Tíminn - 08.06.1986, Blaðsíða 9

Tíminn - 08.06.1986, Blaðsíða 9
Sunnudagur8. júní 1986 Tíminn 9 Fiskeldisáhugi stóraukist Hefur stofnunin skilad því hlut- verki sínu að vera leiðandi í fisk- eldismálum og frumkvöðull á því sviði? „Að ýmsu leyti hefur tekist vel til. Stofnunin stóð að byggingu Laxeld- isstöðvar ríkisins í Kollafirði upp úr 1960 og þar hefur verið unnið braut- ryðjendastarf á sviði gönguseiðaeld- is og hafbeitar. Hins vegar hefur stofnunin aldrei fengið fjárhagslegan stuðning til að ráða viðbótarstarfs- krafta á sviði fiskeldis svo þeim málum hefur lengst af verið sinnt af einum sérfræðingi, sem hefur verið öldungis ófullnægjandi. Fjármagn til fiskeldisrannsókna hefur ekki verið fyrir hendi fyrr en á allra seinustu árum og aðstaða til sjóeldis í kerjum á landi hefur ekki verið fyrir hendi. Sá þáttur hefur því óhjákvæmilega orðið út undan. Nú hefur fiskeldisáhugi stóraukist og það þarf að stórefla Veiðimála- stofnun sem rannsókna- og leiðbein- ingaaðila á þessu viði, sem fyrr segir. Tilkoma deilda úti á landi kemur til með að auðvelda leiðbeiningaþjón- ustu víða um landið. Hins vegar má benda á að uppbygging í fiskeldi hér á landi er að mörgu leyti óeðlilega hröð miðað við þann þekkingar- grunn sem fyrir hendi er.“ - Er líklegt að eitthvað af þeim stöðvum sem verið er að byggja lendi í vandræðum? „Ég vona að flestar þessara stöðva nái að koma sér vel á strik, en það er hætt við að einhverjir eigi eftir að brenna sig á þessu. Möguleikar í fiskeldi eru miklir, en það er spurn- ingin hvort menn hafi næga þekk- ingu til að byggja á. Undirbún- ingsvinna og rannsóknir hafa ekki verið nægilegar. Við erum fyrst núna að fá fjármuni inn í rannsóknir þ.e. Rannsóknarráð er að veita styrki til rannsókna. Þetta hefði þurft að gerast fyrir 10-15 árum síðan.“ Væri ekki eðlilegt, að við fslend- ingar reyndum að beina athyglinni meira að okkar stofnum, sjóbirtingi og sjóbleikju, og reyna með því að skapa okkur sérstöðu ? „Nei. Laxinn hefur verið verð- mætasti fiskurinn fram til þessa og það er ýmislegt athyglisvert að gerast á laxamörkuðunum. Stærsti laxinn hefur verið í hæstu verði, 4-5 kílóa lax hefur verið besta söluvaran. Seinustu ár hefur hins vegar stefnt í það að minni laxinn yrði jafn verð- mætur. f>ví er spáð að mesti markað- ur á næstu árum, verði fyrir lax á bilinu 1,5 tiI-2 kíló. Miðað við þær fórsendur eru möguleikar okkar í laxeldi betri en hjá mörgum öðrum. Þá meina ég þessar íslensku leiðir sem notaðar hafa verið til þess að ala laxinn eins og um kjúkling væri að ræða. Ala hann við kjörhita alveg frá því hann er seiði og þar til sláturþyngd hefur verið náð. Á seinasta ári framleiddum við í Kollafjarðarstöðinni 600 gramma eins árs gönguseiði með því að halda kjörhita allan tímann. Venjuleg gönguseiði eru á þessum tíma um 40 grömm að þyngd en þau eru geymd í köldu vatni í meira en hálft ár. Með þessu móti getum við framleitt 3ja kílóa lax á ári skemmri tíma heldur en Norðmenn. Okkar forskot liggur í því að þeir hafa ekki þá orku sem við getum notað í laxeldinu. Þeir notast við náttúrulegar forsendur hjá sér. Hins vegar tel ég eðlilegt að huga að bleikjueldi f ferskvatni þar sem aðstæður henta betur til slíks, t.d. þar sem orku vantar til að halda kjörhita fyrir lax. Ekki er ósennilegt að fiskeldi sem aukabúgrein verði að stórum hluta á sviði bleikjueldis." Útflutningur Höfum við hugað nægilega að þeim mörkuðum sem við hyggjumst veita afurðunum á? „Nei. Það er alveg á hreinu. Hins vegar eru markaðir nú einu sinni þannig að þeir vinnast ekki fyrr en menn geta farið að selja eitthvað. Ég vonast til þess að við í laxeldinu getum notfært okkur þau útflutningssambönd sem bæði SH og SÍS og fleiri aðilar hafa. Útflutning- urinn er byrjaður. ÍSNO hefur í mörg ár flutt út undir norskum vörumerkjum. Vogalax hefur selt talsvert magn af hafbeitarlaxi til Bandaríkjanna. Kollafjarðarstöðin seldi hafbeitarlax til Bretlands og Japans í fyrrasumar. Þannig eru menn aðeins farnir að þreifa fyrir sér með útflutning. Heildarframleiðslan í landinu er ekki mikil, hún var í fyrra í kringum 150 lestir." Ef við lítum til Noregs, og skoðum hversu ör þróun hefur orðið þar síðastliðin fimmtán ár, má þá ekki áætla sem svo að við höfum haldið illa á spöðunum, þar sem við erum enn að slíta bernskuskónum í fiskeldinu? „Sé hafbeitin undanskilin má. segja að við höfum tekið tiltölulega seint við okkur, að nýta okkar möguleika. Hins vegar verður að líta til þess að þær eldisaðferðir sem við notum hér á landi eru miklum mun kostnaðarsamari en hjá Norð- mönnum, nema þá helst hafbeitin. Við höfum séð að hún er arðbær, sérstaklega við hlýrri hluta landsins, við Suð-vesturland. Hinar aðferð- irnar, að ala lax í kerjum á landi, komu ekki til fyrr en um 1977, þegar byrjað var á því suður í Húsatóftum í Grindavík. Á þeini tíma hefði þurft að veita í þetta peningum til þess að undirbyggja betur það sem koma skyldi. Laxaeldi er tiltölulega auðvelt hjá Norðmönnum. Þeir þurfa ekki ann- að en fljótandi búr. Þessi búr geta verið tiltölulega einföld og ódýr vegna hagstæðra aðstæðna frá nátt- úrunnar hendi. Þær rannsóknir sem Norðmenn hafa framkvæmt geta vissulega kom- ið okkur til góða. Við getum notað fóður frá þeim, en við verðum að rannsaka okkar eigin laxastofna. Það er fullt eins líklegt að okkar eigin stofnar henti fyrir þann eldis- feril sem virðist hvað álitlegastur, þ.e. hraðeldi." Af hverju höfum við farið svo seint af stað? „Þetta er fremur spurning fyrir þá sem ráðið hafa opinberum fjármál- um. Uppbyggingu fiskeldisfyrir- tækja er ekki miðstýrt af neinum stofnunum nema þá í gegnum lána- og styrkjakerfi viðkomandi atvinnu- greinar. Af einhverjum ástæðum virðist ekki hafa verið vilji fyrir því að efla þetta fyrr en á seinustu tveimur árum. Nú verður maður að vona, að ekki verði offjárfesting í fyrirtækjum en vanrækt að efla rann- sóknastarfsemi sem aflar grunnþekk- ingar fyrir þessa atvinnugrein. Undanfarið ár hefur orðið nokkuð jákvæð þróun í rannsóknamálum, en það er rannsóknarsjóður sem stofnanir sækja um fjármagn í til einstakra verkefna.“ Er rétt að kalla fiskeldi aukabú- grein? Menn eru víða að ganga til samstarfs við erlenda aðila um stór- fellt fiskeldi. „Ég tel eðlilegt að þetta tvennt fari saman, bæði að fiskeldi sé stund- að sem aukabúgrein og einnig í stórum einingum. Þetta er þó háð þeim eldisaðferðum sem notaðar eru og hvernig þær henta. Silungs- eldi í tjörnum með öðrum búskap gæti kallast aukabúgrein, en-þegar þetta er orðið viðameira veitir svo sannarlega ekki af því að einn maður sé við þetta í fullu starfi. Það er eitt sem ekki má gleyma, og er lykilatriði í fiskeldi hér á landi. Það er jarðhitinn. Hann er okkar sterki punktur sérstaklega í sam- bandi við seiðaeldið. Við getum fyrir *»*wsaSsj 155**" mwrn^- - .mx»* sx'.T 'W'f !TT *>'*> WfrSSiVi^*j|| . w k »r T rw m * # ■ >v nism* : »r**~*-~ zmwMmi+sr> mmiiri Mmiijijr tilstilli jarðhitans framleitt á einu ári mjög stóran fisk, sem fyrr segir, en jafnframt takmarkar jarðhitinn fjölda þeirra staða, sem hafa mögu- leika til fiskeldis. Það sem Norð- menn hafa gert, að minnka ein- ingarnar og gera fiskeldi að byggða- pólitísku máli held ég að gangi engan veginn hér hjá okkur. f Noregi má nánast stunda laxeldi í hvaða firði sem er og takmarkandi þættir eru atriði eins og samgöngur og aðdrættir. Hér á landi er fiskeldi bundið við staði með gott kalt vatn og jarðhita. Það þarf því að gjörnýta aðstöðuna á þessum stöðum." Hvað finnst þér um mikla sölu á seiðum út úrlandinu. Erhún afhinu góða? „Já, ég er þeirrar skoðunar, að við gerum rétt með því að nýta þessa útflutningsmöguleika meðan. þeir eru fyrir hendi. Þetta hjálpar þeim sem eru að fara af stað í fiskeldi, til að greiða niður kostnað við upp- bygginguna. Hins vegar er spurning- in sú hversu lengi við getum flutt út seiði og kannski eru margir að fara af stað í dag, sem ekki eiga mögu- leika á að flytja út. Maður hefur heyrt, að t.d. Noregsmarkaður verði ekki mikið lengur við lýði. En á móti kemur að nýir aðilar eru að koma inn og frar kaupa talsvert magn af okkur í ár. Seiðaútflutningurinn er mjog við- kvæmur, Það má í raun og veru ekkert koma upp í þeim stöðvum sem flytja út seiði, sérstaklega að því er varðar sjúkdóma, þá lokast allt. Þess vegna þurfa menn að hugsa sig vel um og hafa einhverja aðra mögu- leika en útflutning. Þar kemur til greina áframhaldandi eldi, sala innanlands eða hafbeit." Verðmæti úr hafi Ef þú lítur fram á við. Hvað gætum við verið að tala um mikil verðmæti eftir tíu ár? „Ég vil nú ekki gerast spámaður um þessi mál. Við erum ekki í þeirri aðstöðu sem Norðmenn, en þar fer öll seiðaframleiðsla til eldis í sjóbúr- um. Þeir geta því framreiknað sig frá seiðum. Við vitum ekki hversu mikið af okkar framleiðslu fer í útflutning né hversu mikið verður notað innan- lands, hvorki í eldi né hafbeit. Hér á landi eru möguleikar á að nýta fiskinn það fjölbreyttir að ekki er gott að sjá fyrir hver framleiðslan verður.“ Gagnrýni hefur orðið vart, að Veiðimálastofnun hvetji menn til þess að sleppa ólíkum laxastofnun í hinar ýmsu ár á landinu? „Þegar horft er til baka verður að líta til þess að þegar fiskrækt og fiskeldi voru að fara af stað var ekki um annað að velja en taka seiði frá þeim stöðvum sem fyrir hendi voru og flytja á hina ýmsu staði, ef menn á annað borð ætluðu að stunda fiskrækt. Sumar ár sem eru þekktar laxveiðiár í dag voru ræktaðar upp með þessu móti svo sem Laugardalsá við Djúp, Selá í Vopnafirði og Fnjóská sem og hafbeitarstöðvarnar í Kollafirði og Lárósi þar sem aldrei hafði verið lax. Nú hefur stöðvum fjölgað og þær eru komnar í lands- hlutana, t.d. Hólastöðin, sem er raunverulega byggð og hönnuð eftir þeirri forskrift að í hana eru teknir stofnar úr öllum ám á Norðurlandi vestra, og sömu stofnum skilað í árnar aftur. Hólastöðin ereign veiði- félaganna á svæðinu og það er henn- ar hlutverk að sinna þeirra seiða- þörfum. Stöð í eigu veiðibænda og fleiri aðila er að Laxeyri í Borgar- firði, sem hefur sama markmið og Hólastöðin fyrir norðan. Sú gagnrýni sem nefnd er í spurn- ingunni á ekki við rök að styðjast. Veiðimálastofnun hefur ekki laga- legan grundvöll til að miðstýra seiða- sleppingum í landinu. Hún er ein- göngu ráðgefandi aðili á þessu sviði og sérfræðingar stofnunarinnar mæla yfirleitt með því að nota stofn úr viðkomandi á til sleppinga. Hins vegar er stundum erfitt að fá laxa- seiði ættuð úr viðkomandi á og er þá oft farin sú leið að fá stofn úr nærliggjandi á. Afstaða Norðmanna í nýlegri reglugerð er sú, að telja lax sem veiddur er í sjó í nágrenni árinnar sem stofn úr ánni. Þeirra afstaða er því ekki eins stíf og af er r r IURVALI Öflugar sagir úr sænsku gæðastáli. Tangir og naglbítar. V-þýsk og örugg áhöld. Boltaklippur, topplyklasett, lausir lyklar, skiptilyklar, skrufjárn, sporjárn o. fl. Kaupfélögin um land allt. Sambandiö byggingavörur, Suðurlands- braut 32. Bensínstöövar Essoog víöar. Umboð: Verslunardeild Sambandsins ystir! og steinborar. em fagmaöurinn Útsölustaöir:

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.