Fréttablaðið - 23.11.2007, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 23.11.2007, Blaðsíða 44
 23. NÓVEMBER 2007 FÖSTUDAGUR4 ● fréttablaðið ● miðborgin Nýtt útlit og léttir smáréttir munu einkenna Kaffibrennsl- una þegar hún verður opnuð á ný eftir breytingar. Kaffibrennslan hefur átt fastan sess í hugum margra í miðborg- inni. Útlit staðarins hefur haldist eins mjög lengi en nú er breytinga von. „Við lokum á mánudaginn næsta og opnum aftur rúmlega viku síðar í breyttu umhverfi,“ segir Jón Snorrason einn eigenda veitingastaðarins og lofar glæ- nýju umhverfi og matseðli. „Stíll- inn mun breytast töluvert, en við höldum í gamla barinn,“ segir Jón en aðrar innréttingar verða end- urnýjaðar og staðurinn færður til nútímans eins og Jón orðar það. Tveir finnskir matreiðslumenn hafa verið ráðnir á Kaffibrennsl- una og hafa ásamt Jóni endur- skipulagt matseðil staðarins. „Við verðum meira með smárétta- þema en munum einnig bjóða upp á aðalrétti og rétti dagsins,“ segir Jón og hrósar finnsku kokkunum sínum. „Þetta eru flottir piltar,“ segir hann og hefur fulla trú á að fólki mun líka breytingin. - sgi Brennslan inn í nútímann Humarsalat með ensku karríi. Finnsku kokkarnir Johnny Turtiainen og Kari Julin eru spenntir fyrir nýjum og breytt- um matseðli. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Finnsku kokkarnir, þeir John- ny Turtiainen og Kari Julin eru gamlir vinir frá finnska smábæn- um Karis rétt vestan við Hels- inki. Réttirnir sem þeir Johnny og Kari matreiddu fyrir Frétta- blaðið verða á nýjum og endur- bættum matseðli Kaffibrennsl- unnar þegar hún verður opnuð á ný. Báðar uppskriftirnar eru fyrir fjóra. HUMARSALAT MEÐ ENSKU KARRÍI Humarsalat 400 g humar 75 g smjör 1 dl hrein jógúrt 1 msk. limesafi 1 tsk. rifinn limebörkur 1 msk. dill salt og pipar. Steikið humarinn í smjörinu í heitri pönnu þar til hann er fal- lega brúnn. Kælið og skerið hum- arinn og dillið í litla bita. Bland- ið saman við jógúrtina með lim- esafanum og berkinum. Kryddið eftir smekk. Enskt karrí 1 msk. karrí Vanillufræ úr hálfum fræbelg 1 msk. sykur 1 dl hvítvín 5 dl rjómi salt Hitið pott og steikið karríið í nokkrar sekúndur. Bætið við hvítvíni, vanillufræjum og sykri. Sjóðið niður í 2-3 mínútur. Bætið við rjóma og haldið áfram að sjóða niður í 7-12 mínútur eða þar til sósan er nógu þykk til að loða við skeið. Saltið eftir smekk. GEITAOSTARIST MEÐ RAUÐRÓFU OG FÍKJUSALSA OG VISKÍHUNANGI Geitaostarist 4 sneiðar samlokubrauð 75 g geitaostur 75 g smjör Skerið brauðið í það form sem hver vill. Steikið brauðið snöggt í smjöri á báðum hliðum. Smyrj- ið sneiðarnar með geitaosti og bakið í ofni í 6 til 7 mínútur við 180 gráðu hita. Rauðrófu og fíkjusalsa 1 rauðrófa 2 fíkjur 2 dl púrtvín Salt og pipar 1,5 msk. hlynsýróp Skrælið og skerið niður rauðróf- una í 1 cm teninga. Setjið tening- ana í pott og bætið vatni svo fljóti yfir rauðrófurnar. Sjóðið í 20-30 mínútur, bætið púrtvíni við og sjóðið áfram í 10 mínútur. Bætið við fíkjum sem skornar eru í báta og sjóðið í 3 mínútur. Takið helm- ing af rauðrófunum og fíkjunum upp úr og maukið. Bætið við rest- inni af rauðrófum og fíkjum og bætið við salti og hlynsýróp eftir smekk. Viskíhunang 1 dl viskí 1 dl hunang Sjóðið niður viskíið þar til einn þriðji er eftir. Blandið hunang- inu við. Gott er að drekka jarðarberja- freyðivín með þessum réttum. ● Í FYLGD LISTFRÆÐ- INGS Harpa Þórsdóttir list- fræðingur verður með leiðsögn á sunnudaginn um þá sali Lista- safns Íslands sem sýning á verk- um Kristjáns Davíðssonar er í, það eru salir 1, 2 og 4. Sýning- in var opnuð 2. nóvember og stendur fram yfir áramót. Þar gefur að líta afrakstur síðastlið- inna 17 ára í list Kristjáns, að við- bættum verkum sem bregða ljósi á þróun listamannsins í átt til þeirra stílbrigða sem hann hefur ræktað frá lokum 9. ára- tugarins. Kristján er þekktur fyrir að láta aldrei beygja sig undir reglufestu módernismans held- ur tjá sig óheft og ljóðrænt eins og andinn blés honum í brjóst. Harpa byrjar göngutúrinn um Listasafnið við Fríkirkjuveg klukkan 14 á sunnudaginn, 25. nóvember. Án titils Geitaostarist með rauðrófu- og fíkju- salsa og viskíhunangi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.