs síns. Ég tók eftir því þegar hann var aðeins sextán ára gamall. Hann er þess utan mjög jarðbund- inn og ofmetnast ekki þó svo að honum gangi vel. Þrátt fyrir þennan sigur og spilamennsku tel ég liðið enn eiga inni.“ Það var ekki sami sambaboltinn í boði hjá Liverpool og Birming- ham en sá leikur endaði með markalausu jafntefli. Rafa Benitez, stjóri Liverpool, var pirraður í leikslok. „Þetta er mjög pirrandi. Við reyndum allar aðferðir til þess að brjóta niður vörn Birmingham en inn vildi boltinn ekki. Á endanum urðum við uppiskroppa með hug- myndir og það var ekkert rými á vellinum. Ég tek samt ekkert af Birmingham, sem varðist vel,“ sagði Benitez en það vakti athygli að hann skyldi geyma Fernando Torres á bekknum í klukkutíma. „Ég er með fjóra framherja og þeir spiluðu allir á endanum. Ég taldi að Voronin og Kuyt væru réttu mennirnir í þennan leik og þess vegna voru þeir þarna,“ sagði Benitez að lokum. Arsenal á fleygiferð í ensku úrvalsdeildinniEnska úrvalsdeildin Ítalska A-deildin Norska 1. deildin
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.