Fréttablaðið - 23.11.2007, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 23.11.2007, Blaðsíða 70
38 23. nóvember 2007 FÖSTUDAGUR tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Steinþór Helgi Arnsteinsson Hljómsveitin Hjaltalín gefur út frumraun sína á næstunni, Sleepdrunk Seasons, á vegum plötufyrir- tækisins Kimi Records frá Akureyri. Níu meðlimir eru í Hjaltalín og spila þeir á „óvenjuleg“ hljóðfæri á borð við fagott, klarinett, fiðlu og selló, auk hefð- bundinna hljóðfæra. „Við lögðum upp með það í byrjun að reyna að hafa hljóminn svolítið sérstakan,“ segir Guðmundur Óskar Guðmundsson úr Hjaltalín. „Við vorum fimm manna band með hefðbundinni uppstillingu en svo fannst okkur við ekki geta búið til skemmtilega einstakt „sánd“ bara við fimm.“ Að sögn Guðmundar bættist í hópinn fólk sem þeir þekktu úr Menntaskólanum við Hamrahlíð, auk fagottleikarans Rebekku sem er frá Keflavík. Hjalta- lín vakti fyrst athygli þegar hún kom fram í Kastljósi á síðasta ári. Nokkru síðar kom sveitin fram í þætti Jóns Ólafssonar og þá fór boltinn endanlega að rúlla. Upptökur á nýju plötunni hófust í byrjun þessa árs og upphaflega stóð til að gera þröngskífu með fimm til sex lögum. „Svo breyttist konseptið meira og meira. Við höfðum það mikið efni þegar upp var staðið að það var ekkert vit í því að gera þröngskífu ef við gátum gert breiðskífu,“ segir Guðmundur. Næstu tónleikar Hjaltalíns verða á tónlistarhátíð- inni Nokia on Ice sem verður haldin um helgina á Organ og Gauki á Stöng. Sjöunda desember hitar sveitin síðan upp fyrir hinn bandaríska kvartett Akron/Family á Organ. - fb Einstakur hljómur Hjaltalín > Plata vikunnar Bloodgroup - Sticky Situation ★★★★ „Þessi fyrsta plata Bloodgroup er skemmtilega samsett og dansvæn rafpoppplata sem einkennist af flottum lagasmíðum, góðu sándi og umfram allt miklu stuði.“ TJ > Í SPILARANUM Rökkurró - Það kólnar í kvöld … Daft Punk - Alive 2007 Ellen - Einhvers staðar einhvern tímann … aftur Sunset Rubdown - Random Spirit Lover Rufus Wainwright - Rufus Does Judy at Carnegie Hall RÖKKURRÓ HJALTALÍN Hljómsveitin Hjaltalín gefur á næstunni út frumraun sína. RUFUS WAINWRIGHT Umræða um íslenska texta í tónlistarmenningu landsins hefur verið nokkuð hávær að undanförnu. Dagur íslenskrar tungu og dagur íslenskrar tónlistar kyntu undir þessari umræðu og skemmst er að minnast orða Dr. Gunna í Bakþönkum í gær. Þar fór Doktorinn ekki leynt með þá skoðun sína að popparar á Íslandi eigi að semja texta sína á íslensku og nefna sig íslenskum nöfnum. Nefndi hann sérstaklega Sprengjuhöllina sem gott dæmi um alvöru íslenska sveit. Dr. Gunni er reyndar sjálfur gæddur þeim hæfileika að geta samið frambærileg popplög á íslensku en því miður er staðreyndin sú að þessi hæfileiki er ekki öllum í blóð borinn. Ef litið er yfir íslenska dægurlagatexta undanfarna áratugi má nefnilega sjá að mikill meirihluti textanna er ægilegt fánýti með hnoðkenndu rími. Síðasti áratugur hefur verið sérstaklega slæmur að þessu leyti. Að semja lagatexta á íslensku eingöngu til þess að semja lagatexta á íslensku er þess vegna hugmynd sem mér finnst að ætti að taka með örlítilli varúð. Ég held líka að það sé nokkuð almennur og víðtekinn misskilningur að þær íslenskar hljómsveitir sem semji texta sína á ensku geri slíkt eingöngu með það að markmiði að vinna sigra á erlendri grundu. Enskan er einfaldlega alþjóðlegt tungumál tónlistar og ég held að það sé tónlistarfólki eðlislægt að semja texta á ensku, alveg eins og erindi- viðlag-erindi-viðlag-brú-viðlag er venjan í uppbyggingu á popplagi. Ég þori samt alveg að viðurkenna að vondir textar á ensku eru alveg jafn slæmir og vondir textar á íslensku, ef ekki verri. Við skulum þess vegna halda áfram að hefja upp vegsemd íslenskrar tónlistar á íslensku en jafnframt njóta tónlistar þeirra sem kjósa engilsaxneskuna fram yfir okkar ylhýra móðurmál. Bæði má nefnilega gera svo vel þyki og góð tónlist er einfaldlega í eðli sínu góð, alveg sama á hvaða tungumáli hún er. Er svarið alltaf á íslensku? Ástralska poppdrottningin Kylie Minogue sendir frá sér nýja plötu í næstu viku. X er tíunda hljóðversplata hennar og sú fyrsta eftir að hún greindist með brjósta- krabbamein snemma á ár- inu 2005. Trausti Júlíusson tékkaði á Kylie. Það eru komin tuttugu ár síðan Kylie Minogue gerði sinn fyrsta plötusamning. Tuttugu ár eru ekk- ert sérstaklega langur tími fyrir rokkstjörnur, djasstónlistarmenn eða blúshetjur, en það eru ekkert mjög margar tyggjókúlupopp- stjörnur sem endast svo lengi. Kylie fór ekki þessa venjulegu leið. Hún byrjaði í dauðhreinsaðri poppverksmiðju Stock, Aitken og Waterman á níunda áratugnum, en færði sig með árunum yfir í áhuga- verðari tónlist. Vinsældirnar hafa haldist að mestu, en virðingin fyrir henni hefur aukist mikið. Það er líka þannig að bestu plöt- urnar hennar eru ekki elstu plöt- urnar eins og hjá svo mörgum tón- listarmönnum sem byrja eitur ferskir og þynnast svo út með árunum, heldur þær nýjustu. Á mánudaginn kemur út ný Kylie plata, X, sem eins og nafnið gefur til kynna er hennar tíunda hljóð- versplata. Hlé vegna krabbameinsmeðferðar Síðasta plata Kylie, Body Langu- age, kom út fyrir fjórum árum. Hún vakti meðal annars athygli fyrir smáskífulagið Slow sem Emilíana Torrini samdi að stórum hluta, en það fór beint á topp breska vinsældalistans þrátt fyrir að vera vægast sagt mjög óvenju- legt popplag. Í kjölfar plötunnar fór Kylie í mikla tónleikaferð árið 2005, Showgirl-túrinn. Þegar hún greindist með brjóstakrabba var hins vegar síð- asta hluta tónleikaferðarinnar frestað þar til eftir uppskurð og geislameðferð. Eftir vel heppnaða aðgerð hélt hún tónleikaferðinni áfram árið 2006. Vinsældir Kylie eru með ólík- indum, sérstaklega í Bretlandi og Ástralíu. Hún fyllti til dæmis Earls Court Arena sjö kvöld í röð fyrr á þessu ári og sýning með ljósmyndum og búningum frá ferlinum sló öll fyrri aðsóknar- met bæði í London og Ástralíu þar sem gestir fóru yfir 500.000. Frísklegt elektrópopp Það er erfitt að útskýra vinsældir Kylie Minogue, en það er augljóst að hún er harðdugleg og metnaðar- full í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur. Tónleikarnir hennar eru vandlega skipulagðar stórsýningar. Hún leggur mikið upp úr sviðs- mynd og búningum og eins og Madonna er Kylie mjög dugleg að finna sér samstarfsmenn þegar hún býr til plötur. X var tekin upp í London, Stokk- hólmi og á Ibiza. Tónlistin á henni er létt og frísklegt elektrópopp, unnið með hópi atvinnumanna úr poppbransanum. Svíar eru áberandi, en meðal upptökustjóra og lagahöfunda má nefna Bloodshy og Avant (sem gerðu Toxic með Britney Spears), Guy Chambers og Kathy Dennis, Calvin Harris og Kish Mauve sem samdi fyrsta smáskífulagið 2 Hearts. Lagið Sensitized vekur líka athygli, en það er byggt á laginu Bonnie & Clyde með franska snill- ingnum Serge Gainsbourg. Auk plötunnar X er von á nýrri heim- ildarmynd um Kylie, White Diamond. Hún er gerð af sam- starfsmanni hennar til langs tíma, William Baker, og fjallar um endur- komu hennar eftir hléið sem hún gerði á ferlinum fyrir krabba- meinsmeðferðina og tónleika hennar í Melbourne í Ástralíu í desember í fyrra. Kylie snýr aftur Rokksveitin Led Zeppelin, sem heldur endur- komutónleika í London í næsta mánuði, ætlar í tónleikaferð á næsta ári. Þetta staðfesti Ian Ast- bury, söngvari The Cult, á tón- leikum sveitar- innar í Bandaríkj- unum á dögunum. „Við komum aftur á næsta ári og hitum þá upp fyrir hljómsveit sem þið ættuð að kannast við. Nafnið byrjar á L og það er Z í því,“ sagði Astbury og átti þar við Led Zeppelin. Zeppelin hefur sjálf ekki tilkynnt um tónleikaferð- ina en mun lík- lega gera það á næstu dögum, fjölmörgum aðdá- endum sínum til mikillar ánægju. Tuttugu milljón aðdáendur Zepp- elin reyndu að fá miða á tónleika sveitarinnar í London en aðeins tuttugu þúsund voru dregnir út. Verða það fyrstu tónleikar Led Zeppelin í fjórtán ár. Led Zeppelin í tónleikaferð LED ZEPPELIN Rokksveitin Led Zeppelin ætlar í tónleikaferð á næsta ári. KYLIE MINOGUE Kann að velja sér samstarfsmenn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.