Fréttablaðið - 10.10.2007, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 10.10.2007, Blaðsíða 6
 „Það kom mér verulega á óvart að hann væri með svona mikinn kauprétt, hann Guðmund- ur [Þóroddsson, forstjóri REI],“ segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri. Hann hafi vitað um heildarupp- hæð forkaupa í Reykjavík Energy Invest (REI), sem hafi verið einar 260 milljónir, 130 til almennra starfsmanna og 100 til tíu starfs- manna REI. Hann hafi ekki áttað sig á því að Guðmundur mætti kaupa fyrir 30 milljónir. Vilhjálmi þótti heildarupphæðin réttlætan- leg á sínum tíma. Það hafi verið þegar hann frétti af 30 milljónum Guðmundar og þegar gagnrýni heyrðist vegna samninganna almennt, sem hann hafi ákveðið að hringja í Bjarna Ármannsson og mælast til að allir fengju að kaupa jafnt. Vilhjálmur sagði eftirfarandi á blaðamannafundi á mánudaginn: „Ég vissi bara um þennan kaup- réttarsamning við Bjarna Ármannsson, að öðru leyti var mér ekki kunnugt um hina samning- ana. Ég hef ekki séð neinn lista.“ Þessu hefur Svandís Svavars- dóttir borgarfulltrúi mótmælt, ásamt fleirum sem voru á fundi Orkuveitunnar á miðvikudaginn. Forkaupin hafi verið rædd þar, en nafnalisti yfir þá sem áttu að fá að kaupa í REI var þó ekki formlega lagður fram, segja fundargestir. Vilhjálmur segir að þessi setn- ing hafi verið orðuð í fljótheitum. „Það má skilja ummæli mín þannig að ég vissi nákvæmlega um samning Bjarna en ekki nákvæmlega um hina samning- ana. Um aðrar peningalegar stærðir vissi ég ekki. Ég vissi að það stæði til að gera samningana og að starfsmenn REI og þeir sem tengdust útrásinni [hjá OR] áttu að fá að kaupa en það var ekki nákvæmlega búið að lenda upp- hæðinni. Menn töluðu um fimm til tíu milljónir. Ég var ekki að blanda mér í þá umræðu.“ Vilhjálmur segist enn ekki hafa séð listann. Svandís, Sigrún Elsa Smáradóttir og Björn Ingi Hrafns- son hafi ein haft listann undir höndum á fundinum. Hann hafi ekki haft áhuga á honum. Spurður hvort hann hefði ekki átt að setja sig inn í þessi mál frá upphafi, segir Vilhjálmur að eflaust megi fallast á það: „En ég leit bara ekki á það sem mitt hlut- verk að vera með puttana í þessu upp á krónu, ég treysti forystu- mönnum þessara félaga til að gera það.“ Kaup Guðmundar komu mest á óvart Borgarstjóri segir ummæli sín á fundi í ráðhúsinu hafa verið „orðuð í fljótheit- um“. Hann hafi vitað að fleiri en Bjarni Ármannsson gætu keypt hlut í REI. Þegar hann hafi frétt af 30 milljónum forstjóra REI hafi hann brugðist við því. U ni qu eR V 08 07 02 Unique örtrefjamoppusettið 1 stk. 2 stk. Dagleg þrif eru leikur einn Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Uniqu e 2.980 Kr. Uniqu e glerk lútur 557Kr. Auglýsingasími – Mest lesið Ætlar þú að fylgjast með tendr- un Friðarsúlunnar í Viðey? Vilt þú fá nýjan borgarstjóra? Fjöldi verka eftir íslenska listamenn var seldur á uppboði Bruun Rasmussen í Kaupmannahöfn í gær. Fjögur málverk Jóns Stefánssonar voru á uppboðinu, þrjú ung og sögð vera úr eigu dansks lögfræðings hans og eitt sýnu eldra. Það dýrasta var slegið á 280 þúsund danskar, eða 3.221.000 íslenskra króna. Hin á 1,7 til 2 milljónir króna. Á það leggst gjald uppboðshaldara, 25 prósent, og verði málverkin flutt hingað til lands leggst á þau virðisaukaskattur. Þá voru seld tvö verk eftir Gunnlaug Blöndal sem fóru á 920 og 1.150 þúsund. Mappa með fimm silki- þrykkum eftir Erró seldist á 345 þúsund. Fjöldi smámynda eftir Svavar Guðnason var þar einnig til sölu og fór hver á 70 til 200 þúsund. Hæsta verð var boðið í fjórar dúkristur frá stríðsárunum, 530 þúsund. „Það hefur ekki gengið nógu vel. Kartöfluupp- skera er ekki komin í hús enn þá,“ segir Karl Rúnar Ólafsson, kartöflubóndi í Lyngási í Þykkva- bæ, og kennir nær rigningum um. Í lok ágúst fraus í Þykkvabæ og útlit var fyrir stórfellt tekjutap hjá bændum. Karl Rúnar segir ekki útlit fyrir frost og að tekið verði upp milli rigninga: „Birgðir fyrir veturinn verða í slöku meðallagi. Kartöflubirgðir klárast fyrr. Undanfarin ár hafa íslensk- ar kartöflur klárast í júní en búast má við að þær klárist fyrr á næsta ári vegna árferðisins. Kartöflurnar klárast fyrr

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.