Tíminn - 03.06.1987, Blaðsíða 4

Tíminn - 03.06.1987, Blaðsíða 4
4 Tíminn Miðvikudagur 3. júní 1987 Þröstur Ólafsson, frkvstj. Dagsbrúnar um ályktun VMSÍ: Engar vísbendingar til: Deildaskipting fyrsta skrefið - í átt til starfsgreinasamninga Sambandsstjórn Verkamanna- sambands íslands kom saman til fundar sl. sunnudag og voru þar tekin til meðferðar skipulagsmál sambandsins og útflutningur á ís- fiski. Samþykkti stjórnin ályktun, þar sem framkvæmdanefnd og skipulagsnefnd sambandsins er falið að undirbúa skipulagsbreytingar VMSÍ þannig að sambandinu verði deildaskipt og tryggt verði m.a. að sérdeild fiskvinnslufólks fari mcð öll samningamál þess í framtíðinni. ráðuneytinu hafi menn beinni hags- muni . „Menn telja að það sé kannski auðveldara að koma tautinu fyrir sjávarútvegsráðherra en við- skiptamálaráðherra. Sjávarútvegs- ráðuneytið þarf að líta á málið frá fleiri sjónarhornum og taka tillit til fleiri hagsmuna en viðskiptalegra," sagði Þröstur. „Það er þannig að gámaútflutning- ur hefur flutt vinnu úr landi í stórunr stíl, vegna þess að þessi fiskur er seldur til vinnslu á meginlandi Evr- ópu. Vinnsluvirði hans er þannig stóraukið, en þá má heldur ekki gleyma hinum mikla löndunarkostn- aði erlendis sem dregst frá þessu skiptaverði. Það gæti munað um 13 krónum á kíló. Hins vegar er því ekki að neita að íslensk fiskvinnsl- uhús eru mörg rekin á óhagkvæman hátt og þar þarf að stokka upp,“ sagði Þröstur Ólafsson. -phh FALKAEGG HORFIN Lögreglan á Húsavík telur full- víst að tveimur fálkaeggjum hafi verið stolið úr hreiðri á Tjörnesi í Suður-Þingeyjarsýslu. Tvö egg hafa verið skilin eftir, en voru upphaflega fjögur. Lögreglan hef- ur engar vísbendingar um eggja- hvarfið og ekki hefur orðið vart ferða vafasamra manna um þessar slóðir. Líklegt er að eggin hafi verið tekin fyrir um hálfum mán- uði. Fálkaegg seljast nú á upp undir 20 þúsund Bandaríkjadali, sem samsvara um 800 þúsund krón- um íslenskum. Fullvaxinn íslensk- ur fálki selst á 4 milljónir króna. Þetta er fyrsti eggjaþjófnaðurinn sem vitað er um í sumar og sagði Árni Sigurjónsson hjá Útlending- aeftirlitinu að aldrei þessu vant hefði ekki borið á því, að grunsam- legir menn kæmu hingað til lands í þessum erindagjörðum. „Það hef- ur verið óvenju rólegt.“ Eftirlit er strangt og mikil samvinna allra viðkomandi, þar á meðal landeig- enda, þar sem fálkar hafa valið sér hreiðurstað, f baráttunni við fálk- aþjófa. Aðeins einn fálkaeftirlitsmaður er á landinu. Sá lítur eftir með varpsvæði um Mývatn. Þar hefur þjófa ekki borið niður það sem af er sumri. þj Sagði Þröstur Ólafsson, frkvstj. Dagsbrúnar að þessi ályktun væri í samræmi við þær hugmyndir sem hann hefur um endurskipulagningu verkalýðshreyfingarinnar, en um þær hefur verið fjallað í Tímanum. I grófum dráttum vill Þröstur að farið verði út í starfsgreinasamninga, þannig að samið verði samtímis fyrir alla starfsmenn í ákveðnum starf- greinum, háa sem lága. „Það má út af fyrir sig líta á þetta sem fyrsta skrefið í þessa átt, þó þarna sé aðeins verkafólk á ferðinni. Mín hugmynd gekk lengra, þannig að inn í þetta fiskvinnslusamband færi allt það fólk sem vinnur við fiskvinnslufyrirtæki. Ef verkafólk er eitt þarna inni, þá gerist ekki mjög mikið. En við skulum vona að þetta sé fyrsta skrefið í þcssa átt,“ sagði Þröstur. Um það hvernig þessi deildaskipt- ing gæti orðið að veruleika að öðru leyti, sagði Þröstur að t.d. mætti hugsa sér flutningaverkamenn í einni deild, byggingaverkamenn í annarri, fagmcnn í málmiðnaði í þeirri þriðju, starfsmenn í mjólkur- iðnaði í þeirri fjórðu o.s.frv. Skipu- lagsnefnd og framkvæmdanefnd á síðan að leggja tillögur sínar um þetta efni fy rir formannafund VMSÍ, eigi síðar en ló.september. Sambandsstjórnarfundurinn ályktaði einnig um útflutning á ís- fiski, eins og fyrr segir þar sem talið er að þessi útflutningurógni atvinnu- öryggi fiskvinnslufólks í mörgum byggðarlögum. Því telur fundurinn að nauðsyn sé á nýrri löggjöf þar sem tekið sé mið af eftirfarandi atriðum: 1. Allur útflutningur á ísuðum fiski verði háður leyfi sjávar- útvegsráðuneytisins. í dag er það viðskiptamálaráðuneytið sem veitir viðkomandi útflutningsleyfi. 2. Að við veitingu leyfa verði tekið mið af þjóðhagslegri hagkvæmni út- flutnings á ísuðum fiski. 3. Verði kvótaskipting áfram notuð sem tæki til stjórnunar fiskveiða, skal ekki miða kvóta við veiðiskip, heldur verði fullt tillit tekið til fiskvinnsl- unnar í þeim efnum. í fjórða lagi að öll sala á óveiddum fiski (kvóta) verði bönnuð. Sagði Þröstur að hugmyndin að baki því að flytja leyfisveitingar milli ráðuneyta væri sú að í sjávarútvegs- Gert klárt á Skipaskaga í blíðviðrinu sem verið hefur síðustu daga hafa útgerðarmenn smábáta átt annríkt. Ekki þurfa menn að vera háir I loftinu til að ræða málin spekingslega með hendur fyrir aftan bak. Hér má sjá dyttað að Rockall-Hatton rannsóknirnar: Íslendingar viðurkenna ekki tilkall Bretlands - til hluta þess svæðis sem rannsakað verður handfærarúllum í Reykjavlkurhöfn og tveir guttar ræða aflahorfur og veiðidagabönn smábáta, eins og fullorðnu mennirnir gera. Tímamjnd Pjelur. Utanríkisráðuneytið hefur sent Bretum svar við neitun þeirra að Sambandið: Aðalfundur í Bifröst Árlegur aðalfundur Sambands ísl. samvinnufélaga verður haldinn núna á fimmtudag og föstudag, 4. og 5. júní. Að vanda verður fund- urinn haldinn að Bifröst í Borgar- 'firði og má gera ráð fyrir að fundarmenn verði nokkuð á annað hundrað. Þar verða lagðar fram skýrslur og reikningar um starfsemi Sambandsins á liðnu ári og ef að líkum lætur einnig rætt um framtíð- árverkefni þess. Einnig verður þar fjallað um sérmál sem að þessu sinni er málefni starfsmanna sam- vinnuhreyfingarinnar. Fundurinn hefst klukkan níu að morgni fimmtudags, og má gera ráð fyrir að hann standi fram yfir hádegi á föstudag. Sérstök bílferð verður frá Reykjavík fyrir aðalfundarfull- trúa. Fer bíll frá BSt klukkan 17 á miðvikudag 3. júní. Einnig verður ferð til baka til Reykjavíkur að fundi loknum. -esig viðurkenna vísindarannsóknir ís- Iendinga, Dana og Færeyinga á Rockall- Hatton svæðinu í sumar. í svarinu ítrekar ríkisstjórn ís- lands mótmæli sín gegn kröfunt Breta til svæða sem eru á landgrunni íslands eins og það er afmarkað samkvæmt reglugerð útgefinni 9. maí 1985 og í samræmi við þjóðarétt. Samkvæmt reglugerðinni er fyrir- hugað rannsóknarsvæði innan land- grunns íslands og viðurkennir ísland ekki tilkall Breta til þess svæðis, sem rannsóknirnar munu fara fram á. Lýsa íslendingar sig reiðubúna til samkomulags, í samræmi við 83. gr. Hafréttarsáttmálans, sem þeir hafa staðfest, til að samræma sínar rann- sóknir og þær rannsóknir, sem Bret- ar hafa hugsað sér að framkvæma á svæðinu. A þeim grundvelli er hugs- anlegt að Breturn verði heimilaðar rannsóknir á íslenska landgrunninu. Lánasjóður íslenskra námsmanna: Breyttar reglur um úthlutunlána - tekjur umfram framfærslu koma að helmingi til frádráttar í stað 65% áður Menntamálaráðherra hefur sam- þykkt breyttar úthlutunarreglur fyrir Lánasjóð íslenskra námsm- anna sem taka munu gildi fyrir námsárið 1987 til 1988. Tekjur námsmanna umfram framfærslukostnað koma að helm- ingi til frádráttar í stað 65% áður. Framfærslugrundvöllurinn hefur hins vegar ekki breyst og er nú 24.390 fyrir einstakling á mánuði. Námsmaður sem býr í foreldrahús- um fær nú 17.073 krónur á mánuði en fékk áður 14.634 krónur. Fram- færsla hans hefur verið hækkuð um 10%. Framfærsia einstæðs foreldr- is hækkar um 50% við hvert barn samkvæmt reglunum en hækkaði áður um 50% við fyrsta barn, 30% við annað barn og 20% við börn umfram það. Framfærsla náms- manns í hjónabandi hækkað um 25% við hvert barn en áður hækk- aði hún um 20% við fyrsta barn og síðan 15% við börn umfram eitt. Samkvæmt reglunum getur maki námsmanns haft allt að tvöfaldri framfærslu námsmanns, sé búið í leiguhúsnæði en tekjur umfram það koma að fullu til frádráttar. Allir styrkir koma til frádráttar láni en skólagjöld og sannanlegur rannsóknarkostnaður allt að upp- hæð styrks hafa ekki áhrif á lán til framfærslu. ABS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.