Tíminn - 08.06.1986, Blaðsíða 19

Tíminn - 08.06.1986, Blaðsíða 19
Sunnudagur 8. iúní1986 Tíminn 19 MYND BANDA SÍÐAN yndbandaáhorfendur geta farið að setja upp smekkinn, því þeim er boðið til kræsi- legrar veislu í sumar. JB Myndbönd munu gefa út glænýja ástralska smáseríu, Tusitala, um líf og list Robert Louis Stevenson, þess er reit Gulleyjuna. Með aðalhlutverk í Tusitala fer John McEnery. TeflLvar að gefa út Mad Max 3, Beyond Thunderdome, Martin’s Day með Richard Harris og James Coburn, unglingamyndina Trackdown, og Dead Man’s Folly, sem gerð er eftir sögu Agötu Christie, með þeim Peter Ustinov og Jean Stapleton í aðalhlutverkum. Einnig er fyrsta Dirty Harry myndin væntanleg hjá Tefli, svo og The Little Drummer Girl, gerð eftir sögu John Le Carré, með Diane Keaton í titilhlutverki og Purple Hearts með Cher- yl Ladd og Ken Wahl. Svo er það rúsínan: Spielberg myndin Gonnies, kemur á markaðinn í júní! Steinar bjóða landanum Cocoon með Don Ameche, Chase með Jennifer O’Neill, Farewell my Lovely með Robert Mitchum og Charlotte Rampling, Aut- hor, Author með A1 Pacino og Dyan Cannon, Sophie’s Choice með Meryl Streep, sem orðin er hokin af Óskars- verðlaunum og tilnefningum til sömu, og hina spennandi sögu Sidney Sheldon, If Tomorrow Comes, sögu ungrar konu, sem saklaus lendir í fangelsi, en gerist ekki glæpakvendi fyrr en að fangelsisvist lokinni. Madolyn Smith leikur Tracey og David Keith úr Gulag er henni til halds og trausts. Gerið þið svo vel! NÝTT BARNAEFNI Smáfólkið er líklega þakklát- ustu áhorfendur myndbanda, en því er þó lítið sinnt, hillur mynd- bandaleiganna eru sorglega snauðar af barnaefni. Þó eru nokkrar góðar teiknimyndir á markaðinum - má þar nefna He-Man og Masters of the Universe, She Ra prinsessu og hina vinsælu Bugs Bunny og félaga, Andrés Önd og hans félaga og síðasta en ekki sísta Strumpana. Minnstu áhorfendurnir taka ástfóstri við þessar glaðværu fígúrur og vilja gjarnan sjá sömu spóluna aftur og aftur, rétt eins og þeir sem uxu úr grasi fyrir vídeóvæðinguna vildu alltaf heyra sömu söguna fyrir svefninn. Fullorðnum finnst kannski sumt af þessu efni væmið, en það er greinilegt að minnstu áhorfendurnir kunna vel að meta það litla sem fyrir þá er gert. Af myndum fyrir alla . fjölskylduna er heldur ekki um auðugan garð að gresja, þó er eitthvað af leiknum Walt Disney myndum til á Íeigunum. Hina fyndnu og heillandi Búra er einnig hægt að leigja handa smáfólkinu, og þó að þeir séu þekktirúrsjónvarpinu, eða jafn- vel þess vegna, eru þeir vinsælt efni. Það er Prúðuleikarapabb- inn Jim Henson sem skapaði þetta vandaða barnefni um litlu neðanjarðarverurnar. Börn vilja fá að horfa á vídeó, sé það til staðar á heimilinu, og það er ólíkt hollara fyrir þau, að fá að njóta græskulauss gamans eða smáhasars, en að þurfa að setja sig inn í tilfinningaflækjur full- orðins fólks, vegna þess að leig- an á horninu á ekkert nema efni á borð við Dallas og Dynasty. Börn fullorðnast nógu fljótt á gervihnattaöld, þeim er nauð- synlegt að fá að vera börn eins lengi og kostur er á. Af öðru leiknu barnaefni má benda á tvær Heiðumyndir, hugljúft efni um svissnesku fjallastúlkuna og afa hennar, Litla bragðarefinn, fjörug Copp- ola-mynd, um ungan Houdini, svo og teiknimyndina Eldur og ís, sem er saga af frummönnum, gerð af Ralph Bakhsi. í henni berst fólkið í Fire Keep gegn útrýmingu af hendi hins illa, Nekrons lávarðar. Það ereflaust dýrt að setja íslenskt tal inn á myndir sem ætiaðar eru börnum á forskólaaldri, en með tillit til vinsælda Strumpanna á ís- lensku, er máski von til þess að framhald verði á slíku. Það ætti líka að falla í kramið hjá áhuga- fólki um verndun íslenskrar tungu, að smáfólkið hefði frekar hið ástkæra, ylhýra í eyrunum, en misjafnlega skýrar útgáfur af útbreiddustu tungu veraldar - ensku. THE NEVER ENDING STORY Sagan óendanlega er afar góð afþreying fyrir alla fjölskylduna. Hún er um tíu ára dreng, sem býr með jarðbundnum föður sínum, en móðir hans er látin. Hann kemst yfir Söguna óend- 110 NErns A l'RIF.NI) I INDS A WORl.DTHATNMT)S A lll I 1 ■ CH BfSÍninio alinklex li.pvrkn.-t Ifct ieoofcnoCtrd >wj»s innkinoilbo and Ikc <í»b.<tint>k iwfc*Hian! ÖH(» BnWdkbcraft >ou< rjtt. fSLENSKUR TEXTI 31 The NeverEnding Stdry VINSÆLDALISTIMYNDBANDALEIGANNA 1. (1) Prizzis Honor 2. (2) Pale Rider 3. (6) Fletch 4. (3) Vitnið 5. (4) Night in Heaven 6. (5) Seven Ups 7. (7) St. Elmors Fire 8. 0) Plenty 9. H Mad Max 10. H Twice In a Livetime SERIUR 1. Blood and Orchids 2. Sperfields Daughters 3. Jack Holburn 4. Feigöarsýn 5. Tvö á flótta 6. Fatal Vision 7. Kane and Abel 8. Golden Pennies 9. Erfinginn 10. Metoröastiginn anlegu hjá gömlum bóksala - söguna um Fantasíu, landið sem ógnað er af Ekkertinu. Hann verður smám saman virkur þátt- takandi sögunnar og að lokum hvílir það á hans herðum að bjarga Fantasíu, sem Ekkertið er að leggja í eyði, vegna þess hve fólk er tregt til að trúa á ævintýri og töfra. Hinar ýmsu töfraverur verða á vegi okkar, svo sem kappsnigill, lukkudreki, ljúfur risi og þríhöfða borgarar Fantasíu. Tæknibrellur eru óspart not- aðar og af mikilli snilld. Áhorfandinn tekur virkan þátt í afdrifum drengsins Atla, sem er innri maður Sebastians, drengsins sem er að lesa Söguna óendanlegu... Myndin er gerð 1984, leik- stjóri er Wolfgang Petersen, sýningartími er 90 mínútur. Fín mynd! A Sjómannadaginn Sendum öllum íslenskum sjómönnum árnaðaróskir á hátíðisdegi þeirra. SKIPADEILD SAMBANDSINS H SAMBANDSHÚSINU REVKJAVÍK SÍMI 28200

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.