Tíminn - 12.05.1981, Blaðsíða 10

Tíminn - 12.05.1981, Blaðsíða 10
Þriöjudagur 12. maí 1981 10 landfari PÓST- 00 SlMAMÁLASTOFNUNIN MAGNUS GUDMUNOSSON STRANDGOTU 3 SlMAREIKNINGUR 7121337 450 PATREKSFJ. AFNOTAGJALD UMFRAM SKREF HÍKKUN A AFNOTAGJALOI 'FRA 81.01.05 81.01.02 A2 20157557 HOLLANO.COLLECT 81.02.02 A1 MAGNUS 9202252 PALMI 81.02.03 A1 MAGNUS GUDM. 9127555 R. 8 1.02.10 A1 BJ0RG OLAFSD R FLOSI MAGNUSS 4(12,34 8,84 3,49< I i *l9é, Gretðsl j ml Inna al hendi * pðtl- og »im»ioðvum. PódgHðclolunnl. i bonkum og »paiis|Oðum S|á skýrlngar á bakhilð 195,60 913,50 17.0Q 104,80 70,30 18,50 13,15 J Kmttun viðtkiplaatolnunar fyrir greiðtlu NYKR. 1.332.85 | Símkostnaður er miklu hærri í dreifbýlinu ■ Magnús Guömundson, sjó- maöur, Strandgötu 8, Patreks- firði, hefur sent blaöinu eftir- farandi bróf ásamt meðfylgj- andi mynd af sfmareikningi sfnum : ,,Ég hef lengi furðaö mig á þessu dmótlega kveini i fólki sem býr á Stór-Reykjavikur- svæðinu vegna væntanlegrar skrefatalningar Landsimans. Vill fólk i Reykjavik og ná- grenni fá simaþjónustuna fyr- ir sem sagt ekkert?? Ég sendi hér siðasta reikn- ing minn vegna sima, sem er ekkert leyndarmál og ég sé ekkert eftir þessum aurum, siður en svo, en ég kann betur við að helmingur þjóöarinnar njóti ekki sérstakra hlunninda gagnvart sima eins og fólk i Reykjavik og nágrenni, sem timir ekki aö hringja i ætt- ingja eða kunningja Uti á landsbyggöinni, það má segja ef einhver flytur Ur byggðar- lagi sé hann allur þaðan og maður jafnvel heyrir ekki frekar um hann fyrr en hann er látinn. Það vita allir i dreifbýlinu, hvað það er að þurfa að sækja allttil Reykjavikur ef eitthvað vantar og vita bændur og sjó- menn það allra best. Ég vona að jafnvægi til handa lands- mönnum náist í þessu sima- máli sem fyrst, svo allir megi vel við una, og skora á for- ráðamenn að kvika hvergi frá settu marki um skrefataln- ingu til handa simnotendum á Stór-R eyk ja vikurs væöinu. ” Þyrilvetrarbraut ■ Borist hefur eftirfarandi grein frá Ingvari Agnarssyni, Kdpavogi: „Vitað er að umhverfis vetrarbraut okkar (og aðrar þyrilþokur) ganga kUlulaga stjörnuþyrpingar og mynda einskonar kórónu vetrar- brautarinnar. Frá þeim fjar- lægustu þeirra mundi trUlega vera hægtað sjá raunverulega lögun vetrarbrautarinnar, en frá okkar jörð er slikt ekki hægt, því við erum staddir i einum armi hennar, þar sem aðeins er einstakar sólir að sjá tilallraátta. En við getum séð aörar vetrarbrautir, sem staðsettar eru i mikilli fjar- lægð, en aðeins með sterkum sjónaukum. A meöfylgjandi mynd, sem listamaður hefur gert, er gert ráð fyrir sólhverfi stöddu i um 200 ljósára fjarlægð utan þyr- ilvetrarbrautar. í þvi sól- hverfi gerir hann ráö fyrir jarðstjörnu, byggðri mannleg- um verum. (I rauninni telja stjörnufræðingar að utan vetr- arbrautar séu fáeinar stakar sólstjörnur á sveimi, svo að þetta getur vel staðist). Þessi jarðstjarna hefur með sér eitt tungl. Einhver ibúi jaröstjörnunnar horfir til him- ins á dimmri nóttu og sér á flöt hinnar nálægu vetrarbrautar. HUn er samt of langt i burtu, til þess að hann geti berum augum séð einstakar stjörnur hennar, en armar vetrar- brautarinnar blasa við i öllum sinum Tjóma, og einkum þó miðja hennar sem birtist sem viöáttumikiöljóshaf,svo unun er á að horfa. Vinstra megin á myndinni sést máninn, sem varpar birtu sinni yfir lands- lag reikistjörnunnar, en þar sjást einnig upplýst hibýli ibú- anna. A slikri reikistjörnu sem væri stödd í dimmum geimn- um utan vetrarbrautarinnar, væri stjörnuskin að sjá aðeins i þessa einu átt. Þvi hvert sem litið væri i aðrar áttir út um geimdjúpin væri ekkert að sjá nema myrkan himin, nema ef einhverjar vetrarbrautir væru það nálægt að greina mætti þær berum augum, rétt eins og er héðan af jörð, að þvi er snertir Magellan-þokurnar og Andromeduþokuna, sem er i tveggja milljóna ljósára fjar- lægð, og þvi rétt aðeins grein- anleg þeim, sem skýrasta hafa sjón, vegna fjarlægðar- innar. Hitt er svo önnur saga, að mannkyn lifstjörnu, slikrar sem hér var gert ráð fyrir, mundiengu siður hafa lifsam- bönd við ibúa annarra stjarna nær og fjær, vitandi vits (eða óvitandi) hvaðan stöfuðu. — Vel mætti þvi hugsa sér að mannkyn á slikri afskekktri stjörnu gæti notiö fullkominna lifsambanda við lengra komna ibúa stjarnanna og gæti þróast i lifstefnuátt betur en okkur jarðarmönnum hefur tekist til þessa. Fjarlægðin frá öðrum stjörnum mundi þar ekki vera til neinnar hindrunar. Ingvar Agnarsson. Þyrilvetrarbraut TIL LESENDA ■ „Landfari” mun birtast af og til i blaðinu eftir þvi sem bréf frá lesendum gefa tilefni til. Lesendur eru hvattir til að senda blaöinu bréf og láta i ljósi skoðun sina á mönnum og málefnum. Hins vegar skal tekið fram, aö lesendabréf verða einungis birt undir nafni bréfritara. ___Wímimt____ minning Jón Jósep Jóhannesson kennari f. 11. mars 1921 — d. 5. maí 1981 ■ Hinn 5. mai 1981 lést Jón Jósep Jóhannesson, kennari, á Land- spitalanum I Reykjavik sextugur að aldri. Hann hafði átt viö van- heilsu aö striöa um árabil. Hann fæddist aö Hofsstööum i Viövik- ursveit í Skagafiröi hinn 11. marz 1921, sonur hjónanna Kristrúnar Jósefsdóttur og Jóhannesar Björnssonar, er bjuggu ágætu búi þar um tveggja áratuga skeiö. Jón Jósep fluttist meö foreldrum sinum og systkinum til Reykja- vlkur haustið 1932. Hann lauk gagnfræöaprófi frá Gagnfræöa- skóla Reykvikinga 1938 og stú- dentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1942. Eftir þaö lagöi hann stund á islenzk fræöi viö Há- skóla tslands og lauk þaöan meistaraprófi I þeirri grein 1949. Að loknu háskólanámi réöst Jón Jósep kennari að héraösskólan- um á Skógum undir Eyjafjöllum, þar sem hann kenndi á vetrum tií ársins 1960, er hann vegna heilsu- brests vildi ekki lengur stunda fullt starf. Eftir þaö vann hann árum saman aö stunda- og for- fallakennslu t.d. viö Vogaskóla I Reykjavik frá 1961-1965. Hann var eftirsóttur einkakennari fyrir nemendur, sem þurftu aö læra mikiö á skömmum tlma. Eftir aö Jón Jósep tók viö kennarastarfi aö Skógum var hann ótrauöur aö viðhalda þekkingu sinni og auka hana meö þvi að sækja ýmiskonar námskeiö i Danmörku og Bret- landi og viö Háskóla tslands i dönskum og enskum bókmennt- um, skólasögu og kennslutækni og uppeldisfræöi. Ég kynntist Jóni Jósep barni aö aldri á heimili þeirra Hofsstaöa- hjóna I Reykjavlk og héldust kynni okkar meöan báöir liföu. Á bernsku- og námsárunum vann Jón Jósep öllum stundum, sem hann var ekki bundinn við skól- ann aö ýmsum störfum einkum viö landbúnað og skógrækt. Eitt sumar á fjóðra áratug aldarinnar vann ég meö Jóni á búi foreldra minna aö Guðlaugsstöðum i Blöndudal og þar vann hann alloft siöar á búi Guömundar bróður mins. Jón Jósep var óvenju skemmti- legur unglingur I samstarfi vegna eldlegs áhuga hans og skyldu- ræknýsamfara yndi hans af hinni lifandi náttúru i kringum hann. Hann unni frá blautu barnsbeini öllu lífi, gróöri og dýrum, og fékk óþreytandi áhuga á skógrækt. Hjá skógræktinni vann hann jafn- hliöa námi slnu I Háskóla tslands á sumrin 1943-’49, og oft síöar. Jón Jósep var fjölhæfur og námsmaöur góöur, og á þvl sviöi sem öörum einkenndi ódrepandi áhugi og samviskusemi ástundun hans og eftirtekju. Hann var vin- margur i skóla og naut þess aö blanda geöi viö félaga sina. Hann var óvenju tilfinningarlkur og tók sér oft of nærri deyfö og áhuga- leysi samtlöar sinnar. Jón Jósep var frábær kennari og lét sér óvenju annt um nem- endur sina. Aö sögn kunnugra, sem ég hefi rætt viö, hygg ég aö á engan sé hallaö, þótt sagt sé, aö Jón Jósep hafi verið vinsælasti kennarinn viö Skógaskóla meöan hans naut viö, bæöi meöal kenn- ara og nemenda. Nokkur sumur var Jón Jósep lausráöinn starfsmaður Land- búnaðardeildar Atvinnudeildar Háskólans á meöan ég var þar deildarstjóri. Aðstoðaöi hann báöa jarövegsfræöingana dr. Björn Jóhannesson og Ingva Þor- steinsson magister. Þar sem ann- arsstaðar var Jón hinn siviljugi og sistarfandi hugsjónamaöur, sem öllum þótti vænt um og mátu aö verðleikum. Haustiö 1958kvæntist Jón Jósep Sigurbjörgu Ottesen, dóttur Pét- urs Ottesen, alþingismanns, glæsilegri og mikilhæfri konu. Hjónaband þeirra varö skamm- vinnt og barnlaust. Siöustu árin var Jón Jósep ör- yrki og ööruhvoru á sjúkrahúsi. Mér hefur alltaf fundist, að Jón Jósep heföi notiö sin bezt sem bóndi I byggö feöra sinna i Skaga- firöi, en þau uröu eigi örlög hans. Nú þegar Jón Jósep er allur, veröur mörgum hugsaö til þessa góöa drengs meö hlýhug og þökk, þökk fyrir vináttu hans og allt sem hann vann þjóö sinni og sam- feröamönnum. Ég votta aöstandendum og vin- um hans innilegrar samúöar. Blessuö sé minning hans. Halldór Pálsson. erlend fréttafrásögn ■ „Hdtelgestir” sofna við sjónvarpstækin. Hótel fyrir börn f Japan ■ Japanir hafa löngum dekrað við börnin sin, en þar eins og ann- ars staðar hafa skapast mikil vandamál með sivaxandi straumi kvenna á vinnumarkaðinn. Mæður verða of þreyttar, of uppteknar til að sinna börnum sinum sem skyldi og rikisvaldið of seint að bregðast við þörfinni á nauðsynlegum dagvistarstofnun- um. Af þessum sökum hafa nú sprottið upp i Japan hundruðum saman svonefnd barnahótel, einkastofnanir sem taka að sér að gæta barna i dagstund, dögum saman, vikum saman og jafnvel mánuðum saman. Barnahótelin hafa lengi tiðkast i Japan fyrir börn barstúlkna og gleðikvenna, en ekki þótt við hæfi fyrir börn „betri” borgaranna. Nýlegar rannsóknir og geysilegur vöxtur i þessari starfsgrein benda hins vegar ótvirætt til þess að þetta hefur nú mikið breyst. Jafn- vel börn háskólamenntaðra mæöra eru nú sett I gæslu á barnahótelunum. Samhliða þessari þróun hafa komið til sögu vandaðri barna- hótel, en ljóst er þó að ástandið er i heildina tekið afar slæmt svo ekki sé meira sagt. Bestu barna- hótelin hafa á sinum snærum sér- menntaðar fóstrur, lækna og ann- að starfslið. Hin eru þó miklu fleiri sem nær væri að likja við dýrabúr. Þar skipta börnin tug- um á hvern starfsmann og eru sett á bása fyrir framan sjónvarpstæki en sjá varla foreldra sina nema um helgar. Japönsk stjórnvöld áæda að um 600 barnahótel sé að finna i Japan, en aðrar heimildir herma að þau séu allt aö tvöfalt fleiri og barnafjöldinn sé að minnsta kosti 100.000. Stjórnvöld sæta nú mikl- um þrýstingi vegna þessa ástands og hafa lofað að fjölga dag- vistunarstofnunum og lengjaopn- unartima þeirra. Eigendur barnahótelanna segjast þó hvergi óttast samkeppni stjórnvalda, þau muni hvergi hafa undan eftirspurninni sem eykst stöðugt hjá þeim. Þýttog endursagt/KEJ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.