Tíminn - 03.06.1987, Blaðsíða 5

Tíminn - 03.06.1987, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 3. júní 1987 Tíminn 5 Halldór Asgrímsson sjávarútvegsráðherra: Þrjár íeiðir til stjórnunar fersk f iskútf I utnings ' _ _ ■ /■ . x • .. # • / x / . #■ . . ■ ». - í gegnum kvóta, verðjöfnunarsjóð og útflutningsleyfi. Forsendan er ákveðin samstaða meðal hagsmunaaðila Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra sagði í samtali við Tímann í gær að þrjár leiðir kæmu til greina eða einhvers konar sam- bland af þeim, til þess að takast á við þann vanda sem skapast hefur vegna aukins útflutnings á ferskum fiski annars vegar og hráefnaskorti hjá fiskvinnslufyrirtækjum hins vegar. Þessar þrjár leiðir eru: 1) að beita heimildum sem gefast undir núverandi fyrirkomulagi fiskveiði- „Okkur líst ágætlega á það að ferskfiskútflutningurinn ráðist af þjóðhagslegum forsendum," sagði Kristján Ragnarsson við Tímann í gær þegar hann var inntur eftir áliti útgerðarinnar á hugmyndum Verkamannasambandsins um ák- veðna takmörkun á útflutningi á ferskum fiski. „Það hefur verið þjóðar hagur að selja ferskan fisk. Af hverju erum við að selja kola í Bretlandi, karfa og ufsa í Þýska- landi þegar það fæst fyrir það ef ég man rétt 188 milljónir miðað við skráningu á verðinu hér heima en 727 milljónir í brúttótekjur af þessu erlendis? Þetta er þjóðhags- lega hagkvæmt og af hverju ætli fiskvinnsluaðilar, sem eru að lang mestum hluta að flytja þennan fisk út að vera að því nema þeir sjái að það er þjóðhagslega hagkvæmt. Þeir sjá sér hag af því sem um leið er þjóðhagslegur hagur,“ sagði Kristján Ragnarsson ennfremur. Aðspurður um hvort þetta gilti einnig um útlutning á þorski sagði Kristján það rétt að það væri ekki eins arðbært. „En ástæðan fyrir því að ég tek út þessar tegundir er kannski vegna þess að Magnús Gunnarsson hefur verið að tala um ufsasöluna til Þýskalands, þar sem við seldum 800 tonn fyrstu 4 mán- uðina í fyrra en 2600 tonn núna. Verðið hefur samt hækkað um 40% milli ára þrátt fyrir þessa aukningu. Og við fáum 135 millj- ónir fyrir þetta þar í staðinn fyrir að við hefðum fengið 35 milljónir fyrir það hjá Magnúsi, ef ég má orða það svo,“ sagði formaður LÍÚ. „Svo eru menn að tala um að það sé svo voðalega slæmur hlutur að vera að selja mönnum ferskan fisk og að við séum að stuðla að því að þeir taki fram gamlar vélar til þess að fara að vinna fisk af því að við færum þeim hann. Ástæðan er náttúrlega sú að við færum þeim fiskinn því þeir borga svo hátt verð fyrir hann. Ég vil bara segja: taki þeir fram fleiri vélar til þess að borga okkur meira fyrir ufsann,“ bætti Kristján við. Kristján sagði jafnframt að hann stjórnunar um að skerða frekar en gert er fiskveiðiheimildir þeirra sem flytja afla óunninn úr landi, 2) að stýra ferskfiskútflutningnum í gegnum veitingu útflutningsleyfa, 3) að flýta því að niðurstaða fáist um framtíð verðjöfnunarsjóðs, þannig að ferskfiskútflutningur og fiskvinnslan standi jafnt að vígi gagnvart sjóðnum. “Það sem ég tel vera aðalatriði í þessu er að niðurstaða fáist um það væri ekki hlynntur því að gefa útlendingum fisk og því yrðu menn að horfast í augu við það að í útflutningnum þyrfti að stjórna framboðinu. „Við höfum verið að biðja um stuðning stjórnvalda við það að fá að stjórna framboðinu en ekki fengið neinn," sagði Kristján. Hann benti á að útgerðarmenn hafi alltaf þurft að búa við útflutn- hvaða leið menn vilja fara. Það hefur ekki náðst um þetta sam- staða, hvorki innan stjórnsýslunn- ar né meðal hagsmunaaðila. Það er því mikilvægt verkefni framundan að reyna að samræma þessi sjón- armið," sagði Halldór Ásgrímsson. Varðandi stýringu í gegnum veit- ingu útflutningsleyfa sagði Halldór að formlega heyrðu þessi leyfi ekki undir sjávarútvegsráðuneytið og viðskiptaráðuneytið ekki viljað ingsleyfi og heimild til að beita slíkum leyfum væri fyrir hendi í viðskiptaráðuneytinu. „Ég sé enga aðra leið, eins og þetta mál stendur í dag, en að því sé beitt að einhverju marki. Þá að því gefnu að það sé gert innan þeirra skynsamlegu marka að ferskfis- kmarkaðurinn sé nýttur eins og aðrir markaðir," sagði Kristján. gera miklar breytingar á þessu. „Hins vegar höfum við hér í sjávar- útvegsráðuneytinu mjög lengi talið að það þurfi að kanna þessa leið í samráði við hagsmunaaðila í sjáv- arútveginum. Slíkar viðræður hafa hins vegar ekki átt sér stað að neinu marki," sagði sjávarútvegs- ráðherra. Aðspurður um hvort hann teldi eðlilegra að slík leyfi heyrðu undir sjávarútvegsráðu- neytið eins og tillögur VMSÍ gera ráð fyrir sagði Halldór að það væri í raun ekki á dagskrá hvar yfir- stjórn þessara mála væri fyrr en menn væru búnir að komast að niðurstöðu um hvernig ætti að skipa útflutningsmálunum. Hins vegar taldi hann að það gæti að mörgu leyti verið eðlilegra og þægi- legra í framtíðinni að slík útflutn- ingsleyfi heyrðu undir sjávarút- vegsráðuneytið en viðskiptaráðu- neytið. Halldór benti á þann möguleika að jafna ósamræmi milli vinnslu og ferskfiskútflutnings, en ekki er greitt í Verðjöfnunarsjóð af fersk- um fiski, en það er nú gert af saltfiski og útlit er fyrir að það verði einnig gert af frystum fiski. Verðjöfnunarsjóður hefur það hlutverk að jafna út verðsveiflur milli tímabila, þannig að greitt er í sjóðinn þegar hátt verð fæst fyrir afurðir en úr honum þegar verð fer niður fyrir ákveðið mark. Engar breytingar voru gerðar á Verð- jöfnunarsjóði þegar sjóðakerfi sjávarútvegsins var stokkað upp í fyrra þar sem ekki náðist samstaða um slíkt milli hagsmunaaðila í sjávarútveginum. „Ég er þeirrar skoðunar að þarna þurfi að vera Sambandsstjórnarfundur Verkamannasambands íslands ályktaði um útflutning á ísfiski á dögunum. Komu fram miklar áhyggjur á þessum fundi um þróun í sjávarút- vegi þar sem útflutningur á fersk- um fiski ógnar atvinnuöryggi fisk- vinnslufólks í mörgum byggðarlög- um hér á landi. Af þessu tilefni ályktaði Sam- bandsstjórnarfundur VMSÍ að fundurinn teldi brýnt að snúa þess- ari þróun við hið allra fyrsta og lagði eftirfarandi til: 1. Allur útflutningur á ísuðum fiski verði háður leyfi sjávarútvegs- ráðuneytisins. 2. Við veitingu leyfa verði tekið mið af þjóðhagslegri hagkvæmni útflutnings á ísuðum fiski. 3. Verði kvótaskipting áfram notuð sem tæki til stjórnunar fisk- veiða, skal ekki eingöngu miða kvóta við veiðiskip, heldur verði fullt tillit tekið til fiskvinnslunnar í þeim efnum. 4. Öll sala á óveiddum fiski (kvóta) verði bönnuð. Halldór Ásgrímsson. samræmi á milli, en vandinn er hins vegar með hvaða hætti skuli greitt út úr sjóðnum að því er varðar ferskan fisk, það er ekki vandamál hvað varðar inngreiðsl- ur,“ sagði Halldór. „Að sjáfsögðu eiga stjórnvöld að hafa forystu í þessum efnum og það er það sem við vorum að tala um í fyrra haust þegar við ræddum um að endurskipuleggja útflutn- inginn,“ sagði sjávarútvegsráð- herra þegar hann var spurður um hvort stjórnvöld ættu ekki að hafa forystuhlutverk í þessum efnum. „Stjórnvöld hafa haft forystu um það að breyta Verðjöfnunarsjóðn- um, en ekki klippt á þann hnút enn sem komið er vegna þess að menn hafa verið að vonast eftir því að samkomulag næðist.“ Þriðja leiðin sem ráðherra nefndi sem möguleika til stjórnun- ar útflutnings á ferskum fiski felur í sér að kvóti skipa skerðist frekar en hann gerir nú við það að skipin selji fiskinn óunninn úr landi. Sam- kvæmt núverandi reglum nemur þessi skcrðing 10% af því magni sem selt er út með þessum hætti. Halldór sagði að lokum að nú væri orðið mjög brýnt að fá niður- stöðu í þessi mál og fyrir sitt leyti kæmu allar ofangreindar leiðir til greina, eða þá einhvers konar sambland af þeim öllum. -BG Á árinu 1986 jókst útflutningur á ísfiski um 140% og hefur greini- lega stóraukist það sem af er þessu ári og virðist vera að ná til æ fleiri landsvæða. Innanlands og erlendis hefur á undanförnum árum verið varið tugum milljarða króna til uppbygg- ingar í fiskiðnaði og til að vinna markaði. Allt útlit er fyrir að með óheftri þróun missum við markaði okkar erlendis til samkeppnisþjóða okkar. Þá myndi blasa við byggða- röskun meiri en áður hefur þekkst, fjöldaatvinnuleysi og gjaldþrot sveitarfélaga. Einnig hefur verið upplýst að stór hluti þess ísfisks, sem fluttur er út, er keyptur af fiskvinnslufyrir- tækjum erlendis, en ekki seldur beint til neytenda eins og haldið hefur verið fram. VMSÍ samþykkir ekki að ís- lenskir útgerðarmenn eigi fiskimið- in við landið. VMSÍ mun fylgjast náið með þróun þessara mála og láta hana til sín taka. -SÓL Ferskum fiski landað. Kristján Ragnarsson framkvæmdastjóri LÍÚ: Eina leiðin í stöðunni er að beita útflutningsleyfum - fiskvinnslan sjálf stærsti útflutningsaöili ferskfisks Ályktanir Verkamannasambandsins: Fiskvinnslan fái líka sinn kvóta

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.