Fréttablaðið - 04.07.2008, Side 64

Fréttablaðið - 04.07.2008, Side 64
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 Ef þú smælar framan í heiminn þá smælar heimurinn framan í þig, söng Megas um árið og syngur víst enn í nýlegri auglýsingu frá Toyota. Þetta er góð speki og sett fram á svo miklu einfaldari hátt hjá meistara Megasi en hjá þeim sem reyndu að selja okkur „The Secret“- þvæluna. Það borgar sig að brosa, svo einfalt er það. Ætli maður að takast á við lífið með fýlusvip upp- sker maður ekkert nema leiðindi. ÞEGAR ég var yngri þóttu mér gamlar ljósmyndir af Íslendingum frekar niðurdrepandi. Það voru allir svo skelfilega alvarlegir á þeim, störðu svipbrigðalausir í myndavél- ina með samanbitnar varir eins og þeir væru nýbúnir að missa alla fjölskylduna úr svartadauða eða eitthvað þaðan af verra. Með til- komu öflugri myndavéla gat fólk farið að brosa framan í linsuna og enn síðar lærðum við það af Amer- íkönum að segja „sííís“. Hvað síðan gerðist er svolítið á reiki en ein- hverra hluta vegna er mikill fjöldi fólks (einkum kvenfólk) hættur að segja „sííís“ þegar smellt er af og segir þess í stað „mök“ eða „kjöt“ til að fá kynþokkafullan stút á varirn- ar. Það er varla hægt að fletta í gegnum fjölskyldualbúm eða skoða myndir á Facebook án þess að þess- um undarlega myndasvip bregði fyrir. Hvað eiga komandi kynslóðir eftir að halda? Önnur hver mann- eskja er á svipinn eins og þorskur. AUÐVITAÐ er við hinn illræmda tískuiðnað að sakast. Af myndum tískublaðanna má ráða að það sé ekki lengur í tísku að brosa. Fyrir- sæturnar virðast forðast það í lengstu lög að kreista fram svo mikið sem brosvipru út í annað og stara þess í stað út í tómið, með undar legum þjáningarsvip sem á víst að vera kynþokkafullur. Maður verður hálfþunglyndur af því að skoða tískuþættina enda ekki annað að sjá en að fyrirsæturnar sjálfar séu að sálast úr leiðindum – já, og hungri. Ólíkt stjörfum Íslendingun- um á gömlu ljósmyndunum tekst þeim þó að hreyfa eins og þrjá and- litsvöðva með því að skjóta vörun- um örlítið fram og búa til þennan eftirsóknarverða þorskamunnsvip sem allir reyna síðan að apa eftir. ÞETTA er óskiljanlegt. Meira að segja drottning kynþokkans, Mar- ilyn Monroe, brosti þegar kjóllinn fauk upp um hana en var ekki að rembast við að setja setja upp til- gerðarlegan hálfstút. MEÐ speki Megasar í huga má hafa af þessu nokkrar áhyggjur. Við vitum að heimurinn smælar framan í þá sem brosa en hvernig fer fyrir þeim sem takast á við lífið með stút? Sííís! BAKÞANKAR Þórgunnar Oddsdóttur ...ég sá það á visir.is Segir grafhýsi Kleópötru fundið Myndir berast frá Mars Tilfærsla yfir á hægri akrein sviðsett Býst við minni verðbólgu MEST LESIÐ: Glitnir og Byr sameinast síðar í mán ðin m Hlupu inn á flugvöll il að mótmæla brottflutningi Keníabúa Grímseyjarhrottinn á Litla-Hraun Meirihluti stjórne da telur efnahagshorfur slæmar Í dag er föstudagurinn 4. júlí, 187. dagur ársins. 3.13 13.32 23.50 2.13 13.17 0.18

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.