Tíminn - 27.10.1987, Síða 14

Tíminn - 27.10.1987, Síða 14
14 Tíminn FRÉTTAYFIRLIT LUNDÚNIR - Verð á hlutabréfum lækkaöi verulega j aö nýju á mörkuðum út um j allan heim og gengi Banda- ríkjadals lækkaöi svo aö seðl-1 abankar brugðust viö til aö halda genginu stööugu. Verö á gulli hækkaði um fjóra dollara á aðeins einni klukkustund. SEOUL - Miklar mótmæ- laaögeröir gegn ríkisstjórninni voru hafðar í frammi á lóö háskólans í Seoul í Suður-Kór- eu um helgina og var um þúsund manna lögreglulið kall- aö út til aö hafa hemil á mann- fjöldanum. Leiðtogar stjórnar- andstööunnar, þeir Kim Dae- Jung og Kim Young-Sam, voru mættir á þennan fund en þeir hafa báðir sagst ætla aö bjóöa sig fram til forseta í kosningun- um í desember. Frambjóöandi stjórnarflokksins í þeim kosn- ingum veröur hins vegar Roh Tae-Woo. COLOMBÓ - Skæruliðar tamíla er tilheyra tígrunum svokölluðu geröu indverskum hersveitum lífiö leitt á Sri, Lanka í gær meö skyndiárás- um sínum. Þá bárust fréttir til höfuðborgarinnar Colombó aö flestir skæruliöanna væru aö sleþpa framhjá indversku sveitunum sem hafa myndaö hring i kringum borgina Jaffna á samnefndum skaga. Þar ’ hafa skæruliðar tamíla varist: af hörku gegn herjum Indverja. BAHREIN - Stjórnarerind- rekar sögöu aö fordæmingu Arabarikjanna viö Persafló- ann. á þremur eldflaugaárás- um írana á Kúvait mætti túlka sem viðvörun til írana aö hætta slíkum árásum ellegar eiga á hættu aö Arabaríkin tækju upp i sameiginlegar refsiaðgeröir gegn stjórninni í Teheran.i Utanríkisráöherrar sex ríkja viö Persaflóann lýstu íran sem árásaraðila í yfirlýsingu sem gefin var út um helgina. JÓHANNESARBORG- Stærsta dagblað blökkumanna, í Suður-Afríku hvatti nóbel-; sverölaunahafann Desmond Tutu erkibiskup til að reyna að gera sitt til aö binda enda ái blóðuga bardaga milli hópaj blökkumanna í Natalhéraöi. i LUNDÚNIR - Díana prins-1 essa ók í burt ein síns liðs eftir j aö hafa hitt mann sinn Karl' Bretaprins um helgina en þetta var ein af fáum samverustund- j um þeirra hjóna á síðustu sex | vikum. Breska þjóöin situr nú| og nagar neglur sínar því svO| virðist sem snuröa sé hlaupinj á hjónaband Karls og Díönu. | jllllllllllllllllllllllllll! ÚTLÖND Þriöjudagur 27. október 1987 lllllllllilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll' Steingrímur Hermannsson utanríkisráðherra bjartsýnn áenn batnandi stórveldasambúð: Sovétstjórnin segir ekki lengur „njet“ „Framfarir hafa átt sér staö á öllum sviðum í viöræöum stórveld- anna tveggja,“ sagði Steingrímur Hermannsson utanríkisráðherra á blaðamannafundi í gær sem hann hélt til að kynna hvað komið hefði fram á fundi utanríkisráherra ríkja Norður-Atlantshafsbandalagsins sem haldinn var fyrir helgi. Á þeim fundi var George Shultz utanríkisráðherra Bandaríkjanna, þá nýkominn frá Moskvu, og kynnti hann útkomu viðræðna sem hann átti við Eduard Shevardnadze hinn sovéska starfsbróður sinn og Mikhail Gorbatsjov Sovétleiðtoga. Steingrímur sagði að Shultz hefði lagt á það áherslu að andrúmsloftið í viðræðum stórveldanna væri nú allt annað og bctra en áður, nú væri t.d. hægt að ræða um mannréttindamál en fyrir nokkrum árum hefði svarið bara verið „njet" eða nei þegar þessi mál voru borin upp. Viðræður stórveldanna hafa verið umfangsmiklar undanfarið og snert miklu fleiri þætti en afvopnunarmál. Þeir Shultz og Shevardnadze hafa t.d. rætt nokkuð ítarlega um svæðis- bundin átök t.d. í Afganistan svo og um mannréttindamál. Steingrímur sagði að fundurinn í Brússel hefði verið mjög gagnlegur þar sem Bandaríkjastjórnin legði nú meiri áherslu á en áður að upplýsa bandamenn sína í NATO um gang stórveldasamskiptanna. Að sögn ís- lenska utanríkisráðherrans tók Shultz skýrt fram að Reykjavíkur- fundurinn hefði lagt grunninn að betra gengi í viðræðum Sovétríkj- anna og Bandaríkjanna og þessi grunnur yrði líklega til þess að samkomulag um eyðingu meðal- drægra ogskammdrægari kjarnorku- eldflauga yrði undirritað innan tíðar. „Það liggur á borðinu núna, ef ekkert stórkostlegt kemur fyrir, að samkomulag um eyðingu nteðal- drægra og skamntdrægari kjarnorku- eldflauga verði undirritað innan fárra vikna“, sagði Steingrímur. Hann benti á að enn væru ýmis konar tæknileg atriði sem þyrfti að leysa áður en kænii til undirritunar og þótt mörg þeirra væri erfitt að fást við, t.d. hvað varðar gagnkvæmt eftirlit, ættu þau ekki að standa í veginum fyrir samkomulagi. Steingrímur taldi að leiðtogafund- ur yrði haldinn næðist samkomulag í þessu máli þar sem hvorugur þeirra Gorbatsjov og Reagan vildu missa af því að vera í sviðsljósinu við slíkt tækifæri. Möguleikinn á leiðtogafundi í Bandaríkjunum á þessu ári var mik- ið til umræðu meðal fréttaskýrenda um helgina en misjafnar skoðanir eru uppi um þetta mál. Frank Car- lucci öryggisráðgjafi Reagans, sem var með Shultz í Moskvu, lét þó hafa eftir sér að honum hefði virst sem Gorbatsjov væri áfjáður í leiðtoga- fund. „Kannski að slíkur fundur verði í desember," hafði bandarfska blaðið The Los Angeles Times eða Tími þeirra Los Angelesbúa eftir Car- lucci. Gorbatsjov gaf hins vegar út yfir- lýsingu fyrir helgina þar sem hann sagði að hann færi ekki til fundar við Reagan í Bandaríkjunum nema ein- hver drög að samkomulagi um lang- drægar kjarnaflaugar og geimvopn hefðu verið gerð. Þessi nýja afstaða Sovétleiðtogans kom ráðamönnunt í NATO í opna skjöldu og víst er að erfitt getur reynst að ræða þessi mál, enda geimvarnaráætlun Bandaríkja- stjórnar eða stjörnustríðsáætlunin svokallaða þar mikill Þrándur í Götu samkomulags. hb Steingrímur Her- mannsson um Múr- manskræöu Gor- batsjovs: „Tökumþá á orðinu“ „NATO á að taka Varsjár- bandalagið á orðinu og leita eftir nánari útskýringum og viðræðum á hugmyndum varðandi spennu- slökun á norðurhöfum,“ sagði Steingrímur Hermannsson utan- ríkisráðherra þegar hann var spurður álits á ræðu þeirri sem Mikhail Gorbatsjov Sovétleið- togi flutti í hafnarborginni Múr- mansk á dögunum. Gorbatsjov lagði í ræðu þessari til að teknar yrðu upp viðræður um leiðir til að draga úr vígbúnaði á norðurhöfum og einnig yrði kannað hvernig auka mætti sam- vinnu við að vinna verðmæt jarð- efni á þessu svæði og stunda rannsóknir því tengdu. Steingrímur sagðist hafa kynnt þessa skoðun sína á fundi utan- ríkisráðherra NATO í Brússel fyrir helgi og væru norskir ráða- menn honum sammála í þessu. hb ÚTLÖND Kína: „Fótbolti áhugaverðari en flokksráðstefnan“ Mikill mannfyöldi safnaðist sanian í miðborg Pekíng í gær til að fagna sigri Kínverja á Japönum í Iandsleik í knattspyrnu. Leikurinn var spilaður í Japan en sjónvarpað beint til Kína. Með þessum 2-0 sigri tryggði kínverska landsliðið sér sæti í úrslitakeppninni á Ólympíuieikunum á næsta ári. í gær var ráðstefnu kínverska komm- únistaflokksins framhaldið í IJölI alþýðunnar. Fyrir utan fagnaði hins vegar almenningur fótboltasigri yfir Japönum. Umferðaröngþveiti myndaðist fljótlega í kringum Tienanmen torg þar sem þúsundir manna fögnuðu innilega með því að senda í loft upp rakettur. Lögregluvörður var í kringum Höll alþýðunnar en þar er haldin þessa vikuna ráðstefna kín- verska kommúnistaflokksins. „Fótbolti er áhugaverðari en flokksráðstefnan," sagði kínverskur námsmaður, einn margra sem fagn- aði innilega í lóð háskólans í Pekíng í norð-vestur hluta borgarinnar. Hann sagðist hafa tekið þátt í kröfu- göngunum fyrir tæpu ári þegar náms- menn gengu að Tiananmen torgi og kröfðust aukins lýðræðis. Þær kröfugöngur voru barðar nið- ur af lögreglu en námsmaðurinn sagði að yfirvöld gætu ekkert aðhafst núna vegna þess að fögnuðurinn væri merki um föðurlandsást. Kínverska sjónvarpið sagði eftir að úrslitin voru ráðin, að það væri eðlilegt að kínverskur almenningur fagnaði á slíkri stundu en bað jafn- framt fólk um að gera það á „siðleg- an hátt“. Á meðan almenningur fagnaði fótboltasigrinum yfir Japönum var ráðstefnu kommúnistaflokksins í Höll alþýðunnar framhaldið. Þar skiptu hinir tvö þúsund ráð- stefnugestir sér í hópa í gær til að ræða næstu fimm ára áætlun. Sam- kvæmt heimildum frá Pekíng er þó ekki talið líklegt að margar breyting- ar verði gerðar á þeirri áætlun sem formaður flokksins Zhao Ziyang lagði fram í ræðu sinni. Hins vegar er beðið með meiri eftirvæntingu eftir hvort margar breytingar verði gerðar á forystuliði flokksins. Hinn aldni leiðtogi landsins Deng Xiaop- ing, sem nú er 83 ára gamall, hefur lýst yfir vilja sínum að hætta störfum að mestu leyti. Er talið að Deng vilji með þessu sýna fordæmi og fá aðra gamlingja í æðstu forystu til að láta af störfum og hleypa yngri mönnum að. Reuter/hb

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.