Fréttablaðið - 13.04.2008, Side 80

Fréttablaðið - 13.04.2008, Side 80
24 13. apríl 2008 SUNNUDAGUR sport@frettabladid.is Tónleikaferðir! 2.–6. júlí Bruce Springsteen í Gautaborg 69.900 kr. Verð á mann í tvíbýli 5.–7. september REM í Køben 67.900 kr. Verð á mann í tvíbýli frá Nánar á expressferdir.is eða í síma 5 900 100 14.–15. apríl Björk í London 59.900 kr. Verð á mann í tvíbýli Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, hótelgisting ásamt morgunverði og miði á tónleikana. Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, hótelgisting ásamt morgunverði, rúta til og frá flugvelli og miði á tónleikana. Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, hótelgisting ásamt morgunverði og miði á tónleikana. Bæði hægt að fá miða í sæti og stæði. F í t o n / S Í A Úrslitak. Iceland Express Grindavík-Snæfell 90-71 Stig Grindavíkur: Þorleifur Ólafsson 20 (5 stoðs.), Helgi Jónas Guðfinnsson 14 (5 stoðs.), Jamaal Williams 14, Adama Darboe 13 (7 frák., 6 stoðs.), Páll Axel Vilbergsson 12, Páll Kristinsson 11 (6 stoðs.; 3 stolnir), Ólafur Ólafsson 4, Igor Beljanski 2. Stig Snæfells: Justin Shouse 16 (6 stoðs.), Hlynur Blæringsson 10 (13 frák.), Árni Ásgeirsson 8, Sigurður Þorvaldsson 7, Anders Katholm 7, Slobodan Subasic 6, Jón Ólafur Jónsson 5, Magni Hafsteinsson 4, Sveinn Davíðsson 3, Atli Rafn Hreinsson 3, Guðni Valentínusarson 2. Atlantic-bikar í fótbolta Valur-NSÍ Runavik 5-2 1-0 Birkir Már Sævarsson (33.), 2-0 Pálmi Rafn Pálmason, víti (39.), 2-1 Dejan Stankovic (45.), 3-1 Baldur Aðalsteinsson (48.), 4-1 Pálmi Rafn Pálmason (63.), 5-1 Dennis Bo Mortensen (65.), 5-2 Hjalgrím Elttør, víti (82.). Lengjubikar karla í fótbolta Fram-Haukar 4-0 1-0 Auðun Helgason, 2-0 Auðun Helgason, 3-0 Sam Tillen, 4-0 Heiðar Geir Júlíusson. Stjarnan-Njarðvík 1-3 0-1 Sigurður Karlsson (21.), 1-1 Þorvaldur Árnason (34.), 1-2 Ísak Örn Þórðarson (73.), 1-3 Ísak Örn (82.) Víkingur R.-Þór Akureyri 4-2 0-1 Einar Sigþórsson, 0-2 Hreinn Hringsson, 1-2 Gunnar Kristjánsson, 2-2 Gunnar Kristjánsson, 3-2 Pétur Svansson, 4-2 Gunnar Kristjánsson, víti. Lengjubikar kvenna í fótb. Breiðablik-KR 1-0 1-0 Hrefna Huld Jóhannesdóttir (8.). Hólmfríður Magnúsdóttir, besti leikmaður Íslandsmótsins í fyrra, kom inn á sem varamaður og lék sinn fyrsta leik eftir meiðsli. KR hefur nú unnið alla sína fjóra leiki í Lengjubikarnum. ÚRSLITIN Í GÆR KÖRFUBOLTI Grindavík sýndi allt annan og betri leik í 19 stiga sigri á Snæfelli í undanúrslitaeinvígi liðanna í Iceland Express-deild karla í gær. Grindavík var með frumkvæðið allan tímann og náði mest 25 stiga forskoti í seinni hálfleik. Það voru Íslendingarnir í liðinu sem gerðu gæfumuninn í gær en liðið missti báða stóru útlendinga sína út, fyrst meiddist Igor Beljanski og svo lenti Jamaal Williams í villu- vandræðum og fékk sína fimmtu villu þegar níu mínútur voru eftir. „Við stýrðum hraðanum í tíu mínútur í Stykkishólmi og í 35 mínútur í fyrsta leiknum í Grinda- vík en núna stýrðum við hraðan- um allan leikinn og vorum líka að spila með því fantavörn,“ sagði Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur, sem fannst allir vera búnir að afskrifa hans menn. „Það átti enginn von á því að við myndum vinna leikinn og menn hafa verið að tala um það að við séum hræddir. Við ætlum ekki að gefast upp baráttulaust,“ sagði Friðrik, sem var ángæður með marga menn hjá sér í gær. „Þegar við höfum verið að vinna þessa leiki í úrslitakeppninni hafa Íslendingarnir verið að taka meiri ábyrgð hjá okkur. Ég var mjög ánægður með Þorleif í kvöld og eins með Helga, Pál Axel og Adama. Við lendum síðan í vand- ræðum með stóru mennina og Palli Kristins var frábær í þessum leik. Þetta eru mennirnir sem draga vagninn fyrir okkur og þeir verða bara að mæta í hvern ein- asta leik ef við ætlum að gera ein- hverja hluti,“ sagði Friðrik. Bakverðirnir Helgi Jónas Guð- finnsson og Þorleifur Ólafsson voru í miklu stuði og Páll Kristins- son tók mikla ábyrgð í fjarveru þeirra Igors og Jamaal og spilaði mjög vel. Sex leikmenn í liðinu skoruðu yfir tíu stig og þeir Helgi og Þorleifur voru saman með 34 stig og 8 þriggja stiga körfur en höfðu aðeins skorað 25 stig og 3 þriggja stiga körfur í fyrstu tveim- ur leikjunum. „Við urðum að sýna að minnsta kosti einn góðan leik og við sýnd- um það að við ætluðum ekki að fara í frí strax og náðum okkur í einn leik í viðbót. Við vorum sam- stilltir varnarlega en það hefur verið að klikka hjá okkur í síðustu leikjum þar sem við höfum verið of villtir í vörninni,“ sagði Helgi Jónas, sem fannst vera kominn tími á almennilegan leik hjá sér. „Ég var búinn að vera frekar slakur í síðustu tveimur leikjum og ég ætlaði ekki að láta það endur- taka sig,“ sagði Helgi Jónas, sem var með 14 stig og 5 stoðsendingar og hitti úr 4 af 7 þriggja stiga skot- um sínum. Hlynur Bæringsson fékk óblíð- ar viðtökur frá Jamaal Williams, sem hefur látið fyrirliða Snæfells finna vel fyrir sér í báðum leikj- unum í Grindavík. „Þetta var bara mjög lélegt hjá okkur, hreinlega arfaslakt því við gerðum allt það sem við áttum ekki að gera. Þegar við erum lamdir í byrjun leiks þurfum við bara að láta finna fyrir okkur til baka en ekki fara að væla í dóm- urnum eins og ég og fleiri gerð- um,“ sagði Hlynur, sem segir mun- inn á þessum leik og fyrstu tveimur liggja í frammistöðu síns liðs. „Þetta var nákvæmlega sama Grindavíkurlið en það var hins vegar annað Snæfellslið sem spil- aði þennan leik. Þeir hittu úr þriggja stiga skotunum sínum í dag því þau voru langflest opin og þau setja þessir karlar niður. Þeir geta ekki unnið leiki ef þeir þurfa að skjóta erfiðum þriggja stiga skotum. Við verðum að stoppa þetta og ætlum að gera það á mánudaginn,“ sagði Hlynur að lokum. ooj@frettabladid.is Grindavík ætlaði ekki í frí Grindvíkingar stöðvuðu fjögurra leikja sigurgöngu Snæfells í úrslitakeppninni. Skyttur Grindvíkinga fengu frið og varnarleikur liðsins tók stakkaskiptum. HART TEKIST Á Grindvíkingurinn Jamaal Williams tekur hér Hlyn Bæringsson hálstaki í leik liðanna í Röstinni í gær. VÍKURFRÉTTIR/JÓN BJÖRN FÓTBOLTI Íslandsmeistarar Vals unnu 5-2 sigur á Færeyjameist- urum NSÍ í Atlantic-bikarnum í Kórnum í gær. Gestirnir áttu fyrsta færið eftir rólega byrjun en Valsmenn skoruðu fyrsta markið eftir 33 mínútur. Guðmundur Benedikts- son komst í gegn, lék á mark- manninn og sendi boltann fyrir markið þar sem Birkir Sævars- son renndi honum í netið. Stuttu seinna kom góð sending inn fyrir á Dennis Morthensen sem var rifinn niður og víti dæmt. Úr því skoraði Pálmi Pálmason og Vals- menn komnir í 2-0. Eftir markið sóttu gestirnir mjög og tókst sanngjarnt að minnka muninn. Markið reynd- ist síðasta spyrna fyrri hálfleiks- ins. Baldur Aðalsteinsson hóf seinni hálfleik með glæsilegu marki úr þröngu færi og kom Val í 3-1, og eftir það gáfust gest- irnir í raun upp. Fljótlega eftir það bættu Pálmi Rafn og Dennis hvor við marki og staðan orðin 5- 1 eftir 54 mínútur. Gestirnir náðu að minnka muninn í 5-2 á 82. mínútu eftir kæruleysi í vörn Vals. „Það var mjög ánægjulegt að fá þennan leik. Það var margt jákvætt en um leið fullt af hlut- um sem við getum unnið betur,“ sagði Willum Þór Þórsson, þjálf- ari Vals. „Þetta var flott formleg opnun tímabilsins og þeir voru mjög erfiðir mótherjar,“ sagði Atli Sveinn Þórarinsson, fyrirliði Vals, og honum líst vel á fram- haldið. „Þetta er allt að koma og æfingaferð til Tyrklands skilaði miklu. Markmiðið er Íslands- meistaratitillinn.“ - rag Íslensk lið hafa unnið 4 af 6 leikjum um Atlantic-bikarinn eftir sigur í Kórnum: Valsmenn skoruðu fimm mörk FYRSTI BIKARINN Í ÁR Atli Sveinn Þórarinsson, fyrirliði Vals, tekur við Atlantic-bikarnum eftir sigur Vals í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Deildarmeistarar Keflavíkur tryggðu sér fjórða leikinn í undanúrslitaeinvígi sínu við ÍR með 33 stiga stórsigri á föstudagskvöldið. Jón Norðdal Hafsteinsson átti stórleik í þriðja leiknum og skoraði 18 stig og hitti úr öllum 7 skotunum sínum en hann var „bara“ með samtals 7 stig og 33 prósenta skotnýtingu í fyrstu tveimur leikjunum sem töpust. „Sigurður þjálfari gerði smá taktískar breytingar á liðinu til þess að vekja okkur aðeins og setti mig og Tommy á bekkinn. Það kom ekkert annað til greina en að standa sig. Ég var búinn að eiga tvo slaka leiki í röð og þarna var ekkert annað tæki- færi, enginn morgundagur, það var bara að vinna eða að það yrði ekkert meira,“ segir Jón Norðdal. Jón segir ekkert til í þeim sögusögnum að mórall- inn í liðinu sé ekki góður. „Það er eitthvað búið að vera að skrifa um móralinn hjá okkur en það er alveg frábær mórall í liðinu, innan sem utan vallar. Við strák- arnir erum búnir að spila lengi saman og þekkjumst vel,“ segir Jón. „Þeir voru að koma úr hörku rimmu við KR með bullandi sjálfstraust og það verður ekki af þeim tekið að þeir eru búnir að spila mjög vel. Við byrjuðum illa en komum nú til baka og vonandi gefur þessi þriðji leikur okkur aukakraft í framhaldið,“ segir Jón. Keflavík þarf að breyta sögunni til þess að komast áfram því engu karlaliði hefur tekist að vinna einvígi eftir að hafa lent 0-2 undir. „Það er alltaf gaman að fá að taka þátt í því að breyta einhverju og við lítum á það sem nýtt ögrandi verkefni að verða fyrsta liðið til þess að koma til baka,“ segir Jón, sem segir mestan mun á liðinu hafa verið í vörninni. „Við vorum ekki nógu fastir fyrir í fyrstu leikjunum og ætluðum bara að herða okkur. Það er verið að tala um að við séum að spila gróft, við spilum fast og það er mikill munur á því að vera fastur fyrir eða að spila gróft. Það er bara þannig að við erum komnir í úrslitakeppni og þar er spilað fast,“ segir Jón, sem býst við alvöru leik í Hellinum klukkan 17 í dag. „Þetta verður hörkuleikur, þeir koma örugglega snar- vitlausir til leiks en það gerum við líka.“ JÓN NORÐDAL HAFSTEINSSON HJÁ KEFLAVÍK: VAR MEÐ 18 STIG OG HUNDRAÐ PRÓSENTA NÝTINGU GEGN ÍR Í LEIKNUM Við erum í úrslitakeppni og þar er spilað fast FÓTBOLTI Samkvæmt fréttum í sænska blaðinu Aftonbladet hafa ensku liðin Manchester City og Fulham sýnt Ragnari Sigurðssyni mikinn áhuga en eins eru lið frá Þýskalandi, Frakkland og Ítalíu að fylgjast með íslenska lands- liðsmiðverðinum. „Þeir voru að skrifa um það í sænsku blöðunum að það væri lið að fylgjast með mér og fyrirsögn- in í dag var Eriksson hefur auga á Ragnari,“ sagði Ragnar og á þá við Sven-Göran Eriksson, stjóra Manchester City. „Það eina sem ég get gert er að spila vel og þá gerist eitthvað ef það gerist,“ segir Ragnar, sem finnst verðmiðinn á sér vera kominn út í öfgar. „Ég held að 21 árs miðvörður sé aldrei keyptur á svona mikinn pening því það eru framherjarnir sem eru keyptir á svona mikið. Mér finnst þetta svolítið asnalegt og mér hefur stundum fundist eins og ég sé svolítið ofmetinn. Ef Håkan Mild er með svona verðmiða á mér þá gæti það alveg fælt mig í burtu en ég veit ekki hver er að koma með þessar upphæðir,“ segir Ragnar, sem vann 4-0 sigur á Norrköping ásamt félögum sínum í IFK Gautaborg í gær. - óój Ragnar Sigurðsson hjá IFK: 370 milljóna verðmiði Í GÆR Ragnar Sigurðsson og félagar í IFK Gautaborg unnu góðan sigur í gær. IPA IMAGES/TOMMY HOLL > Sögulegt í Seljaskóla í dag? Keflvíkingar og Grindvíkingar þurfa að endurskrifa sögu úrslitakeppninnar ætli þeir í lokaúrslit Iceland Express- deildar karla því ekkert karlalið sem hefur lent 0-2 undir í einvígi hefur náð að tryggja sér oddaleik, hvað þá að vinna þrjá leiki í röð og komast áfram. Alls hafa sextán önnur lið komst 2-0 yfir í sögu úrslitakeppninnar í einvígjum þar sem þarf að vinna þrjá leiki. Tólf þessara liða hafa unnið einvígin 3-0 en hin fjögur liðin hafa tapað þriðja leiknum en klárað einvígið síðan 3-1 með því að vinna fjórða leikinn.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.