Fréttablaðið - 27.12.2007, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 27.12.2007, Blaðsíða 54
46 27. desember 2007 FIMMTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 GAMLA MYNDIN „Þetta er íslenskur heimilis- iðnaður eins og hann gerist bestur,“ segir leikkonan Brynhild- ur Guðjónsdóttir um samstarf sitt og eiginmannsins, Atla Rafns Sig- urðarsonar, en hann leikstýrir henni í einleiknum Brák sem verð- ur frumsýndur í Landnámssetr- inu í Borgarnesi þann 5. janúar. Verkið er eftir Brynhildi sjálfa og er frumraun hennar sem leik- skálds. Umfjöllunarefnið er Þor- gerður Brák úr Egilssögu. „Þorgerður brák var ambátt Skallagríms Kveldúlfssonar og fóstra Egils. Hún fóstraði því eitt frægasta skáld Íslendinga, mann- inn sem við erum öll svo stolt af, en um hana eru aðeins skrifaðar ellefu línur í sögunni og hvergi er minnst á hana í öðrum heimildum. Ég lagði því af stað með eins rýrar heimildir og hugsast getur, en það var mikil áskorun að finna mann- eskjuna á bak við þessar ellefu línur,“ segir Brynhildur. Þetta er í fyrsta skipti sem Atli leikstýrir henni. „Við unnum saman áður en við urðum par og höfum alltaf getað dregið skýra línu á milli vinnu og heimilislífs. Samstarfið hefur verið bæði gjöfult og gott.“ Það voru þau Sigríður Margrét Guðmundsdóttir og Kjartan Ragnarsson, stjórnendur Land- námssetursins, sem fóru þess á leit við Brynhildi að hún semdi nýtt leikverk til sýninga á Sögu- lofti setursins. Eins og alþjóð veit hefur Benedikt Erlingsson sýnt Mr. Skallagrímsson þar um tíma við afar góðar undirtektir. „Ég er búin að vera að skrifa síðan í mars enda liggur mikil heimildar- vinna að baki verkinu. Þetta var heljarinnar verk og einveran ætl- aði að drepa mig á köflum. Þessar ellefu línur urðu að tveggja tíma sýningu þar sem ég stend ein á sviðinu allan tímann og segi frá, syng og leik allt frá írskum prins- essum til hamrammra víkinga. Benni er búinn að setja flottan og háan standard og markmiðið er auðvitað að fara ekki neðar en hann,“ segir Brynhildur og bætir því við að hún hlakki til að „valta yfir áramótaþynnkuna“ með frumsýningunni. „Við ætlum að rífa upp nýja árið í gleði og með virðingu fyrir öllum þessum konum sem fæddu og fóstruðu kynslóðir Íslendinga en áttu hvorki eigin rödd né komust nokkurs staðar á blað.“ - sók Brynhildur leikur Þorgerði Brák FÓSTRA EGILS Brynhildur Guðjóns- dóttir sem Þorgerður brák. Einleikur Bryn hildar, Brák, verður frumsýndur í Landnámssetrinu 5. janúar. Íslensk fyrirtæki senda lands- mönnum áramótakveðjur fyrir ell- efu milljónir á undan og inni í Ára- mótaskaupi RÚV. Sekúndan í auglýsingahléinu á undan Skaup- inu kostar tæpar þrettán þúsund krónur og bætist við 15 prósenta álag ofan á það verð fyrir þá aug- lýsingu sem birtist síðust fyrir frumsýningu spéspegils ársins. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins hefur Kaupþing þegar tryggt sér það pláss en þar munu fyrrverandi Spaugstofumaðurinn Randver Þorláksson og Monty Python-kóngurinn John Cleese fara á kostum fyrir hönd bankans. Að sögn Þorsteins Þorsteinsson- ar, markaðstjóra RÚV ohf., hefur þetta eftirsóttasta auglýsingahlé í íslensku sjónvarpi verið milli átta og tíu mínútur en ef áhorfið verður eitthvað í líkingu við síðustu ár má reikna með að yfir 95 prósent þjóðar innar sitji við skjáinn á þess- um tíma. Erfitt getur hins vegar reynst fyrir auglýsendur að ná sér í síðasta slottið en eftir því sem Fréttablaðið kemst næst er það pláss pantað með margra mánaða fyrirvara. Umdeildasta plássið er þó án nokkurs vafa auglýsingin í miðju Skaupinu en eins og komið hefur fram í fjölmiðlum hefur fast- eignasölurisinn REMAX tryggt sér þetta þriggja milljóna króna auglýsingahlé sem stendur yfir í eina mín- útu. „Ég vil ekkert tjá mig um þetta,“ segir Gunnar Sverrir Harðarson, sem sér um markaðs- mál hjá REMAX. Hann vildi ekki staðfesta að REMAX hefði keypt auglýsingahléið og sagðist eingöngu hafa heyrt af umræðunni í fjölmiðlum. Þeir hjá REMAX hefðu ekki orðið varir við nein neikvæð viðbrögð við meintum auglýsinga- kaupum þeirra. - fgg Áramótakveðjur fyrir ellefu milljónir UPPRISA RANDVERS Randver var rekin úr Spaugstofunni en rís aftur upp í auglýsingu með Cleese. CLEESE MÆTIR AFTUR John Cleese verður að öllum líkindum síðasti maður fyrir Skaup. Silja Hauksdóttir og Ilmur Kristj- ánsdóttur sitja nú ásamt handrits- mógúlnum Sigurjóni Kjartanssyni sveitt við skriftir fyrir nýja gam- anþáttaröð með dramatísku spennu-ívafi sem sýnd verður á Stöð 2 á næsta ári. Silja og Ilmur hafa verið hluti af Stelpunum í síð- ustu þáttaröð sem nú er sýnd á Stöð 2 en að sögn leikstjórans verður nýja þáttaröðin eiginlega ekkert í líkingu við þá þætti að því leyti að um er að ræða framhalds- þætti. „Nei, þættirnir fjalla um unga konu sem hyggst brjótast upp metorðastigann í fjármála- geiranum með fjörugt ímyndunar- afl að vopni,“ segir Silja þegar Fréttablaðið náði tali af henni en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur þætt- inum verið gefið vinnu- heitið Silgja. Silja gat ekki tjáð sig um hverjir yrðu við hlið Ilmar á skjánum enda væri verið að klára öll forms- atriði. Aðrar persónur og leikendur væru enn í mótun Og það er því ljóst að verið er að bregðast við því mikla æði sem reið yfir þjóð- ina í kjölfar sýninga á Nætur- vaktinni. Þáttaröðin er vinsæl- asti sjónvarpsþáttur Stöðvar 2 frá upphafi og fékk tvenn Eddu- verðlaun. Silja segir þetta ein- faldlega vera mikið gleðiefni. „Mér finnst bara frábært að þetta er það sem þjóðin vill sjá. Og áhorfendur heima í stofu eru farn- ir að biðja um íslenskt sjónvarps- efni í miklu meiri mæli og ekki síst gamanefni,“ segir leikstjór- inn. Pálmi Guðmundsson, sjónvarps- stjóri Stöðvar 2, gat ekki sagt fyrir um hver yrðu örlög Stelpnanna nú þegar Silja og Ilmur væru horfnar til annarra verkefna á vegum Stöðvar 2. „Það hafa engar ákvarð- anir verið teknar um þær,“ segir Pálmi sem reiknaði með því að nýi sjónvarpsþátturinn yrði á dagskrá næsta vetur. Stelpurnar hafa verið á dagskrá stöðvarinnar í fjölmörg ár og notið mikilla vinsælda en töluverðar breytingar hafa átt sér stað á upphaflegum leikhópi. - fgg SILJA HAUKSDÓTTIR: LEIKSTÝRIR NÝRRI GAMANÞÁTTARÖÐ Ilmur Kristjáns á uppleið í fjármálageiranum LÁRÉTT 2. stöngulendi 6. skammstöf- un 8. herma 9. segi upp 11. grískur bókstafur 12. algjörlega 14. mæliein- ing 16. drykkur 17. tré 18. umhyggja 20. fyrir hönd 21. vangi. LÓÐRÉTT 1. ávöxtur 3. guð 4. mikill ávinningur 5. mánuður 7. Forn-Grikki 10. þyrping 13. skammstöfun 15. innyfla 16. höld 19. ónefndur. LAUSN „Ég var í Háskólanum þarna og sennilega á fullu í Vöku. Ég er í peysu sem Vala gaf mér skömmu eftir að við byrjuðum saman og með skökk gleraugu sem dugðu lengi. Það vekur líka athygli hvað þetta er alvörugef- inn ungur maður!“ Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi. Myndin er tekin í febrúar 1995. Gnoðarvogi 44, s. 588 8686. STÓR HUMAR HÖRPUSKEL PILLAÐUR HUMAR RÆKJUR TÚNFISKUR OG HUMARSÚPA. opið 27. og 28. des 10-18:15 laugardag 11-16 sunnudag 12-16 Gamlársdag 09-13 ÞRÍEYKIÐ Þær Silja Hauksdóttir og Ilmur Kristjánsdóttir eru ásamt Sigurjóni Kjartanssyni að skrifa handrit að nýrri gamanþátta- röð sem fjallar um unga konu á upp- leið í fjármálageiranum. Auglýsingasími – Mest lesið LÁRÉTT: 2. brum, 6. eh, 8. apa, 9. rek, 11. pí, 12. alveg, 14. lítri, 16. te, 17. við, 18. önn, 20. pr, 21. kinn. LÓÐRÉTT: 1. pera, 3. ra, 4. uppgrip, 5. maí, 7. helleni, 10. kví, 13. etv, 15. iðra, 16. tök, 19. nn. Ófáir nýttu sér opnunartíma mat- vöruverslanna á aðfangadag. Meðal þeirra var Jónsi, söngvari Sigur Rósar, sem gerði síðustu innkaupin í Hagkaupum í Kringlunni þegar stutt var klukknahringinguna. En á meðan aðrir fylltu kerrur sínar af síðustu kjötvörunum tók söngvarinn upp úr körfu sinni hverja grænmetistegund- ina af fætur annarri sem voru svo framandi að jafnvel afgreiðslufólkið vissi ekki að svona matvörur væru seldar í búðinni sinni og þurfti að leita ráða hjá Jónsa til að vita hvað væri nú þarna á ferðinni. Og meira af söngvurum því loksins, loksins, gætu einhverjir hugsað því nú hefur verið tilkynnnt um útgáfutónleika Jóhönnu Guðrúnar. En þeir fara fram á skemmtistaðnum Rúbín í kvöld. Mikið hefur verið spáð og spekúlerað um plötu Jóhönnu Guðrúnar en eftir fimm ára vinnu í Bandaríkjunum er platan tilbúin. Með Yohonna, eins og hún heitir á ensku, á sviðinu verður tuttugu manna hljómsveit, þar á meðal nokkrir liðsmenn úr Sinfóníu- hljómsveit Íslands. Og loks smá fréttir af tenórnum Garðari Thor Cortes en enginn nýliði í sígildri tónlist seldi jafnvel og Garðar í Bretlandi á árinu sem er að líða. 2007 hefur verið ævintýri líkast hjá söngvaranum en hann söng meðal annars fyrir Camillu Parker Bowles og Karl Bretaprins auk þess að hefja upp raust sína fyrir Tony Blair. Ef marka má orð Einars Bárðarsonar í fréttatilkynningu eru þeir félagar bjartsýnir á að hann hljóti tilnefn- ingu til bresku tón- listarverðlaunanna í sígildum flokki. - fgg FRÉTTIR AF FÓLKI VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á bls. 8 1. Um 1,8 prósent. 2. Nicole Kidman. 3. H&M. Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.