Tíminn - 12.05.1981, Blaðsíða 14

Tíminn - 12.05.1981, Blaðsíða 14
Þriðjudagur 12. mai 1981 14 Hausttískan í Bandaríkjunum ■ títi i hinum stóra heimi eru tizkuteiknararnir löngu farnir aö huga að haustinu, þótt hér sé vor- ið enn i hugum okkar, og sumarið tæpast á næsta leiti, meira að segja þó sumardagurinn fyrsti sé löngu liðinn. Þaö þýðir nefnilega ekki annaö, en vera tilbúinn meö tizkuna timanlega, til þess að fólk hafi svigrúm til aö tileinka sér hana meö nokkrum fyrirvara. Efnisvalið i haustfatnaðinum i Bandarikjunum er mjög marg- breytilegt. Nokkuö ber á leðri, kasmirefnum, silki og skinnum. Ungar stúlkur eiga gjarnan að klæðast pilsum úr þykkum ullar- efnum, nánast eins og Gefjunar-teppin góðu lita út. Við þessi þykku ullarpils, sem eru viö og sum hver felld eru stúlk- urnar i hvitum blússum meö pif- um að framan, og utan yfir þeim eru þær I þykkum ullarjökkum, kannski heldur þynnri en pilsin. Um hálsinn eru þær svo meö slæöur eða tóbaksklúta, og um mittið hafa þær fyrirferöarmikil belti úr silfri eða bara einhverj- um öðrum ódýrari málmi. Klæðnaðurinn minnir allmikiö á Indiána og um leið landnema fyrri ára. Þið sjáið stúlku i þess- um klæönaði á mynd hér á sfð- unni. Andstæðan við þennan grófa klæönað er kjóll úr teinóttu ullarefni, sem stúlkan við hliðina klæöist. Þessi kjóll er svolitið karlmannlegur i sniöinu, minnir okkur helzt á jakka, sem nær niöur fyrir hné. Höfundur tízku- fata þessarra tveggja stúlkna er hinn sami, Ralph Lauren. Hann getur greinilega skipt um stil og bindur sig ekki við neitt eitt hvað haustboöskapinn snertir. En það eru fleiri tizkuteiknarar en Lauren, sem þegar hafa sent frá sér haustboðskapinn. Einn er Mollie Parnis, og kjól eftir hana sjáiö þið einnig hér á siöunni. Það er svartur krepkjóll, nokkuð siður, beinn en siðan meö risa- stórum púffermum. Þetta er kvöldkjóll haustsins, sem myndi áreiöanlega klæða marga konuna vel. Annar kvöldkjóll eöa öllu heldur samkvæmiskjóll er hér úr svörtu silkisiffoni með gylltum rósum. Hann er eftir Oscar de la Renta. Finlegur kjóll, en kannski svolitið glitrandi. Eitt er vist, að með honum þarf ekki mikið af skartgripum. Hann skreytir sig svo sannarlega sjálfur. Svört sið kasmlrpeysa með hettu og buxur niður á mitt læri, gætu verið þægilegur klæðnaður, að minnsta kosti á meðan ekki er orðið allt of kalt I veöri. Greini- legt er af teikningunni, aö þetta er fremur hugsað sem hátlöa- búningur en göngufatnaöur, vegna þess að frúin er I hælahá- um, finum skóm. Okkur hefði lik- lega dottiö fyrst i hug, aö þetta væri þægilegur fatnaður fyrir úti- lifsfólk. Og svo er röðin komin að yfir- höfnunum. Þiö sjáið hér tvær hugmyndir. Annaðer slá úr óllvu- grænu efni, brydduð með grænu leöri. Undir er daman i hnébux- um úr röndóttu efni, og yfir öxlina hefur hún blátt og gulllitt sjal. Hin yfirhöfnin er einnig nokkurs konar herðaslá, kölluð „fótboltaslá”. Hún er úr silki- kenndu efni, og niður undan koma svartar silkibuxur. Höfundurinn er Stephen Burrows, en það eru Pinky og Dianne, sem teiknuöu hina slána. Stuttbuxurnar og peysan eru eftir Zoran. Margir tizkuhönnuðir I Banda- rikjunum halda þvi fram, að for- setafrúin I Hvita húsinu hafi þegar haft mikil áhrif á tizkuna, og eigi eftir að hafa þaö, á meöan hún gistir það hús. Frú Reagan og stallsystur hennar og vinkonur hafa verið meö bezt klæddu kon- um Bandarikjanna, eins og reyndar var sagt frá i Heimilis-Tímanum fyrir nokkru, þegar viö skrifuöum þar um Att- urnar, en svo eru nefndar þær átta konur, sem teljast beztu vin- konur forsetafrúarinnar. fb

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.