Fréttablaðið - 04.07.2008, Side 28

Fréttablaðið - 04.07.2008, Side 28
Á góðum degi er ekki úr vegi að draga fram Jóa Fel sem býr innra með okkur öllum og baka alvöru bananamuffins til að hafa með morgunmatnum. 450 g spelt 1 msk. lyftiduft 2 egg 200 g hrásykur 1/2 dl olía 4 og 1/2 dl mjólk 3-4 vel þroskaðir bananar hitið ofninn í 200 gráður Blandið saman spelti og lyftidufti í skál. Þeytið saman egg, hrásykur, olíu og mjólk í annarri skál. Blandið innihaldi skálanna saman og bætið bananamaukinu út í. Hellið deiginu í muffinsform og bakið í 15-20 mínút- ur, eða þar til kökurnar hafa lyft sér. LOSTÆTI VIKUNNAR MORGUNMATURINN: Uppáhaldið er ad koma við í Lagkage- huset á Christianshavn (eftir að hafa komið börnunum í skólann) og kaupa mér speltbrauð og rabarbarahorn sem bragðast best á svölunum mínum. SKYNDIBITINN: Ég er ekkert rosa dugleg í skyndibit- anum, en ef hægt er að kalla sushi skyndibita þá klikkar Sticks and sushi á Istegade aldrei. RÓMÓ ÚT AD BORDA: Það er lítill franskur staður á Lars Bjørs stræde sem heitir L’Education Nationale. Hann er í algjöru uppáhaldi. Hann er kannski ekkert neitt voða rómó í útliti, en það er eitthvað sem liggur í loftinu þar. UPPÁHALDSVERSLUNIN: Klárlega Goggle á Elmegade, þegar innkaupin snúast um sjálfa mig. Ef ég er að hugsa um börnin þá er það Elme- børn sem er á Elmegade. Annars er mjög mikið af skemmtilegum verslun- umn á Istedgade þar sem er hægt að finna eitthvað við allra hæfi. BEST GEYMDA LEYNDARMÁLIÐ: Það hlýtur ad vera Islands Brygge, sem hefur blómstrað síðustu árin. Þá má sérstaklega nefna Københavns havnebad og umhverfið þar í kring sem er algjör snilld. BEST VIÐ BORGINA: Það sem mér finnst best vid Kaup- mannahöfn er hvað það er stutt í græn svæði. Maður kemst alls staðar í ein- hverja garða eða leiksvæði þar sem hægt er að eyða heilu og hálfu dögun- um í ró og næði í öllum hamagangn- um. LÍKAMSRÆKTIN: Hjóla, labba, hjóla meira. borgin mín KAUPMANNAHÖFN LÁRA GUÐNADÓTTIR nemi Inga Wonder syngur lag á nýjustu plötu Merzedes Club Í spandexgalla á sviðinu Inga Þóra Ingadóttir gengur undir nafninu Inga Wonder þessa dagana. Hún mun troða upp með Merzedes Club í sumar en hún syngur lagið Des- ire á væntanlegri plötu hljóm- sveitarinnar. Til þess að falla inn í hópinn mun Inga klæðast sérhönnuðum galla úr smiðju Hörpu Einarsdóttur. „Valli sport spurði mig hvort ég vildi verða bakraddasöng- kona Merzedes Club. Svo vildi Barði Jóhannsson endilega að ég myndi syngja eitt lag á plöt- unni. Ég ákvað því bara að slá til,“ segir Inga. Hún er ekki ókunn sviðsljósinu því hún söng í kór í mörg ár og dansaði með Love Guru. Það er kannski ekki á færi allra að klæðast fatnaði í anda Merzedes Club en Inga fer létt með það enda er hún íþróttafræðingur og einkaþjálf- ari. Þegar hún er spurð hvort hún fái einhvern tímann sviðs- skrekk segir hún svo ekki vera. „Ég er búin að vera í fimleikum og að dansa á sviði síðan ég var lítil þannig að þetta er ekkert mál. Mér finnst gaman að koma fram og fá viðbrögð hjá fólki. Það gefur mér kraft,“ segir hún og bætir við að ekki skemmi það stemninguna hvað hún fíli danstónlist vel. Þegar hún er spurð að því hvernig hún haldi sér í formi þá segist hún æfa á hverjum degi enda sé hún Boot Camp þjálfari. „Við þjálfararnir æfum saman í tvo tíma á dag,“ segir Inga Wonder klár í slaginn. martamaria@365.is Bananamuffins í árbít 4 • FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 2008

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.