Tíminn - 12.05.1981, Blaðsíða 16

Tíminn - 12.05.1981, Blaðsíða 16
Þriðjudagur 12. mai 1981 16 íþróttir ■ Jón Sigurösson heiðursfélagi Vals og fyrrverandi borgarlæknir lagöi blómsveig aö styttu séra Friö- riks Friðrikssonar. Timamynd G.E. ■ A hádegi i gær safnaðist fólk saman viö styttu séra Friöriks Friörikssonar stofnanda Vals og á mynd- inni er Pétur Sveinbjarnarson formaður Vais i ræöustól. Timamynd G.E. ■ Hér má sjá Guöbjörn Guömundsson einn af stofnfélögum Knattspyrnufélagsins Vals og heiöurs- félaga heilsa Albert Guömundssyni alþingismanni. Timamynd G.E. Valur 70 ára ■ Knattspyrnufélagið Valur varð 70 ára i gær og af þvi tilefni söfnuðustu ungir sem gamlir Valsmenn saman við styttu af séra Friðriki Friörikssyni stofn- anda Vals og lögðu við hana blómsveig. Afmælis Vals verður minnst á margvislegan hátt; hinar ýmsu deildir félagsins munu halda sér- stök afmælismót sumar hverjar eru nií þegar búnar að gera sitt en aðrar eru eftir og mun ekkert lát verða á slikum mótum Ut árið. í gær var móttaka að félags- svæði Vals við Hliðarenda og var þar margt um manninn. Evrópumeistaramótið í kraftlyftingum ísland í fimmta sæti — hlutu tvenn silfurverðlaun og Skúli setti met ■ Evrópumeistaramótið i kraft- lyftingum var haldiö i borginni Parma á Itaiiu um helgina og átti ísland stóra og sterka sveit á þvi móti. Af árangri landans ber einna hæst Norðurlandamet Skúla Óskarssonar sem hann setti i hné- beygju i sinum flokki á mótinu en Skúli lyfti 320 kg, i bekkpressu lyfti hann 140 kg og i réttstöðu- lyftu lyfti Skúli 310 og hafnaði i fjórða sæti i flokknum sem talinn var sá sterkasti á mótinu. Island hlaut tvenn silfurverð- laun á mótinu og voru þar að verki þeir Jón Páll Sigmarsson og Vikingur Traustason. Jón Páll keppti i 125 kg flokknum og i hnébeygju lyfti hann 322.5 kg i bekkpressunni lyfti Jón Páil 220 kg og i réttstöðulyftunni lyfti Jón Pdll 310 kg. Sviinn Roger Edström sigraði i þessum flokki lyfti 912.5 kg eða sömu þyngd og Jón Páll lyfti hér heima á meistaramótinu um daginn, Jón Páll lyfti 852.5 kg og hlaut annað sætiö eins og áður sagði. Vikingur Traustason keppti i + 125 kg flokknum og hlaut silfur- verðlaunin lyfti samanlagt 800 kg, Andy Kerr Bretlandi varð sigur- vegari i þeim flokki lyfti 935 kg. Kári Elisson varð sjötti i sinum flokki 67.5 og setti Kári þrjú Is- landsmet, 222.5 kg i hnébeygju, 242.5 kg i réttstöðulyftu og samanlagt lyfti Kári 600 kg. Sverrir Hjaltason varð þriðji i sinum flokki 90 kg og setti Sverrir tvö Islandsmet. Sverrir lyfti 302.5 kg i hné- beygju, 187.5 kg i bekkpressu og 332.5 kg i réttstööulyftu sem er Islandsmet og samanlagt lyfti Sverrir 8 22.5 kg sem einnig er Islandsmet. Viðar Sigurðsson varð fimmti i sinum flokki 100 kg og lyfti Viðar 717.5 kg Stevens Bretlandi varð sigurvegari i þeim flokki lyfti 912.5 kg. Arangur landans var samt mjög viðunandi. Island lenti i fimmta sæti af 14 þjóðum og hlaut Island 46 stig en Bretar sigruðu hlutu 116 stig og Sviar urðu i öðru sæti með 80 stig. röp-. Hörku keppni — í Finlux-golf- keppninni ■ Sigurður Pétursson GR varð sigurvegari i fyrsta opna golfmóti ársins Finlux mótinu sem haldið var á golfvellinum á Hvaleyrar- holti um helgina. Leikinn var punktakeppni með 7/8 i forgjöf og áttu með þvi þeir golfleikarar sem eru með háa for- gjöf jafnmikla möguleika eins og þeir sem hana hafa lægsta. Sigurður Pétursson hiaut 35 punkta sem þýðir að hann hafi leikiö 18 holurnar á 74 höggum sem er 4 höggum yfir pari vallar- ins. Þeir Sigurjón Gislason GK og Páll Ketilsson GS komu næstir á eftir Sigurði með 34 punkta og fjóröi varð Sveinn Sigurbergsson GK með 33 punkta. Mót þetta var tveggja daga mót og mjög mikil þátttaka, á annað hundrað keppendur mættu til leiks. röp-. Manch. City - Tottenham 1-1: Skildu jöfn á Wembley — í úrslitum ensku bikar- keppninnar og leika að nýju á fimmtudag ■ Tottenham og Man- chester City skildu jöfn 1-1 eftir framlengdan leik í 100. úrslitaleik FA bikarsins á Wembley leikvanginum á laugardaginn. Félögin veröa því að leika að nýju og hefur leikurinn verið settur á fimmtudaginn og verður hann á Wembley/ en það hefur ekki gerst áður að leika aftur á þeim velli/ heldur hefur oftast verið farið með seinni leikinn eitthvert annað ef þess hefur þurft. Tommy Hutchison hjá Man. City kom mikið við sögu i leiknum á laugardaginn fyrir utan það að vera elsti leikmaðurinn á vellin- um þá gerði hann bæði mörk leiksins. Lengi vel leit út fyrir að þessi leikur yrði Hutchison lengi minnisstæður þvi að á 30. min leiksins skoraði hann 1-0 fyrir City, Ranso fékk boltann út á kantinn og gaf vel fyrir mark Tottenham þar sem Hutchison stóð einn og óvaldur og skallaði hann boltann i markið af löngu færi. Man. City átti mikið i leiknum að minnsta kosti langt fram i miðjan seinni hálfleik, en þá fóru leikmenn Tottenham að koma meir inn i leikinn og sérstaklega eftir að Brooke kom inn á sem varamaður i stað argentiska leik- mannsins Villa. Tottenham átti þá nokkrar hættulegar sóknarlotur en Corri- can markvörður City var þeim erfiður ljár i þúfu varði hvað eftir annað glæsilega. Þó leið ekki á löngu að leik- mönnum Tottenham tækist að jafna og kom markið á 81. min og mátti ekki seinna vera. Og enn var Hutchinson i sviðs- ljósinu en nú vitlausu- megin á vellinum. Brotið var á Ardiles rétt við vitateigslinu City og dæmd auka- spyrna á City. Ardiles renndi knettinum til Hoodle sem skaut beint i Hutchi- son notaði hann sem ,,batta” og af honum fór boltinn i mark City. og þurfti þvi að koma til fram- lengingar. Félögin reyndu frekar að halda fengnum hlut i framlengingunni en að reyna að skora sigurmark- ið. röp-.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.