Fréttablaðið - 23.11.2007, Page 44

Fréttablaðið - 23.11.2007, Page 44
 23. NÓVEMBER 2007 FÖSTUDAGUR4 ● fréttablaðið ● miðborgin Nýtt útlit og léttir smáréttir munu einkenna Kaffibrennsl- una þegar hún verður opnuð á ný eftir breytingar. Kaffibrennslan hefur átt fastan sess í hugum margra í miðborg- inni. Útlit staðarins hefur haldist eins mjög lengi en nú er breytinga von. „Við lokum á mánudaginn næsta og opnum aftur rúmlega viku síðar í breyttu umhverfi,“ segir Jón Snorrason einn eigenda veitingastaðarins og lofar glæ- nýju umhverfi og matseðli. „Stíll- inn mun breytast töluvert, en við höldum í gamla barinn,“ segir Jón en aðrar innréttingar verða end- urnýjaðar og staðurinn færður til nútímans eins og Jón orðar það. Tveir finnskir matreiðslumenn hafa verið ráðnir á Kaffibrennsl- una og hafa ásamt Jóni endur- skipulagt matseðil staðarins. „Við verðum meira með smárétta- þema en munum einnig bjóða upp á aðalrétti og rétti dagsins,“ segir Jón og hrósar finnsku kokkunum sínum. „Þetta eru flottir piltar,“ segir hann og hefur fulla trú á að fólki mun líka breytingin. - sgi Brennslan inn í nútímann Humarsalat með ensku karríi. Finnsku kokkarnir Johnny Turtiainen og Kari Julin eru spenntir fyrir nýjum og breytt- um matseðli. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Finnsku kokkarnir, þeir John- ny Turtiainen og Kari Julin eru gamlir vinir frá finnska smábæn- um Karis rétt vestan við Hels- inki. Réttirnir sem þeir Johnny og Kari matreiddu fyrir Frétta- blaðið verða á nýjum og endur- bættum matseðli Kaffibrennsl- unnar þegar hún verður opnuð á ný. Báðar uppskriftirnar eru fyrir fjóra. HUMARSALAT MEÐ ENSKU KARRÍI Humarsalat 400 g humar 75 g smjör 1 dl hrein jógúrt 1 msk. limesafi 1 tsk. rifinn limebörkur 1 msk. dill salt og pipar. Steikið humarinn í smjörinu í heitri pönnu þar til hann er fal- lega brúnn. Kælið og skerið hum- arinn og dillið í litla bita. Bland- ið saman við jógúrtina með lim- esafanum og berkinum. Kryddið eftir smekk. Enskt karrí 1 msk. karrí Vanillufræ úr hálfum fræbelg 1 msk. sykur 1 dl hvítvín 5 dl rjómi salt Hitið pott og steikið karríið í nokkrar sekúndur. Bætið við hvítvíni, vanillufræjum og sykri. Sjóðið niður í 2-3 mínútur. Bætið við rjóma og haldið áfram að sjóða niður í 7-12 mínútur eða þar til sósan er nógu þykk til að loða við skeið. Saltið eftir smekk. GEITAOSTARIST MEÐ RAUÐRÓFU OG FÍKJUSALSA OG VISKÍHUNANGI Geitaostarist 4 sneiðar samlokubrauð 75 g geitaostur 75 g smjör Skerið brauðið í það form sem hver vill. Steikið brauðið snöggt í smjöri á báðum hliðum. Smyrj- ið sneiðarnar með geitaosti og bakið í ofni í 6 til 7 mínútur við 180 gráðu hita. Rauðrófu og fíkjusalsa 1 rauðrófa 2 fíkjur 2 dl púrtvín Salt og pipar 1,5 msk. hlynsýróp Skrælið og skerið niður rauðróf- una í 1 cm teninga. Setjið tening- ana í pott og bætið vatni svo fljóti yfir rauðrófurnar. Sjóðið í 20-30 mínútur, bætið púrtvíni við og sjóðið áfram í 10 mínútur. Bætið við fíkjum sem skornar eru í báta og sjóðið í 3 mínútur. Takið helm- ing af rauðrófunum og fíkjunum upp úr og maukið. Bætið við rest- inni af rauðrófum og fíkjum og bætið við salti og hlynsýróp eftir smekk. Viskíhunang 1 dl viskí 1 dl hunang Sjóðið niður viskíið þar til einn þriðji er eftir. Blandið hunang- inu við. Gott er að drekka jarðarberja- freyðivín með þessum réttum. ● Í FYLGD LISTFRÆÐ- INGS Harpa Þórsdóttir list- fræðingur verður með leiðsögn á sunnudaginn um þá sali Lista- safns Íslands sem sýning á verk- um Kristjáns Davíðssonar er í, það eru salir 1, 2 og 4. Sýning- in var opnuð 2. nóvember og stendur fram yfir áramót. Þar gefur að líta afrakstur síðastlið- inna 17 ára í list Kristjáns, að við- bættum verkum sem bregða ljósi á þróun listamannsins í átt til þeirra stílbrigða sem hann hefur ræktað frá lokum 9. ára- tugarins. Kristján er þekktur fyrir að láta aldrei beygja sig undir reglufestu módernismans held- ur tjá sig óheft og ljóðrænt eins og andinn blés honum í brjóst. Harpa byrjar göngutúrinn um Listasafnið við Fríkirkjuveg klukkan 14 á sunnudaginn, 25. nóvember. Án titils Geitaostarist með rauðrófu- og fíkju- salsa og viskíhunangi.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.