Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.12.2008, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 06.12.2008, Qupperneq 36
36 6. desember 2008 LAUGARDAGUR Þingholtsst. Lindargata Traðarkotssund kj V egh úsas tíg ur Vegamótastígur Smiðjustígur Vatnsstígur Klapparst ígur Bergstaðastræti Sk ól av ör ðu st íg ur Ingólfsstræti H verfisgata H verfisgata H verfisgata H verfisgata Frakkastígur Vitastígur Barónsstígur Laugavegur Laugavegur Laugavegur Laugavegur B ankastræ ti Lækjargata Reiturinn afmarkast af Laugavegi, Vitastíg, Hverfisgötu og Baróns- stíg. Hvað stendur til? Áætlað er að nýbygging Listaháskóla Íslands rísi á reitnum. Vinn- ingstillaga +Arkitekta gerði ráð fyrir rúmlega 13.500 fermetra bygg- ingu en samkvæmt breytingartillögu, sem nú liggur fyrir skipulags- ráði er dregið úr byggingamagni og aukið tillit tekið til eldri húsa á svæðinu. Í lok síðustu viku var formanni skipulagsráðs, Júlíusi Vífli Ingvarssyni, færður undirskriftalisti með 350 nöfnum íbúa mið- borgar ásamt nýlegri samþykkt stjórnar Íbúasamtaka miðborgar. Þar er byggingu Listaháskólans við Laugaveg mótmælt, byggingin sögð of umfangsmikil fyrir svæðið og borgaryfirvöld hvött til að finna skólanum annan viðeigandi stað í miðbænum. Hvar er málið statt? Hjálmar Helgi Ragnarsson, rektor Listaháskólans, sagði nýverið að viðbúið væri að verkefnið myndi frestast og að kennsla hæfist að öllum líkindum haustið 2012. Samson Properties, félag í eigu Björgólfs Guðmundssonar, ætlar að fjármagna byggingu hússins og eiga það. Samkvæmt bréfi til skipulagsráðs eru áform félagsins óbreytt en lánsfjármögnun er þó ekki tryggð „enda vandfundið það verkefni að svipaðri stærð, og rétt byrjað í deiliskipulags- ferli, sem er með trygga lánsfjármögnun“, eins og segir í bréfinu. Leigusamningur við Listaháskólann, til þrjátíu ára, komi til með að auðvelda hana. LISTAHÁSKÓLINN Reiturinn afmarkast af Laugavegi, Vatnsstíg, Hverfisgötu og Klapp- arstíg. Hvað stendur til? Gert er ráð fyrir sambærilegri byggð og fyrir er á reitnum, íbúða- byggð í bland við verslanir og þjónustu þar sem verslanir verða á jarðhæðum og íbúðabyggð á efri hæðum húsanna. Gert er ráð fyrir að húsið við Laugaveg 23 verði rifið sem og tvö bakhús auk þess sem húsið við Hverfisgötu 42 verður rifið. Hvar stendur málið? „Það er til samþykkt deiliskipulag fyrir reitinn og við hugsuðum þetta verkefni í framhaldi af Hljómalindarreitnum,“ segir Hanna G. Benediktsdóttir, fjármálastjóri Festa ehf. sem standa fyrir fram- kvæmdum á reitnum. Hún segir framkvæmdir því bíða að sinni. VATNSSTÍGUR – KLAPPARSTÍGUR Hvað stendur til? Bygging og rekstur sérhannaðs tónlistar- og ráðstefnuhúss við svokallað austurhafnarsvæði. Unnið samkvæmt samningi milli Eignarhaldsfélagsins Portus og Austurhafnar-TR en það síðar- nefnda er fyrirtæki í eigu ríkisins og Reykjavíkurbogar. Hvar er málið statt? Líkur eru á að Austurhöfn taki yfir byggingu tónlistarhússins þar sem Portus, sem ætlaði að byggja og reka húsið, er komið í þrot og mun ekki koma frekar að málinu. Viðræður standa yfir milli Austurhafnar, Íslenskra aðalverktaka, stærsta verktakans sem kemur að byggingunni, og Landsbankans, aðaleiganda Portus. Júlíus Vífill Ingvarsson, sem situr í stjórn Austurhafnar, sagði nýlega að ljóst væri að verkið myndi dragast og að húsið yrði ekki tilbúið í desember 2009, eins og upphaflega var lagt upp með. Talið er að kostnaður við að ljúka byggingu hússins verði um níu til tíu milljarðar. Upphaflega áttu ríkið og Reykjavíkurborg að leggja 600 milljónir árlega í rekstur hússins í 35 ár. Stefnt er að því að aðkoma Austurhafnar verði með breyttu sniði og beinu eignarhaldi. TÓNLISTAR- OG RÁÐSTEFNUHÚS Óvissa um framkvæmdir í borginni Slæm staða efnahagsmála hefur mikil áhrif á framkvæmdir í miðborg Reykjavíkur. Blaðamennirnir Olav Veigar Davíðsson og Hólm- fríður Helga Sigurðardóttir skoðuðu nokkrar framkvæmdir og ræddu við framkvæmdaaðila um stöðu mála. Hvað stendur til? Húsið verður fært í sem mest upprunalegt útlit þótt stór hluti þess verði end- urbyggður, risið hækkað og kjallarinn dýpkaður auk þess sem byggt verður við húsið á baklóð. Í húsinu verður verslunarrekstur og skrifstofur. Hvar er málið statt? Framkvæmdir standa yfir og er jarðvegsvinnu í kjallara og á baklóð hússins að ljúka. Áætlað er að steypuvinna hefjist í byrjun janúar. „Vonandi fer að leysast úr málum í bankaheiminum en hingað til höfum við framkvæmt fyrir eigið fé,“ segir Páll Kolbeinsson, stjórnarformaður og einn eigenda verslunar Sævars Karls sem á húsið. Hann segir verkið vera á áætlun. „Það hefur ekkert breyst en maður verður að viðurkenna að maður hefur tekið hvern dag og hverja viku fyrir sig,“ segir Páll. ÞINGHOLTSSTRÆTI 2 TIL 4 Hvað stendur til? Á reitnum eru hús sem skemmdust mikið í eldi 18. apríl 2007. Húsin eru í eigu Reykjavíkurborgar og er gert ráð fyrir að þau verði færð til eldra horfs eða lagfærð. Einnig er gert ráð fyrir nýbyggingum í eldri stíl á reitnum. Hvar er málið statt? Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar verður lögð fyrir í næstu viku en þá kemur í ljós hversu mikla áherslu borgaryfirvöld leggja á uppbyggingu á reitnum. Kristín Einarsdóttir, aðstoðarsviðsstjóri Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar, segist búast við að eitthvað þurfi að hægja á framkvæmdum. Vegna stöðu efnahagsmála hafi auðvitað allar forsendur breyst. Borgarráð hafi veitt fjármagni til rannsóknar- og hönnunarvinnu á reitnum. Hún segir fornleifarannsóknum lokið og nú sé unnið að því að mæla og kortleggja húsin. AUSTURSTRÆTI – LÆKJARGATA Reiturinn afmarkast af Laugavegi, Klapparstíg, Smiðjustíg og Hverfisgötu. Hvað stendur til? Á reitnum er gert ráð fyrir sjö hæða hótelbyggingu, verslunum, veitingastöðum, skemmtistöðum og skrifstofuhúsnæði auk þess sem opið upphitað torg verður á miðjum reitnum. Rífa á húsin við Laugaveg 19, 19a og 19b auk húsanna við Smiðjustíg 4, 4a og 6, Hverfisgötu 26, 28, 32, 32a, 32b og 34. Þá verður húsið við Klapp- arstíg 30, sem áður hýsti skemmtistaðinn Sirkus, rifið. Hvar er málið statt? Fjármögnun framkvæmdanna er ekki tryggð en þær eru á áætlun. „Við ætluðum okkur alltaf að fá deiliskipulagið í gegn áður en við færum í að ganga frá fjármögnun,“ segir Hanna G. Benediktsdóttir, fjármálastjóri Festa ehf. sem standa fyrir framkvæmdunum. Hún segir deiliskipulag í kynningu hjá borgaryfirvöldum og bindur vonir við að jarðvinna hefjist næsta haust. HLJÓMALINDARREITUR – SIRKUSREITUR Hvað stendur til? Húsin við Laugaveg 4 og 6 eru ásamt húsinu við Skólavörðustíg 1a í eigu Reykjavíkurborgar. Til stendur að gera húsin upp og að útlit þeirra verði sem næst upprunalegu. Byggt verður á milli húsanna og þau tengd saman. Hvar er málið statt? Kristín Einarsdóttir, aðstoðarsviðsstjóri Framkvæmda- og eigna- sviðs Reykjavíkurborgar, segir undirbúning framkvæmda við Lauga- veg 4 og 6 skemur á veg kominn, en framkvæmdir við Lækjargötu og Austurstræti enda stutt síðan gengið var frá skipulagi fyrir húsin við Laugaveg. Að sama skapi verði að gera fyrirvara um fjármögn- un á því verki. LAUGAVEGUR 4 TIL 6 HORN LAUGAVEGS OG VATNSSTÍGS Hvað stendur til? Reiturinn tekur til húsanna við Laugaveg 33, 33a, 33b og 35 auk Vatnsstígs 4 og bakhúsa. Í fyrstu var stefnt að því að öll húsin yrðu rifin en Ágúst Friðgeirsson, eigandi ÁF-húsa ehf., segir arkitekt nú vinna að nýjum tillögum þar sem húsin við Laugaveg fái að standa endurnýjuð en bakhúsin verði rifin. Á reitnum er gert ráð fyrir verslunar- og þjónustuhúsnæði auk íbúða. Hvar er málið statt? Deiliskipulag er í vinnslu. „Það á eftir að reyna betur á fjármögn- unina en ég tel það mál vera nokkuð jákvætt,“ segir Ágúst. Hann horfir til þess að framkvæmdir geti hafist næsta vor, „með betra ástandi efnahagsmála“. Hvað stendur til? Eldra hús var flutt af reitnum og til stendur að byggja nýtt hús í sama útliti og það eldra á reitnum. Í húsinu verður verslunar- og þjónusturými auk íbúða á efri hæðum. Hvar er málið statt? „Vegna ástandsins og stöðu bankanna er þetta verkefni í bið,“ segir Emil Emilsson, annar eigenda Laugavegs 74 ehf. Hann segir framkvæmdir hafa stöðvast mánaðamótin júlí/ágúst. „Þetta er bara ein óvissa og við sjáum ekki að það sé bjart fram undan í þessum geira,“ segir Emil um framhaldið. LAUGAVEGUR 74
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.