Fréttablaðið - 23.11.2007, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 23.11.2007, Blaðsíða 86
54 23. nóvember 2007 FÖSTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 BESTI BITINN Í BÆNUM LÁRÉTT 2. lofttegund 6. tveir eins 8. þrí 9. gljúfur 11. tveir eins 12. laust bit 14. íshroði 16. hvort 17. tunnu 18. fát 20. gangþófi 21. íþróttafélag. LÓÐRÉTT 1. bein 3. tveir eins 4. hagnaður 5. óhróður 7. endalaus 10. prjónavarn- ingur 13. af 15. gola 16. bókstafur 19. skóli. LAUSN LÁRÉTT: 2. etan, 6. ee, 8. trí, 9. gil, 11. ðð, 12. glefs, 14. ísrek, 16. ef, 17. ámu, 18. fum, 20. il, 21. fram. LÓÐRÉTT: 1. legg, 3. tt, 4. arðsemi, 5. níð, 7. eilífur, 10. les, 13. frá, 15. kula, 16. eff, 19. ma. Það hefur væntanlega verið kátt á hjalla á Bessastöð- um í gær því forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, varð afi í fjórða sinn í fyrradag þegar önnur tvíburadætra hans, stjórnmálafræðingur- inn Svanhildur Dalla, eignaðist son með eigin- manni sínum, Matthíasi Sigurðarsyni tannlækni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er drengur- inn afar myndarlegur og bæði móður og syni heilsast vel. Fyrir eiga Dalla og Matthías dótturina Urði sem er nýorðin þriggja ára. Guðrún Tinna, hin tvíburadóttir forsetans, á dæturnar Katrínu Önnu sem varð fjögurra ára í janúar og Kötlu sem verður eins árs í desember með manni sínum, Karli Pétri Jónssyni. Þetta er því fyrsti karlkyns afkomandi Ólafs Ragnars, sem hingað til hefur verið umkringdur konum á alla kanta. - sók Forsetinn eignast fyrsta afasoninn GLAÐUR AFI Ólafur Ragnar Grímsson eignaðist fjórða afa- barnið í fyrradag þegar dóttir hans, Dalla, eignaðist son. „Ég hef prófað Hamborgara- búlluna í Hafnarfirðinum, Árbænum og niðri á bryggju. Borgarinn á Búllunni er heims- borgari.“ Bergur Þór Ingólfsson leikari. TINNA OG DALLA Tvíburasysturn- ar eiga samanlagt þrjár dætur. UMKRINGDUR KONUM Ólafur Ragnar er umkringd- ur glæsilegum konum í fjölskyldunni en nú hefur lítill prins bæst í hópinn. Magnús Scheving getur ekki verið viðstaddur þegar Bafta- verðlaunin verða afhent á sunnu- daginn á Hilton-hótelinu í London þar sem hann er staddur í við- skiptaferð í Suður-Ameríku. Eins og Fréttablaðið greindi frá er Latibær tilnefndur sem besta alþjóðlega barnaefnið. Magnúsi var einnig boðið að afhenda verð- laun. Sjónvarpsþátturinn vinsæli verður þó ekki án fulltrúa, síður en svo, en þeir sem fara fyrir hópnum eru meðal annars tón- skáldið Máni Svavarsson og Ragnheiður Melsteð, eiginkona Magnúsar. „Við fengum ekki að vita af til- nefningunni fyrr en fyrir nokkrum vikum og þá var búið að skipuleggja þessa ferð sem er mjög mikilvæg í útrásinni,“ segir María Rut Reynisdóttir, aðstoðar- kona Magnúsar, en hann er nú í Chile og heldur þaðan til Brasilíu og Argentínu þar sem Latabæjar- sýningin hefur slegið í gegn. Hún bætir því við að til greina hafi komið að Magnús flygi frá Chile til London en við nánari skoðun hafi það reynst of mikið ferðalag. - fgg Magnús ekki viðstaddur Bafta VÍÐS FJARRI Magnús Scheving verður ekki viðstaddur þegar Bafta-verðlaunin verða afhent á sunnudaginn. Hann er í Suður-Ameríku. „Nemendur fengu vissar áskoran- ir og þurftu síðan að safna áheit- um. Sá sem fékk flesta til þess að styrkja sig var Ásgeir Vísir Jóhannsson en hann lét vaxa á sér bringuna og fékk fyrir það 100 þúsund krónur,“ segir Egill Örn Þórarinsson, sem situr í góðgerðar- ráði Verslunarskóla Íslands. Ráðið stóð í gær fyrir góðgerðarmála- degi í hádeginu þar sem nemend- ur þurftu að standast ýmsar áskoranir. „Einn þurfti að fara í brúnkusprautun, annar að borða habanero-pipar og enn annar að drekka ógeðsdrykk sem innihélt túnfisk, ansjósur, sveppi, sítrónu- safa og mjólk. Hann náði ekki að klára enda var þetta þykkara en þykkur sjeik,“ segir Egill og hlær. „Ekki má gleyma kennurunum sem komu fram í dansatriði og tveimur strákum sem fóru í kapp í kringum skólann í sundskýlum. Auk þess var einum gert að ræna MR-ingum – hann mætti hingað með þrjá í handjárnum – og for- seti nemendafélagsins glímdi við Íslandsmeistarann í glímu, en á þeim var fjörutíu kílóa þyngdar- munur.“ Áskoranirnar voru mun fleiri og of langt mál er að telja þær upp hér. Þó má bæta því við að aðrir nemendur voru fengnir til að lita hárið á sér bleikt, tala dönsku í enskutíma og trufla kennslu. Allir þeir peningar sem söfnuð- ust í gær, 455 þúsund krónur, renna í sjóð sem mun fara í að byggja grunnskóla í Úganda. „Við ákváðum í sumar að stefna að því að safna nægu fé til þess að byggja skóla. Í framhaldinu stóðum við fyrir fótboltaleik þar sem söfnuð- ust yfir 700 þúsund krónur. Það kostar um það bil eina og hálfa milljón að byggja skólann svo við erum komin langleiðina. Það eru líka enn að berast áskoranir og heill vinahópur mun labba í skól- ann úr Mosfellsbæ í nótt. Þeir ætla að leggja af stað klukkan fjögur í nótt til að vera mættir í skólann klukkan átta.“ Þeir sem vilja leggja hönd á plóginn og styrkja byggingu skól- ans í Úganda geta lagt inn á söfn- unarreikning 515-14-106760, kt. 441079-0609. - sók NEMENDUR Í VERSLÓ: TÓKU ÁSKORUNUM OG SÖFNUÐU FÉ TIL GÓÐGERÐARMÁLA Vaxaði á sér bringuna fyrir skóla í Úganda FÉKK HUNDRAÐ ÞÚSUND Ásgeir Vísir Jóhannsson gerði sannkallað góðverk þegar hann lét vaxa bringuna á sér í Verslunarskólanum í gær. Aðrir nemendur höfðu samtals heitið á hann 100 þúsund krónum en þær renna óskiptar til byggingar skóla í Úganda. Hrafn Jökulsson er sem kunnugt er sestur að í Trékyllisvík og hefur verið að færa út skákboðskapinn til nálægra sveita. Á heimasíðunni strandir.is er greint frá því að Hrafn ætli sér að efna til fjölteflis í dag í grunnskólanum á Hólmavík. En Hrafn hyggst ekki láta staðar numið þar heldur ætlar jafnframt að lesa upp úr bókinni sinni Þar sem vegurinn endar á Heilbrigðisstofnun Hólmavíkur og hefst lesturinn klukkan tvö. Og fyrrverandi Rock Star-parið Eyrún Huld Haraldsdóttir og Magni Ásgeirsson býr hvort á sínum enda landsins. Eyrún er flutt til Akureyrar þar sem hún hefur tekið að sér kennslu í íslensku við Menntaskólann á Akureyri og unir sér víst vel meðal norðanmanna, sem eru frægir fyrir gestrisni sína. 418 kílómetrum sunnar hefur Magni hins vegar hreiðrað um sig í hverabænum Hveragerði en tónlistarmaðurinn hefur hvatt starfs- félaga sína til að fylgja sínu for- dæmi og flytjast suður yfir heiðar. Ævisaga Guðna Ágústssonar kemur út í dag. Guðni og Sig- mundur Ernir Rúnarsson, sem skráði söguna, hyggjast fagna útgáfunni í Bókabúð Máls og menningar seinnipartinn. Þangað er væntanlegur annar Guðni Ágústsson, alnafni landbúnaðarráð- herrans fyrrverandi, sem oft hefur verið tekinn í misgripum fyrir nafna sinn. Framsóknar-Guðni er jafnan kenndur við Brúnastaði í Flóa, þar sem hann ólst upp, en nafni hans býr einmitt við götuna Brúnastaði í Reykjavík. Fyrir vikið hefur hann oft þurft að svara símtölum um kvöld og nætur frá áhugamönnum um störf ráðherrans fyrrverandi. Búast má við að fagnaðar- fundir verði þegar nafnarnir hittast í dag. - fgg/hdm FRÉTTIR AF FÓLKI Gnoðarvogi 44, s. 588 8686. Opið 10-18:15 laugardaga 11-14. Þú færð aðeins það besta hjá okkur STÓR HUMAR, HÖRPUSKEL, LÚÐA RISARÆKJUR, SKÖTUSELUR, LAX NÝLÖGUÐ SJÁVARRÉTTASÚPA.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.