Fréttablaðið - 10.10.2007, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 10.10.2007, Blaðsíða 32
Velgengni Sprengjuhallarinnar hefur verið ævintýri líkust. Sveitin hélt sína fyrstu tónleika í apríl í fyrra og öll lögin sem hún hefur sett í spilun hingað til, Tímarnir okkar, Verum í sambandi og Glúm- ur, hafa farið á topp íslenskra vin- sældalista. Á því tæpa ári sem liðið er síðan hljómsveitin fór í hljóðver til að taka upp sitt fyrsta lag hefur strákunum fimm sem skipa sveit- ina tekist að búa til svo mikla eftir- væntingu eftir fyrstu plötunni að maður man varla eftir öðru eins. Sprengjuhöllin er skipuð þeim Bergi Ebba Benediktssyni og Snorra Helgasyni, sem syngja og spila á gítara og semja meginhluta efnisins, Atla Bollasyni hljómborð- sleikara, Georg Kára Hilmarssyni bassaleikara og Sigurði Tómasi Guðmundssyni trommuleikara. Þeir eiga það sameiginlegt að hafa verið í MH og hafa mikinn áhuga á tónlist. Þeir hafa verið duglegir að kynda undir eftirvæntinguna eftir plötunni með snjöllum yfirlýsing- um í fjölmiðlum. Tónlistin á Tímunum okkar er ekkert byltingarkennd. Þetta er melódískt popp, vel útfært og nokk- uð fjölbreytt hvað uppbyggingu og útsetningar varðar. Sprengjuhöllin er greinilega undir áhrifum frá ýmsum poppafbrigðum og ólíkum skeiðum poppsögunnar. Það kemur ýmislegt upp í hugann, Bítlarnir, indípoppsveitir eins og Belle & Sebastian, Stuðmenn, Fræbbblarn- ir (Taktlaus), Roxy Music (Síðasta bloggfærsla ljóshærða drengsins hljómar eins og tilbrigði við Virgin- ia Plain), Spilverk þjóðanna … List- inn gæti orðið miklu lengri. Platan er hlaðin smellum og það er nóg eftir af lögum til að toppa vinsældalistana. Hljóðfæraleikur- inn er oft skemmtilegur. Allir með- limirnir standa sig ágætlega og aukahljóðfærin (strengir, blástur...) koma vel út. Mesta aðdáun hjá mér vekur trommuleikur Sigurðar og hljómborðsleikur Atla. Báðir eru hugmyndaríkir og eiga frábær til- þrif sem setja mikinn svip á mörg laganna. Það sem gerir Sprengjuhöllina svona ómótstæðilega er samt fyrst og fremst söngurinn (strákarnir syngja allir og radda) og textarnir. Loksins kemur fram hljómsveit sem hefur tónlistarlegan metnað og semur flotta texta á íslensku. Þetta tvennt hefur ekki farið saman lengi. Það er ekkert að því að syngja á ensku, en þegar maður hlustar á texta eins og Síðustu bloggfærsl- una, Glúm, Þá hlupu hestar á skeið og Verum í sambandi þá uppgötvar maður hvað maður saknaði þess að heyra almennilega íslenska texta. Eins og áður segir er eftirvænt- ingin eftir Tímunum okkar mikil. Sprengjuhöllin stenst allar vænt- ingar og stendur við stóru orðin. Tímarnir okkar er skemmtilegasta íslenska poppplatan í áraraðir og maður getur ekki annað en vonað að hún boði nýja tíma fyrir íslenskt popp. Hljómsveitin Sigur Rós hélt í ógleymanlega tónleikaferð um Ísland sumarið 2006. Samspil Sigur Rósar, náttúru Íslands og íslensku þjóðarinnar má finna í þessu ógleymanlegu meistarastykki Sigur Rósar, mynd sem engin má missa af! “H EIMA ER BEST” - MBL FRÁ MEISTARA ROB ZOMBIE KEMUR EIN SVAKALEGASTA MYND ÁRSINS! SLÓ Í GEGN Í BANDARÍKJUNUM OG FÓR BEINT Á TOPPINN. DÓMSDAGUR DJÖFULSINS! MISSIÐ EKKI AF ÞESSARI MÖGNUÐU HRYLLINGSMYND! HEIMA - SIGURRÓS kl. 6 - 8 - 10 3:10 TO YUMA kl. 5.30 - 8 - 10.30 VEÐRAMÓT kl. 5.40 - 8 - 10.20 ASTRÓPÍA kl. 6 - 8 - 10.10 SÍMI 462 3500SÍMI 530 1919 SÍMI 551 9000SÍMI 564 0000 16 12 16 14 12 16 14 14 HALLOWEEN kl. 8 - 10.10 SUPERBAD kl. 6 - 8 CHUCK AND LARRY kl. 6 - 10.10 16 12 14 16 14 HALLOWEEN kl.5.30 - 8 - 10.30 THE 11TH HOUR kl.6 - 8 - 10 VEÐRAMÓT kl. 5.40 - 8 - 10.20 BROTHERSOM MAN kl. 6 - 8 -10 HALLOWEEN kl. 5.30 - 8 - 10.25 SUPERBAD kl. 5.30 - 8 - 10.30 SUPERBADLÚXUS kl. 5.30 - 8 - 10.30 SHOOT´EM UP kl. 8 - 10 HÁKARLABEITA 600 KR. kl. 3.50 - 6 HAIRSPRAY kl. 5.30 - 8 KNOCKED UP kl. 10.20 BRETTIN UPP ÍSL. TAL kl. 4 THE SIMPSONS MOVIE ÍSL. TAL kl. 3.45 300 kr. Síð. sýningar -A.F.B. Blaðið - L.I.B., Topp5.is - I. Þ. Film.is - J. I. S. Film.is- D.Ö.J., Kvikmyndir.com “Skotheld skemmtun” - T.S.K., Blaðið “TOP 10 CONC EPT FILMS EVER ” - O BSERVER “ ALG JÖRLEGA EINSTÖK” - FBL “VÁ” - B LAÐIÐ “ME Ð GÆSA HÚÐ AF HRIFNIN GU” - DV “SI GUR ROS HAVE REINVENTED THE ROCK FILM” - Q “SO BEAUTI FUL ITS HYPNOTIC” - EMPIRE !óíbí.rk045 Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu Hugljúf rómantísk gamanmynd Leiðin að hjartanu er í gegnum ljúfengan mat! Skemmtilegustu vinkonur í heimi eru mættar. STARDUST ER MÖGNUÐ ÆVINTÝRAMYND STÚTFULL AF GÖLDRUM, HÚMOR OG HASAR. ROBERT DE NIRO OG MICHELLE PFEIFFER Í FRÁBÆRRI MYND SEM VAR TEKINN UPP Á ÍSLANDI OG ALLIR ÆTTU AÐ HAFA GAMAN AF www.SAMbio.is 575 8900i i AKUREYRI KEFLAVÍK SELFOSSI KRINGLUNNI STARDUST kl. 8 -10:20 10 NO RESERVATIONS kl. 8 L 3:10 TO YUMA kl. 10 16 STARDUST kl. 5:30 - 8 - 10:30 10 STARDUST kl. 5:30 - 8 - 10:30 NO RESERVATIONS kl. 5:30 - 8 - 10:30 L SUPER BAD kl. 5:30 - 8 - 10:30 12 CHUCK AND LARRY kl. 8 - 10:30 12 MR. BROOKS kl. 8 16 BRATZ kl. 5:30 L DISTURBIA kl. 10:30 14 ASTRÓPÍÁ kl. 6 L STARDUST kl. 6:30 - 9 10 NO RESERVATIONS kl. 8 - 10:10 L MR. BROOKS kl. 10:10 16 ASTRÓPÍÁ kl. 6 - 8 L RATATOUILLE M/- ÍSL TAL kl. 5:40 L DIGITALVIP CHUCK AND LARRY kl. 8 - 10:20 12 NO RESERVATIONS kl. 8 L SHOOT EM UP kl. 10:20 16 STARDUST kl. 8 10 SUPERBAD kl. 8 - 10:20 L MR. BROOKS kl. 10:30 16 ÁLFABAKKA - bara lúxus Sími: 553 2075 STARDUST kl. 5.30, 8 og 10.30 10 3:10 TO YUMA kl. 5.30, 8 og 10.30 16 CHUCK & LARRY kl. 5.40, 8 og 10.20 12 LAUGARÁSBÍÓ - SÝNINGARTÍMAR www.laugarasbio.is - Miðasala á Nýir tímar í íslensku poppi Lag Danans Kaspers Bjørke og íslensku danssveitarinnar FM Belfast, Back & Spine, náði í síð- ustu viku efsta sæti iTunes-vin- sældalistans í Danmörku. „Hann hefur komið hingað til lands nokkrum sinnum, fyrst með hljómsveitinni Filur sem síðan þróaðist í hljómsveitina Who Made Who. Hann er líka búinn að koma hing- að stöku sinnum að spila sem plötu- snúður og ég held að þessi tenging hafi myndast í kringum vináttu- samstarf hans og DJ Margeirs,“ segir Sveinbjörn Hermann Páls- son úr FM Belfast um Kasper Bjør- ke. Lagið, sem er fyrsta smáskífan af fyrstu sólóplötu Bjørke, In Gumbo, hefur hlotið mikla spilun í Danmörku upp á síðkastið og fyrir nokkrum vikum var það hástökkvari vikunnar á danska danstónlistarlistanum. FM Belfast hefur unnið talsvert kynningar- starf í Danmörku og spilaði til dæmis á tvennum tónleikum þar í sumar. Tveir af þremur kjarnameðlim- um FM Belfast, Árni Rúnar Hlöð- versson og Lóa Hjálmtýsdóttir, eru nú staddir í New York og vinna þar að kynningu sveitarinnar. Fyrsta smáskífa FM Belfast í Bandaríkj- unum kemur út innan skamms hjá TFR-plötuútgáfunni en á henni er lagið Lotus sem hefur að geyma texta lagins Killing in the Name með Rage Against the Machine. „Þessi útgáfa er að verða tveggja ára gömul. Hún hefur verið mikið spiluð á skemmtistöðum hér heima og kom út á safnplötum í fyrra. Núna er hún samt að fara af stað fyrir alvöru,“ segir Sveinbjörn. FM Belfast treður upp á Iceland Airwaves 20. október á Gauknum kl. 1, beint á eftir Chromeo. Komin á toppinn í Danmörku Sænski tónlistarmaðurinn Jens Lekman tók upp myndband við lagið Sipping on the Sweet Nectar þegar hann var staddur hér á landi fyrir nokkru. Í myndbandinu flýgur hann lítilli flugvél og fékk hann hugmyndina að því þegar hann var að taka upp lög með Benna Hemm Hemm í kringum síðustu Airwaves-hátíð. Sveimaði þá rauð flugvél yfir hljóð- verinu og langaði Lekman þá að fljúga slíkri vél í sínu nýjasta myndbandi. Leikstjórinn Marcus Söderlund komst í kynni við íslensk- an flugmann sem átti slíka vél og eftir það fór Lekman upp í háloftin. „Það var eins og þetta hefði átt að gerast. Þeir voru til í að gera þetta bara fyrir bensínkostnaðinn og nokkrar samlokur. Við fórum upp í loftið og ég fékk að fljúga. Það var alveg magnað,“ sagði Lekman í við- tali á heimasíðunni Pitchfork. Lagið Sipping on the Sweet Nect- ar er að finna á nýjustu plötu Lek- man, Night Falls Over Kortedala, sem kom út í síðasta mánuði. Tók upp myndband á Íslandi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.