Tíminn - 27.10.1987, Blaðsíða 5

Tíminn - 27.10.1987, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 27. október 1987 Tíminn 5 Opinberir starfsmenn ræða frumvarp um lífeyrissjóði: BHMR og KÍ deila við BSRB um sérákvæðin Að óskert lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna séu tryggð í nýja lífeyrissjóðafrumvarpinu, ef að lögum verður, er annað hvort hrikaleg ósannindi eða alger misskilningur, hjá forystumönnum BSRB, sem kann að reynast ríkisstarfsmönnum dýr. Þetta er dæmi um málflutning forystumanna BHMR og Kennarasambands íslands á ráðstefnu sem þessi samtök gengust fyrir s.l. laugardag um lífeyrissjóðamálin, þar sem segja má að blásið hafi verið í herlúðra gegn því nýja frumvarpi, sem reiknað er með að verði lagt fram á Alþingi. Á fréttamannafundi sem forystumenn BSRB efndu til í gær kváðu þeir það forvitnilega spurningu hvaða tilgangi það þjóni hjá BHMR og KÍ að koma með þvílíkar rangfærslur eins og þeir gerðu á ráðstefnunni. Af þessu má Ijóst vera að starfsmenn hins opinbera skiptast í tvær gagnstæðar fylkingar í þessu máli. Við vildum fá tækifæri til að kynna okkra hlið á málinu, sögðu forystumenn BSRB á fréttamannafundinum í gær. Deilan stendur um túlkun sér- ákvæðis um lífeyrisréttindi opin- berra starfsmanna í frumvarpinu, sem forystumenn BSRB segja að tryggi opinberum starfsmönnum áfram öll núverandi réttindi. Há- skólamenn og kennarar segja hins vegar að það tryggi ekki ríkisábyrgð á lífeyri, ekki verðtryggingu, ekki lífeyri miðaðan við laun, ekki lífeyri frá 60 ára aldri (95 ára reglan) og ekki að ríkisstarfsmenn þurfi ekki að greiða lífeyrissjóðsiðgjöld lengur en í 32 ár. 1 þessu umrædda ákvæði frum- varpsins segir m.a. að miða skuli við það að heildarkjör starfsmanna ríkisins raskist ekki með nýju lögun- um. Kveðið er á um að metið verði hversu hátt iðgjald þurfi að greiða í lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins til að standa undir þeim réttindum sem þeir hafa tryggð samkvæmt núgild- andi lögum. „Við þetta mat skuli taka tillit til allra þátta lífeyrisrétt- inda, svo sem ávinnslu réttinda til allra tegunda lífeyris, iðgjalds- greiðslutíma og takmörkun hans, viðmiðunar lífeyris við lokalaun eða önnur laun séu þau hærri, 95 ára reglu, svo og til annarra atriða er máli skipta“. í greinargerð með frumvarpinu er giskað á að til að standa undir framangreindum réttindum þurfi ið- gjaldið jafnvel að vera um 25%, sem þýðir þá 15% umfram það 10% iðgjald sem launþegar og vinnuveit- endur greiða nú í lífeyrissjóði og í frumvarpinu er gert ráð fyrir að verði lágmarksiðgjald í lífeyrissjóði. Jafnframt segir að allt viðbótar- iðgjaldið skuli greitt af vinnuveit- andanum, þ.e. ríki og sveitarfélög- um. Á ráðstefnu BHMR og KÍ kom fram að þar reikna menn sömuleiðis með 10 til 15% hækkun á framlögum í lífeyrissjóðinn. Þegar kom að kynningu á lífeyrisréttindum sam- kvæmt frumvarpinu gengu þeir á hinn bóginn út frá lágmarksréttind- um eins og þau eru skýrð í frumvarp- inu, þ.e. þeim réttindum sem 10% lágmarksiðgjöld eiga að skila sjóð- félögum. Einn úr 17 manna ncfndinni, sem undirbjó frumvarpið, benti á í sam- tali við Tímann að þarna stangist málflutningur BHMR-manna á. Frumvarpið geri ráð fyrir að reikna eigi út aukaiðgjald frá ríkinu sem gefi ríkisstarfsmönnum sama rétt og þeir hafa nú, þannig að fráleitt sé fyrir þá að reikna réttindin út frá lágmarksiðgjaldinu. Þar scm réttind- in eigi að iniðist við iðgjaldahlutfall- ið sé augljóst að t.d. tvöfalt lág- marksiðgjald hljóti að gefa tvöfaldan lágmarkslífeyri og enn hærri iðgjöld enn hærri lífeyri. Forystumenn BSRB bentu á að við undirbúning að frumvarpsgerð- inni hafi mönnum ekki staðið til boða að eitt né ncitt yrði óbreytt í sambandi við lífeyrissjóðsmálin. Þar hafi verið um það tvennt að ræða að mótmæla og eiga á hættu að ríkið og aðilar vinnumarkaðarins réðu alger- lega ferðinni - ellegar að taka á málum og berjast fyrir sínum rétti. Með samkomulaginu um sérákvæðið hafi verið tryggt áð í stað auka- greiðslna ríkisins á lífeyri í núver- andi formi færðust þær yfir í iðgjaldagreiðslur eftir samþykkt frumvarpsins. Mcð því hafi núver- andi réttindi verið tryggð. Athygli vekur að allt er byggt á getgátum hvað varðar kostnað af núverandi lífeyrisréttindum opin- berra starfsmanna. Nefna má sem dæmi, að í fjárlagafrumvarpi fyrir 1988 er gert ráð fyrir rúmlega 20.000 milljóna króna launagreiðslum á ár- inu. Þau 15% sem giskað hefur verið á að ríkið þyrfti að greiða í viðbótar- iðgjöld (af dagvinnulaunum) eftir samþykkt nýju laganna gætu svarað til yfir 2.000 milljóna króna viðbót- arútgjalda á ári miðað við núverandi laun. Er því Ijóst að ríkissjóður og sveitarsjóðir taka árlcga á sig gífur- lega háar skuldbindingar upp á fram- tíðina, sem þó hvergi eru færðar sem skuld,- HEI Húsnæðisfrumvarp félagsmálaráðherra til fyrstu umræðu: Ekkert samráð haft við aðila vinnumarkaðarins Harðar umræður áttu sér stað á Alþingi í gær þegar Jóhanna Sigurð- ardóttir félagsmálaráðherra mælti fyrir frumvarpi sínu um breytingar á húsnæðislöggjöfinni. í sinni fyrstu þingræðu sem félags- málaráðherra kvartaði hún sáran yfir þeirri ómaklegu gagnrýni sem hún taldi sig og frumvarpið hafa orðið fyrir, og það úr hörðustu átt, frá samstarfsaðilum í ríkisstjórn. Sjálfstæðismenn hafa ýmsa fyrir- vara um ákvæði frumvarpsins, sem þeir telja afturhvarf til skömmtunar- kerfis. Þá efast sjálfstæðismenn um ákvæði frumvarpsins um breytilega vexti. Þá telja þeir einnig of rúma heimild í frumvarpinu til handa ráðherra um að setja reglugerðir. Undraðist ráðherra hversu seint sjálfstæðismenn hefðu fjallað um frumvarpið. Ríkisstjórnin öll stæði að því frumvarpi sem nú lægi fyrir. Hér væri verið að biðja um heim- ild til að skerða lán til hinna efna- meiri, en þá risu upp ýmsir aðilar og mótmæltu því og gagnrýndi hún m.a. ummæli í Vinnunni málgagni ASÍ í því sambandi. Þegar lægju 3800 umsóknir óaf- greiddar í stofnuninni, en þegar því væri lokið þá væri allt ráðstöfunarfé byggingasjóðanna fram í mars 1990 uppurið. Félagsmálaráðherra kvaðst reiðubúin til að skoða allar leiðir til að færa kerfið til betri vegar, en húsnæðiskerfið hefur fyrst og fremst Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmála- ráðherra. skyldur við þá sem eru að kauþa húsnæði í fyrsta sinn og þá sem eiga litla íbúð fýrir og verða að stækka við sig vegna fjölskyldustækkunar eða annarra sambærilegra ástæðna. Bankakerfið verður að taka við hinum og telur það í raun framtíðar- lausnina í fjármögnun húsnæðis. Varðandi mismunandi vexti eftir lánaflokkum og innan þeirra sagði ráðherrann að munurinn á inn- og útlánsvöxtum gæti að óbreyttu sligað kerfið, vaxtamunurinn væri nú við hættumörkin eða 3,5 til 4%. Boðaði ráðherrann fleiri breyting- ar á húsnæðislöggjöfinni en fyrstu 3 Alexander Stefánsson, fyrrum fé- lagsmálaráðherra. greinar frumvarpsins yrði að sam- þykkja nú. Alexander Stefánsson (F.Vl.) vakti athygli á sérkennilegri máls- meðferð Jóhönnu. Sína fyrstu ræðu sem ráðherra hæfi hún með árásum á samstarfsflokkana. Engar skuld- bindingar væru fyrir hendi af hálfu þingflokks framsóknarmanna um stuðning við frumvarpið, enda hefði það verið samið nánast án samráðs við samstarfsflokkana. Samkomulag við aðila vinnumarkaðarins væri forsenda samþykkis framsóknar- manna, en ekki hefði verið haft samráð við aðila vinnumarkaðarins nú eins og heitið var af síðustu ríkisstjórn. Þá hefði ekki verið rætt við lífeyris- sjóðina, sem nú héldu að sér hönd- um um skuldabréfakaup. Minnti þingmaðurinn á að fulltrúar Alþýðu- fl. hefðu talað gegn gildi þess að aðilar vinnumarkaðarins ættu aðild að málinu, þegar lögin voru sam- þykkt 1986. Vaktarhefðuveriðupp efasemdir um að kerfið myndi standast með ýmsum talnakúnstum og það síðan leitt til tortryggni, þannig að fleiri sóttu um en ella af hræðslu við eitthvað hrun til að tryggja sig. Til þessa hefðu aðeins þrír lífeyris- sjóðir gengið til samninga um skuldabréfakaup vegna afgreiðslu félagsmálaráðherra á málinu. Sagð- ist Alexander efast um gildi breyti- legra vaxta, betra væri að hjálpa þeim er verr standa í gegnum skatta- kerfið eða með húsnæðisafslætti. Kvaðst hann því sammála að tak- marka lán til þeirra sem eiga tvær íbúðir eða fleiri, en athyglisvert væri að af 10 þúsund umsóknum væri aðeins 40 aðilar (0,4%) sem ættu fleiri en eina fbúð. Kristín Halldórsdóttir (Kvl.Rn.) og Steingrímur J. Sigfússon (Abl.N.e.) töluðu einnig áður en umræðu var frestað til miðvikudags. Verður nánar gert grein fyrir þeirra málflutningi sfðar. ÞÆÓ Samninganefnd um síld til Moskvu: REYNT TIL ÞRAUTAR Samninganefnd frá Sfldarút- vegsnefnd hélt til Moskvu snemma á sunnudag, eftir að samkomulag tókst milli nefndar- innar og Sovétmanna um að gera enn eina tilraun til að semja um hugsanleg kaup Rússa á saltsíld héðan. Að ósk Sovétmanna hafa viðræðurnar um hugsanlegt verð farið fram á telexi, en þær hafa engan árangur borið, og er vonast til að beinar viðræður beri meiri árangur. Samningancfnd Síldarútvegs- nefndar er skipuð þeim Gunnari Flóvens, Einari Benediktssyni og Kristmanni Jónssyni og er búist við að viðræðurnar hefjist snemma í dag. Mikið ber á milli okkar manna og Sovétmanna, en þeir vilja kaupa saltsíldina á 23% lægra verði en þeir borguðu í fyrra, meðan Síldarútvegsnefnd telur sig ekki geta boðið nema 3% lækkun. Kanadamenn og Norð- menn hafa hins vegar boðið Sov- étmönnum saltsíld á 40% lægra verði en við, enda ríkisstyrktir að miklum hluta, auk þess sem Kan- adamenn hafa boðið Sovétmönn- um aðgang að veiðum í landhelgi sinni. Islendingar lentu í svipuðum erfiðleikum í samningaviðræðun- um við Rússa á síðasta ári, en þá fyrst var samið eftir að íslending- ar höfðu hótað að draga verulega úr kaupum á olíu frá þeim. Mikil óvissa ríkir nú og eru menn verulega áhyggjufullir, þó sérstaklega á Austurlandi, en þar treysta menn veruleea á samn- inga við Rússa. - SÓL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.