Tíminn - 03.06.1987, Blaðsíða 13

Tíminn - 03.06.1987, Blaðsíða 13
Miövikudagur 3. júní 1987 Tíminn 13 .IIIIIIHIII i'iti fiNn : .I.. ... ... .. Brasilía: FORSETI ÍÓNÁÐ Sao Pauio-Reuter -- Frambjóðandi sósíalista, sem myndi setja bann á allar afborganir af erlendum skuldum, fékk mestan stuðning í skoðanakönnun um vinsælasta forsetaefnið í Brasilíu er gerð var í vikunni. Sósíalistinn naut mun meira fylgis en Jose Sarney forseti en þess bcr þó að geta að meira en helmingur aðspurðra tók ekki afstöðu í könnuninni. Aukinn þrýstingur er nú á Sarney að efna til kosninga en niðurstöður könnunarinnar, sem birtar voru í dagblaðinu Folha De Sao Paulo, geta þó varla talist upplífgandi fyrir forsetann. Hann fékk aðeins stuðn- ing 3% aðspurðra, var þriðji á eftir Leonel Brizola (15%) og Mario Covas (4%), leiðtoga hinnarráðandi brasilísku Lýðræðishreyfingar. Sarney getur setið í forsetastóln- um í sex ár og á kjörtímabili hans að Ijúka samkvæmt því árið 1991. Hann gaf þó út yfirlýsingu fyrir tveimur vikum þess efnis að kosningar yrðu haldnar innan tveggja ára. Brizola fékk stuðning 15% að- spurðra. Hann er fyrrum fylkisstjóri í Rio de Janeiró fylki og helsti andstæðingur Sarneys. Brizola leiðir Lýðræðissinnaða Verkamanna- flokkinn og hefur lofað að þjóðnýta erlenda banka í landinu og hætta afborgunum af erlendum lánum komist hann til valda. Erlendar skuldir Brasilíu nema nú um 111 milljörðum bandarískra dala og ríkisstjórn Sarneys hefur þegar José Sarney forseti Brasilíu: Litlar vinsældir. stöðvað vaxtagreiðslur af tveimur þriðju hlutum þessara skulda. Aðeins 8% aðspurðra töldu Sarn- ey, sem kosinn var forseti árið 1985 þegar lýðræði var komið aftur á í landinu, standa sig vel í starfi sínu. í marsmánuði í fyrra voru hins vegar 80% kjósenda ánægðir með Sarney en þá hafði hann sett bann við öllum hækkunum á vörum. Verðfrystingin er þó ekki lengur í gildi og óðaverð- bólga ríkir, verðlag hækkar um 20% á mánuði. Ertu að byggja upp líkamann? Við leitum að blaðberum til starfa víðsvegar um borgina. Melabraut Skólabraut Aragata Unnarbraut Ofklagata _______________________ Háskólahverfi Eskihlíö ------------- Mjóahlíð Tjarnargata ___________________ Suðurgata Ármúli ------------- Síðumúli Háaleitisbraut __________________ (oddatölur) Sóleyjargata Laufásvegur frá 48 Bergstaðastræti frá 54 Fjólugata Hafðu samband. ríininn •SIOUMUL A 1í> S686300 UM STRÆTI OG TORG Kristinn Snæland: Rugl á Reykjanesbraut Gatnamerkingar Áður en ég sný mér að gatna- merkingum, vil ég fara nokkrum orðum um hreinsun gatna. Eftir veturinn er með flestum götum þykkur haugur tjöru og sands í rennusteininum. Til þess að gata sé snyrtileg þarf að fjarlægja þennan drulluhaug. Nýlega fór vélsópur um Jaðarspl í þessu skyni. Skemmst er frá því að segja að vélsópurinn vann ekki á tjöru og sandhaug þessum, þrátt fyrir góða viðleitni. Ljóst er því, eða ætti að vera, að fyrir sópnum þarf að fara traktor með litla tönn sem skefur upp tjöru og sandhrúgurnar í götu- kantinum. Eftir vinnu vélsópsins við Jaðarsel var gatan aðeins hálf- hrein þeim megin sem sópurinn vann. Væntanlega eiga borgar- starfsmenn eftir að hreinsa þetta bctur. Helgina 23. til 24. maí var al- mennur hreinsunardagur í Skóga og Seljahverfum. Hreinsun sumra gatna var góð en við aðrar götur tóku íbúar sér ekki sóp í hönd. Það sem veldur íbúunum í þessum hverfum, þó sérstaklega Selja- hverfi erfiðlcikum með að halda hverfinu hreinu, eru hin mörgu ófrágengnu svæði sem borgin ræður. Borgin er vt'ða mörgum árum á eftir íbúunum með frágang. Miðað við áhuga íbúanna er það mjög miður hversu borgin lætur sinn hlut eftir liggja. Vegna þess að hreinsun gatna og gatnamerkingar haldast nokkuð í hendur, varð ég að byrja á þessum inngangi. Staðreynd er að oft getur verið erfitt að mála ieiðbeiningar á óhreina götu. Ekki fer þó á milli mála, hvað sem umferðamálaspek- ingar annarra blaða segja, að gatnamerkingar, málaðar rendur, örvar eða aðrar leiðbeiningar til vegfarenda eru afar þýðingarmikl- ar. Góðar merkingar fela í sér aukið öryggi og færri umferðar- óhöpp. Því miður virðist, a.m.k. í Reykjavík, aðeins verða miðað við að mála þcssar leiðbeiningar einu sinni á ári. Miðað við endingu, er þó ljóst, að mála þyrfti þessar leiðbeiningar a.m.k. tvisvaref ekki þrisvar á ári. Þetta þýðir að mála þarf sem allra mest svo seint að hausti sem unnt er, en hefja einnig málun strax og þornar á steini síðla vetrar. Hugsanlegt væri einnig að grípa þurra og frostlausa daga að vetri til. Mála þá á þýðingarmiklum fjöldaakreinagötum, með þunga- umferð. Sem dæmi um mistök, hand- vömm eða hugsunarleysi er merk- ing eða merkingarleysið á hinni nýju Reykjanesbraut, Breiðholts- kaflanum. Málningakreinaskilaog akstursstefnumerkja fór þar í handaskolum og þrátt fyrir að þarna væri opnuð þriggja og allt að fjögurra akreina braut, vanmerkt, þá er brautin enn vanmerkt. Vissu- lega hjálpuðu stálbólurnar, en að- eins vönum ökumönnum. Þessa góðu fjögurra akreina braut átti að mála vel þegar í haust og þá málningu átti að endurnýja strax og þornaði á steini í vor. Málun leiðbeininga á götur á ekki að vera aðeins sumarverkefni borgarinn- ar og vegagerðarinnar. Hvarvetna sem slíkar leiðbeiningar mást út, á að mála þær upp á nýtt við fyrsta tækifæri. Sumir málningarsalar auglýsa málningu sem mála má með í rigningu og jafnvel frosti. Hafa þeir ekkert frétt af því hjá vegagerðinni eða borginni? Loks,má benda á að lciðbeining- arskiltum um akrcinar og aksturs- stefnu má koma fyrir til hliðar við veg eða yfir vcgi, sem vitanlega hefir þann kost að umferðin máir ekki þau merki. Vegagerð ríkisins, sem um margt er mjög til fyrir- myndar í vega og öryggismálum, hcfir þcgar tekið að nota skilti til hliðar við veg (Rcykjanesbraut) með upplýsingum um akreinar. Þetta er mjög virðingarvert. Samt sem áður skal hér með bent á, að bestu upplýsingarnar fyrir öku- manninn felast í málningu á ak- brautina, eða leiðbeiningarskiltum scm hengd eru yfir h’verri akbraut. Það má í þessu sambandi benda á að bestu staðirnir fyrir yfirhang- andi akbrautarmerkingar, brýrnar yfir Elliðavog/Reykjanesbraut og brýrnar yfir Hafnarfjarðarveg eru ekki notaðar sem burðarvirki fyrir umferðarmerki, heldur auglýsing- ar frá ýmsurn fyrirtækjum og um tíma frá stjórnmálaflokkum. Oft amast Reykvíkingar við utanbæjarfólki í umfcrðinni, þykir það aka hægt og af óöryggi. Miðað við hversu götur eru vanmerktar og hversu ruglingslega Rcykvík- ingar sjálfir aka er ekki furða þótt rétt aksturslag eða rétt val akreina vcfjist stundum fyrir utanbæjar- mönnum hér í borg. Málning og viðhald gatnamerkinga er til mik- illa bóta í þessu efni, ef vel er að verki staðiö. Þetta á að vera stöð- ugt verkefni en ekki aðeins sumar- verkefni. Betri og stöðug vinna við gatnamerkingar þýðir bctri og ör- uggari umferð.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.