Fréttablaðið - 27.12.2007, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 27.12.2007, Blaðsíða 47
FIMMTUDAGUR 27. desember 2007 39 Undanfarið hafa birst fréttir í erlendum blöðum þar sem leiddar eru líkur að því að söngkonan Jennifer Lopez beri tví- bura undir belti. Ef rétt reynist bætist hún í stóran hóp Hollywood-stjarna sem hafa eignast tvíbura. Aðþrengda eiginkonan Marcia Cross á tíu mánaða gamlar tvíburadætur sem fengu nöfnin Eden og Savannah. Faðir þeirra er eiginmaður Marciu, Tom Mahoney. Þegar Marcia var nýverið spurð að því hvernig móðurhlutverkið hefði breytt henni svaraði hún: „Spurningin ætti að vera, hvernig hefur það ekki breytt mér!“ Hinn kynþokkafulli Patrick Dempsey úr Grey´s Anatomy á tæplega 11 mánaða gamla tvíbura og fimm ára dóttur með eiginkonu sinni Jill. Tvíburarnir eru strákar og heita Darby og Sullivan. „Við förum heim til Maine yfir jólin og vonandi fáum við snjó. Þetta verða fyrstu jólin okkar með strákunum. Þeir verða líklega farnir að labba þá svo við erum spennt,“ segir faðirinn. Dennis Quaid og nýfæddir tvíburar hans, Thomas Boone og Zoe Grace, komust í fréttirnar nýlega af því að tvíburarnir voru hætt komnir skömmu eftir fæðinguna. Þeir höfðu fyrir slysni fengið of stóran skammt af blóðþynningarlyfj- um og börðust fyrir lífi sínu í nokkra daga. Til allrar hamingju batnaði þeim en Dennis og kona hans, Kimberly, fengu staðgöngumóður til að ganga með tvíburana. Rapparinn Sean Diddy Combs eignaðist tvíburadætur í desember á síðasta ári með þáverandi kærustu sinni Kim Porter. Þær fæddust með tveggja mínútna millibili og fengu nöfnin Jessie James og D´Lila Star. Þau Diddy og Kim skildu að skiptum nýverið eftir tíu ára samband en hann hafði meðal annars eignast barn með annarri konu meðan á sambandi þeirra stóð. George Bush Bandaríkjaforseti fellur kannski ekki beint í hóp Hollywood-stjarna en tvíbura- dætur hans, þær Barbara og Jenna, hafa svo sannarlega fengið sinn skammt af sviðsljósinu. Þær eru einkadætur forsetans og konu hans Lauru, fæddar árið 1981. Stelpurnar eru tvíeggja og þykja afar ólíkar. Jenna er sú ljóshærða en Barbara er dökkhærð. Ein frægasta leikkona heims, Julia Roberts, eignaðist tvíburana Hazel og Phinnaeus fyrir þremur árum. Hún á einnig soninn Henry sem er fæddur í júní síðastliðnum. Julia hefur sagt að henni hætti til að ofvernda börnin sín. „Ég hugsa alltaf: Guð, þau meiða sig! En þau eiga eftir að meiða sig. Það er nú málið. Maðurinn minn er að kenna mér að leyfa þeim að meiða sig en sýna þeim hvernig á að standa aftur upp.“ Hinn 62 ára gamli ofurtöffari Al Pacino á tveggja ára tvíbura með fyrrverandi kærustu sinni, Beverly D´Angelo, sem er 48 ára. Um er að ræða strák og stelpu sem heita Olivia og Anton. Al og Beverly skildu nýverið og hafa síðan deilt um forræði tvíburanna. Söngparið Diana Krall og Elvis Costello eignaðist tvíburasyni í desember í fyrra. Þeir eru því nýorðnir ársgamlir. Drengirnir heita Dexter Henry Lorcan og Frank Harlan James. Svo skemmtilega vildi til að tvíburarnir fæddust aðeins degi eftir þriggja ára brúðkaupsafmæli hjónanna sem giftu sig í London í desember árið 2003. Stórsöngkonan Melissa Etheridge og kærasta hennar Tammy eignuðust son og dóttur í október í fyrra. Sonurinn fékk nafnið Miller Steven og dóttirin Johnnie Rose. Mæðurnar sendu frá sér yfirlýsingu eftir fæðinguna sem sagði: „Sköpun nýs lífs færir manni ómælda ást og fyllir framtíðina von. Ánægjan mun fleyta okkur í gegnum komandi svefnlausar nætur.“ Óskarsverðlaunahafinn Holly Hunter eignaðist tvíbura með manni sínum Gordon MacDonald í janúar á síðasta ári. Hún hefur alla tíð lagt mikla áherslu á að halda þeim utan sviðsljóssins, svo mikla að fjölmiðlar hafa ekki einu sinni fengið að vita nöfn þeirra. Entertainment Weekly sagði þó einhvern tímann frá því að um tvo drengi væri að ræða. Tvíburasprengja í Hollywood ■ Leikkonan Angela Bassett og leikarinn Courtney B. Vance úr Law & Order: Criminal Intent. ■ Fyrrverandi ofurfyrirsætan Niki Taylor. ■ Fréttakonan Nancy Grace. ■ Skóhönnuðurinn Steve Madden (lét hafa eftir sér að hann vildi hafa allt í pörum, líka börn). ■ Tónlistarmaðurinn Dave Matthews. ■ Emily Robinson úr Dixie Chicks. ■ Martie Maguire úr Dixie Chicks (systir Emily). FLEIRI FRÆGIR TVÍBURAFORELDRAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.