Tíminn - 27.10.1987, Page 13

Tíminn - 27.10.1987, Page 13
Þriðjudagur 27. október 1987 Tíminn 13 LEIKLIST Er veruleikinn skáldlegur? Þjóöleikhúsið: BRÚÐARMYNDIN. Höf- undur: Guðmundur Steinsson. Tónlist: Gunnar Reynir Sveinsson. Lýsing: Ásmundur Karlsson. Leik- mynd og búningar: Þórunn S. Þor- grímsdóttir. Leikstjórn: Stefán Bald- ursson. Bmðannvndin cr lcikrit scm er borið upp af alvarlegri hugsun og húman- ískum viðhorfum, um þaðerekki að villast. Guðmundi Steinssyni er mik- ið í mun að nálgast persónur sínar á heimavelli, fjölskyldulífið er vett- vangur hans. Hann bregður upp myndum af því, hversu veikt það er og varnarlaust. hversu berskjaldað- ur sá maður er sem ekki á sér bakstuðning í traustum tilfinninga- böndum við þá sem næstir standa. Stundarfriður, mesti sigur Guð- mundar á leiksviði, er eftirminnilegt fyrir það hversu skýrri mynd það verk brá upp af fjölskyldulífi í ban- vænni upplausn. í Brúðarmyndinni heldur Guð- mundur sig á svipuðum slóðum. En nú er efnið nálgast á annan hátt: spurt er um listamanninn andspænis raunverulegu lífi. Kvikmyndaleik- stjóri ákveður sem sé að festa „veru- leikann sjálfan" á filmu, og leikurinn lýsir áhrifum þess á fjölskylduna sem fyrir verður - og um síðir á kvikmyndastjórann sjálfan. Fyrsta atriði leiksins er ágætt. í Stundarfriði var borðhaldið í sjón- armiðju, og hér er líka byrjað á borðhaldi, fyrir augliti kvik- myndavélarinnar. Raunar stálu gömlu hjónin. Róbert Arnfinnsson og Herdís Porvaldsdóttir, senunni hér og jafnan síðan þar sem þau komu við sögu. í sannleika sagt efast ég um að mikið gaman hefði verið að sýningunni án þeirra. En sem sagt: inngangsatriðið er gott, aðstæður settar áhorfendum fyrir sjónir með vafningalausum hætti. Síðan er sjónum beint aftur í tímann, til tilhugalífs hjónanna sem hér eru húsráðendur, Guðjóns og Svanfríðar. Pau hafa vcrið gift í 24 ár. Og hvernig var þetta hjónaband og hvernig byrjaði það? Nú víkur leiknum að því, og þá er ekki eins skemmtilegt. Allur fersk- leiki hverfur út í veður og vind og maður horfir á leik sem áhorfanda hlýtur að finnast hann hafa séð ótal sinnum áður. Gott og vel, ekkert er nýtt undir sólinni, og svona sam- dráttar- og hjúskaparsaga gæti auð- vitað verið skemmtileg-ef höfundur hefði til að bera skopgáfu og orðlist- arfærni til að kveikja líf á sviðinu. Á því reyndist misbrestur. í orðræðum leiksins var víða undarlegur slaki og sumt teygt langt fram yfir það sem hóf er á. Nefni ég þar helst afkáralegt kirkjubrúðkaup, að vísu nokkuð haganlcga sviðsett, að öðru en fá- dæma skrípagervi prests (Sigurður Skúlason). En hugsanir brúðhjón- anna voru teygðar í flatneskju. Þannig heldur leikurinn áfram og vegur einhvers konar salt á milli hversdagsraunsæis og hátfðlegrar stílfærslu sem stundum hverfist í prédikunartón. Það er til dæmis augljóst og auöheyrilegt að höf- undurinn sjálfur er tekinn að tala fyrir munn persóna sinna í því atriði þegar samband hjónanna er að bresta og þau veitast að kvikmynda- stjóranum. Auga vélarinnar sér ekki né skynjar mannlegar þjáningar, - hluttekningarleysi listar andspænis iífi: Þetta verður eins konar ræðu- texti. - En þó: dauðinn sjálfur yfirgengur kulda listamannsins, - eftir að gamli maðurinn hefur gefið upp andann í köldu skini sjón- varpsvélanna vaknar kvikmynda- stjórinn loks til vitundar um firringu sína frá lífinu. - það atriði hlaut líf í meðförum GuðrúnarS. Gísladóttur. Stefán Baldursson og Þórunn S. Þorgrímsdóttir hafa valið cðlilega leið í umgjörð sýningarinnar. Sviðið er kalt, eyðilegt gímald, litir ól'rjó- samir. Mér þótti leikmyndin raunar ljót, jafnvel stundum kauðaleg eins og í stjörnufansinum yfir elskendun- um ungu. Vel á minnst: það atriði skorti tilfinnanlega skopgervingu, varð eins og hallærislegt grín að gömlum ástarsögum. Brúðarmyndin cr þannig því marki brennd að boðskapur höfund- ar ber pcrsónusköpunina ofurliði. Fólkið í leiknum cr tegundarein- tök. Varla fær nokkur persóna að njóta sín með sérkennum. Hið venjulega fólk sem hér er leitt frarn á sviðið og gengur í gegnum reynslu sem er sammannleg, - þaö veröur nánast „allir og enginn". Að þessum fyrirvara gcrðum er Ijúlt að viður- kenna að áhöfn leiksins, cinvalalið Þjóðlcikhússins, lagði alla alúö við verk sitt og nýtti vel þau takmörkuðu tækifæri sem höfundur veitti. Erlingur Gíslason og Kristbjörg Kjeld skiluðu þannig óaðfinnanlegu starfi í hlutverkum hjónanna, nema hvað? Kristbjörg lagði reyndarmeiri tilfinningadýpt í sitt hlutverk og var best í átakasenunni milli hjónanna, - einnig sýndi hún næmlegan leik í Gömlu hjónin, Herdís og Róbert. hef ég áður nefnt. Eitt viðkvæmasta atriði leiksins, dauði Sigmundar gamla, hefði gctað náö föstum tök- um á áhorfendum því að mcðfcrð Röberts, og þeirra beggja, hans og Hcrdísar, var meö ágætum. En sjálf andlátsræðan var ekki nógu vel* skriluð, svo mikil alúð sem þó var auðheyrilega við hana lögð. Ræðan var einfaldlega of löng og hin viö- kvæma spcnna glutraðist niður. Tveir ungir leikarar komu hér prýðilega fyrir, með öllum ákjósan- legum æskuþokka, Guðný Ragnars- dóttir (Fríða, ung. og Didda) og Halldór Björnsson (Gaui, ungur, og Þorgrímur). Það var ckki þeim að kenna þótt ungmenni þessi skorti bagalega sérkenni. - Þá er ógetið Guðrúnar S. Gísladóttur í hlutverki kvikmyndastjórans, fas hennar, limaburður og framganga öll hæfðu hlutverkinu sem best mátti verða. Arnór Benónýsson er þögull hljóð- maöur, fumlaus með öllu. l’aö er leitt að ekki skuli vera unnt að fagna leiksýningu sem svo alvar- leg vinna hefur verið lögð í eins og hér. En því miður: leiksviðið spyr um líl cða dauða þá stund scm sýningin varir. Þrátt fyrir nokkur góð atriði náði sýningin sér aldrei á þaö flug sem maður hefði vænst. Slakinn í texta hölundar l'clldi hana til jaröar. Gunnar Stefánsson. lokaatriðinu. Erlingur var öruggur mótleikari hennar í hvívetna. Hcrdís Þorvaldsdóttir og Róbert Arnfinnsson í hlutverkum sínum. lllllllllllllllllllll MINNING liillllllllllliílllllllllll llllllllllllllllllllllllllllllllllllllll ," T ^ ' Rebekka Guðmundsdóttir Fædd. 6. maí 1911 Dáin 18. október 1987 Mennirnir álykta, en Guð einn ræður. Fyrir það megum við vera þakklát. Það var bjartur október- morgunn eins og hann best getur orðið. Rebekka, tengdamóðir mín, kom á laugardegi í heimsókn og hugðist dvelja lijá dóttur sinni og fjölskyldu hennar í mánaðartíma, eins og hún hafði gert mörg undan- farin haust. Á sunnudagskvöldi eftir þennan sólskinsdag og glaðværar umræður vildi hún ganga óvenju snemma til náða, sagðist vera þreytt í höfði. Litlu síðar kallaði hún til dóttur sinnar og bað hana að finna sig. Örstuttu síðar kom ég inn til þeirra. Mæðgurnar sátu saman á rúminu, dóttirin hélt utan um móður sína, strauk vangann og spurði hvort henni Jiði illa. „Nei“, var svarið, „mér líður vel,“ og bros lék um varirnar. Örfáum mínútum síðar var hún látin. Þannig sátu mæðgurnar þegar læknirinn kom. Þá var allt um garð gengið. Þetta var mikil lífsreynsla, sem mun seint úr minni líða. En þessi Eskiholti 21, Garðabæ dauðdagi átti við þessa höfðinglegu konu. Það var birta yfir, ef hægt er að tala um slíkt þegar dauðinn er annars vegar. Rebekka var fædd 6. maí 1911 að Sólvangi í Vestmannaeyjum. For- eldrar hennar voru Guðmundur Bjarnason frá Tjarnarhúsum á Sel- tjarnarnesi og Ingibjörg Ólafsdóttir frá Landamótum í Seyðisfirði. Fárra vikna gömul fór hún með foreldrum sínum til Seyðisfjarðar, en þar bjuggu þau öll sín búskaparár. Barn að aldri fór Rebekka til Vestmanna- eyja, til ömmu sinnar, sem einnig hét Rebekka, og dvaldist hjá henni í nokkur ár. Þegar Rebekka var orðin upp- komin stúlka fór hún til Akureyrar í atvinnuleit. Þar kynntist hún Bryn- jólfi Eiríkssyni, sem síðar varð mað- ur hennar, en þau gengu í hjónaband 1932. Þau eignuðust tvær dætur, Ólöfu, konu þess er þessar línur ritar, og Ragnheiði, sem er gift Engilbert Engilbertssyni skipstjóra. Rebekka og Brynjólfur slitu sam vist- um, en hann lést 1972. Sambýlis- maður Rebekku varð síðar Jóhann Þorsteinsson málarameistari. Sam- búð þeirra var farsæl í þrjá áratugi eða þar til hann lést 1979. Jóhann var traustur og góður drengur. Þau eignuðust eina dóttur, sem fæddist andvana. Rebekka var mikil höfðingskona, heilsteypt og greind. Eins og áður er getið dvaldist hún á Heiði hjá okkur hjónunum nokkurn tíma á hverju hausti. Svo var líka fyrir tveimur árum. Þá var móðir mín einnig hér með henni. Sá tími var lærdómsrík- ur. Þær voru báðar fjársjóðir af fróðleik. Móðir mín var þá hrcss og kát og það voru þær báðar. Þær voru ljóðelskar, þó sér í lagi móðir mín. Þær rifjuðu upp ógrynni af vísum, fóru með sálma, dáðust að textanum og laginu og sungu saman hvern sálminn á fætur öðrum. Allt var þetta svo fádæma skemmtilegt að ógleymanlegt er. Slíkar konur sem þessar eru persónur sem hver og einn getur verið stoltur af. Ég bar alla tíð virðingu fyrir Rebekku, glæsileik hennar og allri persónu. Já, enginn veit sína æfi fyrr en öll er. Það er merkilegt að fyrir átta árum dvaldist móðir Rebekku, Ingibjörg, hér sem oftar á Hciði. Einmitt í október að kvcldi 18. okt. varð hún helsjúk og lést skömmu síðar. Sú kona er mér cnn í fersku minni sem virðuleg og góð kona. Ég minnist þessara þriggja kvenna mcð mikilli þökk og virðingu. Þakka fyrir að hafa fengið að njóta leið- sagnar og gæsku þeirra. Síðari ár bjó Rcbekka í sama húsi og Ragnheiður dóttir hennar og tengdasonur. Hafi þau bcstu þökk fyrir umönnun Re- bekku. Þessi bjarti sunnudagur í októ- bcrmánuði fannst okkur hjónunum enda æði dimmur, en þó dimmt sé þá er birta sú að hafa fengið sem fullorðinn maður að ávarpa tengda- móður og mömmu, jú sagt orðið pabbi fram yfir miðjan aldur. Hugs- um til þeirra sem fá jafnvcl aldrei að segja þau orð. Hafðu þök fyrir gjöfina sem þú gafst mér og samvcrustundirnar allar. Blessuð sé minning þín. Sigurður Þorsteinssun. Pú Guð scm stýrir stjurna hcr og stjórnar veröldinni í straumi lífsins stýr j>ú mcr með stcrkri hcndi þinni. Stýr minu hjurta'ad hugsa gott og hyggja’að vilja þínum, og má þú hvcrn þann blett í brott, cr býr í huga mínum. Stýr minni tungu'að tala gott og tignar þinnar minnast, lát aldrei baktal, agg nc spott í orðum mínum finnast. Stýr minni hönd að gjöra gott, að glcði ég öðrum vciti, svo brcytni mín þess beri vott, að barn þitt gott ég hciti. Stýr mínum fæti á friðar vcg svo fótspor þín cg rcki og sátt og cining semji cg, cn sundrung aldrei veki. Stýr mínum hag til hciUa mér og hjálpar öðrum mönnum, en helst og frcmst til heiðurs þér í hcilagleika sönnum. Stýr mínu fari heilu hcim í höfn á friðarlandi, þar mig í þinni gæslu geym, ó, Guð minn allsvaldandi. (V a/d. Bríem) Kveðja frá barnabömum. Árni Guðmundsson Kveðjuorð frá gömlum Þróttarfé- laga Þeim fækkar óðum. gömlu fé- lögunum í Þrótti, sem hófu akstur vörubifreiða um eða cftir 1930. Einn þeirra var Árni Guðmundsson frá Kambi í Holtum. sem verður jarð- settur í dag. Þegar horft er til baka og rifjuð upp atburðarásin við uppbyggingu samtaka vörubifreiðastjóra hér í bæ, þá tengist hún nafni Árna Guð- mundssonar all mjög. Ég sem þessar línur rita átti þess kost að starfa all- náið með Árna að félagsmálum Þróttar um nokkurra ára skeið og var það mér ungum að árum og lítt reyndum mikill skóli. Það hlýtur að vera mikils virði fyrir öll félagsmála- samtök þegar til forystu velst maöur eins og Árni, gæddur háttprýði, góðri greind og hafði til að bera gott lag á að setja sitt mál fram á einfald- an og ljósan hátt. Árni var kjörinn einn af fyrstu hciðursfélögum Þróttar. Mikil reglusemi einkenndi allt líf Árna Guðmundssonar, hann var mikill starfsmaður og víst cr um það að harðar voru margar vctrarfcrðir sem hann fór og var þá ekki alltaf mulið undir farkostinn. Af eigin raun hafði Árni kynnst kjörum og aðbúnaði launamanna á þessum árum. Honum var það manna Ijósast að sameinuð og heil- steypt verkalýðshreyfing var og er cina leiðin til aö sporna við ofurvaldi atvinnurckenda og þar mcð að rétta viö kjör þcirra verst settu. Árni var glaður í góðra vina hópi og voru ófáar vísur sem frá Árna flugu, cnda hagmæltur vcl. Árni var giftur Valgerði Bjarnadóttur. hinni mætustu konu og eignuðust þau fimrn mannvænleg börn. Árni missti konu sína árið 1973. Síðustu árin dvaldist Árni á Hrafnistu í Reykja- vík og naut þar góðrar aðhlynningar. Ég kveð þennan ágæta vin minn og fyrrum starfsfélaga með virðingu og þakklæti. Einar Ögmundsson.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.