Fréttablaðið - 23.11.2007, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 23.11.2007, Blaðsíða 26
26 23. nóvember 2007 FÖSTUDAGUR Öryggismál þjóðarinnar taka til margra mismunandi þátta og margar stofnanir sem koma við sögu. Á undanförnum árum hefur verið byggt upp eitt samræmt stjórnstöðvarkerfi allra þeirra aðila sem að málaflokknum koma. Það skipulag er einstakt og eftir því tekið hjá öðrum þjóðum. Í upphafi voru margar mismunandi skoðanir á samhæfingu en í dag eru allir sem til málanna þekkja sammála um að stórt framfara- skref var stigið og skipulagning, stjórnun og yfirsýn vegna björgun- araðgerða hafi batnað til mikilla muna. Varnarliðið sinnti mikilvægu hlutverki í björgunarmálum landsins en var þó ekki hluti af þessu fyrirkomulagi. Það, sökum sérstöðu sinnar, rak eigin stjórn- stöð á varnarstöðinni á Keflavíkur- flugvelli. Þessi tilhögun hafði vissa ókosti í aðgerðum þar sem öll samskipti voru erfið. Þetta kom þó ekki eins mikið að sök seinni árin vegna minnkandi vægis varnarliðs- ins gagnvart björgunarmálum. Ratsjáreftirlitskerfið var hluti af starfsemi varnarliðsins og hafði m.a. með höndum eftirlit sem sérstaklega beindist að hernaðar- umsvifum óvinveittra þjóða í lofthelgi Íslands. Í kjölfar endurmats bandarískra hernaðar- yfirvalda á hernaðarlegri ógn sem stafaði af Íslandi var ákveðið að loka herstöðinni á Keflavíkurflug- velli. Það var mat þeirra að viðbúnaður hér á Íslandi væri ónauðsynlegur en ef til þess kæmi að viðsjár breyttust yrði brugðist við með færanlegum herliðsafla. Samkomulag um varnir landsins var endurnýjað og bandarísk stjórnvöld eru skuldbundin til að verja landið á ófriðartímum með sama hætti og fyrr. Bandaríkjaher teldi áframhaldandi rekstur ratsjárkerfisins óþarfan. Ratsjáreftirlitskerfið byggist á fjórum ratsjárstöðvum auk öflugs gagnaflutningakerfis. Kerfið skiptist í svarratsjá sem nemur merki sem flugför í borgaralegu flugi senda frá sér og frumratsjá sem nemur flugför þótt þau sendi ekki frá sér merki. Í flestum til - fellum er þar um her flugvélar að ræða. Svarratsjáin gegnir mikil - vægu hlutverki við flugleiðsögu- þjónustu á íslenska flug stjórnar- svæðinu. Ef þess kerfis nyti ekki við þyrfti að setja upp nýtt kerfi með nokkrum kostnaði en slíkt væri þó vel framkvæmanlegt. Í dag snýst rekstur ratsjáreftir- litskerfisins um það að fylgjast með merkjum frá flugvélum sem ekki senda frá sér auðkennismerki og koma í íslenska lofthelgi greina þau og senda upplýsingarnar áfram til hermálayfirvalda í Bretlandi, Danmörku og Noregi sem bregðast við með viðeigandi hætti. Það er vandséð að Íslending- ar geti tekið að sér hernaðarlegar skuldbindingar enda stendur ekki til að stofna hér her en við erum eina herlausa landið innan NATÓ. Bandaríkjamenn sáu um þau mál er sneru að hernaðarlegum verk efnum. Við munum því ekki verða beinir þátttakendur í viðbrögðum eða æfingum á hernaðarlegum forsendum. Sé það niðurstaða vinaþjóða okkar innan NATÓ að nauðsynlegt sé að fá þau radarmerki sem koma frá íslenska kerfinu eru tvær leiðir mögulegar í þeim efnum. Í fyrsta lagi er vel mögulegt að senda merkin beint til greiningar í vaktstöðvum í áðurnefndum samstarfslöndum okkar og hafa þá lágmarksvakt hér á landi eða í öðru lagi er hægt að hafa vöktun og frumgreiningu merkjanna hér. Hvernig sem litið er á þetta mál er vandséð að allan þann umbúnað þurfi sem lagt er upp með í dag. Mannvirki Ratsjárstofnunar á Keflavíkurflugvelli, eru mjög vönduð en jafnframt dýr í rekstri og nauðsynlegt að skoða hvort ekki séu til hagkvæmari lausnir. Eins og áður sagði starfrækja íslensk stjórnvöld samræmt vakt- og stjórnstöðvarkerfi í björgunar- miðstöðinni í Skógarhlíð. Líklegt er að hægt sé að bæta þeirri starf semi sem fylgir vöktun á frumratsjá íslenska ratsjárkerfis- ins við þann rekstur. Þar starfa eins og hjá Ratsjárstofnun borgara legir starfsmenn Vakt- stöðvar siglinga, lögreglu og Landhelgisgæslunnar sem vanir eru vöktun, fjarskiptaþjónustu, eftirliti og samskiptum við hernaðarlegar stofnanir vinaþjóða okkar. Aðrir hagnýtir möguleikar geta einnig opnast við slíka samþætt- ingu s.s. frekari nýting á ratsjár- stöðvunum og á einhverju öflugasta gagnaflutningskerfi sem til er í landinu. Skoða þarf frekar nýtingu á því vegna ýmissa annarra þátta öryggismála okkar. Við stöndum á tímamótum og höfum sögulegt tækifæri á að marka nýja stefnu sem hefur það að leiðarljósi að Ísland verði herlaust land sem á eigin forsend- um tekur að sér þau verkefni sem nauðsynleg eru til að verja land og þjóð. Það eru verkefni sem snúa flest að lögreglu og Landhelgis- gæslu og skyldum stofnunum. Það er sögulegt tækifæri á að hér verði ein stjórnstöð fyrir alla viðbragðs- aðila sem er eina leiðin til að ná fram faglegum markmiðum og ná mestri fjárhagslegri hagræðingu og nýtingu fjármagns. Öryggi þjóðarinnar er best borgið ef allir aðilar sem koma að öryggismálum hérlendis starfa saman. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Á tímamótum Á verðbólguárunum voru fjárlögin fremur vísbending um útgjöld en ákvörðun. Raunverulegar ákvarðanir um framkvæmdakostnað og þjónustustig voru teknar eftir á í fjáraukalögum. Hraðar launa- og verð- breytingar buðu ekki upp á annað vinnulag. Þessi vandi er að miklu leyti úr sögunni. En það voru fleiri þættir sem ýttu undir þessa aðferðafræði. Þannig getur stundum verið auðveldara að fá raunverulegan kostnað viðurkenndan þegar ekki verður til baka snúið. Þessi hugsunarháttur er ekki með öllu úr sögunni. Afgreiðsla Alþingis á fjáraukalögum fyrir þetta ár varpar ljósi á þennan vanda. Landspítalinn er gott dæmi þar um. Framlög til hans eru aukin um 1,8 milljarða króna. Annað verður ekki ráðið en að það eigi að duga til að viðhalda núverandi þjónustustigi með viðráðanlegri skuldastöðu spítalans. Ganga verður út frá því sem vísu að stjórnendur spítalans hafi í tæka tíð upplýst þá tvo heilbrigðisráðherra sem hlut eiga að máli um að samræmi væri ekki á milli þjónustustigs spítalans og fjárveitinga. Að því gefnu hafa ráðherrarnir axlað þá pólit- ísku ábyrgð að afla nægilegra fjármuna eftir á til þess að halda uppi tilteknu þjónustustigi sem fjárveitingavaldið hafði ekki heimilað. Það hefur nú verið gert. Góð málalok en vont verklag. Þegar rýnt er í fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár með hlið- sjón af nýsamþykktum fjáraukalögum fyrir þetta ár kemur í ljós að einn milljarð króna vantar til þess að unnt sé að rökstyðja óbreytt þjónustustig á Landspítalanum. Engin ákvörðun fylgir þó um niður skurð á þjónustu. Ráðherra á þar af leiðandi þrjá kosti þegar kemur að annarri umræðu í næstu viku: Í fyrsta lagi að auka framlagið sem nemur mismuninum á þjónustustigi fjárlagafrumvarpsins og veruleik- ans á spítalanum í dag. Í annan stað að sýna með raunhæfum dæmum fram á hagræðingu sem tryggt geti óbreytta þjónustu fyrir færri krónur. Í þriðja lagi að greina frá og rökstyðja pólit- íska ákvörðun um samdrátt í þjónustu. Engir af þessum kostum eru auðveldir. Allra versti kosturinn í stöðunni er þó gamla aðferðin, að loka augunum og viðurkenna raunverulegt þjónustustig fyrst að ári liðnu. Í þessu ljósi verður afgreiðsla Alþingis á þessu máli nokkur prófsteinn á nútímaleg eða úrelt vinnubrögð í þessum efnum. Ráðherra gerði nýlega opinber áform sín um skipulags breyt- ingar í heilbrigðiskerfinu. Ætlun hans er að framkvæmdavaldið semji um kaup á skilgreindri þjónustu af einstökum heilbrigðis- stofnunum eins og Landspítalanum. Helsti kosturinn við þessa aðferðafræði er sá að fram- kvæmdavaldið og fjárveitingavaldið verða fyrir fram að skil- greina þjónustu stigið og ákveða fjárveitingar til kaupa á þeirri þjónustu. Fyrr takast samningar ekki. Þetta setur meiri ábyrgð í fangið á ráðherra og fjárveitinga- valdinu. Útlifuð vinnubrögð af því tagi sem fjáraukalaga- afgreiðslan nú vitnar um ættu með þessu að heyra sögunni til. Vandinn er sá að þessi skynsamlegu áform heilbrigðisráð- herrans eru ekki komin til framkvæmda. Í því ljósi er rétt að gera þá kröfu áður en fjárlög næsta árs verða samþykkt að ráð- herrann sýni fram á og rökstyðji að fullt samræmi sé milli fjár- veitinga og þess þjónustu stigs sem hann og ríkisstjórnin ætla að taka pólitíska ábyrgð á. Blindingsleiknum þarf að ljúka. Landspítalinn og fjárlög fyrir 2008: Prófsteinn ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR UMRÆÐAN Sjálfstæðisflokkurinn í Suðurkjördæmi Þegar Þorgerður K. Gunnarsdóttir varð varaformaður Sjálfstæðisflokksins var orðið lítið pláss fyrir Árna Mathiesen í Krag- anum. Hann varð því að fara eitthvert annað. Í Suðurkjördæmi var fyrsta sætið laust eftir fráfall Árna R. Árnasonar á síðasta kjörtíma- bili, en stóra spurning var hvað ætlaði Árni Sigfússon að gera? Hann var ótvíræður leið- togi sjálfstæðismanna á Suðurnesjunum og hafði unnið hreinan meirihluta í annað sinn í sveitarstjórnar- kosningunum í Reykjanesbæ. Þegar Árni Mathiesen tilkynnti um framboð sitt í Suðurkjördæmi hinn 7. september 2006 stóð Árni Sigfússon hins vegar bak við hann, afslappaður með kaffibolla. Skilaboðin voru skýr – menn höfðu náð samkomulagi. En um hvað? Eftir að samkomulag náðist milli Árnanna í Suðurkjördæmi ákvað fjármálaráðherrann að sölu ríkisins á hlut í Hitaveitu Suðurnesja yrði háttað þannig að aðrar opinberar orkuveitur mættu ekki kaupa. Þar með voru t.d. Landsvirkjun, OR og Rarik útlokuð frá kaupunum. Á sama tíma lá fyrir að fjárhagsleg staða sveitarfélaganna á starfssvæði HS væri slæm, og þá sérstaklega Reykjanesbæjar. Í kjölfar sölu ríkisins á hlut sínum til Geysis Green og Glitnis keyptu fyrirtækin upp hluti nokkurra sveitarfélaga í HS, meðal annars hluta af eignarhlut Reykjanesbæjar. Það var dýrmæt innspýting í reikninga bæjarins og plástur á stanslausan halla- rekstur hans. Árni Mathiesen náði naumlega fyrsta sætinu í prófkjörinu og eftir kosningar settist hann aftur í fjármálaráðuneytið. Böðvar Jónsson, sveitarstjórnarmaður í Reykjanesbæ og hægri hönd Árna Sigfússonar, varð aðstoðarmaður ráðherrans og nú þurfti að selja nokkur þúsund fermetra af húsnæði á Keflavíkurflugvelli. Og hvert er leitað nema til vina og ættingja sem reynst höfðu vel? Skítt með einhverjar EES-kvaðir um útboð og umsjón Ríkiskaupa. Er nema von að maður spyrji; á fjármálaráðherra eitthvað fleira uppi í erminni fyrir nafna sinn í Reykjanesbæ? Höfundur er varaþingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi. Vildarvinir á Suðurnesjum EYGLÓ HARÐARDÓTTIR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS JÓN GUNNARSSON Í DAG | Varnarmál ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Björn Þór Sigbjörnsson, Kristján Hjálmarsson og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Evrópu-Atli Atli Gíslason, lögmaður og þingmaður Vinstri grænna, hefur vakið athygli á fasteignakaupum fyrirtækisins Háskólavalla á íbúðum á Keflavík- urflugvelli á vildarkjörum. Atli telur kaupin ekki standast lög um sölu á eignum ríkisins og spyr hvort fyrirtæki kaupenda njóti sérstaks velvilja hjá ríkisvaldinu – en bróðir fjármálaráð- herra er einn kaupenda. Rök Atla eru á þá leið að brotið sé á evr- ópskum lögum sem eiga að treysta samkeppni, tryggja gagnsæi og jafna aðkomu allra til kaupa á eignum ríkisins. Enn leita Vinstri grænir fanga í reglugerðum Evrópusambandsins, sem hafa orðið að lögum hér á landi í krafti EES-samningsins. Stór hluti umhverfislöggjafarinnar kemur líka frá ESB og því spurning hvar VG stæðu ef EES-samningurinn væri ekki fyrir hendi. Pukur REI-farsinn tók nýja stefnu í fyrradag þegar ljóst varð að REI og GGE gerðu ekki tilboð í orkuveitu Filippseyja eins og ráðgert var. Talsmenn fyrirtækj- anna vörðust allra frétta, sem hefði sjálfsagt verið eðlilegt ef þau ætluðu að gera tilboð. En hefur pukrið ekki náð nýjum hæðum þegar menn fara með það eins og mannsmorð hvað þeir ætla ekki að gera? Anna annað Anna Kristinsdóttir er hætt í Framsóknarflokknum. Anna laut í lægra haldi í prófkjöri fyrir Birni Inga Hrafnssyni og tók ekki sæti á lista fyrir síðustu sveit- arstjórnarkosningar. Hún hefur aldrei dregið fjöður yfir að henni hugnist ekki oddviti flokksins í borginni og ekki er nema rúmur mánuður síðan hún ásakaði hann fyrir spillingu. Anna hefur fundið sér annan vettvang í stjórnmálum, það er þjóðmálafélagið Akur sem hún stofnaði sjálf. Félags- starf þess hefur lengst af verið óreglu- legt en Anna boðar mánaðarlega fundi á nýju ári og ekki loku fyrir það skotið að hún hyggi á sérframboð í næstu kosningum. Til að kynda undir kjörþokkanum væri ef til vill spaklegt að breyta nafni þjóðmálafélagsins. Hver myndi til dæmis ekki kjósa Önnu í Grænuhlíð? bergsteinn@frettabladid.is „HRYÐJUVERKASTRÍÐIГ HVAÐ ER AÐ GERAST Í ÍRAK OG AFGANISTAN? Munu tilraunir Vesturlanda til uppbyggingar í Afganistan skila árangri og tryggja að landið verði aldrei aftur gróðrarstía alþjóðlegra hryðjuverka? Hafa Bandaríkjamenn gert ægileg mistök með framgöngu sinni í Írak? Hvaða áhrif hefur rekstur fangabúðanna í Guantanamo á orðspor Bandaríkjanna? Hvað verður um þau hundruð þúsunda Íraka sem flúið hafa blóðbaðið í heimalandi sínu? SKRUDDA Eyjarslóð 9 - 101 Reykjavík s. 552 8866 - skrudda@skrudda.is www.skrudda.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.