Fréttablaðið - 13.04.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 13.04.2008, Blaðsíða 4
4 13. apríl 2008 SUNNUDAGUR Missagt var í fyrirsögn fréttar í Fréttablaðinu í gær að Serbar væru sakaðir um líffærasölu. Þar var átt við Kosovo-Albana. Fréttin var að öðru leyti rétt. LEIÐRÉTTING VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Bassel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 11° 10° 6° 6° 8° 13° 12° 12° 13° 16° 20° 18° 11° 19° 15° 33° 22° 13° Á MORGUN Hægnorðlæg átt ÞRIÐJUDAGUR Vestanátt 3-8 um allt land -0 -1 -0 -7 -2 -2 -1 -2 -1 -2 5 4 1 8 9 4 2 2 2 5 5 8 8 8 10 8 5 6 2 2 4 2 RIGNINR SUNNANTIL Úr- koman hófst í nótt og færist smám saman til austurs. Hitastigið verður yfi r frostmarki sunnantil en fer kólnandi norðan- lands. Elín Björk Jónsdóttir Veður- fræðingur DÓMSMÁL Birgir Páll Marteinsson var dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir brot á fíkniefnalöggjöfinni í Færeyjum með aðild að Pólstjörnumálinu. Dómur féll um mið- nætti á föstudag en fyrr um kvöldið var hann fundinn sekur, líkt og Fréttablaðið greindi frá. Þá var hann dæmdur í ævilangt endur- komubann til Færeyja. Birgir hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan 21. september í fyrra. Sigurður Líndal lagaprófessor segir að sér finnist refsingin vera þung. „Ég efast um að dómstólar hér heima hefðu dæmt manninn í þetta þunga refsingu. Ég þekki náttúrlega ekki málavexti, en miðað við það sem fram hefur komið í fjölmiðlum eru sjö ár nokkuð vel í lagt. Vel má vera að eitthvað í röksemd- um réttlæti það, en mér finnst dómurinn þungur,“ segir Sigurður. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að Birgi hafi verið mjög brugðið þegar dómurinn var kveðinn upp. Félagar hans, sem dæmdir voru í málinu hér heima, vonuðu að hann fengi ekki meira en þriggja ára dóm. Í viðtali við færeyska útvarpið sagði hann að sér væri sárast um endur- komubannið til Færeyja, því þar liði honum best. Birgir Páll var dæmdur fyrir að hafa haft um fjörutíu kíló af fíkniefnum í sinni vörslu þann tíma sem Pólstjarnan var við festar í Færeyjum og að hafa aðstoðað við að koma þeim aftur um borð í skútuna. Þá var hann einnig dæmdur fyrir vörslu á tveimur kílóum af fíkniefnum, amfetamíni og dufti til e-töflugerðar, sem hann ætlaði að koma til óþekkts aðila. Hann var sýknaður af aðkomu að skipulagi smyglsins. Fróðlegt er að bera saman dóm Birgis og þeirra aðila Pólstjörnumáls- ins sem dæmdir voru í Héraðsdómi Reykja- víkur. Birgir fær jafnlangan dóm og Alvar Óskarsson, en hann sigldi skútunni frá Danmörku til Íslands, með viðkomu í Færeyjum, ásamt Guðbjarna Traustasyni. Sá síðarnefndi var dæmdur til sjö ára og fimm mánaða fangavistar. Birgir Páll var í Færeyjum sýknaður af því að hafa vitað af efnunum frá Danmörku til Færeyja, en bæði Guð- bjarni og Alvar voru fundnir sekir um aðild að skipulagi smyglsins. Verjendur Birgis hafa tvær vikur til að ákveða hvort áfrýjað verði. Það á eingöngu við um lengd refsingar, því óheimilt er að áfrýja dómi um sýknu eða sekt. Ólíklegt verður að teljast að ákæru- valdið áfrýi. kolbeinn@frettabladid.is Lagaprófessor telur dóm Birgis í Færeyjum þungan Íslendingurinn sem sakfelldur var í Færeyjum var dæmdur í sjö ára fangelsi og endurkomubann til Fær- eyja. Sigurður Líndal efast um að íslenskir dómstólar hefðu dæmt manninn í þetta þunga refsingu. SIGURÐUR LÍNDAL BAR VITNI Guðbjarni Traustason bar vitni í málinu. TEIKNING: JANUS GUTTESEN BIRGIR PÁLL Birgir og Olavur Jákup Kristoffersen verjandi hans í réttarsal. TEIKNING: JANUS GUTTESEN ÞORLÁKSHÖFN „Við íbúar höfum fengið okkur fullsadda af þessu sóðafyrirtæki Lýsi,“ segir Guð- mundur Oddgeirsson, talsmaður íbúa í Þorlákshöfn sem hafa afhent Heilbrigðiseftirliti Suðurlands undirskriftir 527 kosningabærra íbúa í bænum. Þar er því mótmælt að rekin sé fiskhausaþurrkunarverksmiðja í bænum með tilheyrandi lyktar- mengun. Rekstrarleyfi verksmiðj- unnar rennur út í júní og óttast íbúarnir að það verði endurnýjað. Guðmundur segir fýluna nánast ólýsanlega og hún hafi mikil áhrif á íbúa. Fýlan leggist meðal annars í föt og bíla. Heilbrigðiseftirlitið hafi ekki brugðist við fyrri mót- mælum íbúanna og sjái heldur ekki til þess að Lýsi fylgi þeim skilyrðum sem þó séu sett. Hann segir þverpólitíska sam- stöðu gegn verksmiðjunni. „Við höfum orðið fyrir miklum von- brigðum með að fyrirtækið Lýsi, sem núna fagnar sjötíu ára afmæli, skuli láta þetta viðgangast.“ Guðmundur telur um þrjátíu störf tapast með lokun verksmið- unnar. „En við viljum meina að þetta fæli önnur frá. Fyrir tæki hafa verið að skila inn lóðum og hætt að hugsa um Þorlákshöfn sem hugsanlegan stað fyrir fyrir- tækin sín.“ Einnig segir hann dæmi um að fólk hætti við að flytja til Þorlákshafnar þegar það finni fýluna. Íbúarnir hafa óskað eftir fundi með Þórunni Svein- bjarnardóttur umhverfisráðherra vegna málsins. - ovd Íbúar í Þorlákshöfn vilja fiskhausaþurrkun Lýsis burt úr bænum: Lýsisfýlan leggst í föt og bíla AFHENDING UNDIRSKRIFTALISTANS Elsa Ingjaldsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, tók við undirskriftum íbúa. MYND/GKS DÓMAR Í HÉRAÐSDÓMI REYKJAVÍKUR ■ Einar Jökull Einarsson fékk níu ár og sex mán- uði. Var höfuðpaur og skipulagði innflutninginn. ■ Guðbjarni Traustason fékk sjö ár og fimm mánuði. Sigldi efnunum frá Danmörku. ■ Alvar Óskarsson fékk sjö ár. Sigldi efnunum frá Danmörku. ■ Marinó Einar Árnason fékk fimm ár og sex mánuði. Tók við efnunum á Fáskrúðsfirði. ■ Bjarni Hrafnkelsson fékk eitt ár og sex mán- uði. Pakkaði meirihluta efnanna í Danmörku. ■ Arnar Gústafsson fékk eitt ár – skilorðsbundið. Ætlaði að geyma efnin í sumarbústað. HEIMILD: DÓMSAFN HÉRAÐSDÓMS REYKJAVÍKUR BRETLAND, AP Bresk kona, Rachel Leake, sem er í sárri þörf fyrir nýtt nýra, fékk ekki líffæri úr deyjandi dóttur sinni. Dóttir Leake lést eftir veikindi 21 árs gömul. Þrátt fyrir að hún hefði óskað eftir því að móðirin fengi nýrun var ekki orðið við þeirri ósk. Nýru hennar og lifur voru grædd í þrjá ókunnuga einstaklinga. Móðirin er forviða á þeirri ákvörðun en samkvæmt reglum yfirvalda þarf að græða líffærin í þá sjúklinga sem eru í mestri þörf. Talsmenn stofnunarinnar segja þó að um sorglegt tilvik sé að ræða og að mögulega verði reglurnar endurskoðaðar. - ve Móður neitað um líffæri: Fékk ekki nýra úr látinni dóttur TYRKLAND, AP Ítölsk listakona, sem ferðaðist á puttanum til Mið- Austurlanda, fannst myrt í Tyrklandi á föstudag. Giuseppina Pasqualino di Marineo hélt, ásamt vinkonu sinni, í puttaferðalag klædd brúðarkjól og var tilgangurinn sá að vekja athygli á heimsfriði. Hún vildi sýna fram á að hægt væri að treysta á góðvild heima manna. Marineo, sem hefur verið saknað síðan 31. mars, fannst myrt í skógi nærri borginni Gebze. Maður hefur verið handtekinn grunaður um aðild að morðinu en hann vísaði lögreglu á líkið. - ve Ítalskur friðarsinni í Tyrklandi: Myrt á göngu sinni fyrir friði NEPAL, AP Byltingarsinnaðir maóistar hafa sigrað í ellefu kjördæmum af 21 þar sem talningu er lokið í kosningum til nýs stjórnlagaþings landsins. Þingið fær það hlutverk að ákveða nýja stjórnskipan fyrir landið, en ákveðið var í vetur að leggja konungsveldið niður og stofna lýðveldi. Með þessari ákvörðun var maóískum byltingarsinnum gefið tækifæri til þátttöku í stjórn landsins. Útgönguspár úr 61 kjördæmi til viðbótar þar sem talningu er ekki lokið benda til sigurs Maóíska kommúnista- flokksins. Alls eru kjördæmin 240. - sh Talið í 21 kjördæmi í Nepal: Ellefu sæti til maóista í Nepal GENGIÐ 11.4.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 148,096 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 72,91 73,25 143,87 144,57 115,32 115,96 15,458 15,548 14,518 14,604 12,268 12,34 0,7183 0,7225 119,52 120,24 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.