Fréttablaðið - 10.10.2007, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 10.10.2007, Blaðsíða 18
Mótorsportklúbbur Íslands rekur akstursbraut til að draga úr hraðakstri og fækka umferð- arslysum. Umferðarslysum hefur fjölgað hérlendis á síðustu árum og er það meðal annars rakið til aukins hraðaksturs. Meðlimir Mótorsport- klúbbs Íslands ákváðu að leggja sitt af mörkum til að sporna við þessari þróun og stofnuðu því akst- ursbraut við Krýsuvíkurveg þar sem ökumenn geta fengið útrás fyrir hraðaþörfina. „Þetta er gamla rallíkross- og go- kart brautin, sem er fjórum kíló- metrum utan við Hafnarfjörð. Í dag er brautin í raun tvær brautir. Annars vegar 830 metra malbikuð braut með fjórtán beygjum. Hins vegar malar- og malbiksbraut sem er rúmlega 1.000 metra löng. Brautirnar reyna því á ólíka þætti í aksturslagi.“ Þetta segir Halldór Jóhannsson, einn þrímenninganna frá Mótor- sportklúbbi Íslands sem standa á bak við akstursbrautina. Þeir hafa verið önnum kafnir í sumar við að halda utan um starfsemina, sem hefur verið í fullum gangi frá því í ágúst á síðasta ári og eru 200 með- limir þegar skráðir í félagið. „Þarna geta krakkar á öllum aldri komið og æft sig,“ útskýrir Halldór. „Við erum með keilur og alls kyns þrautir sem verður að leysa á tilteknum tíma. Svo geta menn bara keyrt hringinn til að læra betur á bílinn. Við vonumst til að betri ökukunnátta muni draga úr bílslysum.“ Að sögn Halldórs fá menn meðal annars að spreyta sig á keiluakstri, þar sem byrjað er á einum stað, keyrt hringinn í kringum tunnu, lagt í stæði með keilum og þar fram eftir götum. Fyrir þær sakir reyni meira á ökuleikni en hraða enda meðalhraðinn á brautinni ekki nema á bilinu 60 til 70 km/klst. vegna allra beygjanna. „Svo er fyllstu öryggisráðstaf- ana gætt,“ segir hann. „Menn mæta með eigin hlífðarfatnað en það er alltaf einn af okkur á svæðinu til að fylgjast með.“ Eins og fyrr sagði hefur aðsókn- in verið góð og þá sérstaklega í sumar og stendur til að halda starf- seminni áfram í vetur þótt eitthvað verði dregið úr henni sökum veð- urs. „Við verðum með opið á sunnu- dögum og svo er sérstakur kvenna- dagur eftir hálfan mánuð. Við vilj- um nefnilega að konurnar verði duglegri að mæta. Karlarnir mega alveg koma en þá í fylgd kvenna og að því tilskildu að þær ætli að taka í. Það verður sko ekki nóg að mæta með mömmu sinni til að komast inn.“ Útrás fyrir hraðaþörfina Vagnhöfða 7 110 Reykjavík Sími: 517 5000 FJAÐRIR OG GORMAR Í FLESTAR GERÐIR JEPPA Japan/U.S.A. Aukin ökuréttindi Næsta námskeið byrjar 22. ágúst Upplýsingar og innritun í síma 567 0300 Meirapróf- Nýlegir kennslubílar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.